Fornaldarsögur
FornaldarsögurNorðurlanda. Ég hef kennt tvö námskeið í íslensku, þar sem fornaldarsögur eru aðaluppistaðan: |
Frá tilurð til viðtöku (kennt á MA-stigi 1998)
Fornaldarsögur og -rímur (kennt á BA-stigi 2008)
.
05.40.29 – Fornaldarsögur og -rímur
.
Úr kennsluskrá:
Farið verður ítarlega í fornaldarsögur Norðurlanda og helstu einkenni þeirra. Leitast verður við að kynna rannsóknarsögu fornaldarsagna, nýjustu rannsóknir fræðimanna og tilraunir til flokkunar og skilgreiningar. Flestar fornaldarsögur eru bæði varðveittar í prósa- og rímnaformi, og verða valdar sögur lesnar, ýmist sem prósi eða rímur, og samanburður gerður á framsetningu efnisins í formunum tveimur. Þá verður efniviður sagnanna skoðaður með tilliti til bakgrunns á Norðurlöndum, sem og sagnaminna. Heimsmynd sagnanna verður skoðuð, og staldrað við hugmyndir um vættir af ýmsu kyni, furður og fjölkynngi.
.
Kennsluáætlun:
1. vika
a) Kynning
b) Fornaldarsögur: Inngangur
.
2. vika
a) Fornaldarsagnaefni í munnlegri geymd: 1) efni utan Skandinavíu
b) 2) Efni frá Skandinavíu
.
3. vika
a) Fornaldarsagnaefni á Íslandi
b) Rannsóknarsaga – tegundargreining
.
4. vika
a) Rímur: inngangur
b) Rímur frh. – kvæðaskemmtun
.
5. vika
a) Völsunga saga
b) frh.
.
6. vika
a) frh.
b) Hrólfs saga kraka – Bjarkaþáttur
.
7. vika
a) Bjarkarímur
b) Algeng sagnaminni
.
8. vika
a) Úlfhams saga
b) Vargstökur
.
9. vika
a) Heimsmynd fornaldarsagna
b) Hjálmþérs saga og Ölvis
.
10. vika
a) Hjálmþérs rímur
b) Verkefni: framsögn, 1/3 hluti hópsins
.
11. vika
a) frh. 1/3 hluti
b) frh. 1/3 hluti
.
12. vika
a) Konur í fornaldarsögum Norðurlanda
b) Samantekt / Umræður um námsefnið