Íslensk ævintýri og samfélag

.

.

ÞJÓ 104G – Íslensk ævintýri og samfélag

.

Úr kennsluskrá:

Íslensk ævintýri verða lesin og skoðuð í ljósi samfélagslegra gilda. Lögð verður áhersla á sagnahefðina, flutning sagnafólks, sísköpun þess og meðferð á sagnaminnum. Ævintýrin verða skoðuð m.t.t. hins breytilega efniviðar og hin ýmsu afbrigði einstakra gerða og minna borin saman. Þá verður leitast við að ráða í merkingu ævintýra, m.a. með táknrýni, auk þess sem þau verða skoðuð í félagslegu ljósi og sett í samhengi við það samfélag sem mótaði þau. Í því tilliti verður sérstaklega litið á stéttaskiptingu, kynjahlutverk og dagleg störf fólks.

Vinnulag

Kennsla fer einkum fram með fyrirlestrum, en einnig með umræðum svo sem kostur er.

.

Kennsluáætlun

I. hluti: Inngangur

1. vika

a) Kynning

b) Íslensk sagnahefð / áhrif rithefðar á munnmæli

2. vika

a) frh. Dæmi úr miðaldabókmenntum

b) Samfélagslegar rannsóknir þjóðsagna

II. hluti: Ævintýri og samfélag fyrr á öldum

3. vika

a) Íslenskt þjóðlíf á 18. og 19. öld.

b) Andstaða kirkju og lærða manna gegn sagnaskemmtun

4. vika

a) Sagnaþulir. Sögulegt yfirlit

b) Rannsóknir á einstökum sagnaþulum

5. vika

a) Sagnaþulurinn sem  einstaklingur

b) Herdís Jónasdóttir

6. vika

a) Stjúpusögur

b) frh.

7. vika

a) Samfélagið

b) frh. Vinna og daglegt líf

8. vika

a) Verkefni: framsögn, 1/3 hluti hópsins

b) frh. 1/3 hluti

9. vika

a) frh. 1/3 hluti

III. hluti: Ævintýri og samfélag nútímans

b) Ævintýri fyrir hvern? Færsla frá fullorðnum til barna

10. vika

a) Ævintýri og börn: Kenningar m.t.t. uppeldisfræði

b) Ótti og hræðsluáróður

11. vika

a) Ævintýri og börn í dag: Eru ævintýrin of ljót fyrir þau?

b) Ævintýri í kennslustofunni: Hvernig vinna börn með ævintýri?

12. vika

a) Ævintýri sem efniviður: listævintýri, skáldsögur, kvikmyndir

b) Umræðutími um smásögur og kvikmyndir

.

Stúdentar í námskeiðinu hafa tekið þátt í að skrá ævintýri í ævintýraskrá, en drög að henni voru gefin út árið 2006.