Rannsóknarsvið

Ég hef komið nokkuð víða við í rannsóknum, allt frá rannsóknum mínum áa lestri í sálfræði en hef  þó einkum beint sjónum mínum að menntamálum. Ég fjalla um rannsóknir mínar undir þeim fyrirsögnum sem hér eru.

Um þróun skólakerfis

Frá leikskóla til háskóla til endurmenntunar. Í auknum mæli hef ég leitast við að skoða menntakerfið í heild sinni og einblína ekki um of á einstaka þætti þess. Mest hef ég skrifað um framhaldsskóla og háskóla. Ég hef gefið út rit um leikskólastigið. Ég hef skrifað um grunnskóla og að hluta til um framhaldsskóla, í Almenningsfræðsla á Íslandi 1880-2007, sem Loftur Guttormsson ritstýrði, en vinn nú einnig að köflum um sögu háskólastigs og fullorðinsfræðslu auk almenns yfirlits um efni sem tekist er á um í menntamálum.
Almennt tel ég að um margt í þróun skólastarfs sé hægt að spá, a.m.k. mun meira en oft er látið í veðri vaka. Á árunum 1985-1987 reyndi ég að spá, að vísu í mjög grófum dráttum um framvindu í íslenskum skólamálum árin 1985-2010. Sjá meira.

Hugmyndir og hugmyndasaga

Þótt ég beini sjónum að skólastarfi og þróun þess hef ég ekki síður áhuga á sögu hugmyndanna sem því tengjast. Ég nefni undir þessu heiti hvoru tveggja hugmyndasögu og skólasögu. Í greinarkorni íMenntasporum, afmælisriti til heiðurs Lofti Guttormssyni tók ég saman vangaveltur mínar um nokkrar lykilhugmyndir um kennslufræði og skólaþróun. Í þessari grein er þó ekkert sérstaklega miðað við íslenskar aðstæður, heldur þróun mála almennt, bæði á evrópskum og bandaríksum vettvangi.
Mér sýnist ýmsir láti sem þeim sé annt um sögu og sögukennslu en vilji svo sem minnst af henni læra. En þetta segi ég þó ekki berum orðum í greininni. Sjá meira.

Fjarkennsla, tölvunotkun í skólastarfi og tölvuvit (gervigreind)

Um langa hríð heilluðu möguleikar tölvutækninnar mig og ég taldi að með henni opnuðust byltingakenndar leiðir til náms og skólastarfs, þetta var einkum á árunum 1980-1990. Hugmyndir mínar snerust annars vegar um að gera tölvuna að verkfæri nemendanna og hins vegar að nota hana til samskipta og þá í þágu fjarkennslu. Ég gerði mér miklar vonir um að þessi nýja tækni gæti gjörbreytt skólastarfi á ýmsa vegu. Það reyndist mikill misskilningur, og hefur tæknin í öllum aðalatriðum orðið til þess að festa í sessi hefðbundið skólastarf, þótt vitaskuld megi finna á því margar áhugaverðar undantekningar. Jafnframt þessu hafði ég á árunum 1975-1985 mikinn áhuga á hugmyndum um tölvuvit (gervigreind) og skrifaði aðeins um það efni.Sjá meira.

Lestur og orðskynjun

Doktorsverkefni mitt var um skynjun orða, einkum um það hvort orð væru lesin sem ein heild eða sem safn stafa eða annarra þátta. Meginniðurstaða mín var sú að við þekktum brot úr orðum, jafnvel einstaka stafi; heiti eða einhver abstract lýsing stafanna skipti þó ekki síður máli en útlit þeirra. Nýtt líkan orðskynjunar var smíðað, sem gerði ráð fyrir þrepaskiptu orðskynjunarferli. Sjá meira.

Rannsóknir nemenda

Aðild að rannsóknarvinnu nemenda. Ég hef notið samstarfs við marga mjög öfluga nemendur og hef sannreynt á því samstarfi hve miklu munar að fylgjast með í rannsóknum þegar maður er í því umhverfi.
Sjá meistaraverkefni, sum í heild sinni.

Leikskóli - frístundaheimili

Árið 2006 gaf ég út rit um sögu og starfsemi leikskóla, Frá gæslu til skóla. Um þróun leikskóla á Íslandi. Í þessu riti leitast ég við setja ramma um mikilvæg atriði í skólaþróun og nota leikskólann sem einkar áhugavert dæmi. Frístundaheimili, er merkileg starfsemi, sem hefur einhvern veginn orðið útundan í umræðu um skólastarf. Þau voru í upphafi tengd leikskólanum en eru nú mun frekar grunnskólanum, – og þó? Sjá nánar.

Grunnskóli – Saga alþýðufræðslu á Íslandi

Ég vinn nú að ritun sögu alþýðufræðslu á Íslandi ásamt hópi fræðimanna undir ritstjórn Lofts Guttormssonar prófessors. Minn hlutur beinist einkum að tímabilinu 1967-2007. Ég skrifa 6 kafla um það tímabil. Ráðgert að gefa ritið út í vetrarbyrjun 2008. Sjá meira.

Framhaldsskóli -almennt

Fyrstu verkefni mín í Háskóla Íslands voru að kenna námssálarfræði í kennsluréttindanámi HÍ og síðan einnig í KHÍ. Fljótlega vaknaði áhugi minn á muninum á bóknámi og verknámi og hann hefur vegið þungt alla tíð síðan, fyrst frá sjónarhóli námsins sjálfs, en síðan með hliðsjón af kerfinu; hvernig bóknámið hefur tekið völdin af verknáminu. Hér geri ég grein fyrir því sem ég hef skrifað um þessa þætti, en síðan fjalla ég um rannsóknir á námsframvindu. Mér sýnist að ég hafi beint athygli minni meira að framhaldsskólanum heldur en nokkru öðru skólastigi, og um það hef ég bæði skrifað talsvert og haldið erindi. Sjá meira.

Framhaldsskóli - framvinda, brotthvarf

Sjá lýsingu á umfangsmiklu rannsóknarverkefni um skilvirkni í framhaldsskóla, sem ég vinn nú að ásamt öðrum (8.7.2008).  Sjá meira.
Erlent samstarf: DropIn
Erlent samstarf: International Research Network on Youth Education and Training
Erlent samstarf: Gems.
Sjá meira.

Starfsmenntun

Umfjöllun um starfsmenntun var það sem koma mér á sporið við athugun á þróun menntunar. Starfsmenntun í öllum sínum myndum er að mörgu leyti áhugaverðasti en um leið leyndardómsfyllsti þáttur skólakerfisins. Sjá meira.

Verðlaun Starfsmenntaráðs 2001. Á grundvelli rannsókna minna og þátttöku í umræðu um starfsmenntun var mér veitt viðurkenning Starfsmenntaráðs árið 2001. Mér þótti mér mikill sómi sýndur með þeirri viðurkenningu og er afar stoltur af henni. Sjá nánar.

Fullorðinsfræðsla og endurmenntun

Staða fullorðinsfræðslu og þróun hennar, samanburður við önnur lönd og um afstöðu fólks til fullorðinsfræðslu. Sjá nánar.

Háskólastigið

Undanfarið hefur verið lífleg umræðaum háskólamál, en hún hefur þó að mínu mati ekki verið nægilega opin. Í henni hef ég sett fram bæði munnlega (sjá viðtal) og skriflega sjónarmið mín og má sjá þau undir kaflanum um háskólastigið. (22.8.2009). Sjá meira.

Undanfarin ár hef ég einnig ritað talsvert um þróun háskóla bæði þróunina hér á landi, en einnig í nágrannalöndum okkar. Ég hef bent á ákveðin einkenni þróunar háskóla, og haldið fram vissri nauðhyggju í því sambandi sem mörgum er mjög í nöp við, af ýmsum ástæðum. Í bók um efnið hef ég lagt áherslu á að háskólafólk taki sjálft frumkvæði í umræðu um málefni háskólanna. Hér að neðan í kaflanum um háskólastigið er ítarlegri umfjöllun um þau atriði sem ég tel skipta máli. Sjá meira.

Skólaþróun

14.07.2008

Undanfarin ár hef ég leitast við að skoða menntakerfið í heild sinni og einblína ekki um of á einstaka þætti þess. Það má segja að ég spyrji spurninganna: Hvernig þróast skólakerfi og hvers vegna þróast þau eins og þau þannig? en orða þær með ýmsum hætti eftir viðfangsefninu hverju sinni. Þótt ég einbeiti mér að framhaldsskóla og háskólastiginu þá hef ég einnig gefið út rit um leikskólastigið. Almenningsfræðslu ritinu skrifa ég einnig um grunnskóla og að hluta til um framhaldsskóla. Nú vinn ég einnig að köflum um sögu háskólastigs og fullorðinsfræðslu auk almenns yfirlitsum átakaefnin (1.11.2009). Í sérstökum kafla hér á síðunni rek ég skrif mín um þróun framhaldsskóla og um háskóla. Í bókinni frá Gæslu til skóla(Sjá Leikskóla) geri ég grein fyrir mikilvægum einkennum skólaþróunar: stöðugleika, samfellu, reglufestu, bóknámshneigð og kerfisreki. Þessi einkenni eiga við um öll skólastig, en ég sýni hvernig þau koma fram í þróun leikskólans og í þróun menntunar leikskólakennara.

Jón Torfi Jónasson (2006). Frá gæslu til skóla. Um þróun leikskóla á Íslandi. Reykjavík: Rannsóknarstofa um menntakerfi. Félagsvísindastofnun Háskóla íslands.

Ég geri grein fyrir stöðugleika (þrástefjum), sem vísar til þess að verið sé að glíma við sömu atriðin aftur og aftur, í grein í afmælisriti Lofts Guttormssonar:

Jón Torfi Jónasson. (2008). Lært af sögunni? Í Ólöf Garðarsdóttir, Helgi Skúli Kjartansson, Guðmundur Hálfdanarson, Dóra S. Bjarnason og Jón Torfi Jónasson (Ritstj.), Menntaspor : rit til heiðurs Lofti Guttormssyni sjötugum 5. apríl 2008 (bls. 79-95). Reykjavík: Sögufélag, 2008.

Ég ræði þetta víða annars staðar, sjá t.d. um háskóla:

*Jón Torfi Jónasson. (2006). Can credentialism help to predict the convergence of institutions and systems of higher education? CHER 19th Annual Conference Systems Convergence and Institutional Diversity? Centre for Research on Higher Education and Work, University of Kassel, Germany. September 7th-9th 2006. Paper

*Jón Torfi Jónasson. (2005). Allt á eina bókina lært? Um reglufestu og einsleitni í þróun háskóla. Uppeldi og menntun, 14(1), bls. 133-140.

