Út er komin bókin Nordita - The Copenhagen Years: A Scrapbook, í ritstjón þeirra Helle Kiilerich, Christophers Pethick, Bens Mottelson og Einars Guðmundssonar. Bókin er 330 síður í stærðinni A4.
Auk ítarlegra inngangsgreina um aðdragandann að stofnun Nordita árið 1957 og þróun stofnunarinnar næstu 50 árin, inniheldur verkið ýmsar skrár og um hundrað stuttar ritgerðir um starfsemina á Kaupmannahafnarárunum. Þar halda á penna ýmsir starfsmenn og gestir, styrkþegar og hollvinir Nordita. Meðal höfunda eru Íslendingarnir Magnús Magnússon, Einar Guðmundsson, Þórður Jónsson, Gunnlaugur Björnsson, Ragnheiður Guðmundsdóttir og Vésteinn Þórsson. Fjöldi mynda prýðir bókina, meðal annars þessar tvær:
Bókin um Nordita er mikilvægt framlag til sögu kennilegrar eðlisfræði á Norðurlöndum á árunum frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar til upphafs tuttugustu og fyrstu aldar.
Allir, sem lagt hafa til efni í bókina, fá sent eintak. Jafnframt er stefnt að því að birta verkið fljótlega á vef Nordita í Stokkhólmi. Á meðan á biðinni stendur, getur áhugafólk svalað fróðleiksþorstanum með því að kanna eftirfarandi heimildir:
- Núverandi sögusíða Nordita: Brief History of Nordita.
- Magnús Magnússon, 1983: NORDITA.
- Einar H. Guðmundsson, 2017: Í tilefni af sextíu ára afmæli NORDITA.