Hvaða hlutverki gegnir áhugahvöt í námi?

HVAÐA HLUTVERKI GEGNIR ÁHUGAHVÖT Í NÁMI HÁSKÓLAFÓLKS?

Sterk tengsl eru milli áhugahvatar og árangurs í námi. Hvað er áhugahvöt? Áhugahvöt hefur oft verið lýst sem ferli (process) sem leiðir til þess að við framkvæmum eitthvað. Sögnin movere (latína) sem er rótin í orðinu motivation þýðir að hreyfa. Áhugahvöt leiðir af sér virkni, hvort sem virknin er hugræn (cognitive engagement), tilfinningaleg (affective) eða atferlisleg virkni (behavioral). Þess vegna er mikilvægt fyrir okkur kennara að reyna að hafa áhrif á og efla áhugahvöt nemenda.

MUSIC líkanið. Ýmsir þættir í kennsluumhverfi nemenda eru nátengdir áhugahvöt, þ.e. áhugahvöt er sterk, ef nemendur skynja þessa þætti “í miklu magni” í kennsluumhverfinu. Þessir þættir eru valdefling (eMpowerment), gagnsemi (Usefulness), góður árangur (Success), áhugi (Interest), og umhyggja (Caring). Orðin á ensku mynda örheitið MUSIC en  Dr. Brett Jones setti saman líkan með því nafni eftir áralangar rannsóknir á áhugahvöt á öllum skólastigum (theMUSICmodel.com). Niðurstöður skoðunar hans á rannsóknum og kenningum ýmissa fræðimanna á sviði áhugahvatar sýndu að þegar þessir fimm þættir eru hluti af kennsluumhverfinu, þá eru nemendur mjög virkir.

Valdefling (eMpowerment) er til staðar þegar nemendum finnst þeir hafa eitthvert val í námskeiðum sem þeir sækja. Ef til vill er fleiri en ein leið til að afla eininga eða ákveðinn sveigjanleiki varðandi skil á verkefnum/prófum, þeim finnst þeir geta haft áhrif á nám sitt að einhverju leyti, t.d. með því að hlustað sé á skoðanir þeirra og að einhverju leyti tekið tillit til þeirra. Þegar nemendur eru valdefldir eru meiri líkur á því að þeir taki meiri ábyrgð á eigin námi og læri að skipuleggja sig (sbr. sjálfsstjórnun/self-regulation). Nemendur eiga þá sigra sína og ósigra í náminu og telja sig sjálfa ábyrga fyrir þeim, frekar en kennara eða óréttlát próf.

Gagnsemi (Usefulness) vísar til mikilvægis þess að við kennarar útskýrum fyrir nemendum okkar að því leyti sem það er mögulegt að hvaða leyti ákveðið námskeið sé gagnlegt fyrir nemanda. Er námskeiðið undanfari annars námskeiðs sem byggir á þekkingu sem aflað er í þessu námskeiði eða mun það koma nemanda að gagna síðar í náminu? Mikilvægt er fyrir nemendur að vita að ákveðinn tilgangur sé með allri þeirri vinnu sem þeir leggja í námskeiðið.

Góður árangur (Success).

 

Áhugi vakinn með kveikjum (Interest).

 

Umhyggja (Caring).