*Jón Torfi Jónasson. (2003). Does the state expand schooling? A a study based on five Nordic countries. Comparative Education Review, 47(2), 160-183.

og í umræðu um framhaldsskóla

*Jón Torfi Jónasson. (1998c). The Foes of Icelandic Vocational Education at the Upper Secondary Level. Í Arild Tjeldvoll (ritstj.), Education and the Scandinavian Welfare State in the Year 2000 (bls. 267-304). New York: Garland Publishing. (Sjá greinasafn).

 Í grein frá 2002 ræði ég með tilvísun í dæmi hve miklu getur skipt hvernig staðan er metin þegar viðbrögð stjórnvalda eða annarra eru ákveðin. Þetta mat ræður auðvitað miklu um það hvað gert er.

*Jón Torfi Jónasson. (2002). Policy and reality in educational development: an analysis based on examples from Iceland. Journal of Education Policy. 17, 6, 659-671.

Er hægt að spá um framtíðina?
Árið 1990 gaf ég út spá um framtíð íslenska menntakerfisins og þar er ígrunduð ályktun um hver sennileg þróun yrði. Í flestum atriðum virðist sú spá hafa staðist býsna vel. Að ýmsu leyti var um frumrannsókn að ræða og mikil vinna lá í öflun gagna, samantekt þeirra og úrvinnslu. Þar fjalla ég um öll stig íslenska menntakerfisins, geri grein fyrir þróun hvers og eins og rökstyð hvers konar breytingum sé raunsætt að búast við. Það sem ég setti þarna fram hefur haft töluverð áhrif á faglega umræðu um fjölmörg málefni, svo sem um einsetinn skóla, framhaldsskólastigið, þróun háskólastigsins, um endurmenntun og fullorðinsfræðslu.

Jón Torfi Jónasson (1990). Menntun á Íslandi í 25 ár, 1985 - 2010. Reykjavík: Framkvæmdanefnd um framtíðarkönnun. [143 síður.]

Erindi um framtíðina. Segja má að langflest erinda minna fjalli um framtíðina, en ég tilgreini þau undir því viðfangsefni sem þau eiga einkum við um, nefni þó hér:

2004.15 De nordiske særtrekk i globalt perspektiv? Tanker om uddannelse, udvikling, globalisering og flekisbilitet. Ráðstefnan GLOBALT UTDANNINGSMARKED – NORDISK UTFORDRING. Nordisk Ministerråds temakonferanse om fleksibel læring. Hotel Loftleiðir, Reykjavík, Ísland 23. – 24. september 2004.

Efst á síðu

Hugmyndir og hugmyndasaga

14.7.2008

Gildi hugmynda- skólasögunnar
Ritgerð um þetta efni í afmælisriti Lofts Guttormssonar er í þremur hlutum. Fyrsti hlutinn fjallar um hugmyndina um kennslu með samtali, þar sem kennari ræðir við nemanda til þessa ð tryggja að hann öðlist skilning á viðfangsefni sínu; annar hlutinn um breytingar á skólastarfi almennt og hvernig þeim farnast og í þriðja lagi rek ég breytingar á umfangi skólastarfs og þá reglufestu sem þar ríkir. Meginniðurstaðan er sú að skólasagan geti verið afskaplega gagnleg og margt megi af henni læra um öll þessi atriði. Samt sýnist mér að fólk sé alls ekki reiðubúið til þess og gengur til verka í nýbreytnistarfi eins og það hafi ekki verið reynt fyrr. Umræðan er ekkert sérstaklega miðuð við það sem hefur gerst hér á landi, en sennilega má heimfæra e-ð af því sem ég ræði á skólastarf hér.

Jón Torfi Jónasson. (2008). Lært af sögunni? Í Ólöf Garðarsdóttir, Helgi Skúli Kjartansson, Guðmundur Hálfdanarson, Dóra S. Bjarnason og Jón Torfi Jónasson (Ritstj.), Menntaspor : rit til heiðurs Lofti Guttormssyni sjötugum 5. apríl 2008 (bls. 79-95). Reykjavík: Sögufélag, 2008.

Nokkur erindi um efnið, en segja má um fjölmörg önnur erindi að ég reyni almennt að setja hlutina í ljósgeisla sögunnar eftir því sem mér er unnt:

2005.14 Hvítárbakkaskólinn og lýðháskólahreyfingin. Erindi flutt á 100 ára afmæli Hvítárbakkaskóla á vegum Snorrastofu í Reykholti 22. október 2005.
2003.9 Hvers vegna er erfitt að læra af skólasögunni? Erindi flutt á ráðstefnu FUM (félags um menntarannsóknir) í KHÍ Reykjavík, 22. nóvember 2003
2001.8 Geta skólar lært af skólasögunni? Erindi flutt á málþingi Rannsóknarstofnunar KHÍ, 19. september 2001.
2000.1 Framtíð háskóla á Íslandi í ljósi sögunnar. Erindi flutt á málþingi menntamálaráðuneytisins um háskólastigið í Reykjavík, 19. febrúar 2000.
1998.9 Getum við lært af sögunni? Erindi flutt á fundi skólastjóra í Reykjavík á vegum Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur, 11. desember 1998.
1998.2 „Nú hefur tíminn svo að segja á svipstundu umsteypt nálega öllu.“ Erindi í Söguveislu í Kennaraháskóla Íslands til heiðurs Lofti Guttormssyni prófessor sextugum. 3. apríl 1998.
1997.4 Uppruni nútíma menntakerfis á Íslandi. Erindi flutt á Íslenska söguþinginu, í Reykjavík 30. maí 1997.
1995.1 Hugmyndir [Björns Halldórssonar] um uppeldi og menntun. Málþing um séra Björn Halldórsson í Sauðlauksdal, 29. apríl 1995.

 

Um símenntun. Í ritinu Gátt ársriti Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins fjöllum við Andrea Gerður aðeins um hugmyndir tengdar fullorðinsfræðslu, m.a. um eðli símenntunar og rök fyrir henni.

Jón Torfi Jónasson og Andrea Gerður Dofradóttir (2007). Er símenntunarþjóðfélag á Íslandi? Gátt, 4, bls. 17-22.

Skólapólitík. Þótt flest af því sem ég hef skrifað tengist tilteknu skólastigi þá nær margt til fleiri en eins skólastigs. Í grein frá 2002 ræði ég með tilvísun í dæmi hve miklu getur skipt hvernig staðan er metin þegar viðbrögð stjórnvalda eða annarra eru ákveðin. Mat stjórnvalda og annarra á stöðu mála ræður auðvitað miklu um það hvað gert er.

Jón Torfi Jónasson. (2002b). Policy and reality in educational development: an analysis based on examples from Iceland. Journal of Education Policy. 17(6), 659-671.

Lýðháskólahugmyndin. Í kafla um lýðháskóla á Íslandi reyni ég einnig að varpa ljósi á það hvernig hugmyndin um lýðháskóla tekur land hér og nær talsverðri fótfestu, sennilega mun meiri og víðar en almennt hefur verið talið.

Jón Torfi Jónasson. (1999d). Lýðháskólar á Íslandi í byrjun 20. aldar. Í Hrafnhildur Ragnarsdóttir, Kristín Indriðadóttir og Ólafur Proppé (ritstj.),Steinar í vörðu, til heiðurs Þuríði J. Kristjánsdóttur sjötugri (bls. 107-129). Reykjavík: Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla Íslands. 

Þjóðsögur um skólamál. Í eftirfarandi grein reyni ég að sýna fram á að fjölmargar viðteknar hugmyndir um þróun skólastarfs standist ekki nánari skoðun. Þarna ræði ég sex slíkar hugmyndir og dreg þær allar í efa.

Jón Torfi Jónasson. (1997b). Þjóðsögur úr skólakerfinu. Íslensk félagsrit, 7.-8., 41-69.

Efst á síðu

Fjarkennsla, tölvunotkun í skólastarfi og tölvuvit (gervigreind)

14.7.2008

Ég geri grein fyrir efninu í þessum flokkum: mat á töluvnotkun í skólastarfi, fjarkennsla, tölvur í skólastarfi+Logo, almennt um tölvur í skólastarfi og síðast hugmyndir um tölvuvit. Fyrst ræði ég svonefnt ValNet verkefni sem ég vann með Andreu Gerði og mat á þróunarskólum í tölvu- og upplýsingatækni.

Valnet verkefnið. Þetta er eitt áhugaverðasta matsverkefni sem ég hef unnið. Það var annars vegar að þakka áhugverðri hugmynd, en einnig sérlega góðu samstarfi við þær Andreu Gerði samstarfskonu mína á Félagsvísindastofnun og við Hörpu Hreinsdóttur sem stýrði þróunarfasanum sem var til mats, af sérstakri fagmennsku. Við lögðum til grundvallar í matinu svonefndan POETiC ramma sem reyndist afar gagnlegur við mat á þróunarstarfi. (Sjá nú SIPTEC rammann, sem kemur eiginlega í staðinn).

Cathy Lewin, Fernand Mesdom, Jón Torfi Jónasson, Andrea Gerđur Dofradóttir, Candido de Freitas, Donatella Nucci, Andrew Moore, Peter Scrimshaw, David Wood, Harpa Hreinsdóttir, Roger Blamire, Anne Gilleran (2004). ValNet Consolidated Report. Brusseles: EUN.
Jón Torfi Jónasson and Andrea Gerður Dofradóttir. (May 2004). A European Schoolnet project. ValNet. Validation of the ITALES project. May 2004. Centre for the Development of Education. Social Science Research Institute. University of Iceland.

Þróunarskólaverkefni. Mat á notkun tölvu- og upplýsingatækni í sex skólum. Mjög margt áhugavert var unnið í þessum skólum, en á hinn bóginn kom í ljós að ýmsir höfðu gert sér heldur háar vonir um mátt tölvutækninnar, sem minnti mig á mínar eigin hugmyndir tuttugu árum fyrr.

Jón Torfi Jónasson, Andrea G. Dofradóttir og Kristjana Stella Blöndal. (Júní 2002). Hvaða lærdóm má draga af þróunarskólaverkefninu í upplýsingatækni. Mat á framkvæmd og ávinningi verkefnisins. (Unnið fyrir menntamálaráðuneytið). Reykjavík: Félagsvísindastofnun. [59 bls.]

