Flestir boðberanna voru sérfræðingar í eðlisfræði, efnafræði eða stærðfræði, þótt aðrir hafi einnig komið við sögu, meðal annars verkfræðingar, læknar og ýmsir áhugamenn um raunvísindi. Með hinu hátíðlega orði boðberi er hér átt við einstakling, sem öðlast hafði grunnþekkingu á a.m.k. einhverjum þáttum nútímaeðlisfræði og beitti henni, ýmist í eigin grunnrannsóknum eða hagnýtum tilgangi og/eða miðlaði henni til annarra, til dæmis í kennslu eða með ritsmíðum, ýmist frumsömdum eða þýddum, alþýðlegum eða fræðilegum (sjá t.d. III. hluta og ritaskrár einstakra manna hér á eftir). – Í eftirfarandi skrá er boðberunum raðað í aldursröð.
Nikulás Runólfsson (1851-1898) – fyrsti „löggilti“ íslenski eðlisfræðingurinn

Cand. mag. í eðlisfræði frá Kaupmannahafnarháskóla 1890. Starfaði aldrei sem eðlisfræðingur á Íslandi.
- Íslenzkar æviskrár: Nikulás Runólfsson.
- Prytz, K., 1898: Minningargrein (Nekrolog).
- Sunnanfari, 1. nóv 1913: Nikulás Runólfsson.
- Leó Kristjánsson, 1985: Nikulás Runólfsson: Fyrsti íslenski eðlisfræðingurinn.
- Leó Kristjánsson, 1987: Nikulás Runólfsson: Fyrsti íslenski eðlisfræðingurinn. Með ritaskrá Nikulásar.
- Einar H. Guðmundsson, 2025: Ritaskrá Nikulásar Runólfssonar.
- Rit skráð hjá Leitum.
Þorvaldur Thoroddsen náttúrufræðingur (1855-1921)

Hvarf frá námi í náttúrufræði (aðallega dýrafræði) við Kaupmannahafnarháskóla rétt fyrir lokapróf til að taka við kennaraembætti við Möðruvallaskóla 1880. Fluttist aftur til Kaupmannahafnar 1895.
- Þorvaldur Thorodsen, 1922-23: Minningabók. Tvö bindi í flokknum Safn Fræðafélagsins um Ísland og Íslendinga.
- Bogi Th. Melsted, 1923: Þorvaldur Thoroddsen.
- Páll Imsland, 2011: Þorvaldur Thoroddsen.
- Steindór J. Erlingsson, 2001: Hugmyndaheimur Þorvalds Thoroddsens, 1872-1911.
- Wikipedia.
- Rit skráð hjá Leitum.
Ásgeir Torfason (1871-1916) – fyrsti „löggilti“ íslenski efnaverkfræðingurinn

Cand. polyt. í efnaverkfræði frá Fjöllistaskólanum í Kaupmannahöfn 1903. Kom til starfa á Íslandi 1905.
- Íslenzkar æviskrár: Ásgeir Torfason.
- Jón Þorláksson, 1916: Ásgeir Torfason.
- Anon, 1917: Ásgeir Torfason efnafræðingur.
- Einar H. Guðmundsson, 2023: Safn til sögu efnafræði á Íslandi til 1970.
- Rit skráð hjá Leitum.
Ágúst H. Bjarnason heimspekingur (1875-1952) – áhugamaður um raunvísindi

Mag. art. í heimspeki frá Kaupmannahafnarháskóla 1901. Dr. phil. frá sama skóla 1911. Kom til starfa á Íslandi 1905.
- Sálfræðingafélag Íslands: ÁHB – curriculum vitae.
- Jakob Guðmundur Rúnarsson, 2011: Hver var Ágúst H. Bjarnason og hvert var framlag hans til heimspekinnar?
- Jakob Guðmundur Rúnarsson, 2015: Einhyggja, þróun og framfarir. Heimspeki Ágústs H. Bjarnasonar. Doktorsritgerð; sjá nánar hér.
- Wikipedia.
- Rit skráð hjá Leitum.
Þorkell Þorkelsson eðlisfræðingur (1876-1961)

