Hér eru taldir upp íslenskir raunvísindamenn (einkum eðlisfræðingar, efnafræðingar, stærðfræðingar og stjörnufræðingar), sem ég hef kynnst í gegnum tíðina, en eru nú horfnir yfir móðuna miklu. Skráin er fyrst og fremst ætluð mér sjálfum til að varðveita minningar um burtkallaða vini og kunningja, samstarfsmenn, kennara, nemendur og aðra raunvísindamenn, sem ég átti samleið með um tíma. Eðli málsins samkvæmt mun skráin smám saman lengjast, allt þar til færsluhöfundur kveður sjálfur.
Axel Björnsson jarðeðlisfræðingur (1942-2023)
Andlátsfrétt í Mbl, 31. maí 2023
Þorvaldur Búason eðlisfræðingur (1937-2022)
- Minningargreinar í Mbl, 22, október 2022
Hörður Lárusson stærðfræðikennari (1935-2022)
- Minningargreinar í Mbl, 30. sept. 2022
Þórir Ólafsson eðlisfræðingur (1936-2022)
- Minningargreinar í Mbl, 9. júlí 2022
Stefán Briem eðlisfræðingur (1938-2022)
- Minningargreinar í Mbl, 7. maí 2022
Ásmundur Jakobsson eðlisfræðingur (1946-2021)
Steingrímur Baldursson efnaeðlisfræðingur (1930-2020)
- Minningargreinar í MBl, 18. apríl 2020
- Frétt í Mbl, 20. nóv. 1958: Varði doktorsritgerð í efnaeðlisfræði
Leó Kristjánsson jarðeðlisfræðingur (1943-2020)
- Minningargreinar í Mbl, 26. mars 2020
- Minningargreinar í Jökli, 2020
- Sjá einnig Hringbraut, 27. mars 2020: Leó er látinn: Snerti líf margra
Örn Helgason eðlisfræðingur (1938-2019)
- Minningargreinar í Mbl, 28. ágúst 2019
- Einar H. Guðmundsson, 2019: Örn Helgason - In memoriam
Þorsteinn Ingi Sigfússon eðlisfræðingur (1954-2019)
- Minningargreinar í Mbl, 30. júlí og 1. ágúst 2019
- Wikipedia: Þorsteinn Ingi Sigfússon
- Einar H. Guðmundsson, 2019: Þorsteinn Ingi Sigfússon - In memoriam
Halldór Elíasson stærðfræðingur (1939-2019)
- Andlátsfrétt
- Minningargreinar í Mbl 5. okt. 2019
- Viðtal í Verpli 2007, bls. 30-35
Pálmi Ingólfsson rafmagnstæknifræðingur (1948-2018)
- Minningargreinar í Mbl, 7. feb. 2018
Páll Theodórsson eðlisfræðingur (1928-2018)
- Minningargreinar í Mbl: 17. janúar og 30. janúar 2018
- Viðtal við Pál, 2011: Kenningum um landnám kollvarpað
- Sjá einnig: Páll Theodórsson (1928-2018)
Jón Hafsteinn Jónsson stærðfræðingur (1928-2018)
- Minningargreinar í Mbl. 29. okt. 2018
- Benedikt Jóhannesson, 2018: Ég hef ekki mikið traust á félagsfræðingum – Minningar um Jón Hafstein Jónsson stærðfræðing
- Viðtal við Jón Hafstein 1996
- Guðmundur Ólafsson, 2018: Jón Hafsteinn Jónsson 90 ára
Bragi Árnason efnafræðingur (1935-2017)
- Minningargreinar í Mbl, 22. sept. 2017
Ottó J. Björnsson stærðfræðingur (1934-2016)
- Minningargreinar í Mbl, 20. sept. 2016
- Ólafur Grímur Björnsson, 31. des. 2020: Ottó J. Björnsson
Þorvaldur Ólafsson eðlisfræðingur (1944-2016)
Axel W. Carlquist eðlisfræðingur (1939-2016)
Sigþór Pétursson efnafræðingur (1943-2015)
- Minningargreinar í Mbl, 15. júlí 2015
Már Ársælsson stærðfræðikennari (1929-2013)
- Minningargreinar í Mbl, 22. ágúst 2013
Sigfús J. Johnsen jarðeðlisfræðingur (1940-2013)
- Minningargreinar í Mbl, 20. júní 2013
- Sjá nánar: Sigfús J. Johnsen (1940-2013)
Halldór Guðjónsson stærðfræðingur (1939-2013)
- Minningargreinar í Mbl, 24. jan. 2013
Gunnlaugur Elísson efnafræðingur (1928-2012)
Minningargreinar í Mbl, 17. sept. 2012