Fjarkennsla. Hvað fjarkennsluna varðar þá taldi ég (og tel enn) að hún væri mikilvæg viðbót við hefðbundið skólastarf og gæti raunar orðið til þess að breyta því. Fyrir mér var uppbygging fjarkennslu með hjálp tölvu mér næstum hugsjón og taldi þar liggja feikilega vannýtta möguleika. Árin 1986-1987 var ég ritari Fjarkennslunefndar menntamálaráðuneytisins og 1987-1989 formaður Framkvæmdanefndar menntamálaráðuneytisins um fjarkennslu, sem m.a. stóð fyrir Fræðsluvarpi, sem sá um kennslu í sjónvarpi.

Þuríður Jóhanssdóttir skrifar nú doktorsritgerð um notkun fjarkennslu í kennaranámi undir minni leisðögn.

Fyrir utan skýrslur um efnið, þá nefni ég hér:

Greinar:
Jón Torfi Jónasson. (1990a). Fjarkennsla. Í Upplýsingar eru auðlind: greinar um upplýsingastarfsemi í þágu vísinda og mennta (bls. 281-289). Reykjavík: Samstarfsnefnd um upplýsingamál.  (Sjá yfirlit yfir greinasafn.)
Jón Torfi Jónasson. (1990c). Nám og aldur. Í Fjarkennsla og fjarkennsluaðferðir (bls. 29-37). Reykjavík: Framkvæmdanefnd um fjarkennslu. Menntamálaráðuneytið.
Jón Torfi Jónasson. (1990d). Nokkrir punktar um Open University í Bretlandi og Open Universität í Hollandi. Í Fjarkennsla og fjarkennsluaðferðir (bls. 22-27). Reykjavík: Framkvæmdanefnd um fjarkennslu. Menntamálaráðuneytið.

Erindi:
1986.1. Fjarkennsla. Erindi flutt á fundi BHM um fjarkennslu. Febrúar 1986.

Tölvur í skólastarfi. Logo. Í doktorsnámi mínu á áttunda áratug síðustu aldar notaði ég tölvur mikið, lærði ýmis forritunarmál og sá hve margt væri hægt að láta þær gera margt hefði maður til þess þekkingu. Á þeim tíma voru upp margvíslegar bjartsýnishugmyndir um nýtingu tölva í þágu menntunar. Ég skrifaði um þetta almennt, kenndi um þetta efni, en varð sérstaklega hugfanginn af forritunarmálinu Logo. Það var hugsað fyrir börn og unglinga, en var í raun afar þróað og öflugt forritunarmál (sjá t.d. NetLogo sem nú er í þróun). Fjölmargir íslenskir kennarar sýndu þessu áhuga, en ég vann mest með Ragnheiði Benediktsson, sem lengi kenndi í Melaskóla. Ég skrifaði tvær útgáfur bókar um Logo, en umbreytingin var svo mikið að ég ákvað að í raun væri um nýja bók að ræða þegar ég skrifaði seinni útgáfuna.

Jón Torfi Jónasson. (1987a). Forritun með LOGO. Reykjavík: Svart á hvítu. [176 síður]
Jón Torfi Jónasson. (1983). LOGO: kennslubók í forritun handa kennurum og framhaldsskólanemum. Reykjavík: Svart á hvítu. [130 síður.]

Almennt um tölvunotkun í skólastarfi. Hér er um að ræða almenna umræðu um hugmyndir.
Hörður Lárusson, Jón Torfi Jónasson, Ragnheiður Benediktsson og Yngvi Pétursson. (1986). Frásögn frá för til Bandaríkjanna í nóvember 1986. [30 síður.]

Jón Torfi Jónasson. (1986, 10. og 11. júlí). Tölvur í skólastarfi. Morgunblaðið.
Jón Torfi Jónasson. (1984). Tölvur í skólastarfi. Uppeldi [Blað uppeldisfræðinema við Háskóla Íslands], bls. 8-13.

Sjá einnig kafla um þetta efni í Jón Torfi Jónasson. (1990). Menntun á Íslandi í 25 ár, 1985 - 2010. Reykjavík: Framkvæmdanefnd um framtíðarkönnun. [143 síður].

Erindi
2004.3 Einstaklingsmiðuð kennsla í fjölmennum námskeiðum. Erindi flutt á UT-ráðstefnu menntamálaráðuneytisins, 6. mars 2004 í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ. Meðhöfundar Andrea Gerður Dofradóttir og Steinþór Þórðarson.
1993.7. Menntun og miðlar. Erindi flutt á ráðstefnu um tækni í nútíma þjóðfélagi, 16. október 1993.

Um þetta efni hélt ég áður fyrr ógrynni erinda, en hélt yfirliti yfir þau ekki saman.

Hugmyndin um tölvuvit, eða gervigreind heillaði mig lengi og fjallaði ég alltaf e-ð um það efni í námskeiði sem ég kenndi í hugfræði fyrir sálfræðinema. Þar fjallaði ég fyrst um ýmis reglukerfi, en síðar meira um netkerfi (neural nets), netnám og tölvuvit sem ég skrifaði um í tengslum við umfjöllum um gervigreind. Þetta tengist með óbeinum hætti hugmyndum um "brain-based" learning, sem voru mjög í tísku á áttunda áratug 20. aldar og hafa síðan verið að komast aftur í tísku nú í byrjun 21. aldar.
Jón Torfi Jónasson. (1992c). Hugur og heili. Í Einar Logi Vignisson og Ólafur Páll Jónsson (ritstj.), Af líkama og sál. Sex erindi um manninn og mannshugann (bls. 28-55). Reykjavík.
Jón Torfi Jónasson. (1985). Er vit í tölvuviti? Stúdentablaðið, 61(4), 13-16.

Efst á síðu

Leikskóli – frístundaheimili

10.7.2008

Kolbrún Þorbjörg Pálsdóttir vinnur að doktorsritgerð um þróun frístundaheimila á Íslandi með minni leiðsögn.

Í ritinu Frá gæslu til skóla geri ég grein fyrir þróun leikskóla á Íslandi, m.a. með tilvísun í hugtökin samfella, stöðugleiki, reglu-festa, bóknámsrek og kerfisrek. Þróun leikskólans sjálfs og síðan einnig menntunar leikskólakennara eru rædd í ljósi þessara hugtaka.
Jón Torfi Jónasson. (2006). Frá gæslu til skóla. Um þróun leikskóla á Íslandi. Reykjavík: Rannsóknarstofa um menntakerfi. Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands.

Leikskolabokarkapa

Erindi:
2008.2 Hvert er hlutverk leikskólans? Um formlegt, faglegt og raunverulegt hlutverk leikskóla. Umræðufundur stjórnenda leikskóla, Hamraborg, Kópavogi, 27. mars 2008.
2007.2 Hvernig þróast leikskólinn? Gengið inn í 21. öldina. Málþing leikskólastjóra í Reykjavík, 13. mars 2007
2006.11 Eitt skólastig eða fimm? Á hvaða siglingu er skólakerfið og hvað ræður för? Erindi flutt á ráðstefnunni: Það er leikur að læra. Samræða allra skólastiga, á Akureyri, 29.–30. september 2006.
2006.4 Börn og leikskólar í ýmsum löndum. Erindi flutt á ráðstefnu um stöðu barna í íslensku þjóðfélagi 3. mars 2006. Hve glöð er vor æska?
2006.3 Um fjölbreytni í skólastarfi. Erindi flutt á málþingi sjálfstæðra skóla 28. janúar 2006. Fjölbreyttir skólar – fleiri möguleikar.
2004.18 Breytt viðhorf og breyttir tímar: Áhrif á umgjörð, viðgangsefni, stöðu og ímynd leikskólans og leikskólakennara. Ársfundur Félags leikskólakennara Grand Hotel, 5. nóvember 2004.
1994.3. Rannsóknir sem grundvöllur að vönduðum vinnubrögðum í leikskólum. Erindi flutt á ráðstefnu Fóstrufélags Íslands, „Gæði - nema hvað“ sem haldin var í mars 1994.

 

Grunnskóli

10.7.2008

Saga alþýðufræðslu á Íslandi, kemur út síðla árs 2008, ritstjóri Loftur Guttormsson. Það reyndist mér í senn áhugavert og erfitt að skrifa um íslenska sögu grunnskólans (og að hluta til framhaldsskóla) seinni hluta 20. aldarinnar. Áhugavert vegna þess að hún var fjölþætt og gróskumikil en afskaplega erfitt vegna þess að yfirlit vantaði yfir flesta þætti hennar. En ég fékk góðan stuðning samverkafólksins, þó sérstaklega þeirra Helga Skúla og Lofts; Loftur reyndist mér einstaklega lipur og hvetjandi ritstjóri. Í ritið um alþýðufræðslu skrifa ég nokkra kafla, þeir eru:

Kafli 6. Grunnskóli verður til
Kafli 9. Samræmdur framhaldsskóli verður til
Kafli 10. Fjöldi nemenda og fjármagn
Kafli 12. Þjónustustofnanir skólanna
Kafli 14. Innlend stefnumið og alþjóðleg viðmið
Kafli 15. Skóli fyrir alla

Efst á síðu

Framhaldsskóli - almennt

Umfjöllun minni um framhaldsskólann hef ég viljað skipta í nokkra undirflokka. Í fyrsta lagi hef ég rannsakað almenna þróun framhaldsskólans á 20. öldinni og velt fyrir mér sennilegri þróun hans fram eftir 21. öldinni, bæði hér á landi en einnig á hinum Norðurlöndunum. Í öðru lagi hef ég gefið gaum að hugmyndum um breytingar á framhaldsskólanum og skoðað líklegar breytingar á nemendafjölda og innviðum kerfisins, meðal annars í ljósi þess sem gert er á öðrum Norðurlöndum. Í þriðja lagi hef ég ásamt Kristjönu Stellu Blöndal rannsakað námsferil nemenda í framhaldsskóla, meðal annars viðhorf nemenda til skólans og sérstaklega skoðað brottfall úr fram-haldsskóla. Í fjórða lagi hef ég skoðað stöðu starfsmenntunar á framhaldsskólastigi. Í síðasta lagi hef ég skoðað stöðu lýðháskólanna í íslenska framhaldsskólakerfinu. Veigamesta verkefnið sem ég vinn nú að erSkilvirkni framhaldsskóla og lýkur gagnasöfnun nú í haust (2008), en raunar verður göngum safnað áfram því að um er að ræða langtímarannsókn.

