Í tilefni Nóbelsverðlaunanna í eðlisfræði 2022

Í gær bárust þau ánægjulegu tíðindi að Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði 2022 hefðu fallið í skaut þriggja eðlisfræðinga „fyrir tilraunir með skammtatengdar ljóseindir, sem staðfestu brot á ójöfnum Bells og lögðu grunn að skammtaupplýsingafræði

Nóbelsverðlaunahafarnir í eðlisfræði 2022. Frá vinstri: Alain Aspect, John Clauser og Anton Zeilinger. Myndin er fengin að láni úr yfirlitsgreininni: Aspect, Clauser, and Zeilinger share 2022 Nobel Prize in Physics á heimasíðu Physics Today.

Verkum verðlaunahafanna er lýst nánar í tveimur greinum frá Nóbelsstofnuninni:

Til gamans má geta þess að einn verðlaunahafanna, Anton Zeilinger, kom til Íslands á ári ljóssins 2015 og var það að frumkvæði þeirra Þorsteins Halldórssonar, Jakobs Yngvasonar og Einars H. Guðmundssonar. Zeilinger hélt sérlega fróðlegan fyrirlestur við Verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands, þar sem hann fjallaði meðal annars um rannsóknir sínar á furðum skammtafræðinnar.

Áhugasamir gestir á fyrirlestri Zeilingers, 27. ágúst 2015.

Íslenskir fjölmiðlar gerðu heimsókninni og fyrirlestrinum ágæt skil eins og sjá má hér:

Mér er ekki kunnugt um, að mikið hafi verið fjallað á íslensku um þau torskildu en skemmtilegu fræði sem hér eru til umræðu. Þetta eru þær greinar, sem ég hef rekist á:

 

Viðbót fyrir fróðleiksfúsa

  1. Þeim, sem vilja kanna söguna að baki þessum merku rannsóknum, er bent á hinar læsilegu bækur
  1. Hér eru svo tvö fróðleg myndbönd:

Viðbót, 6. okt. 2022  -  Fróðlegar fréttaskýringar:

Um Einar H. Guðmundsson

Prófessor emeritus við Háskóla Íslands - Tölvupóstfang: einar@hi.is - Vefsíða: https://notendur.hi.is/einar/
Þessi færsla var birt undir Eðlisfræði, Tuttugasta og fyrsta öldin. Bókamerkja beinan tengil.