Ævimenntun - menntun allt lífið

Fullorðinsfræðsla á Íslandi – punktar af sjónarhóli JTJ (Uppfært september 2021).

Gegnum tíðina hef ég fjallað talsvert um alla þætti menntakerfisins, oft með öðrum eða einn. Mikið af fyrirlestrum og einstaka greinarkorn eða skýrslur. Ég nefni sumt af því hér að neðan. Sjá einnig á heimasíðu minni. https://uni.hi.is/jtj/ Hér bendi ég á efni sem ég tel tengjast fullorðinsfræðslu, beint eða óbeint. Sjá líka um nokkur sögukorn símenntunar. Það kemur vel í ljós þegar þetta efni er skoðað að vitanlega dreg ég oft fram sama efnið og set það í sama eða ólíkt samhengi. Ég nefni það sem hér kemur fram til að auðvelda aðgengi að því sem ég hef fjallað um þessi mál, en geri enga tilraun til þess að draga allt saman sem fjölmargir aðrir hafa skrifað.

Almennt

Jón Torfi Jónasson. (2016). Educational change, inertia and potential futures. Why is it difficult to change the content of education? European Journal of Futures Research,  4: 7  doi:10.1007/s40309-016-0087-z JTJ Published version

Það má segja að ofannefnd grein fjalli almennt um hve lengi kerfi eru breytast. Að vissu marki má líta svo á að í greininni séu rök fyrir því að byggja ekki einsleit sterk kerfi, þótt kostir þeirra séu samt sem áður miklir. T.d. má vel vera að það sé farsælt hafa fleiri en eitt kerfi sem beina orku sinni og athygli að fullorðinsfræðslu eða símenntun. En ég er á báðum áttum í þessu efni. Almenna niðurstaða minnar hugsunar um þá hlið málsins er að hinu opinbera beri að þróa kerfi utan um það starf sem það styrkir eða axlar ábyrgð á, vegna þeirrar festu, fagmennsku, gegnsæis og ekki síst jafnræðis sem einkennir sterk opinber kerfi. En vegna þeirra galla sem lýst er í greininni þá tel ég skynsamlegt að ekki sé aðeins eitt kerfi sem ráði alfarið ferðinni. Styrkur símenntunar-miðstöðva og námsflokka og skyldra verkefna er einmitt að þau lúta ekki alfarið stjórnun skólakerfisins, hvorki í raun né í hugum nemenda þeirra.

Næst nefni ég kafla sem er almenn umfjöllun um íslenska skólakerfið. Tilefni þess að benda á hann í umræðu um fullorðinsfræðslu er seinni hluti hans þar sem við drögum fram nokkur einkenni kerfisþróunar í menntakerfum, ekki síst hve hægfara og regluleg þróunin er. Við sýnum hve samruni og einsleitni stofnana verður einkennandi (stofnanarek) og hve bóknámsáhersla tekur ávalt yfir þótt hægt fari (bóknámsrek). Þetta sér maður aðeins þegar maður gaumgæfir þróun í 30-60 ár eða lengur.

Jón Torfi Jónasson og Gunnhildur Óskarsdóttir. (2016). Iceland: Educational structure and development. In T. Sprague (Ed.), Education in non-EU countries in Western and Southern Europe, pp. 11-36. Series: Education Around the World. London: Bloomsbury. ePub: 978-1-4725-9250-7   Book chapter JTJ-GÓ

Um sögu fullorðinsfræðslu á Íslandi

Nokkra punktar um mikilvæga drætti í þróun fullorðinsfræðslu á Íslandi er að finna í ljósriti sem ég bendi hér á: jtjsímenntunljósrit Vinsamlega ekki vísa til þessa texta sem er ekki vel yfirfarinn en þó aðallega ófullgerður, en þar kemur samt margt áhugavert fram.

Ég vildi svo gjarnan taka upp þráðinn um þetta efni og bæta við efni um þróunina á undanförnum árum. Mikið af því efni er á Wiki námskeiðssíðunni sem Hróbjartur hefur haldið utan um. Það er ástæða til að átta sig á því hve mikil áhersla hefur í raun verið lögð á menntun fullorðinna, þótt uppbygging skólakerfisins fyrir börn og unglinga hafi að ýmsu leyti jaðarsett fullorðinsfræðslu.

Í þessu sambandi nefni ég grein sem ég skrifaði um uppbyggingu lýðháskóla á Íslandi um og eftir aldamótin 1900. Að sumu leyti telst þeirra starf til fullorðinsfræðslu, en þó ekki alfarið. Þegar ég hóf greinarskrifin hélt ég að þeir hefðu ekki komist verulega á skrið fyrr en eftir 1930, en í því efni hafði ég rangt fyrir mér. Mikil gróska var í lýðháskólum þegar fyrstu áratugi 20. aldar.