Rúnar Bjarnason efnaverkfræðingur (1931- 2012)
- Minningargreinar í Mbl, 12. júní 2012
Jón Pétursson rafmagnsverkfræðingur (1946-2011)
- Minningargreinar í Mbl, 26. júlí 2011
Jón Bragi Bjarnason lífefnafræðingur (1948-2011)
Óskar Maríusson efnaverkfræðingur (1934-2011)
- Minningargreinar í Mbl, 6. jan 2012
Oddur Benediktsson stærðfræðingur (1937-2010)
- Minningargreinar í Mbl, 6. sept. 2010
- Jóhann Gunnarsson: Minning
Egill Egilsson eðlisfræðingur (1942-2009)
- Minningargreinar í Mbl, 21. des. 2009
Marteinn Sverrisson rafmagnsverkfræðingur (1947-2008)
- Minningargreinar í Mbl, 29. okt. 2008
Jón Sveinsson rafmagnstæknifræðingur (1944-2007)
- Minningargreinar í Mbl, 23. júlí 2007
Sveinn Þórðarson eðlisfræðingur (1913-2007)
- Minningargreinar í Mbl. 20. mars 2007
- Kanadísk minningargrein
- S. Thordarson, 1939: Über die azimutale Intensitätsverteilung der Röntgenbremsstrahlung in dem Spannungsbereich 60-170 kV (doktorsritgerð)
- Viðtal í Vísi 4. feb. 1939
Ingvar Ásmundsson stærðfræðikennari (1934-2007)
Kjartan G. Magnússon stærðfræðingur (1952-2006)
- Minningargreinar í Mbl, 20. jan. 2006
- Sven Þ. Sigurðsson, 2006: Kjartan G. Magússon
Unnsteinn Stefánsson haffræðingur (1922-2004)
- Minningargreinar í Mbl, 27. jan. og 29. jan. 2004
- Jón Ólafsson, 2011: Unnsteinn Stefánsson
Guðmundur G. Bjarnason háloftafræðingur (1954-2003)
- Minningargreinar í Mbl, 4. júní 2003
Ásgeir Bjarnason efnafræðingur (1958-2001)
- Minningargreinar í Mbl, 6. maí 2001
Björn Bjarnason stærðfræðingur (1919-1999)
- Minningargreinar í Mbl, 15. maí 1999
Hallgrímur Björnsson efnaverkfræðingur (1912-1997)
- Andlátsfrétt
- Minningargrein í Mbl, 25. júlí 1997
Guðmundur Arnlaugsson stærðfræðingur (1913-1996)
Eggert V. Briem áhugaeðlisfræðingur (1895-1996)
- Minningargreinar í Mbl, 24. maí 1996
- Leó Kristjánsson, Helgi Björnsson og Bryndís Brandsdóttir, 2000: Minning
Eiríkur Hamall Þorsteinsson eðlisfræðingur (1964-1996)
Sigurkarl Stefánsson stærðfræðingur (1902-1995)
- Minningargreinar í Mbl, 6. okt. 1995
Þórarinn Guðmundsson eðlisfræðingur (1936-1991)
Leifur Ásgeirsson stærðfræðingur (1903-1990)
- Minningargreinar, Mbl.: 6. sept. og 9. sept. 1990
- Wikipedia: Leifur Ásgeirsson
- Bréf R. Courants um Leif frá 25. nóv. 1932
- Björn Birnir, Jón Ragnar Stefánsson, Ottó J. Björnsson og Reynir Axelsson (ritstj.), 1998: Leifur Ásgeirsson – Minningarrit
Þorbjörn Sigurgeirsson eðlisfræðingur (1917-1988)
- Minningargreinar í Mbl. 6. apríl 1988
- Einar H. Guðmundsson, 2021: Thorbjörn Sigurgeirsson (1917-1988): a brief overview of his life and scientific work (með fjölda tilvísana)
- Þorsteinn I. Sigfússon ritstj., 1987: Í hlutarins eðli - Afmælisrit til heiðurs Þorbirni Sigurgeirssyni prófessor
Þóroddur Oddsson stærðfræðikennari (1914-1986)
- Minningargreinar í Mbl, 15. ágúst 1986
Þessi persónulega skrá mín nær ekki lengra aftur í tímann, af þeirri einföldu ástæðu að ég kynntist ekki raunvísindamenntuðum einstaklingum fyrr en ég hóf nám í Menntaskólanum í Reykjavík haustið 1963. Hins vegar hef ég tekið saman aðra skrá, Íslenskir stærðfræðingar, eðlisfræðingar og stjörnufræðingar til 1960: Skrá með inngangi og eftirmála, þar sem litið er yfir sviðið frá mun víðara sjónarhorni.