Almenn þróun framhaldsskólans
Erindi:
2003.1 Hvað segir námsframvinda pilta og stúlkna í norrænum framhaldsskólum okkur um skólana og skólakerfin? Erindi flutt á ráðstefnu IV um rannsóknir í félagsvísindum. Ráðstefna Félagsvísindadeildar, Lagadeildar og Viðskipta- og hagfræðideildar, 22. febrúar 2003.
2003.2 [Með Steini Jóhannssyni] Um þróun skólamála á Íslandi í ljósi ytri aðstæðna á árunum 1945-2000. Erindi flutt á ráðstefnu IV um rannsóknir í félagsvísindum. Ráðstefna Félagsvísindadeildar, Lagadeildar og Viðskipta- og hagfræðideildar, 22. febrúar 2003.

Skólasaga framhaldsskóla

Samanburður við önnur lönd
Hér tók éeg saman efni sem ég hafði unnið að lengi. Þar kemur skýrt fram hve þróunin er reglubundin og svipuð á öllum Norðurlöndunum, m.a. nota ég þann kynjamun sem þar kemur fram til þess að draga mikilvægar ályktanir um þróun skólakerfa. Ég lagði mjög mikla vinnu í þess grein.
Jón Torfi Jónasson. (2003). Does the state expand schooling? A a study based on five Nordic countries. Comparative Education Review, 47(2), 160-183.

Samanburður á skólakerfum Danmerkur, Íslands og Svíþjóðar í samstarfi við Rannsóknarstofnun KHÍ vegna athugunar menntamálaráðuneytisins á mögulegri styttingu grunn- og framhaldsskólanáms.
Allyson Macdonald, Andrea G. Dofradóttir, Jón Torfi Jónasson, Michael Dal, Ragna B. Garðarsdóttir og Þuríður Jóhannsdóttir (september 2002).Samanburðarkönnun á skólakerfum á Íslandi, í Danmörku og í Svíþjóð. Unnið fyrir Menntamálaráðuneytið, september 2002. Reykjavík: Félagsvísindastofnun HÍ og Rannsóknarstofnun KHÍ. 148 bls.

Matsverkefni LearnCom, Gems (sjá ValNet undir tölvumál)
LearnCom. Aðild (mat) ásamt Andreu G. Dofradóttur og Jóhönnu Andrésdóttur að LearnCom, verkefni undir stjórn Farskóla Norðurlands vestra - miðstöðvar símenntar. Formleg lýsing. Íslensk lýsing.
Gems

Efst á síðu

Framhaldsskóli - framvinda, brotthvarf (í vinnslu)

Um námsframvindu og fráhvarf úr skóla (verkefni unnið í samstarfi við Kristjönu Stellu Blöndal)

Kristjana Stella Blöndal, Jón Torfi Jónasson, og Anne-Christine Tannhäuser (2011). Dropout in a Small Society: Is the Icelandic Case Somehow Different? Í S. Lamb, E. Markussen, R. Teese, N. Sandberg and J. Polesel (ritstj.) School Dropout and Completion. International Comparative Studies in Theory and Policy, bls. 233-251. Springer

Kristjana Stella Blöndal og Jón Torfi Jónasson (2010). Frafall i skolen og tiltak mot frafall på Island: Ulike perspektiver. Í E. Markussen (ritstj.) Frafall i utdanning for 16-20 åringer i Norden bls. 91-121. København Nordisk ministerråd. TemaNord 2010:517.

Jón Torfi Jónasson og Kristjana Stella Blöndal. (2005). Námsframvinda í háskóla í ljósi einkunna á samræmdu prófi grunnskóla. Reykjavík: Félagsvísindastofnun. Skýrsla.

Jón Torfi Jónasson og Kristjana Stella Blöndal (2002). Ungt fólk og framhaldsskólinn. Rannsókn á námsgengi og afstöðu '75 árgangsins til náms. Reykjavík: Félagsvísindastofnun og Háskólaútgáfan
Kristjana Stella Blöndal og Jón Torfi Jónasson. (2003). Brottfall úr framhaldsskóla. Afstaða til skóla, stuðningur foreldra og bakgrunnur nemenda. Í Friðrik H. Jónsson (Ritstj.), Rannsókir í félagsvísindum IV (bls. 669-678). Reykjavík: Háskólaútgáfan.

Tvær skýrslur. Sú fyrri fjallar um tengsl námsferils þessa hóps við búsetu og námsval og fæst hjá Félagsvísindastofnun:
Kristjana Stella Blöndal og Jón Torfi Jónasson. (2002). Námsferill, námslok og búseta. Reykjavík: Félagsvísindastofnun.

Sú seinni fjallar um þá einstaklinga sem ekki hafa lokið námi við 24 ára aldur og oft eru nefndir brottfallshópurinn.
Kristjana Stella Blöndal og Jón Torfi Jónasson. (2002). Brottfall úr námi. Afstaða til skóla, félagslegir og sálfræðilegir þættir. Reykjavík: Félagsvísindastofnun.

Erindi:
2004.16. Early School leavers -the Dropout issue in Europe. Ráðstefnan, Back on Track A Leonardo Valorisation conference Reykjavík Iceland - October 8-9th 2004.

Rannsókn á skilvirkni. Þetta er viðamesta rannsóknarverkefnið sem ég vinn um þessar mundir og fjallar um námsframvindu nemenda í framhaldsskóla og hvaða breytur geta skýrt hana. M.a. er leitast við að kanna að hve miklu leyti starfshættir einstakra framhaldsskóla skýra e-ð af þessari framvindu. Sjá nánari lýsingu á sérstakri vefsíðu verkefnisins.

DropIn verkefnið. Um er að ræða evrópskt verkefni sem nær frá 2007-2008. Það snýst um að kynna bæði innan lands og á milli landa hver staðan er og hvaða verkefni virðast gefast vel til þess að vinna á vandamálinu. Sjá sérstaka vefsíðu um verkefnið.

International Research Network on Youth Education and Training. Þetta er alþjóðlegt verkefni um stöðu og rannsóknir á fráhvarfi, brottfalli úr skóla. Ég tek þátt í því ásamt Kristjönu Stellu Blöndal. Eitt rit er á leiðinni í útgáfu á vegum verkefnisins og annað er í undirbúningi.

Efst á síðu

Starfsmenntun

10.7.2008

Starfsmenntun er meðal áhugaverðustu verkefna á sviði menntunar. Hún var tilefni stofnunar háskóla miðalda og húnhefur löngum verið viðurkennd sem veigamesti þáttur skólakerfisins eftir að skyldunámi lýkur, en samt er eins og skipan hennar og afdrif verði henni sjálfri einatt andsnúin og hún þurfi jafnan að láta í minni pokann fyrir sérhæfðu (ekki almennu!) bóknámi, sem enginn mælir endilega bót, en nær alltaf yfirhöndinni. Hin gamla skipan þess, lærlingakerfið, vék nánast alveg fyrir skólanum. Það var að vísu þrælgallað fyrirkomulag, eins og það var oft útfært, en í eðli sínu að mörgu leyti skynsamlegasta kerfið. Þetta er sagt hér þótt skilgreining starfsnáms liggi alls ekki á lausu, m.a. ekki hvort það nær til náms á háskóla- og jafnvel grunnskólastigi auk framhaldsskólastigsins.

Verðlaun Starfsmenntaráðs 2001. Vegna rannsókna og þátttöku í umræðu um starfsmenntun var mér veitt viðurkenning Starfsmenntaráðs í Opnum flokki árið 2001 (sjá umsögn). Mér þótti að henni mikill sómi og í henni fólst m.a. að rannsóknir og starfsmenntun ættu leið saman.

Rit um stöðu starfsmenntunar:
Eftirfarandi grein er um þróun bóknámsins. En hún er byggð á því sem á undan kemur, þar sem ég komst að þeirri niðurstöðu að vandi starfsmenntunar er að verulegu leyti styrkur bóknámsins sem tekur öll völd þegar færi gefast. Þeir sem skipuleggja skólastarf hafa eiginlega aldrei viljað viðurkenna þetta, m.a. með því að hlaða nægjanlega undir starfsnámið til að vega á móti yfirgangi hins (ef það dygði þá nokkuð). Allar breytingar til að styrkja starfsnám hafa orðið til þess að efla bóknámið! Stjórnvöld ætla seint að átta sig á því. Greinin er um þróun bóknáms á öllum Norðurlöndunum þar sem ég sýni að hún er bókstaflega sú sama; það er alls staðar sama sagan.
Jón Torfi Jónasson. (2003). Does the state expand schooling? A a study based on five Nordic countries. Comparative Education Review, 47(2), 160-183.

Næstu fjórar greinar eru úttekt mín á togstreitunni á milli bóknáms og verknáms. Þjóðsögugreinin fjallar um fleira.
Jón Torfi Jónasson. (1998). The Foes of Icelandic Vocational Education at the Upper Secondary Level. Í Arild Tjeldvoll (ritstj.), Education and the Scandinavian Welfare State in the Year 2000 (bls. 267-304). New York: Garland Publishing.    Það er vitanlega alltof mærðarlegt að rifja upp ummæli Guðrúnar Ósvífursdóttur að "þeim var ég verst er ég unni mest" og á ekki beint við hér en kemur mér samt oft í hug þegar afstaða atvinnulífs, skóla og stjórnvalda til starfsmenntunar ber á góma, en til þessa vísar í raun titill þessarar greinar: um fjandvini starfsmenntunar. Það sem rætt er í greininn er ekkert sérstakt íslenskt vandamál.

Jón Torfi Jónasson. (1997). Þjóðsögur úr skólakerfinu. Íslensk félagsrit, 7.-8, 41-69   Það ganga svo margar sögur um menntun og þróun hennar sem ekki eiga við rök að styðjast þótt þær hljómi sennilega og þótt sanngildi þeirra blasi við að margra mati. Hér nefni ég nokkrar og amk tvær þeirra fjalla um starfsmenntun.


Jón Torfi Jónasson. (1995). Baráttan á milli bóknáms og starfsmenntunar á framhaldsskólastigi. Í Friðrik H. Jónsson (ritstj.), Rannsóknir í félagsvísindum. Erindi flutt á ráðstefnu í september 1994 (bls. 277-285). Reykjavík: Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands, Háskólaútgáfan.    Þarna bendi ég á ýmis atriði sem skipta máli í togstreitu sem er á milli þessara tveggja meiða framhaldsskólans.


Jón Torfi Jónasson. (1992). Þróun framhaldsskólans: Frá starfsmenntun til almenns bóknáms. Uppeldi og menntun, 1(1), 173-189.
   Í þessari grein rek ég hvernig mörg þeirra  atriða sem við þekkjum úr skólasögunni eiga sér í raun langa sögu.

