Greinaflokkur um stjarneðlisfræði og heimsfræði á Íslandi

Fyrstu færslunar í þessum greinaflokki fjalla nær eingöngu um alþýðufræðslu og kennslu í stjarneðlisfræði og heimsfræði, aðallega vegna þess, að vísindalegar rannsóknir á þessum sviðum hófust ekki hér á landi fyrr en talsvert var liðið á seinni hluta tuttugustu aldar.

Rétt er að geta þess, að höfundurinn er hvorki sagnfræðingur né heimspekingur og nálgast því viðfangsefnið fyrst og fremst út frá persónulegum viðhorfum sínum og sérþekkingu í stjarneðlisfræði og heimsfræði. Umfjöllunin byggir þó jafnframt á ýmis konar sagnfræði-grúski, lestri og heimildaleit á erlendum sem innlendum bókasöfnum  og nú upp á síðkastið á hinum ómissandi veraldarvef.

Mikilvægt er að hafa í huga, að skiptingin í tímabil miðast fyrst og fremst við íslenskan veruleika og þróunina hér á landi. Drögin verða uppfærð jafnóðum og nýir kaflar eru tilbúnir. Þau koma því ekki til með að fá sína endanlegu mynd fyrr en síðasta færslan birtist.

 

Drög að efnisyfirliti

  1. Inngangur
  2. Tímabilið 1780-1870 - Skeið Newtons
    (a) Skólahald - alþýðufræðsla - tíðarandi
    (b) Stjarneðlisfræði fyrir daga Newtons
    (c) Þyngdarfræði Newtons
    (d) Björn Gunnlaugsson og heimsmynd hans
  3. Tímabilið 1870-1930 - Ný tækni og nýjar grundvallarkenningar
    (a) Nýja stjörnufræðin berst til landsins
    (b) Þorvaldur Thoroddsen og alþýðufræðsla stjarnvísindum á hans dögum
    (c) Sturla Einarsson: (1) Íslenskur stjörnufræðingur í Vesturheimi  (2) Ritaskrá
    (d) Kynning á afstæðiskenningu og skammtafræði
    (e) Ágúst H. Bjarnason og alþýðufræðsla til 1930
  4. Tímabilið 1930-1960 - Mikilvægir áfangar í stjarneðlisfræði og heimsfræði
    (a) Steinþór Sigurðsson: (1) Stjörnufræðingurinn  (2) Á Íslandi  (3) Ritaskrá
    (b) Trausti Einarsson: (1) Stjarneðlisfræðingurinn  (2) Kennarinn og alþýðufræðarinn
    (c) Ný heimsmynd í mótun
  5. Tímabilið eftir 1960
    Í undirbúningi
  6. Viðaukar og heimildaskrár
    (a) Úrval alþýðurita á íslensku 1780-1960.
    (b) Nokkur áhugaverð erlend rit frá árunum 1600 til 1850.
    (c) Valdar erlendar heimildir og ítarefni.
    (d) Saga stjörnufræði og eðlisfræði á Íslandi frá miðöldum fram á tuttugustu og fyrstu öld - Nokkur rit eftir Einar H. Guðmundsson.
    (e) Einar H. Guðmundsson, 2021: Íslenskir stærðfræðingar, eðlisfræðingar og stjörnufræðingar til 1960: Skrá með inngangi og eftirmála.

 

Um Einar H. Guðmundsson

Prófessor emeritus við Háskóla Íslands - Tölvupóstfang: einar@hi.is - Vefsíða: https://einar.hi.is/
Þessi færsla var birt undir Átjánda öldin, Eðlisfræði, Efnafræði, Nítjánda öldin, Stærðfræði, Stjörnufræði, Tuttugasta öld. Bókamerkja beinan tengil.