Cand. mag. í eðlisfræði frá Kaupmannahafnarháskóla 1903. Kom til starfa á Íslandi 1908.
- Minningargreinar I & II.
- Íslenzkar æviskrár: Þorkell Þorkelsson.
- Sveinbjörn Björnsson, 2016: Radon í hveragasi og bergi.
- Einar H. Guðmundsson, 2019: Þorkell Þorkelsson eðlisfræðingur, aðkoma hans að stofnun stærðfræðideildar og greinin um afstæðiskenninguna.
- Viðtal við Þorkel 1951.
- Leó Kristjánsson: Þorkell Þorkelsson eðlisfræðingur (1876-1961): skrá um rit á erlendum tungumálum.
- Rit skráð hjá Leitum.
Ólafur Dan Daníelsson (1877-1957) – fyrsti „löggilti“ íslenski stærðfræðingurinn

Cand mag. í stærðfræði frá Kaupmannahafnarháskóla 1904. Dr. phil. frá sama skóla 1909. Kom til starfa á Íslandi 1908.
- Íslenzkar æviskrár: Ólafur Dan Daníelsson.
- Wikipedia: Ólafur Daníelsson.
- Guðmundur Arnlaugsson og Sigurður Helgason, 1996: Stærðfræðingurinn Ólafur Daníelsson: Saga brautryðjanda. Í þessu kveri er ítarleg umfjöllun um Ólaf og ritverk hans.
- Sigurður Helgason, 2011: Hver var Ólafur Dan Daníelsson og hvert var framlag hans til stærðfræðinnar?
- Kristín Bjarnadóttir, 2013: Stærðfræðimenntun á tuttugustu öld: Áhrif Ólafs Daníelssonar.
- Einar H. Guðmundsson & Skúli Sigurðsson, 2005: Eðli rúms og tíma: Ólafur Dan Daníelsson og greinar hans um afstæðiskenninguna.
- Einar H. Guðmundsson, 2019: Þorkell Þorkelsson eðlisfræðingur, aðkoma hans að stofnun stærðfræðideildar og greinin um afstæðiskenninguna.
- Rit skráð hjá Leitum.
Gunnlaugur Claessen röntgenlæknir (1881-1948)

Cand med. í læknisfræði frá Kaupmannahafnarháskóla 1910. Dr. med. frá Karólínsku stofnuninni í Stokkhólmi 1928. Kom til starfa á Íslandi 1913.
- Merkir Íslendingar: Gunnlaugur Claessen.
- Ólafur Sigurðsson, 1988: Um upphaf röntgenþjónustu á Íslandi og dr. Gunnlaug Claessen.
- Ásmundur Brekkan, 1995: Upphaf röntgenlækninga á Íslandi: Brautryðjandinn.
- Jón Ólafur Ísberg, 2014: Nýtt tæki.
- Rit skráð hjá Leitum.
Ásgeir Magnússon (1886-1969) kennari og fréttastjóri – áhugamaður um raunvísindi

Kennarapróf frá Flensborgarskóla 1908.
- Hver er maðurinn: Ásgeir Theodór Magnússon
- Húnabyggð: Ásgeir Theodór Magnússon.
- Rit skráð hjá Leitum.
Trausti Ólafsson efnaverkfræðingur (1891-1961)

Cand. polyt. í efnaverkfræði frá Fjöllistaskólanum í Kaupmannahöfn 1921. Kom til starfa á Íslandi 1921.
- Íslenzkar æviskrár: Trausti Ólafsson.
- Minningargreinar I & II.
- Einar H. Guðmundsson, 2023: Safn til sögu efnafræði á Íslandi til 1970.
- Rit skráð hjá Leitum.
Sigurkarl Stefánsson stærðfræðingur (1902-1995)

