Eins og fjallað var um í köflum IVa og IVb olli seinni heimsstyrjöldin, og ekki síst beiting kjarnorkuvopna gegn Japönum í ágúst 1945, grundvallarbreytingu á þróun heimsmála. Í kjölfarið kom svo kalda stríðið, sem með tilheyrandi kjarnorkuvopnakapphlaupi reyndist mikill áhrifavaldur á sviðum eins og raunvísindum og verkfræði. Þar ber einna hæst gífurlegur vöxtur í kennslu og rannsóknum í eðlisfræði, ekki síst kjarneðlisfræði og öreindafræði.
Þessar miklu breyingar á stöðu eðlisfræðinnar hófust fyrst í Bandaríkjunum og Sovétríkjunum strax að stríðinu loknu. Eftir „Atoms for Peace“ ræðu Eisenhowers á allherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í desember 1953 jókst umræðan um friðsamlega notkun kjarnorkunnar víða um heim, bæði meðal vísindamanna og stjórnmálmanna. Jafnframt varð mönnum fljótlega ljós mikilvægi eðlisfræðinnar í öllu því sem viðkom kjarnorku og framtíðartækni. Það varð meðal annars til að kveikja áhuga margra ungra námsmanna um heim allan á greininni. Það er því engin tilviljun, að af þeirri kynslóð Íslendinga, sem voru unglingar á fyrstu 10 til 15 árunum eftir stríðið, kusu óvenju margir að fara í háskólanám í eðlisfræði eða skyldum greinum.
- Kevles, D.J., 1995: The Physicists: The History of a Scientific Community in Modern America.
- Westfall, C. & J. Krige, 1998: „The Path of Post-War Physics.“ Í Fraser G. (ritstj.): The Particle Century, bls. 1-11.
- Kaiser, D., 2002: Scientific Manpower, Cold War Requisitions, and the Production of American Physicists after World War II.
- Kaiser, D., 2005: Drawing Theories Apart: The Dispersion of Feynman Diagrams in Postwar Physics.
- Kaiser, D., 2007: Turning Physicists into Quantum Mechanics.
- Hagmann, J.-G., 2023: Physicists as Reparations?
Í árslok 1954 náðu aðildarríki Sameinuðu þjóðanna loks samkomulagi um að haldin skyldi sameiginleg ráðstefna um friðsamlega notkun kjarnorkunnar, sumarið eða haustið 1955. Við það jukust vonir margra vestrænna ráðamanna, sem og vísindamanna, um bjartari framtíð, þrátt fyrir að kjarnorkuváin lægi enn eins og mara á jarðarbúum. Fljótlega var svo ákveðið að kjarnorkuráðstefnan skyldi haldin í Genf í ágúst 1955. Í kjölfarið hófst mikil umræða í flestum löndum um orkumál, hönnun og byggingu kjarnaofna og jafnvel kjarnorkuvera til raforkuframleiðslu. Jafnframt jókst umræða um hagnýtingu geislavirkra samsæta á hinum ýmsu sviðum verulega.
- Tíminn, 16. des 1954: Ráðstefna um notkun kjarnorku í friðarþágu.
- Wendt, G. A., des 1954: A Turning Point. Í CERN Courier heftinu The Promise of Atomic Power.
- Þorbjörn Sigurgeirsson, des 1954: Orkulindir.
Eins og minnst var á í lok kafla IVb markaði Genfarráðstefnan þáttaskil í sögu raunvísinda hér á landi. Ráðstefnan setti af stað atburðarás, sem leiddi strax til stofnunar Kjarnfræðanefndar Íslands og innan tveggja ára til sérstakrar geislamælingastofu og nýs prófessorsembættis í eðlisfræði við Háskóla Íslands. Geislamælingastofan breyttist svo fljótlega í Eðlisfræðistofnun Háskólans, sem nokkrum árum síðar varð kjölfestan í Raunvísindastofnun Háskólans.
