Kennsluþróunarstjóri

UM NÁM:

Lítil saga:

Einu sinni voru tveir drengir á gangi. Annar þeirra gekk með hund sér við hlið. Sá með hundinn sagði: Ég kenndi hundinum mínum að blístra. Nú, segir hinn. Ég hef aldrei heyrt hann blístra. Þá sagði sá fyrri: Nei, ég sagði aldrei að hann hefði lært það.

Við getum kennt allt mögulegt, spurningin er hvort nemandinn lærði það sem til stóð að kenna honum. Það er enn fremur spurning hvort nemandinn skildi það sem hann heyrði og hvort hann getur notar þær upplýsingar við aðrar aðstæður.