Cand. scient. í stærðfræði frá Kaupmannahafnarháskóla 1928. Kom til starfa á Íslandi 1928.
- Merkir Íslendingar: Sigurkarl Stefánsson.
- Minningargreinar I & II.
- Rit skráð hjá Leitum.
Steinþór Sigurðsson (1904-1947) – fyrsti „löggilti“ íslenski stjörnufræðingurinn

Mag. scient. í stjörnufræði frá Kaupmannahafnarháskóla 1929. Kom til starfa á Íslandi 1929.
- Sigurkarl Stefánsson, 1947: Steinþór Sigurðsson.
- Jón Eyþórsson, 1954: Steinþór Sigurðsson.
- Einar H. Guðmundsson, 2024: Stjörnufræðingurinn Steinþór Sigurðsson.
- Einar H. Guðmundsson, 2024: Ritaskrá Steinþórs Sigurðssonar.
- Rit skráð hjá Leitum.
Björn Franzson (1906-1974) kennari, fréttamaður og rithöfundur – áhugamaður um raunvísindi

Stundaði nám í eðlisfræði og stærðfræði í Danmörku og Þýskalandi 1927-30, en tók ekki lokapróf. Kom til starfa á Íslandi 1930.
- Ísmús: Björn Franzson.
- Blaðamannafélag Íslands: Björn Franzson.
- Minningargrein.
- Rit skráð hjá Leitum.
Trausti Einarsson stjarn- og jarðeðlisfræðingur (1907-1984)

Dr. phil. í stjörnufræði frá Göttingenháskóla 1934. Kom til starfa á Íslandi 1935.
- Ágúst Guðmundsson, 1985: Minning: Dr. Trausti Einarsson prófessor.
- Einar H. Guðmundsson, 2024: Stjarneðlisfræðingurinn Trausti Einarsson.
- Leó Kristjánsson, 2007: Trausti Einarsson prófessor (1907-1984): ritskrá um vísindaleg efni.
- Rit skráð hjá Leitum.
Sveinn Þórðarson eðlisfræðingur (1913-2007)

Dr. phil. í eðlisfræði frá Jenaháskóla 1939. Kom til starfa á Íslandi 1939.
- Minningargreinar.
- Kanadísk minningargrein
- Viðtal við Svein 1939
- Rit skráð hjá Leitum.
- Rit skráð hjá ads: Thordarson, S., 1939: Über die azimutale Intensitätsverteilung der Röntgenbremsstrahlung in dem Spannungsbereich 60-170 kV (doktorsritgerð).
Guðmundur Arnlaugsson stærðfræðingur (1913-1996)

Cand. scient. í stærðfræði frá Kaupmannahafnarháskóla 1942. Kenndi við MA 1936-39 en kom endanlega til starfa á Íslandi 1945.
Þorbjörn Sigurgeirsson eðlisfræðingur (1917-1988)

Mag. scient. í eðlisfræði frá Kaupmannahafnarháskóla 1943. Kom til starfa á Íslandi 1947.
- Einar H. Guðmundsson, 2021: Thorbjörn Sigurgeirsson (1917-1988): a brief overview of his life and scientific work.
- Einar H. Guðmundsson, 2023a: Kjarnorka.
- Einar H. Guðmundsson, 2023b: Alþjóðlegt samstarf á eftirstríðsárunum.
- Einar H. Guðmundsson, 2023c: Eðlisfræði nær fótfestu við Háskóla Íslands.
- Leó Kristjánsson, 1987+: Þorbjörn Sigurgeirsson prófessor (1917-1988): ritskrá um vísindaleg efni, og nokkrar fleiri heimildir.
- Einar H. Guðmundsson, 2021: Þorbjörn Sigurgeirsson: Nokkur aðgengileg ritverk og viðtöl á íslensku.
- Rit skráð hjá ads.
- Rit skráð hjá Leitum.
Magnús Magnússon eðlisfræðingur (1926-2024)