Genfarráðstefnan 1955
Fljótlega eftir að ákveðið hafði verið að halda kjarnorkuráðstefnuna í Genf, hófu íslensku dagblöðin fréttafluttning af undirbúningi hennar og mikilvægi:
- Mbl, 15. jan 1955: Ráðstjórnin samþykkir samstarf við vestrænar þjóðir um kjarnorkumál - Undirbúningsnefnd alþjóða karnorkuráðstefnunnar tekur til starfa.
- Þjóðv, 18. jan 1955: Kjarnorkuráðstefna Sþ.
- Alþbl, 20. jan 1955: Námskeið í USA í meðferð isotópa fyrir erl. vísindamenn - Ísland meðal 45 þjóða, er hafa fullnægt skilyrðum til að fá geislavirk efni.
- Tíminn, 25. jan 1955: Ráðstefna um notkun kjarnorku til friðarþarfa í Genf.
- Þjóðv, 15. feb 1955: Nærri 100 málefni á dagskrá kjarnorkuþingsins í Genf.
- Tíminn, 18. feb 1955: Kjarnorka í þágu landbúnaðar. (Þýtt úr Aftenposten.)
- Adirovitsj, E., feb 1955: Kjarnorkan og maðurinn.
Í vetrarlok 1955 birti Sveinn Sigurðsson ritstjóri greinina Gullgerðarlist hin nýja í Eimreiðinni og var hún að mestu byggð á greinum G. Wendts í desemberhefti The UNESCO Courier árið 1954 og áður hefur verið minnst á. Hinn 8. mars 1955 flutti Þorbjörn Sigurgeirsson erindi um kjarnorku á fundi Menningar- og friðarsamtaka íslenskra kvenna, og í kjölfarið annað erindi um sama efni, nú hjá Félagi ungra Framsóknarmanna:
- Tíminn, 27. mars 1955: Fundur FUF um kjarnorkumál er kl. 2 í dag.
- Tíminn, 29. mars 1955: Að fimmtíu árum liðnum verður kjarnorkan eins hversdagslegur hlutur og rafmagnið er nú. Um erindi Þorbjörns Sigurgeirssonar á vegum FUF.
Í maíhefti Tímarits Máls og Menningar 1955 var heilmikið fjallað um kjarnorkuhernað. Meðal annars var Þorbjörn Sigurgeirsson einn þeirra, sem þar svaraði þremur spurningum varðandi kjarnorkustyrjöld.
Skömmu áður en Genfarráðstefnan hófst, 8. ágúst, hófu íslensku blöðin að fræða landsmenn um tilgang hennar og væntanlega þáttöku Íslendinga.
- Alþbl, 6. ágúst 1955: Ísland þátttakandi í ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um kjarnorkumál.
- Vísir, 6. ágúst 1955: Ráðstefna Sþ um friðsamleg not kjarnorkunnar. Hefst í Genf á mánudag. Mynd af Atoms for Peace frímerkinu á forsíðu.
- Mbl, 6. ágúst 1955: Ritstjórnargrein: Hin mesta ógn og hin stærsta von.
- Tíminn, 7. ágúst 1955: Einn merkasti atburður, sem gerzt hefir, síðan fyrir stríð. Einnig ritstjórnargrein: Fyrsta kjarnorkuráðstefnan.
- Þjóðv, 7. ágúst 1955: Ísland tekur þátt í ráðstefnu SÞ um friðsamlega notkun kjarnorku.
Fulltrúar Íslands á ráðstefnunni voru þrír, þeir Þorbjörn Sigurgeirsson framkvæmdastjóri Rannsóknarráðs ríkisins, Magnús Magnússon eðlisfræðingur, þá nýkominn heim eftir ársdvöl við Princetonháskóla, og Kristján Albertsson sendiráðunautur Íslands í París.
