Þar sem Sigmundur og Artúr mætast

Greppaminni: rit til heiðurs Vésteini Ólasyni sjötugum. Hið íslenska bókmenntafélag, Reykjavík 2009, 3–17.

Hetjukvæði Eddu eru varðveitt í Konungsbók, GKS 2365 4to, sem var skrifuð eftir einu eða fleiri nú glötuðum forritum í kringum 1270. Kvæðin snúast mikið til um hetjur einnar fornaldarsögu, Völsunga sögu, sem reyndar er að miklu leyti afurð þessa kveðskapar. Um er að ræða átján kvæði; hin elstu eru að jafnaði talin ort á 9. öld, en þau yngstu virðast vera mjög ung, jafnvel frá 13. öld. Lesa meira: Greppaminni