Um berserki, berserksgang og amanita muscaria

Skírnir (175/2) 2001, 317–353.

 

Í þessari grein verður endurvakin umræða sem hófst fyrir rúmum tveimur öldum og segja má að hafi einkennst af þverfaglegum skoðanaskiptum fornsagnafræðinga, náttúrufræðinga og mannfræðinga. Árið 1784 vakti Samuel L. Ødman, prófessor við Uppsalaháskóla, máls á þeirri tilgátu sinni hvort berserksgangurinn til forna, svo sem honum er lýst í norrænum miðaldabókmenntum, hafi hugsanlega getað orsakast af neyslu svonefndra flugusveppa (lat. amanita muscaria). Lesa meira: hér.

(Ó)traustar heimildir. Um söfnun og útgáfu þjóðkvæða

Skálskaparmál (4) 1997, 210-226.

Með þessari grein er ætlunin að varpa nokkru ljósi á Fornfræðafélagið svokallaða og það söfnunarátak sem félagsmenn stóðu fyrir um miðja 19. öld. Sérstaklega verður fjallað um þjóðkvæðauppskriftir sem félaginu bárust og afdrif þeirra. Þá verður litið á útgáfu þessara kvæða, einkum í Íslenzkum þulum og þjóðkvæðum, þar sem Ólafur Davíðsson prentaði eða studdist við stóran hluta uppskriftanna. Ein þula verður athuguð sérstaklega í þeim tilgangi að sýna heimildanotkun og meðferð hans á uppskriftunum. Með þessum hætti velti ég fyrir mér raunverulegri stöðu kvæðanna í útgáfu. Lesa meira: Skáldskaparmál.