Hvernig nútímaeðlisfræðin barst upphaflega til Íslands III: Skrá yfir nokkur íslensk alþýðurit á því sviði frá tímabilinu 1896 til 1961

Efnisyfirlit

Ítarlegar ritaskrár margra eftirfarandi höfunda er að finna í II. hluta.

Tímabilið 1896 – 1919

  • Nikulás Runólfsson, 1896: Merkileg uppgötvun. Sagan að baki uppgötvunar Röntgens rakin í örstuttu máli. Uppgötvuninni síðan lýst í jafnstuttu máli. Á eftir greininni er viðbót eftir ritstjórann, Valtý Guðmundsson: „stutt samantekt úr fréttablöðum“.
  • Jón Þorláksson, 1899: Framfarir náttúruvísindanna á síðustu árum. Lausleg þýðing á fyrielestri danska efnafræðingsins Júlíusar Thomsen. Meðal annars er fjallað um uppgötvanir á nýjum frumefnum og uppgötvun Röntgens.
  • G.B. (Guðmundur Björnsson læknir?), 1902: Röntgen. Ljósmynd af Röntgen er að finna á myndasíðu II.
  • Guðmundur Hannesson, 1903: Nýir geislar. Um „Becquerelsgeisla“.
  • Anon, 1903: Radium og önnur geisliefni I, II, III, & IV. Þýtt úr norska tímaritinu Kringsjaa.
  • Ólafur Daníelsson, 1905: Hvernig loftskeyti berast.
  • Þ.Þ. (Þorkell Þorkelsson?), 1909: Ernest Rutherford.
  • Þorvaldur Thoroddsen, 1910: Vísindalegar nýjungar og stefnubreytingar nútímans I, II, III. Í I er m.a. fjallað um atóm, sameindir og geislavirkni. Minnst á Thomson og rafeindina, ljósvakann og þyngd.
  • Ágúst H. Bjarnason, 1910: Efniskenningin nýja. Heimspekileg umfjöllun. Fjallað um eðli ljóssins, ljósvakann, atóm og sameindir, ný frumefni, litróf og litrófsmælingar, hvirfilatóm Thomsons. Vísað í bók Crookes um geislandi efni frá 1879, rætt um Hertz og Marconi, katóðugeisla, Thomson og rafeindina, geislavirkni.
  • K.L., 1912-13: Radíum I & II.
  • Steingrímur Matthíasson, 1913: Undramálmurinn Radíum og geislamagn I & II. Að mestu þýtt úr norska tímaritinu Samtiden.
  • Ólafur Daníelsson, 1913: Ýmsar skoðanir á eðli rúmsins. M.a. rætt um afstæði að hætti Minkowskis, en Einstein ekki nefndur.
  • Guðmundur Hlíðdal, 1915: Röntgengeislar.
  • Gunnlaugur Claessen, 1915: Frú Curie.
  • Ágúst H. Bjarnason, 1915-19: Heimsmyndin nýja I, II, III, IV, V og VI. Efnisyfirlit: Heimspekilegur inngangur. Um uppruna og þróun efnisins. Um uppruna og efni sólkerfanna. Geislandi efni og upplausn fleirra. Frumeindir og sameindir. Ólífræn og lífræn efnasambönd.
  • Gunnlaugur Claessen, 1916: Röntgensgeislar.
  • Þorkell Þorkelsson, 1916: Hvað eru Röntgens-geislar? Flallar m.a. um áhrif kristalla á röntgengeisla.
  • Þorvaldur Thoroddsen, 1916: Hin nýja stjörnulist. M.a. er fjallað um ljósvakann, litróf og litrófsmælingar.
  • Þorvaldur Thoroddsen, 1917: Heimur og geimur. M.a. fjallað um ljósvakann.
  • Valdemar Steffensen, 1918: Radíum. Akureyri 1918. Fjallað um sögu röntgengeisla og geislavirkni. Sagt frá Röntgen, Becquerel, Curie og fl. Síðan rætt um radíumlækningar.
  • Ólafur Ólafsson (Hjarðarholti), 1919: Orkugjafar aldanna: Ný paradís í vændum?
  • Gunnlaugur Claessen, 1919: Radíum.

Tímabilið 1920 – 5. ágúst 1945

Tímabilið 7. ágúst 1945 – 1961

Um Einar H. Guðmundsson

Prófessor emeritus við Háskóla Íslands - Tölvupóstfang: einar@hi.is - Vefsíða: https://einar.hi.is/
Þessi færsla var birt undir Eðlisfræði, Efnafræði, Nítjánda öldin, Stærðfræði, Stjörnufræði, Tuttugasta öldin. Bókamerkja beinan tengil.