Ég nefni hér grein um gildi verkgreina í almennu námi, þótt hún falli ekki alveg inn í annað sem nefnt er í þessu samhengi:
Jón Torfi Jónasson. (1996). Um gildi verk- og listgreina í almennri menntun. Í Daníel Ólason (ritstj.), Handverk (bls. 9-15). Reykjavík: Samnorræn handverkssýning. 

Í Skipt um skoðun sýni ég hve fáir nemendur flytja sig í raun á milli brauta; það er þó meira gert innan fjölbrautaskólakerfisns, en á milli sérhæfðu skólanna; það er áberandi hve rík tilhneiging það er, hlutfallslega, fyrir góða námsmenn að flytja sig af starfsnámbrautum á bóknámsbrautir (en ekki öfugt eins margir virðast hafa búist við). Það verður að hafa í huga að gögnin er frá því um 1990.
Jón Torfi Jónasson. (1994). Skipt um skoðun. Um flutning nemenda á milli þrenns konar námsbrauta í framhaldsskóla. Uppeldi og menntun, 3, 63-81.
Jón Torfi Jónasson. (1993). Grunnskólinn lengdur: Enn eitt bóknámsár? Ný menntamál, 11(1), 54-55.

Í þessum tveimur greinum er fjallað almennt um þróun menntunar í ljós tengsla við atvinnulífið:
Jón Torfi Jónasson. (1992). Vöxtur menntunar á Íslandi og tengsl hennar við atvinnulíf. Í Menntun og atvinnulíf (bls. 54-83). Reykjavík: Sammennt.
Jón Torfi Jónasson, Ásdís Ragnarsdóttir og Guðbjörg Andrea Jónsdóttir. (Febrúar 1992). Könnun á þörf iðnaðar fyrir menntun. [Félagsvísindastofnun: Skýrsla sem Félagsvísindastofnun vann fyrir menntamálaráðuneytið, 140 bls.]

Nokkrir fyrirlestrar sem tengjast starfsmenntun (hér eru ekki nefndir fyrirlestrar um framhaldsskóla þótt þar sé jafna fjallað um allar brautir):
2007.8 Increasing Employment of Older Workers through Lifelong Learning. EU Peer Review, 10.-11. desember 2007. Sjá heimasíðu.
2006.13 Education in Iceland. Are the issues in Icelandic education in any way special? Paper presented at the Nordic SIEC-ISBE Conference in Reykjavík November 11th 2006.
2006.8 Ásamt Friðriki Helga Jónssyni. Hver ættu að vera framtíðarverkefni Starfsmenntaráðs? Erindi á ráðstefnu Menntar og Starfsmenntaráðs. 12. maí 2006.
2006.7 Hvað hefur helst einkennt þróun framhaldsskólans síðastliðna hálfa öld ­ og hvert verður framhaldið? Hólastaður 900 ára Skólasaga - Skólastefna. Ráðstefna um upphaf og sögu skólahalds á Íslandi og stöðu og stefnu íslenska framhaldsskóla- og háskólastigsins. Hólum í Hjaltadal, 28.–29. apríl 2006
2006.6 What are the patterns of higher educational expansion in the Nordic countries and how should they be interpreted? A paper given at a NIFU STEP in Oslo. March 20th 2006.
2005.17 The Icelandic case: General background and viability of ETPs. A paper presented at the The Employer Training Pilots (ETP) in the United Kingdom Sheffield, 1-2 December 2005.
2005.8 The pros and cons of real competence accreditation, - in principle and in practice. Erindi flutt á ráðstefnunni: ABF Nordens konference: Realkompetence og folkeoplysning, Reykjavík, 28. maí 2005.
2002.3 Menntun og starf. Góðar fréttir og slæmar. Erindi flutt á ársþingi Menntar í Iðnskólanum í Hafnar­firði, 28. maí 2002.
2002.10 Um þróun iðnnáms. Erindi flutt á haustfundi Starfsgreinaráðs í málm-, véltækni- og framleiðslu­greinum að Flúðum, 25. október 2002.
2000.2 Áhrif og árangur tilraunaverkefna í Leonardo da Vinci á Íslandi. Hugmyndir um umbætur. Erindi flutt á ráðstefnu Landsskrifstofu Leonardo á Íslandi í Reykjavík 23. mars 2000.
2000.3 What is the Role of Universities in to-morrow’s Society? Erindi flutt á ráðstefnu samtaka stjórnenda norrænna háskóla, NUAS, í Reykjavík 6. júní 2000.
2000.4 Framtíð háskólamenntunar og búnaðarmenntunar á Íslandi. Nokkur atriði til umhugsunar. Erindi á fundi samtaka landbúnaðarskóla á Hvanneyri, 24. maí 2000.
1999.1. Self-esteem and Entrepreneurialship as related to Education. Some Questions raised. Erindi flutt á málþingi Leonardo áætlunarinnar, AMREK99 í Reykjavík, 26. febrúar 1999. [Keynote address]
1999.7. The future of Vocational Education: Status and Trends. Erindi flutt á þingi evrópskra framhaldsskólanemenda, í Reykjavík 30. maí 1999.
1998.6. Um flutning starfsmenntunar á háskólastig. Erindi flutt á málþingi Félags íslenskra leikskólakennara, í Reykjavík 17. október 1998.
1997.5. Eðli og þróun starfsmenntunar á Íslandi. Erindi flutt á þingi Iðnnemasambandsins, í Reykjavík 25. október 1997.
1996.2. Þjóðsögur úr skólakerfinu. Erindi flutt á fundi Skólameistarafélags Íslands á Húsavík 12. júní 1996.
1994.4. Baráttan á milli bóknáms og starfsnáms á framhaldsskólastigi. Erindi flutt á ráðstefnu sem haldin var af viðskipta- og hagfræðideild og félagsvísindadeild Háskóla Íslands 23. - 24. september 1994.
1994.6. Starfsnám í framhaldsskóla. Hvers virði er það? Er það endastöð í námi? Erindi flutt á ráðstefnu á vegum Fjölbrautaskólans við Ármúla um tengsl skóla og atvinnulífs, 9. desember 1994.
1993.4. Vandi starfsmenntunar. Erindi flutt á fundi prentara um menntamál, 17. febrúar 1993.
1993.5. Námsferill í framhaldsskóla. Tækifæri til fjölbreyttrar framhaldsmenntunar. Erindi flutt á Uppeldismálaþingi Kennara-sambands Íslands. Reykjavík 27. febrúar. Akureyri 6. mars 1993.
1992.3. Menntun í plast- og rafeindaiðnaði. Ráðstefna Sammenntar um menntun og atvinnulíf, 7. maí 1992.
1992.4. Hver er þörf á einum? Gagnrýni og efasemdir um þarfagreiningu sem grundvöll að mótun menntunar hjá fyrirtækjum. Erindi hjá Samtökum fræðslustjóra atvinnulífsins, 29. október 1992.
1992.6. Menntun í framhaldsskóla, staða og þróun: Er starfsnám á undanhaldi? Málfundur ASÍ um menntamál, 10. nóvember 1992.

Efst á síðu

Háskólastigið

Vorið og sumarið 2009 var lífleg umræða um háskólamál, en hún var þó að mínu mati ekki nægilega opin. Í henni setti ég fram sjónarmið mín bæði munnlega og skriflega og set ég þau gögn fram hér á eftir. En um sum þessara atriða hafði ég rætt ítarlega í bók minni um málið. (22.09.2009).

Viðtal á Rás 1 við JTJ um háskólastigið, 2. ágúst 2009: Umsjón Ævar Kjartansson og Ágúst Þór Árnason

Rýnihópur menntamálaráðherra. Í vor voru birtar tvær skýrslur um möguleg viðbrögð stjórnvalda vegna niðurskurðar á fjárframlagi til skólakerfisins og m.a. hvort tilefni væri til að að endurskipuleggja háskólastigið. Í kjölfarið tilnefndi menntamálaráðherra rýnihóp undir forystu ráðgjafa síns Berglindar Rósar Magnúsdóttur til þess að skoða þessar hugmyndir. Hópurinn hittist nokkrum sinnum í sumar og skiptist á skoðunum um skipan háskólamála hér á landi. Til að gera langa sögu stutta þá voru umræður mjög líflegar og skoðanir um margt bæði sterkar og skiptar. Að því leyti var umræðan bæði frjó og gagnleg. Ég tel mikilvægt að þessar ólíku skoðanir komi fram og legg þess vegna fram tvo tölvupósta sem ég setti fram í umræðunni og legg þannig mitt af mörkum til að opna hana. Gögnin eru á mínu nafni og alfarið á mína ábyrgð. Ég vona að aðrir geri hið sama.
I.  Snemma í starfi hópsins lagði Berglind Rós fram nokkrar spurningar, sem ætlast var að undirhópar svöruðu; ég samdi samt mitt eigið svar. Ég hafði mótað þessar hugmyndir á vikunum þar á undan og vildi koma þeim á framfæri; mínar hugmyndir rímuðu um margt við það sem Páll Skúlason hafði lagt til.
Svar við spurningum Berglindar Rósar, sent 18.06.2009
II. Ég gat ekki mætt á vinnudag hópsins 5. ágúst vegna þess að ég hafði skuldbundið mig að halda erindi á vegum vestnorræna ráðsins á Grænlandi um menntun ófaglærðra einmitt þennan dag. Ég sendi því inn nokkrar athugasemdir í kjölfar umræðunnar sem verið hafði.
Athugasemdir og ábendingar, sendar 30.07.2009

Opinber fyrirlestur um þróun háskóla, 2. júní 2009. Þarf eitthvað að gera við háskólastigið? Sjá glærur.

Undanfarin ár hef ég snúið mér sífellt meira að háskólastiginu. Ég hef lýst því hvernig það vex, hvernig það þróast og reynt að sýna fram á að þessi útþensla sé svipuð í ólíkum löndum, ekki vegna þess að þau séu að herma hvert eftir öðru heldur vegna þess að svipaðir kraftar ráða ferðinni í þeim öllum. Þar á meðal eru sókn í prófgráður (credentialism) og bóknámsrek (academic drift). Það kemur fátt á óvart hvað varðar þær breytingar sem verða í háskólaumhverfinu. Í erindi sem ég flutti á ráðstefnu menntamálaráðuneytisins í febrúar árið 2000 er gerð grein fyrir flestum þeim breytingum sem hafa orðið hér á landi og spáð fram í tímann. Sú spá hefur staðist í öllum aðalatriðum, enda ekki langt um liðið. Í samanburði við Norðurlöndin byggi ég m.a. á starfi sem ég hef unnið í norrænum rannsóknarhópi um þróun háskóla.

