Ítarlegar ritaskrár margra eftirfarandi höfunda er að finna í II. hluta.
Tímabilið 1896 – 1919
- Nikulás Runólfsson, 1896: Merkileg uppgötvun. Sagan að baki uppgötvunar Röntgens rakin í örstuttu máli. Uppgötvuninni síðan lýst í jafnstuttu máli. Á eftir greininni er viðbót eftir ritstjórann, Valtý Guðmundsson: „stutt samantekt úr fréttablöðum“.
- Jón Þorláksson, 1899: Framfarir náttúruvísindanna á síðustu árum. Lausleg þýðing á fyrielestri danska efnafræðingsins Júlíusar Thomsen. Meðal annars er fjallað um uppgötvanir á nýjum frumefnum og uppgötvun Röntgens.
- G.B. (Guðmundur Björnsson læknir?), 1902: Röntgen. Ljósmynd af Röntgen er að finna á myndasíðu II.
- Guðmundur Hannesson, 1903: Nýir geislar. Um „Becquerelsgeisla“.
- Anon, 1903: Radium og önnur geisliefni I, II, III, & IV. Þýtt úr norska tímaritinu Kringsjaa.
- Ólafur Daníelsson, 1905: Hvernig loftskeyti berast.
- Þ.Þ. (Þorkell Þorkelsson?), 1909: Ernest Rutherford.
- Þorvaldur Thoroddsen, 1910: Vísindalegar nýjungar og stefnubreytingar nútímans I, II, III. Í I er m.a. fjallað um atóm, sameindir og geislavirkni. Minnst á Thomson og rafeindina, ljósvakann og þyngd.
- Ágúst H. Bjarnason, 1910: Efniskenningin nýja. Heimspekileg umfjöllun. Fjallað um eðli ljóssins, ljósvakann, atóm og sameindir, ný frumefni, litróf og litrófsmælingar, hvirfilatóm Thomsons. Vísað í bók Crookes um geislandi efni frá 1879, rætt um Hertz og Marconi, katóðugeisla, Thomson og rafeindina, geislavirkni.
- K.L., 1912-13: Radíum I & II.
- Steingrímur Matthíasson, 1913: Undramálmurinn Radíum og geislamagn I & II. Að mestu þýtt úr norska tímaritinu Samtiden.
- Ólafur Daníelsson, 1913: Ýmsar skoðanir á eðli rúmsins. M.a. rætt um afstæði að hætti Minkowskis, en Einstein ekki nefndur.
- Guðmundur Hlíðdal, 1915: Röntgengeislar.
- Gunnlaugur Claessen, 1915: Frú Curie.
- Ágúst H. Bjarnason, 1915-19: Heimsmyndin nýja I, II, III, IV, V og VI. Efnisyfirlit: Heimspekilegur inngangur. Um uppruna og þróun efnisins. Um uppruna og efni sólkerfanna. Geislandi efni og upplausn fleirra. Frumeindir og sameindir. Ólífræn og lífræn efnasambönd.
- Gunnlaugur Claessen, 1916: Röntgensgeislar.
- Þorkell Þorkelsson, 1916: Hvað eru Röntgens-geislar? Flallar m.a. um áhrif kristalla á röntgengeisla.
- Þorvaldur Thoroddsen, 1916: Hin nýja stjörnulist. M.a. er fjallað um ljósvakann, litróf og litrófsmælingar.
- Þorvaldur Thoroddsen, 1917: Heimur og geimur. M.a. fjallað um ljósvakann.
- Valdemar Steffensen, 1918: Radíum. Akureyri 1918. Fjallað um sögu röntgengeisla og geislavirkni. Sagt frá Röntgen, Becquerel, Curie og fl. Síðan rætt um radíumlækningar.
- Ólafur Ólafsson (Hjarðarholti), 1919: Orkugjafar aldanna: Ný paradís í vændum?
- Gunnlaugur Claessen, 1919: Radíum.
Tímabilið 1920 – 5. ágúst 1945
- Anon, 1920: Merkasta uppgötvun vísindanna I & II. Frétt.
- Anon, 1920: Prófessor Rutherford og frumeindakenningin. Frétt.
- Ágúst H. Bjarnason, 1921-22: Rutherford: Um gerð frumeindanna.
- Holtsmark, J., 1921: Einsteinskenning. Um afstæðiskenninguna. Þýtt úr norska tímaritinu Samtiden. Þýðanda er ekki getið.
- Ólafur Dan Daníelsson, 1921: Um tímarúm Minkowskis í sambandí víð afstæðiskenninguna þrengri. Einstein ber einnig á góma. Tæknileg grein.
- Ólafur Dan Daníelsson, 1922: Afstæðiskenningin. Einstein í aðalhlutverki.
