Category: Uncategorized

Handrit frá Magnúsi í Bræðratungu

Haraldur Bernharðsson, 27. ágúst 2018

Les í hauströkkrinu fimmtándu aldar handrit sem Árni Magnússon kveðst (með eigin hendi) hafa fengið hjá Magnúsi í Bræðratungu. Þórdísar ekki getið.

MENOTA

Haraldur Bernharðsson, 27. ágúst 2018

Ritnefnd MENOTA-handbókarinnar eftir fund í Ósló 31. ágúst 2017: Marco Bianchi, Odd Einar Haugen, Karl-Gunnar Johansson, Friedrike Ricther, Alex Speed Kjeldsen og Haraldur Bernharðsson.

Medieval Icelandic Studies og Viking and Medieval Norse Studies

Haraldur Bernharðsson, 27. ágúst 2018

Hinn 25. ágúst 2017 tókum við á móti 35 nýnemum á meistaranámsbrautunum Viking and Medieval Norse Studies og Medieval Icelandic Studies við Háskóla Íslands. Þessir hæfileikaríku nemendur koma hvaðanæva úr heiminum: frá Andorra, Bretlandi, Bandaríkjunum, Danmörku, Frakklandi, Hollandi, Ítalíu, Kanada, Mexíkó, Tékklandi og Þýskalandi. Þetta verður gott ár!

edX-námskeið

Haraldur Bernharðsson, 27. ágúst 2018

Hópur frá Háskóla Íslands sótti námskeið hjá edX í Cambridge, MA, í Bandaríkjunum 25.-26. júlí 2017: Gústav Kristján Gústavsson, Haraldur Bernharðsson, Tryggvi Thayer, Hjalti Snær Ægisson og Rúnar Sigurðsson. Fram undan er spennandi vinna við vefnámskeið á vegum Háskóla Íslands um Íslendingasögur.

Rosetta-steinninn

Haraldur Bernharðsson, 27. ágúst 2018

Rosetta-steinninn í Betasafni í Lundúnum 1. júlí 2017…

Kynning meistararitgerða

Haraldur Bernharðsson, 27. ágúst 2018

Til hamingju með meistararitgerðina! Tólf nemendur í Viking and Medieval Norse Studies og Medieval Icelandic Studies við Háskóla Íslands kynntu meistaraverkefni sín 15. maí 2017 fyrir kennurum og samnemendum. Sannkölluð uppskeruhátíð! Frá vinstri: Torfi H. Tulinius, Jesse Benjamin Barber, Ah Leum Kwon, Benjamin Eric Holt, Karin Fjall Murray-Bergquist, Colin Grant Hirth, Katharina-Lorraine Malchow-Roth, Zachary Jordan Melton, Daria Glebova, Jacquelyn Ward, Aleksi Nicolas Moine, Grayson Delfaro Stocks, Kathrin Lisa van der Linde, Ásdís Egilsdóttir, and Haraldur Bernharðsson.

Póstþjónustan …

Haraldur Bernharðsson, 27. ágúst 2018

Ísland / Brunei Darussalam?

Doktorsvörn

Haraldur Bernharðsson, 27. ágúst 2018

Hinn 6. janúar 2017 var ég andmælandi við Kaupmannahafnarháskóla þegar Beeke Stegmann, gamall nemandi minn úr Medieval Icelandic Studies við Háskóla Íslands, varði doktorsritgerð sína "Árni Magnússon’s rearrangement of paper manuscripts". Afar ánægjulegt, enda frábær ritgerð. Frá vinstri: Anne Mette Hansen, leiðbeinandi, HB, Beeke Steegmann, Lena Rohrbach andmælandi og Annette Lassen andmælandi.

Kennslulok haustið 2016

Haraldur Bernharðsson, 27. ágúst 2018

Íslensk klausturmenning á miðöldum

Haraldur Bernharðsson, 27. ágúst 2018