Nýtt rit um háskóla.

Á 20 ára afmæli Magna Charta Observatory 19. september 2008, kynnti ég á ráðstefnu samtakanna í Bologna rit sem ég hafði skrifað að þeirra beiðni og greint gagnrýnið ýmis viðfangsefni sem háskólar, einkum í Evrópu glíma nú við í upphafi 21. aldarinnar. Að ritgerðinni, sem ég nefniInventing tomorrow’s university Who is to take the lead? hef ég unnið undanfarin ár og notið góðrar samvinnu við Pál Skúlason prófessor. Í þessu riti leitast ég við að gera grein fyrir helstu álitamálum sem upp koma í umræðu um mótun háskólastarfs og þau efni sem ég tel að háskólafólk eigi að vita um, hugsa um, ræða um og taka afstöðu til - í mun meira mæli en það almennt gerir.

Umræða um gæði háskólastarfs er að mínu mati ekki nægilega öguð og að sumu leyti á villigötum; sérstaklega er hætt við að stjórnvöld lendi í mótsögn við sjálf sig. Á ráðstefnu CHER (Consortium for Higher Education Research) sem haldin var í Pavia á Ítalíu fluttum við Gyða Jóhannsdóttir, erindi, 11. september 2008, sem við nefnum Potential conflicts when defining and determining quality in HE and their effects.

Ég hef tekið saman nokkra punkta um sögu háskóla, sjá hér
og erindi sem ég hélt á ráðstefnu menntamálaráðuneytisins um háskólastigið 19. febrúar 2000. Framtíð háskóla á Íslandi í ljósi sögunnar.
Almennt tel ég að skólasagan sé mun gagnlegri en fólk vilji vera láta og og hef gagnrýnt skólasamfélagið fyrir að vanrækja hana, og vanmeta; sjáhér Lært af sögunni? frá 2008.
Nokkrar greinar um háskólastigið
Hér eru færð rök fyrir því hvernig ásókn stúdenta í háskólagráður eigi sinn þátt í að móta háskólastigið og ákvarði að hluta hvernig það þróast. Einnig er rætt hver verða hlutskipti starfsmenntunar í þessu kerfi, þ.e. hvernig hún flyst sífellt upp í kerfinu í baráttu sinni um virðingu gagnvart fræðigreinunum.
Jón Torfi Jónasson. (2006). Can credentialism help to predict the convergence of institutions and systems of higher education? CHER 19th Annual Conference Systems Convergence and Institutional Diversity? Centre for Research on Higher Education and Work, University of Kassel, Germany. September 7th-9th 2006.

Hér eru færð rök að því að háskólar glími við ýmis vandamál, viti af þeim en geti ekki almennilega ráðið við þau.
Jón Torfi Jónasson. (2005). We know about them, but how do we deal with them? On the weaknesses inherent in the development of the idea of the university. Counterpoint from an educationist. Managing University Autonomy. University autonomy and the institutional balancing of teaching and research. Proceedings of the Seminar of the Magna Charta Observatory 15 September 2005. Pp. 179-197. Bologna: Boonina University Press.

Hér er leitast við að útskýra hvernig öll þróun háskóla fari í sama farið, þrátt fyrir ásetning margar um að það skuli ekki gerast.
Jón Torfi Jónasson (2005). Allt á eina bókina lært? Um reglufestu og einsleitni í þróun háskóla. Uppeldi og menntun, 14(1), bls. 133-140.

Hér lýsi ég þróun háskólastigsins á Íslandi (sjá einnig grein mína frá 2000).
Jón Torfi Jónasson. (2004). Higher education reforms in Iceland at the transition into the twenty-first century. Í Ingemar Fägerlind og Görel Strömqvist (Eds.), Reforming Higher Education in the Nordic Countries. Studies of change in Denmark, Finland, Iceland, Norway and Sweden (pp. 137-188). Paris: International Institute for Educational Planning.

Hér legg ég grunn að hugmyndum mínum um hvað það sé sem ráði þróun háskóla:
Jón Torfi Jónasson. (2004). What determines the expansion of higher education? Credentialism, academic drift, and the growth of education. In Ingjaldur Hannibalsson (Ed.), Rannsóknir í félagsvísindum V. Viðskipta og hagfræðideild. 2004 (pp. 275-290). Reykjavík: Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands, Háskólaútgáfan.

Hér dreg ég fram nokkur atriði sem snúast um þróun háskóla, m.a. hve samfelldari hún sé almennt; mun meira en þeir haldi fram sem sífellt tala um tímamót. Það er ótrúlegt hve yfirsýn fólks er stundum lítil.
Jón Torfi Jónasson (2000). Þróun háskólastigs á Íslandi. Í Friðrik H. Jónsson (Ritstj.), Rannsóknir í félagsvísindum III (bls. 147-169). Reykjavík: Félagsvísindastofnun HÍ, Hagfræðistofnun HÍ, Háskólaútgáfan.

Nokkur erindi um háskólastigið
2007.4  The Magna Charta Trilogy Part three: the stakeholders and the future. Opening paper presented at the Magna Charta Taskforce on the Idea of the University of the Future University in Torino June 14th-15th 2007.
2006.10 Can credentialism help to predict the convergence of institutions and systems of higher education? CHER 19th Annual Conference Systems Convergence and Institutional Diversity? Centre for Research on Higher Education and Work, University of Kassel, Germany. September 7th-9th 2006.
2006.9 Great universities in small countries. Magna Charta Taskforce on the Idea of the University of the Future. University of Luxembourg. May 11th-13th 2006.
2006.6  What are the patterns of higher educational expansion in the Nordic countries and how should they be interpreted? A paper given at a NIFU STEP in Oslo. March 20th 2006.
2006.5 The characteristics of the patterns of higher educational expansion in the Nordic countries and a possible interpretation. A paper given at a seminar on policy and planning in higher education. University of Oslo, March 16th 2006.
2005.19 The pattern of educational expansion in the Nordic countries? An empirical assessment of the explanatory power of academic drift and credentialism. A paper presented at the Society for Research in Higher Education (SRHE) Edinburgh 14.-16. December 2005.
2005.16 Ræður framhaldsskóli gengi í háskóla? Ásamt Kristjönu Stellu Blöndal. Gróska og margbreytileiki II. Íslenskar menntarannsóknir 2005. Ráðstefna Félags um menntarannsóknir 19. nóvember 2005, í KHÍ.
2005.13 The development of higher education in Iceland and other Nordic countries at the transition into the twenty-first century. Erindi flutt 7. október á NUAS ráðstefnu um þróun doktorsnáms á Norðurlöndunum: Från student til forskare: Om individen, ledningen och organisationen i forskarutbildningen. Reykjavík, 6.-7. október 2005.
2005.11 We know about them, but how do we deal with them? On weaknesses inherent in the development of the idea of the university. Paper presented at a seminar organised by the Magna Charta Observatory on University autonomy in the institutional balancing of teaching and research, Bologna, September 15th and 16th 2005.
2005.10 Does the social mission of the university carry with it some inherent contradictions? Paper presented for the Institute for University Ethics Summer Seminar. Department of Philosophy and the College of Arts and Letters. Bemidji State University, August 8-10, 2005.
2005.7  The emergence of a modern definition of the university. Erindi flutt á ráðstefnunni: The Idea of the University of the Future, haldin á vegum Magna Charta Observatory og Háskóla Íslands í Háskóla Íslands 3. maí 2005.
2005.6  Credentialism and Adult education (Adult education goes to school?) Developmental forces in adult education. Erindi flutt á Nordic Conference on Adult Education, í Turku – 12. maí 2005. 2005.4  What is the raison d’être of a modern university? NUAS seminar. Reykavík, 15. apríl 2005.
2005.2 Are the general developments in higher education in the Nordic countries in some way special? Does the growth of Nordic education bear witness to credentialism and academic drift? Erindi flutt á ráðstefnu Comparative International Education Society (CIES) í Stanford 23. mars 2005.
2004.19 Why does the higher education sector expand in the way it does? Credentialism, academic drift, and the growth of education. Society for Research in Higher Education (SRHE), Bristol December 14.-16.
2004.13 Does national policy govern the expansion of Higher education? Some thoughts on the implications of the credential account of educational expansion. Comparative Education Society of Europe (CESE) Copenhagen DPU June 28th 2004.
2004.5 Is it possible to have more than one type of a university? Some thoughts on the development of the Nordic university level. NERA Reykjavík March 13th 2004.
2004.2 Hugmyndir um þróun og framtíð háskólastigsins. Erindi flutt á málstofu í Háskólanum í Reykjavík 6. janúar 2004. 2003.4 The Forces at play in University Development From the Perspective of competition and co-operation. NUAS Seminar, Islands Universitet, 28.-29. mars 2003. För direktörer på de Internationale kontorer. Reykjavík March 29th 2003.
2002.11 Um eðli og markmið háskólamenntunar. Erindi flutt á háskólafundi í Háskóla Íslands 1. nóvember 2002.
2002.9 University and Industry. Problems and developments in Iceland. Erindi flutt vegna námsstefnu CEDEFOP, Háskóla Íslands, 7. október 2002.
2002.2 Greining, gjörning og gagnrýni. Erindi flutt á vinnufundi um kennslumál í Háskólanum í Reykjavík 16. maí 2002
2001.9 Áhrif fjármögnunar háskóla á gæði náms og skipulag. Erindi flutt á málþingi Háskólans um fjármál háskóla.
2000.6 The uniformity and regularity of expansion of University and tertiary Education. Speculations based on a cross-national Comparison. Erindi flutt á ráðstefnu CESE í Bologna, 4.-7. september 2000.
2000.4 Framtíð háskólamenntunar og búnaðarmenntunar á Íslandi. Nokkur atriði til umhugsunar. Erindi á fundi samtaka landbúnaðarskóla á Hvanneyri, 24. maí 2000.
2000.3 What is the Role of Universities in to-morrow’s Society? Erindi flutt á ráðstefnu samtaka stjórnenda norrænna háskóla, NUAS, í Reykjavík 6. júní 2000.
2000.1. Framtíð háskóla á Íslandi í ljósi sögunnar. Erindi flutt á málþingi menntamálaráðuneytisins um háskólastigið í Reykjavík, 19. febrúar 2000.
1999.10. Hvernig þróast háskólastigið á Íslandi? Erindi flutt á 3. ráðstefnu viðskipta- og hagfræðideildar og félagsvísindadeildar: Rannsóknir í félagsvísindum, 29.-30. október 1999.
1999.9. Is traditional University Education responding fast enough to a Society in a rapid Transition? Keynote address at the EUCEN (European Universities continuing Educational network) Conference in Reykjavík, June, 25th, 1999. [Keynote address]
1998.6. Um flutning starfsmenntunar á háskólastig. Erindi flutt á málþingi Félags íslenskra leikskólakennara, í Reykjavík 17. október 1998.
1997.1. Studying in a modern University Environment: Present and future modes of Operation. Erindi flutt á Nordplus-ráðstefnu norrænna lagadeilda í Reykjavík 15. febrúar 1997.
1996.1. Kennaramenntun á Íslandi. Erindi flutt á Uppeldismálaþingi Kennarasambands Íslands. Reykjavík 23. mars. 1996.
1994.5. Er skólakerfið að springa? Um þróun háskólastigsins á Íslandi. Erindi flutt á ráðstefnu sem haldin var af viðskipta- og hagfræðideild og félagsvísindadeild Háskóla Íslands 23. - 24. september 1994.
1994.2. Í hverju felst starf háskólakennarans: Er háskólakennari kennari? Erindi á ráðstefnu Kennslu­málanefndar Háskóla Íslands, 28. janúar 1994 um störf háskólakennara.
1992.5. Menntun og störf háskólamenntaðs fólks. Staða og líkleg þróun. Ráðstefna BHM 6.-7. nóvember 1992.
1988.1. Háskólastigið. Erindi flutt á ráðstefnu vegna OECD-skýrslu um menntamál, 30. janúar 1988.
1986.2. Innra starf Háskóla Íslands. Erindi flutt á fullveldishátíð Stúdentaráðs 1. desember 1986.

