Nýlega birtist grein eftir mig í ritinu National Perspectives on the Second Global War sem ritstýrt er af Ashley Jackson og gefið er út af Routledge. Í greininni fjalla ég um hvernig afstaða Íslendinga til þjóðernis hefur mótað viðhorf landsmanna til þátttöku Íslands í síðari heimsstyrjöldinni.
Grímur og þjóðernið
Guðmundur Hálfdanarson - 13.11.2022Út er komin hjá Hinu íslenska bókmenntafélagi ritgerðasafnið Feiknstafir: Ráðgátan Grímur Thomsen í ritstjórn Sveins Yngva Egilssonar og Þóris Óskarssonar. Þar birtast 14 fræðilegar greinar eftir 13 höfunda þar sem fjallað er um ævi, ritstörf og skoðanir Gríms Thomsens frá ýmsum hliðum. Mín grein, Grímur og þjóðernið, fjallar um þjóðernisstefnu Gríms þar sem ég set […]
Europe in the Age of Post-Truth Politics: Populism, Disinformation and the Public Sphere
Guðmundur Hálfdanarson -Út er komið ritgerðasafnið Hjá Palgrave Macmillan Europe in the Age of Post-Truth Politics: Populism, Disinformation and the Public Sphere sem ég ritstýri ásamt Maximilian Conrad, Asimina Michailidou, Charlotte Galpin og Niko Pyrhönen. Bókin, sem er gefin út í opnum aðgangi (hægr er að nálgast hana hér) er afrakstur rannsóknaverkefnisins Post-Truth Poli-tics, Nationalism and the […]
The Politics of Smallness in Modern Europe
Guðmundur Hálfdanarson - 17.05.2022Við Baldur Þórhallsson skrifuðum sameiginlega grein í bókina The Politics of Smallness in Modern Europe: Size, Identity and International Relations since 1800 sem kom út fyrir stuttu hjá Bloomsbury forlaginu í London. Í bókinni, sem er ritstýrt af hollenska sagnfræðingnum Samuël Kruzinga, fjalla 16 sagn- og stjórnmálafræðingar í 10 greinum um viðhorf til evrópskra […]
Nation som kvalitet
Guðmundur Hálfdanarson - 04.12.2021Ég birti greinina „Það sem fagurt er og skáldlegt: Átök um bókmenntasmekk og virðingu íslenskrar þjóðar“ í bókinni Nation som kvalitet: Smak, offentligheter och folk i 1800-talets Norden sem kom út hjá Alvheim & Eide í Bergen fyrir skömmu. Ritstjórar bókarinnar eru Anna Bohlin og Elin Stensgrundet. Í greininni skoða ég tilraunir Fjölnismanna til bæta […]
Nordic War Stories
Guðmundur Hálfdanarson - 02.03.2021Nýlega kom út bókin Nordic War Stories: World War II as History, Fiction, Media, and Memory hjá Berghahn útgáfunni í New York. Þar á ég grein sem heitir „The Icelandic National Narrative and World War II: 'Freedom and Culture'“, en þar skoða ég stöðu síðari heimsstyrjaldar í íslenskri söguvitund m.a. eins og hún birtist í […]
Denmark and the New North Atlantic
Guðmundur Hálfdanarson - 18.02.2021Á síðasta ári kom út verkið Denmark and the New North Atlantic. Narratives and Memories in a Former Empire, í tveimur bindum í ritstjórn Kirsten Thisted, dósents við Kaupmannahafnarnháskóla, og Ann-Sofie N. Gremaud, lektors við Háskóla Íslands. Að verkinu stendur alþjóðlegur rannsóknarhópur bókmenntafræðinga, mannfræðinga, menningarfræðinga, sagnfræðinga og þjóðfræðinga, en verkefnið var styrkt af Carlsberg sjóðnum. […]