Um mig

Ég heiti Jóhann Örn Sigurjónsson og er kennari, tölvunarfræðingur og doktorsnemi í stærðfræðimenntun. Frá því ég var barn hef ég verið hugfanginn af tölum og stærðum. Síðar fór það að vekja forvitni mína hvers vegna svo margir eiga erfitt með að sjá fegurðina í stærðfræðinni og jafnframt af hverju ég sjálfur varð svo afhuga henni að grunnskólanum loknum. Á þessum vef tek ég saman eigin hugverk tengd stærðfræðimenntun sem ég býð fólki að njóta og deila áfram.


Menntun

B.Sc. tölvunarfræði • Háskóli Íslands • 2017–2019
Reiknifræðikjörsvið.

M.Ed. faggreinakennsla (stærðfræði) • Háskóli Íslands • 2014–2017
Meistaraverkefnið mitt var tilviksrannsókn á skapandi og ögrandi viðfangsefnum nemenda í upprifjunaráföngum í stærðfræði. Ritrýnd rannsóknargrein byggð á verkefninu kom út 2018.

IMER Program • Göteborgs Universitet • 2015–2016
Skiptinám í alþjóðlegu meistaranámi í menntarannsóknum við Háskólann í Gautaborg, Svíþjóð.

B.Ed. faggreinakennsla (stærðfræði) • Háskóli Íslands • 2011–2014
Bakkalárverkefnið mitt var rannsókn og greining á námsefni í upprifjunaráföngum í stærðfræði.


Starfsreynsla

GeoGebra • Intern • 2018
Vinna við data visualization þróunarverkefni á vef þessa þekkta stærðfræðihugbúnaðar.

Háskóli Íslands • Aðstoðarkennari • 2013–
Aðferðafræði og menntarannsóknir. Tók þátt í að skapa og þróa námsefni sem gefið var út.

Hörðuvallaskóli • Stærðfræðikennari • 2016–2017
Kenndi yfir 100 nemendum stærðfræði á unglingastigi grunnskóla. Umsjónarkennari í 8. bekk.


Félagsstörf og önnur ólaunuð reynsla

Flötur, samtök stærðfræðikennara • Stjórnarmaður • 2016–2019
Gegndi störfum gjaldkera og síðar störfum vefumsjónarmanns.

Desmos • Þýðandi • 2017
Þýddi viðmót grafísku vefreiknivélarinnar Desmos yfir á íslensku.

Dynfari • Umboðsmaður og tónlistarmaður • 2010–
Hef haft umsjón með hljómsveitinni minni sem hefur gefið út fjórar plötur á vegum erlends plötufyrirtækis og spilað yfir 100 tónleika, þar af um 60 erlendis í bæði Evrópu og Ameríku.