Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Austurlandi tók upp starfsemi á ný þann 1. júní 2018 á Egilsstöðum á Fljótsdalshéraði.
Forstöðumaður setursins er dr. Unnur Birna Karlsdóttir sagnfræðingur (PhD).
Setrið hafði áður starfað árin 2008 til 2010. Starfsemi þess var lögð niður árið 2010 vegna fjárhagslegra aðhaldsaðgerða HÍ í kjölfar bankahrunsins.
Undanfari að stofnun setursins á ný á Egilsstöðum árið 2018 var rannsóknastaða sem auglýst hafði verið til tveggja ára og síðan framlengd um eitt ár vegna nýráðningabanns við Háskóla Íslands. Núverandi forstöðumaður var einn umsækjenda um þessa sérfræðistöðu og hlaut ráðningu sem tók gildi 1. apríl 2015. Yfirskrift rannsóknaverkefnisins var „Maður og náttúra“ þar sem hreindýrið og þýðing þess í íslenskri náttúrusýn og menningu varð meginviðfangsefnið.
Sjá nánar um Rannsóknasetur Háskóla Íslands og hlutverk þeirra: https://rannsoknasetur.hi.is/forsida
Skrifstofa Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Austurlandi er á Tjarnarbraut 39a á Egilsstöðum.
Heimilisfang og tengslaupplýsingar
Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Austurlandi
Tjarnarbraut 39a
700 Egilsstaðir
Netfang: unnurk (hjá) hi.is
Sími: 8919979
Facebook-síða: https://www.facebook.com/rannsoknaseturhiausturlandi/