Rannsókn á sögu hreindýra á Íslandi fær góðar viðtökur

Bók mín Öræfahjörðin. Saga hreindýra á Íslandi sem út kom á árinu 2019 hlaut góðar viðtökur og þrjár tilnefningar; til Íslensku bókmenntaverðlaunanna, Fjöruverðlaunanna og til verðlauna Hagþenkis.

Bókina skrifaði ég á árunum 2015 til 2018. Árið 2019 fór svo í frágang og viðbrögð við athugasemdum ritrýna og ritstjóra, umritun kafla í samræmi við það, söfnun myndefnis og fleira. Útgáfuferlið var samstarfsverkefni höfundar í starfinu hjá Rannsóknasetri Háskóla Íslands á Austurlandi og Sögufélags. Útgefandi var Sögufélag, 2019. Ljósmyndir í bókinni af hreindýrum í náttúru Austurlands eftir Skarphéðinn G. Þórisson líffræðing hjá Náttúrustofu Austurlands skreyta þessa bók auk þess sem fjöldi eldri og nýrri ljósmynda frá einstaklingum og ljósmyndasöfnum segja sögu um sambúð manna og hreindýra hér á landi.

Tilnefningar til sögu hreindýra á Íslandi

Tilnefningar sem Öræfahjörðin hefur hlotið. Mynd; Sögufélag 2020.

 

Birt í Fréttir Merkt , , , , , |