Galdrar á Íslandi
.
ÞJÓ006G – Galdrar á Íslandi:Frá fjölkyngi til fárs |
Úr kennsluskrá:
Í námskeiðinu verður farið yfir sögu galdra; fyrst verður litið á þróun þeirra samhliða kristnum kenningum, en eftir það verður lögð áhersla á ástundun þeirra og sögu á Íslandi. Saga galdra og galdraofsókna verður rakin fram yfir hina svokölluðu brennuöld, en þó verður megináherslan lögð á hugmyndir miðaldamanna, svo sem heimildir gefa tilefni til. Leitast verður við að skilgreina helstu hugtök sem tengjast galdri og rýna í þá merkingu sem liggur að baki þeim. Fjallað verður um fjölkunnugt fólk, stöðu þess í samfélaginu og viðhorf annarra í garð þess. Þá verða skoðaðar þær athafnir sem talist hafa til fjölkynngi/ galdurs, og ljósi varpað á einstök fjölkynngisbrögð, s.s. seið, hamskipti, álög, veðragaldur, hugmyndir um sálfarir, forspá og sjónhverfingar. Einnig verða skoðaðar þær aðferðir sem notaðar voru við ástundun galdra, s.s. andhiti, töfraþulur og rúnir, auk þess sem litið verður á helstu töfragripi og meðul, s.s. klæði, drykki og jurtir.
Vinnulag: Námið fer einkum fram með lestri nemenda, fyrirlestrum kennara, og einnig umræðum svo sem kostur er. Ætlast er til að hver nemandi haldi auk þess stuttan fyrirlestur um afmarkað efni í kennslustund.
.
Kennsluáætlun 2010:
1. vika
a) Kynning
b) Galdrar: almennur inngangur: Lesefni: Torfi H. Tulinius í Galdramenn
.
2. vika
a) Fjölkynngi í fornöld: Lesefni: Russell, k. 1.
b) Miðaldir – 1) Fjölkynngi á miðöldum – 2) Kenningar kirkjunnar: Lesefni: Russell, k. 2.
.
3. vika
a) Miðaldir: Ísland. Fjölkynngi í íslenskum miðaldaheimildum: Lesefni: Dillmann, Francois-Xavier: Zusammenfassung.
b) Miðaldabókmenntir: Íslendingasögur: Lesefni: Gísli Pálsson: The Name of the Witch.
.
4. vika
a) Miðaldabókmenntir: Fjölkynngi og fjölkunnugir: Lesefni: Dillmann, Francois-Xavier: Seiður og shamanismi ...
b) Fjölkynngisbrögð: Lesefni: DuBois, k. 5 og 6.
.
5. vika
a) Aðferðir, töfur og töframeðul: Lesefni: Helga Kress í Galdramenn.
b) Fjölkunnugir – Annar heimur: Lesefni: Ármann Jakobsson í Galdramenn: Hvað er tröll?
.
6. vika
a) Fjölkynngi: Ástargaldur: Lesefni: Stepen Mitchell: Anaphrodisiac Charms...
b) Fjölkynngi: Ýmis minni: Lesefni: Hermann Pálsson, k. VII og Stepen Mitchell: Magic as acquired art ...
.
7. vika
a) Sálfarir. Álög: Lesefni: Catharina Raudvere: The power of the spoken..
b) Hamskipti: Lesefni: Hermann Pálsson, k. VI.
.
8. vika
a) Frh.: Lesefni: Aðalheiður Guðmundsdóttir: The Werewolf in Medieval Icelandic literature
b) Galdrafárið – Evrópa: Lesefni: Russell, k. 3 + k. 4.
.
9. vika
a) Frh. Evrópa og Bandaríkin: Lesefni: Russell, k. 5.
b) Norðurlönd: Lesefni: KLNM. Ítarefni: S. Mitchell í Galdramenn
.
10. vika
a) Kvikmyndir: Häxan, Macbeth o.fl.
b) Galdrafárið á Íslandi: Lesefni: Hastrup, K.: Island of anthropology...
.
11. vika
a) Frh.: Lesefni: Magnús Rafnsson í Galdramenn.
b) Frh., einnig særingar, fjandafælur o.fl.: Lesefni: Ólína Þorvarðardóttir í Galdramenn.
.
12. vika
a) Galdrar nútímans (nýaldargaldur): Lesefni: Russell, part II: Modern Witchcraft.
b) Samantekt. Umræður um námsefnið.