Category: Uncategorized

Handrit Njáls sögu

Haraldur Bernharðsson, 27. ágúst 2018

Fjallað um tilbrigði í handritum Njáls sögu í Reykholti 5. desember 2012: Matthew Driscoll, Emily Lethbridge, Svanhildur Óskarsdóttir, Margrét Eggertsdóttir, Ludger Zeevaert og Haraldur Bernharðsson.

Dag Strömbäck verðlaunin

Haraldur Bernharðsson, 27. ágúst 2018

haraldur_bernhardsson_verdlaun_dags_stromback

Hinn 6. nóvember 2012 tók ég við Dag Strömbäck verðlaununum fyrir rannsóknir í íslenskri og gotneskri málsögu og norrænum handritafræðum en það er Konunglega Gustavs Adolfs akademían í Uppsölum sem veitir verðlaunin. Myndin var tekin í Uppsalahöllinni þegar Lennart Elmevik prófessor og formaður Konunglegu Gustavs Adolfs akademíunnar afhenti verðlaunin.

Sjá frétt frá Háskóla Íslands.

Islandés antiguo — Universidad de la Rioja

Haraldur Bernharðsson, 27. ágúst 2018

Eftir að hafa kennt fjögurra daga örnámskeið í forníslensku við Universidad de la Rioja í Logroño á Spáni 16.–19. október 2012 í boði Javier Martin Arista prófessors.

Stýrihópur VMN

Haraldur Bernharðsson, 27. ágúst 2018

Stýrihópur Viking and Medieval Norse Studies á fundi í Reykjavík 20. september 2012: Terje Spurkland (Óslóarháskóla), Pernille Hermann (Árósaháskóla), Gísli Sigurðsson (Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum), Torfi H. Tulinius (Háskóla Íslands), Haraldur Bernharðsson (Háskóla Íslands) og Anne Mette Hansen (Kaupmannahafnarháskóla).

Viking and Medieval Norse Studies

Haraldur Bernharðsson, 27. ágúst 2018

Viking and Medieval Norse Studies is a two-year master's program in Iceland and Scandinavia. Application deadline: February 1st. — See http://oldnorse.is/

Íslensk miðaldahandrit skoðuð

Haraldur Bernharðsson, 27. ágúst 2018

Íslensk miðaldahandrit skoðuð á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum með nemendum haustið 2011.

Reykholt

Haraldur Bernharðsson, 27. ágúst 2018

Við Snorralaug í Reykholti með nemendum í Medieval Icelandic Studies í september 2011.

Íslenskar mállýskur á fyrri öldum

Haraldur Bernharðsson, 2. júní 2011

Flutti hinn 12. apríl erindið „Íslenskar mállýskur á fyrri öldum“ í Málstofunni á Rás 1 Ríkisútvarpsins. Í erindinu fjallaði ég um nokkrar málbreytingar og mállýskur í sögu íslenskrar tungu. Fjölmargar málbreytingar hafa átt sér stað í íslensku frá því að land byggðist. Þessar málbreytingar hafa ekki gengið yfir landið allt í einni svipan heldur hefur útbreiðsla þeirra í sumum tilvikum tekið margar aldir. Því hefur óhjákvæmilega fylgt mállýskumunur. Hlýða má á erindið á vef Málstofunnar.

Doktorsritgerð um Morkinskinnu, GKS 1009 fol.

Haraldur Bernharðsson, 2. júní 2011

Föstudaginn 4. mars var ég andmælandi við doktorsvörn Alex Speed Kjeldsens við Kaupmannahafnarháskóla ásamt Oddi Einari Haugen frá Björgvinjarháskóla og Bent Jørgensen frá Kaupmannahafnarháskóla. Ritgerðin ber titilinn „Et mørt håndskrift og dets skrivere. Filologiske studier i kongesagahåndskriftet Morkinskinna“ og fjallar um íslenskt skinnhandrit frá síðari hluta 13. aldar sem á síðari tímum hefur verið nefnt Morkinskinna en ber safnmarkið GKS 1009 fol. Ritgerðin er glæsilegt framlag til rannsókna á íslenskri skriftar- og málsögu.

Málbreytingar og heimildir um íslenskt mál til forna

Haraldur Bernharðsson, 2. júní 2011

Flutti hinn 8. febrúar erindið „Málbreytingar og heimildir um íslenskt mál til forna“ í Málstofunni á Rás 1 Ríkisútvarpsins. Þar ræddi ég um heimildir við rannsóknir á máli genginna kynslóða og málbreytingar sem skjóta upp kollinum í íslenskum handritum frá fjórtándu öld. Hlýða má á erindið á vef Málstofunnar.