Ég er fædd á Akureyri árið 1964, ólst upp í Eyjafirði til tvítugs en bjó svo mestan part í Reykjavík eða til ársins 2012 að ég fluttist til Austurlands, á Fljótsdalshérað, þar sem ég hef búið og starfað síðan.
Ég lauk doktorsgráðu í sagnfræði við Háskóla Íslands árið 2010. Ég starfa um þessar mundir við rannsóknir og veiti Rannsóknasetri Háskóla Íslands á Austurlandi forstöðu. Sérsvið mitt er á sviði umhverfissögu þar sem tengsl manns og náttúru eru viðfangsefnið.