Um kennslu í háskóla
2004.3 Einstaklingsmiðuð kennsla í fjölmennum námskeiðum. Erindi flutt á UT-ráðstefnu menntamála¬ráðuneytisins, 6. mars 2004 í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ. Meðhöfundar Andrea Gerður Dofradóttir og Steinþór Þórðarson.

Efst á síðu

Um fullorðinsfræðslu og endurmenntun

Jón Torfi Jónasson. Ævimenntun, framhaldsfræðsla og skólakerfið. Hvað þarf að hugsa upp á nýtt?. Erindi flutt á , Samstarf og samstaða um framhaldsfræðslu, ráðstefnu mennta- og menningarmálaráðuneytisins um innleiðingu laga um framhaldsfræðslu, Hótel Sögu, 19. nóvember 2010.
Í þessu erindi reyndi ég að leiða rök að því að umræða okkar um menntamál, m.a. um ævimenntun snerist oftast um grunnmenntun. Þetta ætti við um umræðuna um framhaldsmenntun. Skilgreining laga um framhaldsfræðslu væri skýr og ljóst að hvaða hópi hún beindist. Nú væri mikilvægt að bretta upp ermarnar og takast á við áskorun laganna.

Jón Torfi Jónasson. Það verður að endurskoða hugmyndir um ævimenntun og fullorðinsfræðslu frá rótum (hér). Erindi flutt á málþinginu, Samræða skólastiga, á Akureyri 1. október 2010.
Í þessu erindi hélt ég því fram að almenn umræða um menntamál réði ekki almennilega við hugmyndina um ævimenntun, þegar grannt væri skoðað.

Nýtt rit um margvíslega þátttöku í fræðslustarfi.
Jón Torfi Jónasson og Andrea Gerður Dofradóttir. (2009). Þátttaka í fræðslu á Íslandi. Niðurstöður úr vinnumarkaðsrannsókn Hagstofunnar 2003.Reykjavík: Rannsóknarstofa um menntakerfi. Félagsvísindastofnun HÍ.

Þessi könnun var hluti af vinnumarkaðsrannsókn Hagstofunnar árið 2003. Til viðbótar eru nýjar tölur sem sjá má hér (mars 2010).

Hér á eftir er texti tengdur kynningu gagnanna í mennta- og menningarmálamálaráðuneytinu 3. mars 2010. Einnig var vísað í skýrsluna "Um stöðu og framtíð Starfsmenntaráðs" frá því maí 2006.

Í upphafi kynningarinnar kölluðu þau Andrea Gerður og Jón Torfi eftir umræðu um eftirtaldar spurningar sem þau svöruðu fyrir sitt leyti:

i) Er eitthvað í mynstrinu sem kemur á óvart? (Nei, í raun og veru ekki. Mynstrið er að flestu leyti í takt við það sem hefur þekkst og það sem kemur fram erlendis.)
ii) Er eitthvað sem er sláandi þótt það komi í sjálfu sér ekki á óvart? (Já, margt, m.a. lítil þátttaka þeirra í skólastarfi sem minnsta menntunina hafa og mikil þátttaka þeirra sem mikla menntun hafa, einkum kvenna: bilið vex fram eftir öllum aldri.)
iii) Er eitthvað sem þarf að hyggja að varðandi skólakerfið í ljósi niðurstaðnanna? (Já, mjög greinilega; m.a. að taka á móti þeim sem vilja koma inn aftur og hlúa að þeim sem hætt er við að fari út; en jafnframt að átta sig á því að skólakerfið leysir ekki allan vanda. Það er áhyggjuefni hve litlar áhyggjur stjórnvöld virðast hafa af eldri brottfallsnemendum.)
iv) Er eitthvað sem verður betur leyst með óformlega kerfinu í ljósi niðurstaðna? (Já, tiltekin atriði; m.a. að þátttaka þeirra sem minnsta menntun hafa eru mun tilbúnari til að taka þátt í óformlegu menntastarfi en formlegu skólastarfi.)
v) Er í einhverju þar sem stjórnvöld þurfa að koma við sögu í ljósi niðurstaðna? (Já, í nokkrum atriðum, einkum hvað a) virkan stuðning (ekki aðeins ráðgjöf) við þá sem hættir til að detta út úr kerfinu; b) hvað varðar liðkun fyrir endurkomu inn í skólakerfið og c) stuðning við hópa sem virðast tilbúnir að taka þátt í endurmenntun en þurfa hvatningu.)
vi) Þurfa stjórnvöld að koma við sögu með öðru móti en þau hafa haft í hyggju hingað til? (Já, en spurning hver; þá vísa ég m.a. til kafla 8, einkum þó 8.6 í skýrslu minni til Starfsmenntaráðs; þar eru ítarlegar tillögur sem ég tel enn umræðu verðar en hafa verið lagðar á hilluna, en þó aðeins ræddar í þröngri umgjörð Starfsmenntaráðs.)
vii) Er staðan á Íslandi verri en í þeim löndum sem við berum okkur helst saman við? (Nei, alls ekki.)

Í kynningunni bentu Jón Torfi og Andrea Gerður á eftirtaldar myndir í skýrslunni "Þátttaka í fræðslu á Íslandi" og niðurstaðan var að ekkert er hér sem kemur á óvart. Sama staða og hefur verið bæði hér og í samanburði við nágrannalönd okkar:
3.1.1. Sem þau töldu að sumu leyti áhugaverðustu myndina vegna þess að hún sýnir hversu seint Íslendingar ljúka skóla umfram grunnskóla og hve hægt gengur að vinna gegn brottfalli.
3.2.1  Sýnir hve hægt gengur að vinna sig niður fyrir 30% múrinn (sjá aldurssúlurnar), en að vísu er talsverður kynjamunur sjá aftur 3.1.1. Mikill munur eftir starfsstéttum og atvinnugreinum.
3.3.1 Sýnir hve stöðugt mynstrið er.
4.1.4 Sýnir fjölda sem skráður er í skóla eftir aldri; athyglisvert er hve hátt hlutfall kvenna er skráð í skóla 25-34 ára (31%) og jafnvel 15% 45-54 ára. Sýnir þó hve öflugt kerfið þrátt fyrir allt og jafnframt hve ótrúleg skammsýni fælist í því að loka fyrir eða „trufla“ með einhverju móti þátttöku þessara hópa í skólastarfi.
4.1.5 -Að sumu leyti, dramatískasta myndin af öllum vegna þess að hún sýnir hve formleg skólamenntun stýrir virkni; þetta kemur ekki á óvart en ætti að vera mikið umhugsunarefni. Aðeins 6% karla sem aðeins hafa lokið grunnskólaprófi eru skráðir í framhald, en 24% kvenna sem lokið hafa háskólaprófi eru skráðar í nám.
5.1.1 - Sýnir hvað má skilgreina sem endurmenntun eða símenntun = skipulögð fræðsla með leiðbeinanda.
5.1.3 – Þeir sem eru minna menntaðir sækja síst námskeið.
5.1.5 – Mynstrið sama og áður, en þátttaka þeirra minnst skólagengnu þó meiri en þegar horft var til áframhaldandi skólagöngu á fyrri myndum; kynjamunur var lítill sem enginn, hvað snerti grunnskóla- og háskólagengna.
5.1.9 - Kom á óvart því minni mundur á milli stórra/smárra fyrirtækja og JTJ varpaði fram spurn. um hvort stjórnvöld ættu að taka frumkvæði, þar sem bolmagnið er minnst.
5.1.14 - Stórir hópar eru á launum í endurmenntun.
5.2.4 - Samanburður t.d. sjá Svíþjóð; það er mjög góð samsvörun við það sem gerist og gengur annars staðar, t.d. í Svíþjóð og við getum í öllum aðalatriðum gert því skóna að rannsóknir hér gefi keimlíkt mynstur og fæst hjá nágrönnum okkar.
5.2.6 - Jafnaðarstuðull gefur til kynna jafnræði í þátttöku ólíkra hópa; jafnræðið almennt tiltölulega mikið á Íslandi.
5.3.1 Áhugavert - sjá 35 - 44 = 36% sóttu fræðslu sem þýðir að hægt er að ná til þessa hóps.
5.3.2 Ekki sterk aldurstenging í hópnum sem ekki hafði lokið námi eftir grunnskóla.
5.3.3 Búseta, höfuðborg eða landsbyggð skiptir ekki miklu máli hvað varðar þátttöku í fræðslu meða leiðbeinanda.
6.1.2 Fjórðungur kvenna sem ekki hafði fengið fræðslu með leiðsögn, taldi sig hafa þurft slíka þjálfun.
――――


Á undanförnum 10 árum hefur fullorðinsfræðsla vakið áhuga minn og ég hef í nokkur ár kennt námskeiðið, Kenningar um fullorðinsfræðslu. Ég nefni hér nokkur verkefni sem ég hef unnið eða tengst. NVL (sem er norrænt tengslanet um fullorðinsfræðslu) eru samtök um fullorðinsfræðslu á Norðurlöndunum. Þar eru starfandi fjölmargir vinnuhópar m.a. hópur um rannsóknir. Fræðslumiðstöð atvinnulífsins er tengiliður við NVL hér á landi.

