Fornaldarsögur Norðurlanda

Fornaldarsögur Norðurlanda

.

.

.

xxxxxxxxGagnagrunnur

xxxxxxxxxxDatabase

.

Fornaldarsögur Norðurlanda eru um margt sundurleit bókmenntagrein sem ber þess merki að skrásetjarar og/eða höfundar þeirra hafi sótt sér og notast við efni víða að, jafnt úr munnmælum sem rituðum heimildum. Efnislega markast sögurnar mjög „baklægum“ efnivið sem segja má að sé grundvöllur bókmenntanna. Sú undirstaða sem hér um ræðir felst í arfsögnum eða sagnasjóði sem var að grunni til sameiginlegur íbúum á stórum svæðum Norður-Evrópu, og snertu annars vegar fortíð norrænna þjóða og hins vegar – og í víðara samhengi – germanskra þjóða. Að stærstum hluta eru sögurnar þó bundnar við Norðurlöndin, og segja má að það germanska hetjusagnaefni sem samófst norrænum efnivið hafi að hluta til verið staðfært og innlimað í norrænan sagnaheim. Þessi samruni norrænna sagna og sagna frá öðrum löndum Evrópu, einkum Þýskalandi, er einmitt eitt af því sem einkennir elsta lag fornaldarsagna.

Það er óhætt að segja að hinn baklægi arfur fornaldarsagna byggi á gömlum merg, enda fann hluti hans sér farveg meðal norrænna manna í hinum gömlu eddukvæðum, eða hetjukvæðunum svonefndu, sem talin eru ort frá 9. öld og fram á fyrri hluta þeirrar 13. Þegar ritmenning Íslendinga hafði svo gengið sinn upphafsveg tóku menn að endurmóta efni þessara kvæða og færa arfsagnir um fornar hetjur og annað skylt efni úr munnmælunum – ásamt líklega viðbótum frá eigin brjósti – á bækur, á eigin tungu. Með þeim hætti unnu þeir með sagnasjóðinn gamla og notuðu sem uppistöðu í bókmenntalega nýsköpun sem skipaði nú sess við hlið konungasagna, Íslendingasagna og annarra greina íslenskra bókmennta og þýðinga. Sögunum var síðar gefið samheitið fornaldarsögur Norðurlanda, en líkt og sjá má felur nafngiftin í sér viðleitni til að auðkenna sögurnar með tilvísun í hinn efnislegan kjarna þeirra. Flestar sagnanna voru ritaðar á 13. og 14. öld.

.

Eftirfarandi rit/greinar snerta efni fornaldarsagna:

•  2010. „Af betri konum og bóndadætrum: Um stéttbundna misnotkun kvenna í fornaldarsögum og öðrum afþreyingabókmenntum miðalda“. Rannsóknir í félagsvísindum XI. Félags- og mannvísindadeild. Ritstj. Helga Ólafs og Hulda Proppé. Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Reykjavík, 1–7. Hægt er að horfa á fyrirlesturinn á VIMEO.

•  2010. „Brunichildis – konan á bak við nafnið“. Guðrúnarstikki kveðinn Guðrúnu Nordal fimmtugri 27. september 2010. Menningar- og minningarsjóður Mette Magnussen

•  2009. „Um mæðgin hér og þar“. Wawnarstræti (alla leið til Íslands) lagt Andrew Wawn 65 ára 27. október 2009. Menningar- og minningarsjóður Mette Magnussen, Reykjavík, 7–9.

•  2009. „Rómarför Bjarnar járnsíðu“. 30 gíslar teknir fyrir hönd Gísla Sigurðssonar fimmtugs, 27. september 2009. Menningar- og minningarsjóður Mette Magnussen, Reykjavík, 7–9.

•  2009. „Af Ingigerði Ólafsdóttur“. 38 vöplur bakaðar og bornar fram Guðrúnu Ingólfsdóttur fimmtugri 1 maí 2009. Menningar- og minningarsjóður Mette Magnussen, Reykjavík, 7–9.

•  2009. „Þar sem Sigmundur og Artúr mætast“. Greppaminni: rit til heiðurs Vésteini Ólasyni sjötugum. Hið íslenska bókmenntafélag, Reykjavík, 3–17.

•  2009. „A Fornaldarsaga on Stage: From a Mythic Past to a Modern Icelandic Audience“. Fornaldarsagaerne. Myter og virkelighed. Ritstj. Agneta Ney, Ármann Jakobsson og Annette Lassen. Museum Tusculanums Forlag,, Københaven, 299–316.

•  2007. „Örlagaþræðir Sigurðar Fáfnisbana“. Rannsóknir í félagsvísindum VIII. Félagsvísindadeild. Ritstj. Gunnar Þór Jóhannesson. Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Reykjavík, 783–92.

•  2006. „Interrogating genre in the fornaldarsögur. Round-Table discussion“. Viking and Medieval Scandinavia 2:287–289.

•  2006. „Yfirnáttúruleg minni í Fornaldarsögum Norðurlanda“. Rannsóknir í félagsvísindum VII. Félagsvísindadeild. Ritstj. Úlfar Hauksson. Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Reykjavík, 789–99.

•  2006. „On supernatural motifs in the fornaldarsögur“. Ráðstefnuritið Thirteenth International Saga Conference, 6.–12. ágúst 2006, Durham and York.

•  2005. „Sögur frá Fróðarsteini: Um íslenskar sögur og færeyska dansa.“ Frændafundur 5. Fyrirlestrar frá íslensk-færeyskri ráðstefnu í Reykjavík 19.-20. júní 2004. Ritstj. Magnús Snædal og Arnfinnur Johansen. Reykjavík, 127–136.

•  2004. „Úlfhams rímur – (öðru nafni Vargstökur)“. Rímnatexti með nútímastafsetningu og inngangstexta eftir Aðalheiði Guðmundsdóttur. Textahefti með geisladisknum: Steindór Andersen kveður Úlfhams rímur. Annað svið og 12 Tónar. (35 bls.)

•  2002. „III Svör Aðalheiðar Guðmundsdóttur.“ Gripla XIII 272–299.

•  2001. Úlfhams saga. Aðalheiður Guðmundsdóttir sá um útgáfuna og ritaði inngang. Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi. Reykjavík. (cclxxxi + 63 bls.) [Umsagnir um Úlfhams sögu: a) Boyer, Regis. 2002. „Úlfhams saga“. Scriptorium 56, 276–­277. b) Cormack, Margaret. 2003. „Úlfhams saga“. Skandinavistik 33, 70–71. c) Glauser, Jürg. 2002. „Um Úlfhams sögu. Andmælaræður og svör“. Gripla XIII,  243–256. d) Svanhildur Óskarsdóttir. 2002. „Um Úlfhams sögu. Andmælaræður og svör“. Gripla XIII, 257–271. e) Wawn, Andrew. 2004. „Úlfhams saga“. Saga-Book, 118–120.]