M.A. í eðlisfræði (skammtaefnafræði) frá Cambridgeháskóla 1952. Kom til starfa á Íslandi 1953.
- Andlátsfrétt.
- Minningargreinar.
- Einar H. Guðmundsson, 2024: Magnús Magnússon – In memoriam. Með ritaskrá.
- Rit skráð hjá Leitum.
Björn Bjarnason stærðfræðingur (1919-1999)

Cand. scient. í stærðfræði frá Kaupmannahafnarháskóla 1945. Kom til starfa á Íslandi 1945.
Ari Brynjólfsson eðlisfræðingur (1926-2013)

Mag. scient. í eðlisfræði frá Kaupmannahafnarháskóla 1954. Dr. phil. frá sama skóla 1973. Starfaði mest erlendis, aðallega í Bandaríkjunum.
Skarphéðinn Pálmason stærðfræðingur (f. 1927)

Cand. scient. í stærðfræði frá Kaupmannahafnarháskóla 1954. Kom til starfa á Íslandi 1954.
- Skarphéðinn Pálmason 95 ára árið 2022.
- Níels Indriðason, Tómas Tómasson og Örlygur Richter, 1997: Skarphéðinn Pálmason sjötugur.
- Mbl, 29. Júní 1996: Skarphéðingar á skólabekk (aftur).
- Rit skráð hjá Leitum.
Jón Hafsteinn Jónsson stærðfræðingur (1928-2018)

Cand. scient. í stærðfræði frá Kaupmannahafnarháskóla 1953. Kom til starfa á Íslandi 1953.
- Minningargreinar.
- Viðtal við Jón Hafstein 1996.
- Guðmundur Ólafsson, 2018: Jón Hafsteinn Jónsson 90 ára.
- Benedikt Jóhannesson, 2018: Ég hef ekki mikið traust á félagsfræðingum – Minningar um Jón Hafstein Jónsson stærðfræðing.
- Rit skráð hjá Leitum.
Páll Theodórsson eðlisfræðingur (1928-2018)

Mag. scient. í eðlisfræði frá Kaupmannahafnarháskóla 1955. Kom til starfa á Íslandi 1958.
- Minningargreinar I og II.
- Viðtal við Pál, 2011: Kenningum um landnám kollvarpað.
- Leó Kristjánsson, 2018: Ritskrá Páls Theodórssonar (1928-2018) eðlisfræðings.
- Rit skráð hjá ads.
- Rit skráð hjá Leitum.
Steingrímur Baldursson efnaeðlisfræðingur (1930-2020)

Ph.D. í efnaeðlisfræði frá Chicagoháskóla 1958. Kom til starfa á Íslandi 1959.
- Minningargreinar I & II.
- Læknaneminn, 1965: Viðtal við Steingrím Baldursson um efnafræðikennslu í Læknadeild. – Leiðréttingar.
- Einar H. Guðmundsson, 2023: Safn til sögu efnafræði á Íslandi til 1970.
- Rit skráð hjá ads.
- Rit skráð hjá Leitum.
Guðmundur Sigvaldason jarðefnafræðingur (1932-2004)

Dr. rer. nat. í jarðefnafræði frá Göttingenháskóla 1959. Kom til starfa á Íslandi 1961.
- Viðtal við Guðmund, 1966: Ný vísindagrein innan jarðfræðinnar.
- Minningargreinar I & II.
- Sigurður Steinþórsson, Bryndís Brandsdóttir, Stefán Arnórsson & Páll Einarsson, 2004: Guðmundur Ernir Sigvaldason. Með ritaskrá.
- Leó Kristjánsson, 2013: Guðmundur E. Sigvaldason jarðefnafræðingur (1932-2004): ritskrá.
- Rit skráð hjá ads.
- Rit skráð hjá Leitum.