Jafningjafræðsla - peer review, um símenntun 50+ (desember 2007).
Mjög áhugaverð leið sem notuð er í Evrópusambandinu til þess að hjálpa fólki að læra hvert af öðru, er svokallað peer review kerfi, sem felur í sér að eitthvert land leggur til að hugmynd, sem því finnst að vel hafi tekist, sé kynnt öðrum. Það land sem er miðdepill hverrar kynningar gerir grein fyrir stöðu sinna mála, önnur þátttökulönd kynna sér það efni sem þannig er lagt fram og setja fram annars vegar gagnrýna yfirvegun, en hins vegar velta þau fyrir sér hvað þau geti yfirfært til síns heima. Þannig var ákveðið að kynna á evrópskum vettvangi hvað hér væri gert í málefnum fullorðinsfræðslu fyrir fólk sem komi er á efri ár. Þetta var gert að frumkvæði Vinnumálastofnunar og 50+ verkefnisins. Sérfræðingur óháður stjórnvöldum er síðan beðin um að gera grein fyrir stöðu mála, og var ég beðinn í þessu tilviki. Sjá hér mitt innlegg, en einnig Gissurar Péturssonar og síðan viðbrögð erlendu sérfræðinganna. Einnig er gerð grein fyrir umræðum.
Jón Torfi Jónasson (2007). Increasing Employment of Older Workers through Lifelong Learning. EU Peer Review, 10.-11. desember 2007. Sjá heimasíðu.

Hvað er átt við með hugtakinu símenntunarþjóðfélag? Um þetta skrifuðum við Andrea Gerður, hjá Félagsvísindastofnun stutta grein í Gátt, tímarit Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins.
Jón Torfi Jónasson og Andrea Gerður Dofradóttir (2007). Er símenntunarþjóðfélag á Íslandi? Gátt, 4, bls. 17-22.

Fyrr hafði ég skrifað grein um skylt efni
Jón Torfi Jónasson (2004). Fullorðinsfræðsla og starfsmenntun á Íslandi. Staða og þróun starfsfræðslu og símenntunar. Gátt, Ársrit um starfsmenntun og fullorðinsfræðslu, 1, bls. 12-19.


Með Jóhönnu Rósu Arnardóttur vann ég að þremur verkefnum:
I. Meistaraverkefni Jóhönnu Rósu, var: Gildi menntunar fyrir fullorðið fólk : athugun á hverju nám á háskólastigi skilar fólki í atvinnulífi og einkalífi og hvers vegna fullorðnir fara í nám. Hún tók viðtöl við fullorðið fólk sem hafði horfið frá námi en sneri svo aftur og lauk háskólanámi. Það sagði Rósu frá hugmyndum sínum um þetta ferli og gildi námsins. Á grundvelli þessa skrifuðum við Rósa saman grein,
Jóhanna Rósa Arnardóttir og Jón Torfi Jónasson. (2004). Gildi menntunar í lífi fullorðins fólks. Tímarit um menntarannsóknir, 1, 129-143.

II. Yfirlit yfir umræðu um símenntun á Íslandi.
Jón Torfi Jónasson og Jóhanna Rósa Arnardóttir (2001). Fræðsla fullorðinna á Íslandi. Reykjavík: Félagsvísindastofnun.

III. Rannsókn á stöðu fullorðinsfræðslu.
Niðurstöður umfangsmikillar rannsóknar á þátttöku Íslendinga í margvíslegri fullorðinsfræðslu og endurmenntun voru birtar árið 1999. Helstu niðurstöður eru í eftirfarandi skýrslu:
Jón Torfi Jónasson og Jóhanna Rósa Arnardóttir. (1999). Símenntun á Íslandi. Reykjavík: Félagsvísindastofnun. Hér fylgja töfluviðaukar þar sem gögnin eru greind ítarlega: Viðaukar I og II.

Tvær sérstakar rannsóknir hafa verið gerðar á grundvelli þessara gagna. Önnur beindi einkum sjónum að þeim sem minnsta menntun hafa og þeim sem síst sóttu námskeið, til þess að skoða betur stöðu þessara hópa.
Jón Torfi Jónasson og Jóhanna Rósa Arnardóttir. (2001). Símenntun í ljósi fyrri skólagöngu. Símenntun á Íslandi. Skýrsla II. Reykjavík: Félagsvísindastofnun.

Hin rannsóknin snérist um fjölmörg atriði sem snertu tengsl atvinnulífsins og endurmenntunar.
Jón Torfi Jónasson og Jóhanna Rósa Arnardóttir. (2001). Símenntun í atvinnulífinu. Símenntun á Íslandi. Skýrsla III. Reykjavík: Félagsvísindastofnun.

NOMAD ( Nordic Model of Adult Education). Á grundvelli ofangreindra athugana og úrvinnslu varð ég aðili að norrænni samanburðarrannsókn á fullorðinsfræðslu, fyrir tilstilli Karls Kristjánssonar hjá menntamálaráðuneytinu, svonefndu NOMAD verkefni; í því sambandi kom út ritið
Tuijnman, A. & Hellström Z. (Ritstj.) (2001). Curious Minds. Nordic adult education compared. Copenhagen: TemaNord & Nordic Council of Ministers.

Þar átti ég grein ásamt Albert Tuijnman
Jón Torfi Jónasson, og Albert Tuijnman. (2001a). The Nordic model of adult education: Issues for discussion. Í A. Tuijnman & Z. Hellström (Ritstj.), Curious Minds. Nordic adult education compared (bls. 116-128). Copenhagen: TemaNord & Nordic Council of Ministers.

Auk þess skrifuðum við,
Jón Torfi Jónasson, og Albert Tuijnman. (2001b). Nordic Adult Education Compared: Findings and Interpretation. Golden Riches. Nordic Adult Learning, 2001(2), 6-11.

Erindi um fullorðinsfræðslu og símenntun

Jón Torfi Jónasson. Það verður að endurskoða hugmyndir um ævimenntun og fullorðinsfræðslu frá rótum. Erindi flutt á málþinginu, Samræða skólastiga, á Akureyri 1. október 2010.

2005.12  Staða símenntunar í byrjun 21. aldar. Erindi flutt á ársfundi Miðstöðvar Símenntunar á Suðurnesjum 29. september 2005.
2004.17 Different aspects of motivation, flexibility and adult learning. Ráðstefnan, Voksnes motivation og livslang læring Keflavík Iceland – October 29th 2004
2004.12 Staða fullorðinsfræðslu utan opinbera skólakerfisins. Ársfundur Mímis-símenntunar, Reykjavík, 19. Maí 2004.
2004.11 Framtíð símenntunar: Um ábyrgð, kerfi og verkaskiptingu. Ársfundur Símeyjar, Akureyri, 18. Maí 2004.
2004.10 Issues for education outside the school system, concerns for international co-operation. A Socrates - Leonardo seminar. Borgarnes Iceland. May 14th 2004.
2004.9 Þróun símenntunar á Íslandi. Málþing KHÍ um símenntun 26. apríl 2004.
2004.8 Stefna í fullorðinsfræðslu? Framhaldsskóli, hvað svo? Menningarmiðstöðin Gerðubergi 24. apríl 2004. Ráðstefna á vegum Fjölmenntar og Þroskahjálpar.
2004.7 Hver ætti að sjá um skipulag og fjármögnun menntunar fullorðinna? Ráðstefna um skipan og þróun símenntunar. Ráðstefna Landsskrifstofu Leonardo á Íslandi, haldin í Háskóla Íslands 26. mars 2004.
1994.1. Hver er tilgangurinn með fræðslu fullorðinna? Erindi á ráðstefnu um menntun fullorðinna, sem bar heitið: Hvert ber að stefna í fræðslu fullorðinna? Almenn fullorðinsfræðsla og starfsmenntun, símenntun. Ráðstefnan var haldin á vegum Nefndar um almenna fullorðinsfræðslu og Starfsmenntaráðs, 28. febrúar 1994.

Efst á síðu

Lestur og læsi

Ég varði doktorsritgerð mína árið 1980.
1980 Jón Torfi Jónasson. (1980). What's in a word? Óbirt doktorsritgerð:Háskólinn í Reading. 1979

Doktorsverkefni mitt var um skynjun orða, einkum um það hvort orð væru lesin sem ein heild eða sem safn stafa eða annarra þátta. Meginniðurstaða mín var sú að við þekktum brot úr orðum, jafnvel einstaka stafi; heiti eða einhver abstract lýsing stafanna skipti þó ekki síður máli en útlit þeirra. Nýtt líkan orðskynjunar var smíðað, sem gerði ráð fyrir þrepaskiptu orðskynjunarferli.

Í náminu með mér voru þau Eileen Davelaar og Derek Besner og leiðbeinandinn var Max Coltheart, sem hefur síðar forframast í Ástralíu. Við unnum öll að svipuðum verkefnum, en ég var jafnframt aðstoðarmaður Coltehearts, og sá um alla forritunarvinnu, sem var annars vegar unnin á vélarmáli fyrir PDP vélar eða Fortran. Þeir tveir hafa í stórum dráttum haldið sér við sama verksvið. Við skrifðum nokkrar greinar saman:
Coltheart, M., Besner, D., Jonasson, J.T. and Davelaar, E. (1979). Phonological recoding in the lexical decision task. Quarterly Journal of Psychology, 31, 489-508. 1978

Davelaar, E., Coltheart, M., Besner, D. and Jonasson, J.T. (1978). Phonological recoding and lexical access. Memory and Cognition, 6, 391-402. 1977
Coltheart, M., Davelaar, E., Jonasson, J.T. and Besner, D. (1977). Access to the mental lexicon. Í Dornic, S. (Ritstj.), Attention and Performance, VI (bls. 535-555). Hillsdale, N.J.: Erlbaum.

Einnig skrifaði ég
Jón Torfi Jónasson. (1987). Rannsóknir á lestri. Í Indriði Gíslason og Guðmundur B. Kristmundsson (ritstj.), Lestur — Mál. Ritröð Kennaraháskóla Íslands og Iðunnar (bls. 29-49). Reykjavík: Iðunn.
Jón Torfi Jónasson. (1992). Some important components in reading? A variant of component skills analysis. [Handrit.]