Hvað þarf að vera í sögu til þess að hún sé talin til Íslendingasagna?

Vísindavefurinn, myndband.

Sögur þær sem Íslendingar rituðu á 13. og 14. öld, og fjalla um íslenska menn og málefni svonefndrar sögualdar (um 930-1030), hafa verið nefndar Íslendingasögur. Hátt í 40 sögur falla undir þessa skilgreiningu, og eiga þær – auk þess ofangreinda – ýmis sameiginleg einkenni. Talsverður tími leið frá því að atburðir sagnanna voru sagðir hafa átt sér stað og þar til sögurnar voru ritaðar, en álitið er að sagnir af atburðunum eða kjarna þeirra hafi gengið í munnmælum frá söguöld og fram að ritunartíma. Horfa á myndband.