Jón Torfi Jónasson. (1999). Lýðháskólar á Íslandi í byrjun 20. aldar. Í Hrafnhildur Ragnarsdóttir, Kristín Indriðadóttir og Ólafur Proppé (ritstj.), Steinar í vörðu, til heiðurs Þuríði J. Kristjánsdóttur sjötugri (bls. 107-129). Reykjavík: Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla Íslands. Lýðháskólar á Íslandi á 20. öld

Lögin sem sett voru um lýðskóla árið 2020 eru áhugavert framhald þeirrar sögu, en inn á milli kemur auðvitað gríðarleg uppbygging héraðsskólanna, einkum á árunum 1930-1960.

Um fullorðinsfræðslu á Íslandi – Gátt

Kannski er besta yfirlit yfir það sem mér hefur fundist skipta máli að finna í greinunum í Gátt. Ég nefni hér þrjá greinar sem voru skrifaðar á ríflega tíu ára tímabili. Allt efnið er aðgengilegt á vef Gáttar, FA. https://frae.is/utgafa/gatt-arsrit/

Jón Torfi Jónasson. (2013). Fortíð og framtíð fullorðinsfræðslu. Gátt, Ársrit um framhaldsfræðslu. 10, 7-14  https://frae.is/gatt-2013/

Jón Torfi Jónasson og Andrea Gerður Dofradóttir (2007). Er símenntunarþjóðfélag á Íslandi? Gátt, 4, bls. 17-22. https://frae.is/gatt-2007/

Jón Torfi Jónasson (2004). Fullorðinsfræðsla og starfsmenntun á Íslandi. Staða og þróun starfsfræðslu og símenntunar. Gátt, Ársrit um starfsmenntun og fullorðinsfræðslu, 1, bls. 12-19. https://frae.is/utgafa/gatt-arsrit/gatt-2004/

Ein áhugaverðasta rannsókn sem ég kom nálægt í háskólakennslu var meistararannsókn Jóhönnu Rósu Arnardóttur sem var einstaklega vel gerð af hálfu höfundar og mjög áhugaverð. Niðurstöðurnar voru m.a. birtar í Tímariti um menntarannsóknir. Ég bendi ávallt á þessa rannsókn Jóhönnu Rósu þegar fullorðinsfræðsla berst í tal, einkum niðurstöður viðtalanna sem hún tók og greiningu hennar á þeim. Þarna kemur m.a. fram að fólk telur persónulegan ávinning af námi sínu á fullorðins árum mikinn, oftast langt umfram það sem viðmælendur gerðu ráð fyrir þegar þeir tókust námið á hendur.

Jóhanna Rósa Arnardóttir og Jón Torfi Jónasson. (2004). Gildi menntunar í lífi fullorðins fólks. Tímarit um menntarannsóknir, 1, 129-143. https://skemman.is/handle/1946/14341

Erindi – ekki þó aðeins um stöðuna á Íslandi

Í febrúar 2018 var ég beðinn um að koma á fund vinnuhóps um fullorðins- eða framhaldsfræðslu í menntamálaráðuneytinu og láta í ljós mín sjónarmið um þetta efni. Hér eru þær glærur sem ég notaði þar.

2018 Febrúar. Nám fullorðinna - horft fram á veg. Erindi hjá Samráðshópi um nám fullorðinna, mmrn, 6. febrúar, 2018. JTJ Nám fullorðinna ráðuneyti 6-2-2018

Á árlegri norrænni ráðstefnu um menntamál árið 2017 lagði ég fram ganrýnið sjónarmið hvað varðarði símenntun og þróun í starfi. Sjá einnig erindi hér að neðan frá 2013.

2017 March. Why LLL and PD might (should) be a part of the same educational discourse and be placed within the system of education? Presented on March 24th at the NERA conference in Copenhagen. 03 NERA JTJ PD 2017 conference JTJ presentation

Á ráðstefnu árið 2014 sem fjallaði um stefnumál í fullorðinsfræðslu ræddi ég hve margir heimar tilheyrðu umræðunni um menntun fullorðinna og lagði sérstaka áherslu á þann mun sem væri á umhverfi þeirra sem væru inni í kerfinu og þeirra sem væru utan þess. Hér er ekki síst um að ræða þann fjárhagslega stuðning sem stendur til boða innan skólakerfisins og þá kerfislegu viðurkenningu sem fylgir námslokum, t.d. í háskólaumhverfinu.