- Þorkell Þorkelsson, 1922: Frumefnin og frumpartar þeirra.
- Trausti Ólafsson, 1924: Frumeindakenning nútímans.
- Trausti Ólafsson, 1925: Um atomkenningu Bohr’s.
- Þorkell Þorkelsson, 1926: Afstæðiskenningin og tilraun Michelsons.
- Ágúst H. Bjarnason, 1926: Himingeimurinn. Með eftirmála um Einstein og kenningar hans.
- Ásgeir Magnússon, 1926: Vetrarbraut: Alþýðubók og skólabók. Að mestu safn áður útgefinna greina höfundar. Aftast í síðasta kaflanum er umfjöllun um rúmið (sjá nánar hér).
- Ásgeir Magnússon, 1930: Efnisheimur I & II.
- Ágúst H. Bjarnason, 1931: Heimsmynd vísindanna. Bókin fjallar um heimsmynd stjörnufræði og eðlisfræði og sögu fleirra. M.a. er bæði rætt um takmörkuðu og almennu afstæðiskenninguna. Þá er fjallað um atóm og sameindir, rafeindir, röntgengeisla, geislavirkni, atómkjarna og geimgeisla. Rætt um skammtafræði Plancks og Einsteins, atómkenningu Bohrs og minnst á De Broglie, Heisenberg og Schrödinger. Í seinni hluta bókarinnar er fjallað um heimsmynd stjörnufræðinnar, uppruna sólkerfanna og lífsins sem og jörðina og sögu hennar. Í lokin er svo fjallað á heimspekilegan hátt um upphaf og endalok, orsakalögmálið og fleira.
- Trausti Einarsson, 1931: Um byggingu stjarnanna.
- Vilhjálmur Þ. Gíslason, 1932: Nýjar atómrannsóknir: Dr. Cockroft og dr. Walton.
- Jeans, J., 1933: Endalok. Ásgeir Magnússon þýddi lauslega úr lokakafla bókarinnar The Universe Around Us frá 1929.
- Trausti Einarsson, 1935: Litrofin og þýðing þeirra fyrir rannsóknir á sólinni.
- Björn Franzson, 1938: Efnisheimurinn. Í eftirmála segir m.a.: „Fyrirmyndir að riti þessu hef ég engar haft, hvorki um framsetningu né niðurskipun efnisins, en auðvitað hef ég um staðreyndir stuðzt við fjölda erlendra fræðibóka.“ Efnisyfirlit: Heimsmyndir. Hin heiða aflfræði. Öldur ljóssins. Eindir efnisins. Rafmagn og segulmagn. Hamfarir orkunnar. Efnisgeislan. Rafsegulgeislan. Hinn smái heimur. Hinn mikli heimur. Afstæðiskenningin. Hið lifandi efni.
- Curie, E., 1939: Frú Curie. Kristín Ólafsdóttir íslenskaði. Ævisaga Maríu Curie eftir dóttur hennar, Evu.
- Sigurkarl Stefánsson, 1939: Afstæðiskenningar Einsteins. Útvarpserindi.
- Sigurkarl Stefánsson, 1940: Niels Bohr.
- Trausti Ólafsson, 1940: Efni og orka. Saga atómrannsókna í stuttu máli. Rafeindin, kjarninn, geislavirkni, nifteindin og róteindin. Kjarneðlisfræði, hringhraðallinn. Efni og orka skv. Einstein. Orkulind sólstjarna.
- Bliven, B., 1941: Úr heimi frumeindanna. Þýtt úr Readers Digest.
- Eddington, A., 1941: Nauðhyggjan dvínar. Guðmundur Finnbogason þýddi.
- Ágúst H.Bjarnason, 1943: Orsakasamhengið.
- Björn Franzson, 1944: Hverju líkist alheimurinn. Þýtt og endursagt úr fyrsta kafla bókarinnar An Outline of the Universe (1938) eftir J.G. Crowther.
- Eddington, A., 1945: Vetrarbrautin og það sem utar er. Þýðandi Trausti Einarsson. Í bókinni Undur veraldar. Rvík 1945 (bls. 73-80).
- Jeans, J., 1945: „Frumeindarannsóknir.“ Þýðandi Björn Franzson. Í bókinni Undur veraldar. Rvík 1945 (bls. 167-177).
- Furnas, C.C., 1945: „Gamanspjall um frumeindir.“ Þýðandi Björn Franzson. Í bókinni Undur veraldar. Rvík 1945 (bls. 177-178).
- Schacht, H., 1945: „Á ferð í frumeindaheiminum: Lawrence og kjarnakljúfurinn.“ Þýðandi Björn Franzson. Í bókinni Undur veraldar. Rvík 1945 (bls. 179-188).
