Hvernig nútímaeðlisfræðin barst upphaflega til Íslands II: Skrá yfir nokkra íslenska boðbera sem luku háskólanámi fyrir 1960

Efnisyfirlit

Flestir boðberanna voru sérfræðingar í eðlisfræði, efnafræði eða stærðfræði, þótt aðrir hafi einnig komið við sögu, meðal annars verkfræðingar, læknar og ýmsir áhugamenn um raunvísindi. Með hinu hátíðlega orði boðberi er hér átt við einstakling, sem öðlast hafði grunnþekkingu á a.m.k. einhverjum þáttum nútímaeðlisfræði og beitti henni, ýmist í eigin grunnrannsóknum eða hagnýtum tilgangi og/eða miðlaði henni til annarra, til dæmis í kennslu eða með ritsmíðum, ýmist frumsömdum eða þýddum, alþýðlegum eða fræðilegum (sjá t.d. III. hluta og ritaskrár einstakra manna hér á eftir).  –  Í eftirfarandi skrá er boðberunum raðað í aldursröð.

 

Nikulás Runólfsson (1851-1898) – fyrsti löggilti íslenski eðlisfræðingurinn

Cand. mag. í eðlisfræði frá Kaupmannahafnarháskóla 1890. Starfaði aldrei sem eðlisfræðingur á Íslandi.

 

 Þorvaldur Thoroddsen náttúrufræðingur (1855-1921)

Hvarf frá námi í náttúrufræði (aðallega dýrafræði) við Kaupmannahafnarháskóla rétt fyrir lokapróf til að taka við kennaraembætti við Möðruvallaskóla 1880. Fluttist aftur til Kaupmannahafnar 1895.

 

Ásgeir Torfason (1871-1916) – fyrsti löggilti íslenski efnaverkfræðingurinn

Cand. polyt. í efnaverkfræði frá Fjöllistaskólanum í Kaupmannahöfn 1903. Kom til starfa á Íslandi 1905.

 

Ágúst H. Bjarnason heimspekingur (1875-1952) – áhugamaður um raunvísindi

Mag. art. í heimspeki frá Kaupmannahafnarháskóla 1901. Dr. phil. frá sama skóla 1911. Kom til starfa á Íslandi 1905.

 

Þorkell Þorkelsson eðlisfræðingur (1876-1961)

Cand. mag. í eðlisfræði frá Kaupmannahafnarháskóla 1903. Kom til starfa á Íslandi 1908.

 

Ólafur Dan Daníelsson (1877-1957) – fyrsti löggilti  íslenski stærðfræðingurinn

Cand mag. í stærðfræði frá Kaupmannahafnarháskóla 1904. Dr. phil. frá sama skóla 1909. Kom til starfa á Íslandi 1908.

 

Gunnlaugur Claessen röntgenlæknir (1881-1948)

Cand med. í læknisfræði frá Kaupmannahafnarháskóla 1910. Dr. med. frá Karólínsku stofnuninni í Stokkhólmi 1928. Kom til starfa á Íslandi 1913.

 

Ásgeir Magnússon (1886-1969) kennari og fréttastjóri – áhugamaður um raunvísindi

Kennarapróf frá Flensborgarskóla 1908.

 

Trausti Ólafsson efnaverkfræðingur (1891-1961)

Cand. polyt. í efnaverkfræði frá Fjöllistaskólanum í Kaupmannahöfn 1921. Kom til starfa á Íslandi 1921.

 

Sigurkarl Stefánsson stærðfræðingur (1902-1995)

Cand. scient. í stærðfræði frá Kaupmannahafnarháskóla 1928. Kom til starfa á Íslandi 1928.

 

Steinþór Sigurðsson (1904-1947) – fyrsti löggilti íslenski stjörnufræðingurinn

Mag. scient. í stjörnufræði frá Kaupmannahafnarháskóla 1929. Kom til starfa á Íslandi 1929.

 

Björn Franzson (1906-1974) kennari, fréttamaður og rithöfundur – áhugamaður um raunvísindi

Stundaði nám í eðlisfræði og stærðfræði í Danmörku og Þýskalandi 1927-30, en tók ekki lokapróf. Kom til starfa á Íslandi 1930.

 

Trausti Einarsson stjarn- og jarðeðlisfræðingur (1907-1984)

Dr. phil. í stjörnufræði frá Göttingenháskóla 1934. Kom til starfa á Íslandi 1935.

 

Sveinn Þórðarson eðlisfræðingur (1913-2007)

Dr. phil. í eðlisfræði frá Jenaháskóla 1939. Kom til starfa á Íslandi 1939.

 

Guðmundur Arnlaugsson stærðfræðingur (1913-1996)

Cand. scient. í stærðfræði frá Kaupmannahafnarháskóla 1942. Kenndi við MA 1936-39 en kom endanlega til starfa á Íslandi 1945.

 

Þorbjörn Sigurgeirsson eðlisfræðingur (1917-1988)

Mag. scient. í eðlisfræði frá Kaupmannahafnarháskóla 1943. Kom til starfa á Íslandi 1947.

 

Magnús Magnússon eðlisfræðingur (1926-2024)

M.A. í eðlisfræði (skammtaefnafræði) frá Cambridgeháskóla 1952. Kom til starfa á Íslandi 1953.

 

Björn Bjarnason stærðfræðingur (1919-1999)

Cand. scient. í stærðfræði frá Kaupmannahafnarháskóla 1945. Kom til starfa á Íslandi 1945.

 

Ari Brynjólfsson eðlisfræðingur (1926-2013)

Mag. scient. í eðlisfræði frá Kaupmannahafnarháskóla 1954. Dr. phil. frá sama skóla 1973. Starfaði mest erlendis, aðallega í Bandaríkjunum.

 

Skarphéðinn Pálmason stærðfræðingur (f. 1927)

Cand. scient. í stærðfræði frá Kaupmannahafnarháskóla 1954. Kom til starfa á Íslandi 1954.

 

Jón Hafsteinn Jónsson stærðfræðingur (1928-2018)

Cand. scient. í stærðfræði frá Kaupmannahafnarháskóla 1953. Kom til starfa á Íslandi 1953.

 

Páll Theodórsson eðlisfræðingur (1928-2018)

Mag. scient. í eðlisfræði frá Kaupmannahafnarháskóla 1955. Kom til starfa á Íslandi 1958.

 

Steingrímur Baldursson efnaeðlisfræðingur (1930-2020)

Ph.D. í efnaeðlisfræði frá Chicagoháskóla 1958. Kom til starfa á Íslandi 1959.

 

Guðmundur Sigvaldason jarðefnafræðingur (1932-2004)

Dr. rer. nat. í jarðefnafræði frá Göttingenháskóla 1959. Kom til starfa á Íslandi 1961.

Um Einar H. Guðmundsson

Prófessor emeritus við Háskóla Íslands - Tölvupóstfang: einar@hi.is - Vefsíða: https://einar.hi.is/
Þessi færsla var birt undir Eðlisfræði, Efnafræði, Nítjánda öldin, Óflokkað, Stærðfræði, Stjörnufræði, Tuttugasta öldin. Bókamerkja beinan tengil.