Ráðstefnan stóð yfir dagana 8. til 20. ágúst og þótti það merkileg, að íslensku blöðin fluttu nær daglega fréttir af framvindu mála í Genf:
- Mbl, 9. ágúst 1955: Eldsneytisbirgðir jarðarinnar að þrjóta. Kjarnorkan kemur því í góðar þarfir.
- Þjóðv, 9. ágúst 1955: Beizlun vetnisorkunnar spáð, myndi opna óþrotlega orkulind.
- Alþbl. 9. ágúst 1955: Alþjóðaráðstefnan um friðsamlega notkun kjarnorkunnar hófst í gær.
- Alþbl, 10. ágúst 1955: Kvikmyndir um friðsamlega notkun kjarnorku sýndar hér.
- Vísir, 10. ágúst 1955: Þrjár kvikmyndir sýndar hér um þróun kjarnorkunotkunar.
- Mbl, 11. ágúst 1955: Bretar vinna að hagnýtingu vetnisorku til rafmgnsframleiðslu.
- Þjóðv, 12. ágúst 1955: Sovétríkin birta atómleyndarmál.
- Þjóðv, 13. ágúst 1955: Kjarnorkuvísindamenn USA og Sovét skiptast á heimboðum.
- Tíminn, 16. ágúst 1955: Áhrif geislaverkana á arfgengi rædd í Genf.
- Vísir, 17. ágúst 1955: Kjarnorkuofninn myndar tvöfalt meira eldsneyti, en hann notar sjálfur. Thorium verðmætara kjarnorkueldsneyti en uranium.
- Þjóðv, 18. ágúst 1955: Stærsta kjarnorkurafstöð heims fullgerð í Sovétríkjunum á næsta ári.
- Mbl, 18. ágúst 1955: Helgustu leyndarmálum atómvísindanna ljóstrað upp í Genf í dag.
- Mbl, 21. ágúst 1955: Endur verpa geislavirkum eggjum.
- Þjóðv, 21. ágúst 1955: Kjarnorkan breytir eyðimörkum í akra.
- Tíminn, 21. ágúst 1955: Kjarnorkan býr yfir ótæmandi möguleikum til framfara.
- Íslendingur, 24. ágúst 1955: Kjarnorkuráðstefna Sameinuðu Þjóðanna.
Ráðstefnuna sóttu um 1400 vísindamenn, verkfræðingar og ráðamenn, fulltrúar frá alls 73 þjóðum. Með áheyrnarfulltrúum og blaðamönnum, mun heildarfjöldi þátttakenda hafa verið í kringum 3000. Í mannfjöldanum mátti meðal annars finna vorn gamla kunningja, Niels Bohr.
- Charpie, A., 1955: The Geneva Conference.
- Bulletin of the Atomic Scientists, októberheftið 1955: U.N. Conference on Atomic Energy.
- Wendt, G., 1955: Nuclear energy and its uses in peace.
- Fermi, L, 1957: Atoms for the World: United States participation in the Conference on the Peaceful uses of Atomic Energy.
- IAEA Bulletin, ágúst 1964: The Geneva Conference - How it Began.
Áhrif Genfarráðstefnunnar hér á landi
Eftir ráðstefnuna var mikill hugur í mönnum um heim allan að nýta vel þær nýju upplýsingar, sem vísindamenn og verkfræðingar kjarnorkuveldanna höfðu opinberað í fyrsta sinn með erindum og á umræðufundum, sem og í persónulegum samskiptum.
Heimildir um áhrif ráðstefnunar á íslensku þátttakendurna er að finna í grein eftir Þorbjörn frá því í ágúst 1955 og í blaðaviðtali við þá Þorbjörn og Magnús í Þjóðviljanum, fljótlega eftir heimkomuna frá Genf. Gagnlegustu upplýsingarnar eru hins vegar í upphafi afar fróðlegrar yfirlitsgreinar Magnúsar frá 1987 um Kjarnfræðanefnd Íslands og áhrif hennar á þróun mála hér á landi, á meðan nefndin var og hét.
- Þorbjörn Sigurgeirsson, Íslenzkur iðnaður, ágúst 1955: Kjarnorka til iðnaðar.
