Greinasafn fyrir flokkinn: Stjörnufræði

Rasmus Lievog og stjörnuathuganirnar í Lambhúsum

Í lok færslu um Eyjólf Jónsson stjörnumeistara var sagt frá aðdragandanum að komu eftirmanns hans, Rasmusar Lievog, til Íslands haustið 1779. Lievog starfaði hér við vægast sagt erfiðar aðstæður í rúman aldarfjórðung, eða til ársins 1805, þegar hann fluttist alfarinn … Halda áfram að lesa

Birt í Átjánda öldin, Eðlisfræði, Stjörnufræði

Heimildir íslenskrar alþýðu um heimsmynd stjarnvísinda 1750-1850

Í febrúar 2017 hélt ég erindi með þessu heiti á málþingi Félags um átjándu aldar fræði. Hér má finna kynninguna á erindinu og hér eru svo glærurnar sem notaðar voru við flutninginn.

Birt í Átjánda öldin, Eðlisfræði, Nítjánda öldin, Stjörnufræði

Rit eftir Íslendinga á lærdómsöld: Stærðfræðilegar lærdómslistir

Nýlega rakst ég fyrir algjöra tilviljun á stutta grein í Menntamálum. Þar er birtur listi yfir íslenskar reikningsbækur á tímabilinu frá 1746 til 1915. Jafnframt er skorað á lesendur að halda gömlum kennslubókum til haga. Þessi ágæta gamla grein varð af … Halda áfram að lesa

Birt í Átjánda öldin, Sautjánda öldin, Sextánda öldin, Stærðfræði, Stjörnufræði

Eyjólfur Jónsson: Fyrsti íslenski stjörnufræðingurinn

Upplýsingarmaðurinn Eyjólfur Jónsson verður að teljast fyrsti eiginlegi stjörnufræðingur Íslendinga. Hann lauk guðfræðiprófi frá Hafnarháskóla í árslok 1766 og var síðan aðstoðarstjörnumeistari í stjörnuathugunarstöðinni í Sívalaturni í nokkur ár. Þar hlaut hann þjálfun í notkun mælitækja og margvíslegum stjarnfræðilegum útreikningum. … Halda áfram að lesa

Birt í Átjánda öldin, Stjörnufræði

Sólblettarannsóknir Christians Horrebow í Sívalaturni með þátttöku Eyjólfs Jónssonar og Rasmusar Lievog

Fyrstu rituðu heimildirnar um sólbletti eru kínverskar og frá því á áttundu öld f.Kr. Á Vesturlöndum sáust þessi fyrirbæri einstaka sinnum, allt frá dögum Forn-Grikkja fram á sautjándu öld, án þess þó að menn tengdu þau endilega beint við sólina. … Halda áfram að lesa

Birt í Átjánda öldin, Stjörnufræði

Í tilefni af sextíu ára afmæli NORDITA

Í þessum mánuði eru liðin sextíu ár frá því Nordisk Institut for Teoretisk Atomfysik (NORDITA, nú oftast ritað Nordita) hóf starfsemi sína í Kaupmannahöfn. Íslendingar voru með strax frá upphafi, eins og nánar verður sagt frá hér á eftir. Eftir … Halda áfram að lesa

Birt í Eðlisfræði, Stjörnufræði, Tuttugasta öldin

Fyrsta prentaða ritgerðin um stjörnufræði eftir íslenskan höfund

Höfundur þessa verks var Hafnarstúdentinn Gísli Þorláksson (1631-1684),  sem síðar varð eftirmaður föðurs síns, Þorláks Súlasonar, í biskupsembætti á  Hólum. Ritgerðin er svokölluð dispútatía, stúdentafyrirlestur sem haldinn var við Háskólann í Kaupmannahöfn í ársbyrjun 1651.   Gísli Þorláksson í Kaupmannahöfn 1649-1652 … Halda áfram að lesa

Birt í Eðlisfræði, Sautjánda öldin, Stjörnufræði

Tuttugu gjöful ár með Norræna stjörnusjónaukanum

Eins og fram kom í fyrri færslu eru nú liðin tuttugu ár frá því Íslendingar gerðust aðilar að norrænu samstarfi um stjörnusjónauka á Strákakletti (Roque de los Muchachos) á La Palma, einni af Kanaríeyjum. Aðdragandinn að formlegri aðild var bæði langur … Halda áfram að lesa

Birt í Eðlisfræði, Stjörnufræði, Tuttugasta öldin

Einkennismynd vefsíðunnar - Norræni stjörnusjónaukinn

Myndin efst á vefsíðunni sýnir þyrpingu stjörnusjónauka á Strákakletti á La Palma, einni af Kanaríeyjum. Lengst til vinstri er Norræni sjónaukinn Hægra megin við hann er breskur sjónauki sem kenndur er við William Herschel. Lengra í burtu hægra megin eru … Halda áfram að lesa

Birt í Eðlisfræði, Kynning, Stjörnufræði, Tuttugasta öldin