Hljóð og hljóðkerfi
Á námsárum mínum fékkst ég nokkuð við hljóðfræði og hljóðkerfisfræði og birti greinar á báðum sviðum (Lengd íslenskra samhljóða: Vitoð ér enn - eða hvat? og U-hljóðvarp og önnur a-ö víxl í nútímaíslensku). Snemma á kennsluferli mínum skrifaði ég kennslubækur fyrir háskólastig um bæði íslenska hljóðfræði og íslenska hljóðkerfisfræði. Á bak við hljóðkerfisfræðibókina liggja talsverðar grunnrannsóknir og þar var í fyrsta sinn fjallað um ýmis atriði íslenskrar hljóðkerfisfræði. Árið 2013 endurskoðaði ég þessar bækur báðar og gekk frá þeim í rafrænni útgáfu ásamt efni um íslenska orðhlutafræði.
Á árunum 2003-2005 tók ég þátt í vinnu að gerð íslensks talgreinis og talgervils. Í tengslum við það vann ég margvíslegt efni um íslenska hljóðfræði og hljóðkerfisfræði. Ég útbjó m.a. SAMPA--staðal um íslenska hljóðritun og skrá um hljóðasambönd í íslensku.
Vorið 2010 tók ég sæti í verkefnisstjórn um gerð nýs íslensks talgervils sem Blindrafélagið beitti sér fyrir og var tilbúinn árið 2012. Árið 2011 tók ég einnig þátt í undirbúningi að gerð nýs íslensks talgreinis sem Máltæknisetur, Háskólinn í Reykjavík og Google unnu að. Frá 2013 tek ég þátt í undirbúningi að stofnun sjálfseignarfélagsins Almannarómur sem hefur það að markmiði að standa fyrir gerð máltæknilausna fyrir íslensku.
Rit og fyrirlestrar sem tengjast þessu rannsóknarsviði
- Eiríkur Rögnvaldsson. 2013. Hljóðkerfi og orðhlutakerfi íslensku. [Rafræn útgáfa.] Reykjavík.
- Jón Guðnason, Oddur Kjartansson, Jökull Jóhannsson, Elín Carstensdóttir, Hannes Högni Vilhjálmsson, Hrafn Loftsson, Sigrún Helgadóttir, Kristín M. Jóhannsdóttir og Eiríkur Rögnvaldsson. 2012. Almannarómur: An Open Icelandic Speech Corpus. Proceedings of SLTU '12, 3rd Workshop on Spoken Languages Technologies for Under-Resourced Languages, Cape Town, Suður-Afríku.
- Eiríkur Rögnvaldsson. 2011. Íslensk talkennsl og talgerving. Hugrás, vefrit Hugvísindasviðs, 4. nóvember.
- Eiríkur Rögnvaldsson, Björn Kristinsson og Sæmundur Þorsteinsson. 2006. Nýr íslenskur þulur að koma á markað. UT-blaðið 20. janúar, s. 26.
- Eiríkur Rögnvaldsson. 2006. u-hljóðvarpið afturgengið. Lesið í HLJÓÐI fyrir Kristján Árnason sextugan 26. desember 2006, s. 41-45. Menningar- og minningarsjóður Mette Magnussen, Reykjavík.
- Eiríkur Rögnvaldsson. 2004. The Icelandic Speech Recognition Project Hjal. Henrik Holmboe (ritstj.): Nordisk Sprogteknologi. Årbog 2003:239-242.
- Eiríkur Rögnvaldsson. 2003. Phonetic Transcription Guideline: Icelandic. ScanSoft Inc.
- Sigurður Konráðsson og Eiríkur Rögnvaldsson. 2001. Hljóðfræði. Þórunn Blöndal og Heimir Pálsson (ritstj.): Alfræði íslenskrar tungu. [Margmiðlunardiskur.] Lýðveldissjóður og Námsgagnastofnun, Reykjavík.
- Eiríkur Rögnvaldsson. 1993. Íslensk hljóðkerfisfræði. Málvísindastofnun Háskóla Íslands, Reykjavík.
- Eiríkur Rögnvaldsson. 1990. Íslensk hljóðfræði handa framhaldsskólum. Mál og menning, Reykjavík.
- Eiríkur Rögnvaldsson. 1989. Íslensk hljóðfræði. Kennslukver handa nemendum á háskólastigi. Málvísindastofnun Háskóla Íslands, Reykjavík.
- Eiríkur Rögnvaldsson. 1986. Íslensk hljóðkerfisfræði. Bráðabirgðaútgáfa. [3. útg.] Reykjavík.
- Eiríkur Rögnvaldsson. 1984. Hvað og hvar er aðblástur? [Óprentuð grein.]
- Eiríkur Rögnvaldsson. 1984. Íslensk málfræði. Hljóðkerfisfræði og beygingafræði. [Fjölrituð kennslubók.] Reykjavík.
- Eiríkur Rögnvaldsson. 1983. Framburður og fordómar. Mímir 31:59-63.
- Eiríkur Rögnvaldsson. 1983. Íslensk hljóðkerfisfræði. [Fjölritað kennslukver, 52 s.]
- Eiríkur Rögnvaldsson. 1983. Fáein orð um framgómun. Íslenskt mál 5:173-174.
- Eiríkur Rögnvaldsson. 1981. U-hljóðvarp og önnur a-ö víxl í nútímaíslensku. Íslenskt mál 3:25-58.
- Eiríkur Rögnvaldsson. 1980. Lengd íslenskra samhljóða: Vitoð ér enn - eða hvat? Íslenskt mál 2:25-51.
- Íslensk talgreining: Efniviður og úrvinnsla. Linguistic Discussion Group, Háskóla Íslands, 21. nóvember 2003
- Hjal - vélræn íslensk talgreining. Hugvísindaþing. Hugvísindastofnun og Guðfræðistofnun, 31. október 2003.
- SAMPA hljóðritunarstaðall fyrir íslensku. Linguistic Discussion Group, Háskóla Íslands, 28. febrúar 2003.