Bókin Öræfahjörðin. Saga hreindýra á Íslandi kom út í október 2019. Flestar ljósmyndir í bókinni eru eftir Skarphéðinn G. Þórisson líffræðing og sérfræðing hjá Náttúrustofu Austurlands. Útgefandi er Sögufélag.
Bókin er afrakstur rannsóknar sem ég vann að á Austurlandi á árunum 2015-2019. Í henni er rakin saga hreindýra á Íslandi frá því þau voru flutt til landsins á seinni hluta 18. aldar til dagsins í dag. Bókin er hugmyndasaga sem fjallar jafnt um hreindýrin sjálf og viðhorf landsmanna til þeirra. Fjallað er um lífsbaráttu hreindýra, veiðiferðir fyrr og síðar, deilur um hreindýr og drauma um hreindýrabúskap. Fjallað er um sambúð manna og hreindýra á Austurlandi en einnig á Reykjanesi og í Þingeyjarsýslu.