2014 June 2014. How will the principal strands of education of adults co-exist? The character and sustainability of formal, non-formal and informal education of adults. A presentation at the 2nd conference of the ESREA Network on Policy Studies in Adult Education, Interrogating Sustainability in Adult Learning Policy: European and Global Perspectives. June 18–20, 2014 Aalborg University, Denmark jtj-june-2014-aalborg-adult-education-paper-draft

Hér á eftir byrja ég á því að kvarta yfir því hve símenntunar- eða ævimenntunarhugtakið sem á sér mikinn hljómgrunn sé samt ekki tekið alvarlega. Þetta er enn meiri háttar veik­leiki nútíma menntunar, en þó einkum kerfishliða hennar.

2013 Why LLL should be moved to the central stage of the system of education ? Paper presented at the 5th Nordic conference on adult education in Reykjavík, 5.-6. March 2013. paper-jtj3-5th-nocae-march-5-6-2013

Ýmsar greinar eða skýrslur JTJ um fullorðinsfræðslu

Ássamt ólíkum samstarfsaðilum hef ég unnið fjölmargar skýrslur og ritgerðir sem tengjast þessu efni, en bendi ekkert sérstaklega á þær umfram að nefna að þær eru til.

Jón Torfi Jónasson og Andrea Gerður Dofradóttir. (2009). Þátttaka í fræðslu á Íslandi. Niðurstöður úr vinnumarkaðsrannsókn Hagstofunnar 2003.Reykjavík: Rannsóknarstofa um menntakerfi. Félagsvísindastofnun HÍ.

Jón Torfi Jónasson (2007). Increasing Employment of Older Workers through Lifelong Learning. EU Peer Review, 10.-11. desember 2007. Sjá heimasíðu.

Jón Torfi Jónasson, og Albert Tuijnman. (2001a). The Nordic model of adult education: Issues for discussion. Í A. Tuijnman & Z. Hellström (Ritstj.), Curious Minds. Nordic adult education compared (bls. 116-128). Copenhagen: TemaNord & Nordic Council of Ministers.

Jón Torfi Jónasson og Albert Tuijnman. (2001b). Nordic Adult Education Compared: Findings and Interpretation. Golden Riches. Nordic Adult Learning, 2, 6-11.

Jón Torfi Jónasson og Jóhanna Rósa Arnardóttir. (2001a). Fræðsla fullorðinna á Íslandi. Reykjavík: Félagsvísindastofnun. ISBN 9979-9323-9-2

Jón Torfi Jónasson og Jóhanna Rósa Arnardóttir. (2001b). Símenntun í ljósi fyrri skólagöngu. Símenntun á Íslandi. Skýrsla II. Reykjavík: Félagsvísindastofnun. ISBN 9979 9323-7-6

Jón Torfi Jónasson og Jóhanna Rósa Arnardóttir. (2001c). Símenntun í atvinnulífinu. Símenntun á Íslandi. Skýrsla III. Reykjavík: Félagsvísindastofnun. ISBN 9979-9323-8-4

Jón Torfi Jónasson. (1999). Education, self-esteem and entrepreneurialship. Developing Self-esteem and Entrepreneurialship. A Leonardo da Vinci Monitoring Seminar held in Reykjavík 26-29 February 1999. Reykjavík: The Icelandic Leonardo da Vinci Co-ordinating Unit.

Jón Torfi Jónasson og Jóhanna Rósa Arnardóttir. (1999). Símenntun á Íslandi. Yfirlit yfir nám fólks á aldrinum 18-75 ára og athugun byggð á námskeiðasókn, vorið 1998. Reykjavík: Félagsvísinda stofnun. (38 síður og töflur.)

Jón Torfi Jónasson. (1992). Vöxtur menntunar á Íslandi og tengsl hennar við atvinnulíf. Í Menntun og atvinnulíf (bls. 54-83). Reykjavík: Sammennt. Vöxtur menntunar á Íslandi og tengsl hennar við atvinnulíf

Jón Torfi Jónasson, Ásdís Ragnarsdóttir og Guðbjörg Andrea Jónsdóttir. (Febrúar 1992). Könnun á þörf iðnaðar fyrir menntun. [Félagsvísindastofnun: Skýrsla sem Félagsvísinda stofnun vann fyrir mennta málaráðuneytið, 140 bls.]

Jón Torfi Jónasson. (1990). Nám og aldur. Fjarkennsla og fjarkennsluaðferðir (bls. 29-37). Reykjavík: Framkvæmdanefnd um fjarkennslu. Menntamálaráðuneytið.