- Þjóðv, 1. sept 1955: Orðið sprengja kom ekki fyrir í Genf. Viðtal við Þorbjörn Sigurgeirsson og og Magnús Magnússon.
- Magnús Magnússon, 1987: „Kjarnfræðanefnd Íslands.“ Í bókinni Í hlutarins eðli: Afmælisrit til heiðurs Þorbirni Sigurgeirssyni prófessor, bls. 77-103. Í þessari færslu er víða vísað í greinina með bókstöfunum MM.
Í grein sinni segir Magnús meðal annars (MM, bls. 78):
Íslendingar höfðu ekki þörf fyrir nýja orkulind. Það athyglisverðasta fyrir þá á þessari ráðstefnu var notkun geislavirkra efna, í læknisfræði, landbúnaði og á fleiri sviðum, og möguleikar á framleiðslu þungs vatns, en það mál hafði borið á góma í sambandi við nýtingu jarðhita á Íslandi ... Okkur Þorbirni var ljóst, að notkun geislavirkra efna á ýmsum sviðum væri sá þáttur kjarnfræða, sem fyrst kæmi til álita hér og ræddum um, að nauðsynlegt væri að koma upp geislarannsóknarstofu. Fyrstu hugmyndir um það, sem síðar varð Eðlisfræðistofnun háskólans, komu því fram í Genf í ágúst 1955.
Á síðasta degi ráðstefnunnar, 20. ágúst 1955, setti íslenska sendinefndin því fram tvær tilllögur til ríkisstjórnarinnar í skýrslu sinni til utanríkisráðuneytisins (MM, bls. 78):
- Að komið verði á fót rannsóknastofu, sem hafi með höndum geislamælingar og forgöngu og eftirlit með notkun geislavirkra efna í þágu læknavísinda og atvinnuvega.
- Að strax verði gerðar ráðstafanir til rækilegrar athugunar á möguleikunum til framleiðslu þungs vatns á Íslandi með notkun jarðhita.
Strax eftir komu þeirra Þorbjörns og Magnúsar frá Genf, var ákveðið að taka kjarnorkumálin til umræðu á fundi íslensku landsnefndarinnar í Alþjóða-orkumálaráðstefnunni (AOR). Fundurinn var haldinn hinn 2. september 1955 og er ítarlega lýsingu af honum að finna hjá MM (bls. 78-81). Í því sem á eftir fer, mun ég því stikla mjög á stóru um þennan mikilvæga fund og stofnun Kjarnfræðanefndarinnar, sem fylgdi í kjölfarið. Þeim sem vilja kynna sér frekari smáatriði um nefndina og störf henna er bent á grein Magnúsar.
Í upphafi fundar landsnefndar AOR, 2. september, ræddu þeir Jakob Gíslason, raforkumálastjóri og formaður nefndarinnar, og Þorbjörn Sigurgeirsson, forstöðumaður Rannsóknarráðs ríkisins um möguleika á vinnslu þungs vatns hér á landi og Þorbjörn sagði frá kjarnorkuþinginu í Genf. Að framsöguerindunum loknum var svo samþykkt tillaga um fela stjórn landsnefndarinnar að skipa sérstaka undirbúningsnefnd, svokallaða „atóm-nefnd“ til að kynna sér nýjungar varðandi hagnýtingu kjarnorku á ýmsum sviðum, stuðla að fræðslu um kjarnorkumál hér á landi og gera tillögur um innlendar rannsóknir í kjarnfræði og hagnýtingu þeirra, Jafnframt að vinna að því að hrinda tillögunum í framkvæmd (tillagan er birt í heild hjá MM, bls. 79).
Í undirbúningsnefndina voru kosnir Jakob Gíslason raforkumálastjóri, Steingrímur Jónsson rafmagnsstjóri, Gunnar Böðvarsson, yfirverkfræðingur jarðhitadeildar raforkumálaskrifstofunnar og Þorbjörn Sigurgeirsson.