- Heyl, P.R, 1945: „Kenning Einsteins um rúm og tíma.“ Þýðandi Björn Franzson. Í bókinni Undur veraldar. Rvík 1945 (bls. 199-206).
- Þorbjörn Sigurgeirsson, 1945: Gullgerðarlist nútímans. Um atómeðlisfræði og kjarneðlisfræði.
- Sveinn Þórðarson, 1945: Wilhelm Conrad Röntgen 1845–1923.
Tímabilið 7. ágúst 1945 – 1961
- Anon, 1945: Atómorkuöldin I & II. Þýtt úr tímaritinu Time.
- Ingi R. Helgason, 1945: Hin mikla kjarnorkusprengja.
- Björn Franzson, 1945: Nýjungar í tækni og vísindum: Hagnýting kjarnorkunnar.
- Ásgeir Magnússon, 1945: Þar sem kjarnorkan er að verki.
- Sveinn Þórðarson, 1946: Atóman og orka hennar I & II.
- Óskar B. Bjarnason, 1946: Kjarnorkan.
- Steinþór Sigurðsson, 1946: Kjarnorka.
- Trausti Einarsson, 1947: Kjarnorkan og vald mannsins yfir efninu.
- Dietz, D., 1947: Kjarnorka á komandi tímum. Ágúst H. Bjarnason (heimspekingur) íslenskaði. (Sjá einnig bloggfærsluna Kjarnorka á komandi tímum eftir eftir Ágúst H. Bjarnason verkfræðing.)
- Tyrén, H., 1947: Á morgni atómaldar. Ólafur Björnsson (læknir) þýddi.
- Kaempffert, W., 1949: Radium og þróun atómrannsókna. Sveinn Þórðarson þýddi.
- Davis, H.M., 1949: Lögmál efnisins í ljósi nútímaþekkingar. Þýtt úr Science News Letter.
- Þorbjörn Sigurgeirsson, 1949: Geimgeislar.
- Þorbjörn Sigurgeirsson, 1950: Úr þróunarsögu atómvísindanna.
- Sv.Þ., 1951: Segja má að öll atomvísindi nútímans sjeu reist á kenningum Niels Bohr.
- Bohr, N., 1951: Atómvísindin og grundvöllur mannlegrar þekkingar. Útdráttur úr fyrirlestri Bohrs við Háskóla Íslands, 3. ágúst 1951. Sjá nánar hér.
- Anon, 1951: Heimsmynd Hoyles prófessors. Þýtt úr tímaritinu Time.
- Hoyle, F., 1951: Uppruni og eðli alheimsins. Reykjavík 1951. Hjörtur Halldórsson þýddi. Formálsorð eftir Trausta Einarsson.
- Frisch, O.R., 1953a: Orsakalögmálið og eðlisfræði nútímans. G.A. þýddi úr The Listener.
- Frisch, O.R., 1953b: Hvers vegna eru öll atóm eins?A. þýddi úr The Listener.
- Anon, 1954: Ljósvakakenningunni sleppt. Þýtt úr The Limitations of Science.
- Óskar B. Bjarnason, 1955: Innri gerð efnisins I, II, III, IV, V, VI, VII & VIII.
- Magnús Magnússon, 1955: Greinaflokkur um kjarnorku 0, I, II & III.
- Magnús Magnússon, 1955-56: Albert Einstein I & II.
- Magnús Magnússon og Þorbjörn Sigurgeirsson (þýðendur), 1956: Kjarnorkan í þjónustu mannkynsins : sýning á vegum Upplýsingaþjónustu Bandaríkjanna og Rannsóknaráðs ríkisins 4.-14. febrúar 1956. Sjá nánar hér.
- Trausti Einarsson, 1956: Þensla alheimsins.
- Guðmundur Arnlaugsson: Hvers vegna–Vegna þess. I & II. Rvík 1956–57. M.a. er fjallað um öreindir, atóm og atómkjarna á bls. 125–135 í II.
- Abbott, R.T. og fl., 1957: Heimurinn okkar. Reykjavík 1957. Hjörtur Halldórsson þýddi. Þrettándi kaflinn fjallar m.a. um stjarneðlisfræði og heimsfræði.
- Koch, C.G., 1958: Atómöldin I, II, III, IV, V, VI, VII, VIII, IX, X, XI, XII, XIII, XIV, & XV.
- Trausti Einarsson, 1958: Hugmyndir manna um alheiminn fyrr og nú.
- Þorbjörn Sigurgeirsson, 1959: Aflgjafi framtíðarinnar og ástand efnisins við geysiháan hita.
- Trausti Einarsson, 1960: Geimgeislar.
- Steingrímur Baldursson, 1961: Efni og andefni.