Vinn nú í grein með Önnu Ólafsdóttur um háskólamál. Eftir sumarfrí vonast ég til að hreyfa aftur við Rannsóknarstofnun um háskóla. Verð með erindi á ECER í Dyflini um ýmis atriði sem þarf að hyggja að þegar stefna eða starf byggist á gögnum eða rannsóknum, ég kalla það "Development of a Critical Analysis of the “What Works” Discourse". Guðrún Ragnarsdóttir verður með erindi úr framhaldsskólarannsókn okkar. Tek svo þátt í norska rannsóknarháskólanum NAFOL, sem er fyrir kennara í doktorsnámi, en þau verða með sumarskóla hér í ágúst í samstarfi við doktorsnám MVS. Undirbý einnig erindi um lestur og læsi vegna ráðstefnu hér 8. september.