Undirbúningsnefndin fundaði strax 5. september 1955 og vann síðan ötullega að málinu það sem eftir var ársins. Helsti árangur nefndarstarfsins var stofnun Kjarnfræðanefndar Íslands, sem fjallað verður um hér á eftir.
Fagleg kynning um kjarnorkumál í blöðum og tímaritum hófst einnig fljótlega eftir landsnefndarfund AOR með greinum eftir Magnús Magnússon, Þorbjörn Sigurgeirsson og Jóhannes Nordal:
- Magnús Magnússon, Mbl, 10. sept – 24. nóv 1955: Greinaflokkur um kjarnorku 0, I, II & III.
- Þorbjörn Sigurgeirsson, Tíminn, sept 1955: Þungt vatn. Sjá einnig umfjöllun á forsíðu blaðsins: Getur framleiðsla þungs vatns orðið stóriðnaður á Íslandi - Líklegt er að hinn mikli jarðhiti Íslands veiti óvenjulega hagstæð skilyrði til þess.
- Magnus Magnússon og Jóhannes Nordal, Fjármálatíðindi, okt-des 1955: Orkulind framtíðarinnar (sjá bls. 183-194).
- Þorbjörn Sigurgeirsson, Íslenzkur iðnaður, jan 1956: Leit að geislavirkum efnum í náttúrunni.
- Þjóðv, 21. jan 1956: Víðtæk úranleit á Íslandi?
Í október lögðu nokkrir þingmenn Framsóknarflokksins fram þingsályktunartillögu um rannsóknir á hagnýtingu kjarnorku hér á landi og var hún samþykkt skömmu eftir áramótin 1955-56:
- Tíminn, 20. okt 1955: Hagnýting kjarnorku hér á landi verði rannsökuð.
- Tíminn, 3. nóv 1955: Notkun kjarnorku í þágu atvinnuveganna.
- Tíminn, 10. feb. 1956: Íslendingar og kjarnorkan.
- Tíminn, 21. apríl 1956: Íslendingar þurfa að fylgjast með kjarnorkurannsóknum eins og aðrar þjóðir.
Það lýsir sjálfsagt vel tíðarandanum á Íslandi á þessum tíma, að í lok október 1955 var frumsýnt nýtt leikrit í Reykjavík, Kjarnorka og kvenhylli, sem hlaut mikla aðsókn:
Sunnudaginn 6. nóvember hélt Stúdentafélag Reykjavíkur svo opinn fund um friðsamlega nýtingu kjarnorkunnar. Þar voru þeir Þorbjörn og Magnús frummælendur:
Í þessu sambandi má einnig nefna erindi Thor Thors sendiherra á fundi svokallaðrar pólitískrar nefndar allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna þetta ár:
- Thor Thors, 8. des 1955: Virkjun kjarnorkunnar í þágu framfara og friðar veitir glæsileg fyrirheit.
Eftir að hafa mært hina frægu ræðu Eisenhowers á allsherjarþinginu 1953 (sjá kafla IVb) segir Thor meðal annars:
Um miðjan janúar 1956, var frá því sagt í dagblöðunum, að Upplýsingaþjónusta Bandaríkjanna og Rannsóknaráð ríkisins myndu setja upp bandarískra farandsýningu um kjarnorkumál í Reykjavík í febrúar næstkomandi.
Sýningin hófst svo samkvæmt áætlun í Listamannaskálanum, 4. febrúar 1956, og stóð í 10 daga. Landbúnaðar- og félagsmálaráðherra, Steingrímur Steinþórsson, flutti setningarræðuna og gefinn var út sérstakur bæklingur, sem þeir Magnús Magnússon og Þorbjörn Sigurgeirsson höfðu þýtt: Kjarnorkan í þjónustu mannkynsins : sýning á vegum Upplýsingaþjónustu Bandaríkjanna og Rannsóknaráðs ríkisins 4.-14. febrúar 1956.
