Hálendisheimur opnast

Greinin mín um ferðir norðan Vatnajökuls á 18. og 19. öld er komin út í hausthefti Skírnis. Greinin byggir á rannsókn minni á landkönnunarleiðangrum um hálendið norðan Vatnajökuls. Hún fjallar um þau viðhorf til öræfanna sem finnast í skrifum um svæðið, og reyni líka að lesa milli línanna í viðhorf samtímans og eins og alltaf þarf, sumt varð að skera af til að stytta textann. Alltaf uppskera þegar rannsókn kemur út á prenti eftir allskonar ævintýri á vegferðinni. Áður hefur verið ritað um þessa leiðangra en ég er að eltast við viðhorfin, sýn Vatnajökulsvegarfara og fleiri á öræfin sem þeir litu augum og upplifðu. Greinin ber yfirskriftina: "Hálendisheimur opnast; Um náttúrusýn í frásögnum öræfafara á 18. og 19. öld". Sjá: „Hálendisheimur opnast. Um náttúrusýn í frásögnum öræfafara á 18. og 19. öld“, Skírnir. Tímarit hins íslenska bókmenntafélags 192:2/2018, bls. 302-338.

Grein um sýn á öræfi í Skírni 2 tbl. 2019.

Birt í Útgáfufréttir Merkt , , , , , , , |