Leiðbeiningar

Leiðbeiningar

.

Þar sem gagnagrunnurinn er hýstur í einkatölvu minni á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum er hann einungis aðgengilegur þegar kveikt er á tölvunni, þ.e. þegar ég er á staðnum. Gagnagrunnurinn er m.ö.o. lokaður:
.

  • á kvöldin (skv. íslenskum tíma)
  • um helgar
  • þegar ég er í fríi eða ekki á staðnum
  • opnið grunnin með því að fara í „Guest account“ og smellið síðan á „Login“.

.

Útskýringar á einstökum sviðum:

Saga: Staðlaður titill. 44 sögur, auk fjögurra þar sem bæði prósatexti og rímur eru orðtekin, og eru upplýsingar úr rímum þá í reitnum „Aðrar heimildir“

Heimild og bls.: Sjá heimildalykil. Sé um rímur að ræða er vísað í númer rímu og erindis, annars alltaf blaðsíðutal.

Önnur útg.: Hér getur verið gefið upp blaðsíðutal atriðis samkvæmt annarri útgáfu en aðalútgáfunni.

Flokkur: 33 yfirflokkar

Atriði: 340 mismunandi atriði (undirflokkar). Fyrir kemur að tvö atriði/hugtök eru notuð yfir nánast samskonar fyrirbæri. Atriðin eru skráð eftir því hugtaki sem notað er í textanum sjálfum. DæmI: „skjaldmey“ og „valkyrja“ hafa afar líka merkingu. Annað dæmi: „huliðshjálmur“ og „sjónhverfing“ eru einnig skyld atriði, en skráð er eftir þrengra hugtakinu, þ.e. sé „huliðshjálmur“ nefndur hann skráður sem atriði, þótt huliðshjálmurinn feli alltaf í sér sjónhverfingu af einhverju tagi. Nokkrum sinnum eru sett spurningamerki við atriði, leiki mikill vafi á merkingu textans.

Lýsing: Endursögn af atburðum.

Kyn: Kyn miðast við þann fjölkunnuga eða yfirnáttúrulega.

Tími: Nótt, dagur, sumar, vetur og árstíðaskil.

Aðrar heimildir: Hér er getið um mun/umframatriði samkvæmt rímnagerð. Hér mætti síðar setja inn upplýsingar frá öðrum gerðum/handritum titltekinnar sögu.

.