Á meðan á sýningunni stóð voru ýmsar kvikmyndir um kjarnorkumál einnig sýndar víða um land. Sumar höfðu reyndar verið sýndar hér áður og voru jafnframt endursýndar á næstu árum:
- Atoms For Peace (17m). Bandarísk.
- Power for Peace (19m). Bandarísk.
- A is for Atom (15m). Bandarísk
- Atoms For Peace (42m). Sovétsk.
Undir lok sýningarinnar í Listamannaskálanum bárust þau skilaboð frá bandaríska sendiráðinu, að Kjarnorkumálanefnd Bandaríkjanna myndi innan tíðar færa Háskóla Íslands veglegt safn bóka og skjala að gjöf:
- Mbl, 18. feb. 1956: Háskólasafnið fær fullkomið safn rita um kjarnorkuvísindi.
Gjöfin var svo afhent skólanum tæplega ári síðar.
Kjarnfræðanefnd Íslands 1956-1964
Þremur dögum eftir að áðurnefnd kjarnorkusýning var fyrst kynnt í íslenskum blöðum birtist eftirarandi frétt í síðdegisblaði landsmanna:
- Vísir, 18. jan 1956: Undirbúin stofnun kjarnfræðinefndar hér.
Kjarnfræðanefnd Íslands var svo stofnuð í Reykjavík, 25. janúar 1956, á efri hæð hins þá þekkta veitingastaðar, Naustsins. Að stofnfundinum stóðu 26 aðilar, aðallega opinberar stofnanir. Rétt er að hafa í huga, að þrátt fyrir margvíslegar tilraunir fékk nefndin aldrei opinbera skipun, þótt hún hafi fengið framlag frá ríkissjóði árin 1958-60 í gegnum Rannsóknarráð ríkisins. Að öðru leyti var nefndarstarfið fjármagnað með framlögum stofnaðila. Frekari umfjöllun um þessi atriði, sem og stofnfundinn sjálfan, má finna hjá MM (bls. 81-84).
Verðandi formaður nefndarinnar, Þorbjörn Sigurgeirsson, hélt framsöguerindi á stofnfundinum, sem birtist nokkru síðar í tímaritinu Iðnaðarmálum. Þar fjallaði hann meðal annars um væntanleg verkefni Kjarnfræðanefndar:
- Þorbjörn Sigurgeirsson, 25. jan 1956: Íslenzk nefnd stofnsett til að fjalla um notkun kjarnorku og geislavirkra efna.
Einnig skýrðu dagblöðin frá stofnun nefndarinnar nokkrum vikum síðar:
- Alþbl, 28. mars 1956: 30 stofnanir, félög og fyrirtæki bindast samtökum um kjarnorkurannsóknir.
- Tíminn, 28. mars 1956: Áhrifa kjarnorkualdar mun senn gæta hér á landi sem annarsstaðar.
- Vísir, 4. apríl: Kjarnfræðanefnd Íslands tekin til starfa hér.
- Þjóðv, 5. apríl 1956: Kjarnfræðanefnd Íslands stofnuð.
Kjarnfræðanefndin starfaði af miklum krafti allt fram á sjöunda áratuginn, en smám saman dró úr starfseminni og varð það að lokum til þess að nefndin lagði sjálfa sig niður árið 1964. Þorbjörn var formaður öll árin og Magnús var ráðinn framkvæmdastjóri nefndarinnar í júní 1956. Það hefur eflaust haft sín áhrif á störf nefndarinnar, að Þorbjörn var skipaður prófessor í eðlisfræði við Háskóla Íslands haustið 1957 og Magnús varð síðan prófessor við sama skóla haustið 1960. Hann var jafnframt í tveggja ára leyfi frá starfi sínu fyrir nefndina vegna dvalar hjá Nordita í Kaupmannahöfn árin 1958-60. Björn Kristinsson rafmagnsverkfræðingur leysti hann af á meðan.
