(Ó)traustar heimildir. Um söfnun og útgáfu þjóðkvæða

Skálskaparmál (4) 1997, 210-226.

Með þessari grein er ætlunin að varpa nokkru ljósi á Fornfræðafélagið svokallaða og það söfnunarátak sem félagsmenn stóðu fyrir um miðja 19. öld. Sérstaklega verður fjallað um þjóðkvæðauppskriftir sem félaginu bárust og afdrif þeirra. Þá verður litið á útgáfu þessara kvæða, einkum í Íslenzkum þulum og þjóðkvæðum, þar sem Ólafur Davíðsson prentaði eða studdist við stóran hluta uppskriftanna. Ein þula verður athuguð sérstaklega í þeim tilgangi að sýna heimildanotkun og meðferð hans á uppskriftunum. Með þessum hætti velti ég fyrir mér raunverulegri stöðu kvæðanna í útgáfu. Lesa meira: Skáldskaparmál.