Í gær bárust þau ánægjulegu tíðindi að Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði 2022 hefðu fallið í skaut þriggja eðlisfræðinga „fyrir tilraunir með skammtatengdar ljóseindir, sem staðfestu brot á ójöfnum Bells og lögðu grunn að skammtaupplýsingafræði“
Verkum verðlaunahafanna er lýst nánar í tveimur greinum frá Nóbelsstofnuninni:
- Popular science background: How entanglement has become a powerful tool.
- Scientific Background: “For experiments with entangled photons, establishing the violation of Bell inequalities and pioneering quantum information science“.
Til gamans má geta þess að einn verðlaunahafanna, Anton Zeilinger, kom til Íslands á ári ljóssins 2015 og var það að frumkvæði þeirra Þorsteins Halldórssonar, Jakobs Yngvasonar og Einars H. Guðmundssonar. Zeilinger hélt sérlega fróðlegan fyrirlestur við Verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands, þar sem hann fjallaði meðal annars um rannsóknir sínar á furðum skammtafræðinnar.
Íslenskir fjölmiðlar gerðu heimsókninni og fyrirlestrinum ágæt skil eins og sjá má hér:
- RÚV, 26. Ágúst 2015: Samskipti ljóseinda verða ekki hleruð. Viðtal við Kristján Leósson.
- Mbl., 31. ágúst 2015: Framtíðin felst í skömmtum.
Mér er ekki kunnugt um, að mikið hafi verið fjallað á íslensku um þau torskildu en skemmtilegu fræði sem hér eru til umræðu. Þetta eru þær greinar, sem ég hef rekist á:
- Einar Júlíusson, 1984: Skilaboð með hraði. Fréttabréf Eðlisfræðifélags Íslands, nr. 6, nóvember 1984.
- Jakob Yngvason, 1985: Bréf til ritstjóra. Fréttabréf Eðlisfræðifélags Íslands, nr. 7, mars 1985.
- Jakob Yngvason, 1987: „Skammtafræði og veruleiki.“ Í bókinni Í hlutarins eðli: Afmælisrit til heiðurs Þorbirni Sigurgeirssyni prófessor, 401–428.
- Ottó Elíasson, 2010: Hverskonar veruleika lýsir skammtafræði?
Viðbót fyrir fróðleiksfúsa
- Þeim, sem vilja kanna söguna að baki þessum merku rannsóknum, er bent á hinar læsilegu bækur
- L. Gilder, 2008: The Age of Entanglement: When Quantum Physics Was Reborn.
- A. Zeilinger, 2010: Dance of the Photons: From Einstein to Quantum Teleportation.
- D. Kaiser, 2011: How the Hippies Saved Physics: Science, Counterculture, and the Quantum Revival.
- Hér eru svo tvö fróðleg myndbönd:
- B. Greene, 2020: Quantum Entanglement or Einstein's Spooky Action
- S. Carroll, 2020: Entanglement
Viðbót, 6. okt. 2022 - Fróðlegar fréttaskýringar:
- D. Kaiser, 5. okt. 2022: They Probed Quantum Entanglement While Everyone Shrugged.
- H. Johnston - Podcast, 6. okt. 2022: The weird and wonderful history of quantum entanglement that led to this year’s Nobel prize.
- ING, 5. okt. 2022: The ING Congratulates Anton Zeilinger, Nobel Prize in Physics 2022.