Eins og þegar hefur komið fram, er helsta heimildin um sögu og starfsemi Kjarnfræðanefnarinnar að finna í greininni
- Magnús Magnússon, 1987: „Kjarnfræðanefnd Íslands.“ Í bókinni Í hlutarins eðli: Afmælisrit til heiðurs Þorbirni Sigurgeirssyni prófessor, bls. 77-103. Í þessari færslu er víða vísað í greinina með bókstöfunum MM.
Einnig má finna frekari smáatriði í ársskýrslum nefndarinnar:
- Skýrslur Kjarnfræðanefndar Íslands fyrir árin 1957-1961. Til í Þjóðarbókhlöðu: Íslandssafn, Almenn rit; 4to 539.7 Kja.
- Iðnaðarmál, 5.-6. hefti, 1958: Frá störfum Kjarnfræðanefndar 1957.
- Guðmundur Pálmason, feb 1960: Um starfsemi Kjarnfræðanefndar Íslands.
Í fyrstu stjórn Kjarnfræðanefndar sátu þeir Þorbjörn Sigurgeirsson (formaður), Jakob Gíslason (varaformaður), Jóhann Jakobsson (ritari) og Halldór Pálsson (gjaldkeri). Fljótlega skipaði hún sex starfshópa til að fjalla um helstu áherslur í starfi nefndarinnar:
- Þungavatnsframleiðslu (MM, bls. 92-99)
- Orkumál (MM, bls. 92-99 að hluta)
- Heilbrigðismál (MM, bls. 91)
- Landbúnaðarmál (MM, bls. 91-92)
- Iðnaðarmál (MM, bls. 91-92)
- Almennar rannsóknir og undirbúning að stofnun rannsóknastofu (MM, bls. 84-90).
Kjarnfræðanefndin lagði gífurlega vinnu í svokallað þungavatnsmál, þ.e.a.s. könnun á því, hvort arðbært væri að nota jarðhita hér á landi til að framleiða þungt vatn til útflutnings. Endanleg niðurstaða reyndist sú, að svo væri ekki, og mun ástæðan fyrst og fremst hafa verið óhagstæð þróun þungavatnsmála erlendis. Magnús gerir þessu flókna máli góð skil í grein sinni (MM, bls.92-99), en eftirfarandi heimildir fylla upp í myndina:
- Þorbjörn Sigurgeirsson, sept 1955: Þungt vatn.
- Magnus Magnússon og Jóhannes Nordal, okt-des 1955: Orkulind framtíðarinnar (bls. 183-94).
- Ari Brynjólfsson, okt-nóv 1955: Hvaða möguleikar eru til stóriðnaðar á Íslandi? I & II (m.a. um þungt vatn).
- Guðmundur Pálmason, des 1957: The H2S-process for the production of heavy water.
- Tíminn, 28. des 1957: Sérfræðingar OEEC munu athuga möguleika á þungavatnsframleiðslu hér.
- Tíminn, 1. maí 1958: Framleiðsla þungavatns við íslenzkan jarðhita mjög álitleg.
- Mbl, 1. maí 1958: Sérfræðingar frá O.E.E.C. telja aðstæður hagstæðar til þungavatnsframleiðslu hér.
- Alþbl, 1. maí 1958: Hagstætt frá tæknilegu sjónarmiði að reisa þunga-vatnsverksmiðju hér.
- Tíminn, 8. maí 1958: Verður þungavatnsverksmiðja reist á Íslandi?
- Alþbl, 7. sept 1958: Íslendingar áttu sjálfir frumkvæðið að athugunum á þungavatnsvinnslu hér. Viðtal við Guðmund Pálmason
- Tíminn, 4. nóv 1958: Fundur OEEC um þungavatnsvinnslu á Íslandi.
- Ágúst Valfells, ágúst 1959: Þungavatnsvinnsla með hveragufu.
- Vísir, 31. ágúst 1960: Verður komið upp verksmiðju til framleiðslu á þungu vatni?
