Laugardaginn 20. júní 2020 var haldin hátíð í Þingeyjarsveit til minningar um spekinginn Stjörnu-Odda, sem þar var uppi í kringum 1100. Stjarnvísindafélag Íslands reisti honum fallegan minnisvarða að Grenjaðarstað og í kjölfarið var haldið málþing í Ýdölum um þennan forna íslenska stjörnufræðing og verk hans. Hér má finna frekari upplýsingar um atburðinn.