- Tíminn, 12. okt 1962: Aftur áhugi á þungu vatni.
- Vísir, 31. mars 1969: Könnun á þungavatnsverksmiðju mjög jákvæð.
- Vilhjálmur Lúðvíksson, 1972: Þungavatnsframleiðsla.
- Ágúst Valfells, júlí 1978: Hvers virði er orkan?
Þungavatnsrannsóknirnar tengdust eðlilega jarðhitarannsóknum og leiddu meðal annars til þess, að grunnvatnsrannsóknir voru teknar upp við Háskóla Íslands með aðstoð frá Alþjóða-kjarnorkumálastofnuninni (MM, bls. 102).
Geislavarnir ríkisins má einnig rekja til vinnu Kjarnfræðanefndarinnar. Sjá til dæmis:
- Ásmundur Brekkan, 2004: Geislavarnir á Íslandi: Upphaf og þróun til 1980.
Í því sem á eftir fer í þessari umfjöllun um Kjarnfræðanefndina verður eingöngu rætt um vinnu starfshóps nr. 6 á listanum.
Geislamælingastofa og prófessorsembætti í eðlisfræði við Háskóla Íslands
Að mati færsluhöfundar reyndist vinna starfshóps nr. 6 á listanum hér að framan langmikilvægust allra viðfangsefna Kjarnfræðanefndarinnar og þeirra áhrifamest. Þótt aðrir aðilar hafi einnig komið að málum, er það einkum starfshópnum að þakka, að rannsóknir í eðlisfræði náðu fótfestu við Háskóla Íslands. Það gerðist með stofnun sérstakrar rannsóknastofu til mælinga á geislavirkum efnum og jafnframt nýs prófessorsembættis í eðlisfræði haustið 1957.
Í starfshópi 6 voru auk Þorbjörns, formanns Kjarnfræðanefndarinnar, þeir Trausti Einarsson, prófessor við Háskóla Íslands og Sigurður Þórarinsson frá Náttúrugripasafni Íslands.
Starfshópurinn skilaði áliti sínu „Tillögur um stofnun og rekstur rannsóknastofu til þess að annast mælingar á geislavirkum efnum“ í júnílok 1956 og niðurstaðan var afdráttarlaus:
Í álitinu, sem birt er í heild hjá MM (bls. 85-87) er færður ítarlegur rökstuðningur fyrir hverjum verkefnalið fyrir sig, rætt um nauðsynlegt starfslið, undirbúningstíma, kostnað og húsnæðisþörf. Í lokin setur starfshópurinn svo fram tillögu um rekstarform rannsóknarstofunnar:
Kjarnfræðanefndin fylgdi málinu vel eftir, óskaði eftir umsögnum frá fjölda aðila og kynnti málið fyrir menntamálaráðuneytinu. Eftir talsverðar umræður og jákvæðar viðtökur, ekki síst frá Háskóla Íslands, endurskoðaði nefndin tillögur starfshópsins í apríl 1957 (MM, bls. 88-89):
Háskólaráð, undir forystu Þorkels Jóhannessonar rektors, hafði ákveðið, þegar í febrúar 1956, að stefnt skyldi að því, að stofnað yrðið nýtt prófessorsembætti í eðlisfræði við Verkfræðideild skólans og notaðir til þess vextirnir af veglegri dánargjöf Vestur-Íslendingsins Aðalsteins Kristjánssonar. Vandinn vara bara sá, að vextirnir dugðu aðeins fyrir um fjórðungi prófessorslauna. Árið 1957 hjó Gylfi Þ. Gíslason menntamálaráðherra á hnútinn, með því benda á, að nýr prófessor og geislarannsóknir hans þyrftu ekki að hafa neinn aukakostnað í för með sér fyrir ríkissjóð. Auk vaxtanna af dánargjöf Aðalsteins, mætti nefnilega nýta þegar ákveðnar fjárveitingar, sem annars vegar voru ætlaðar fyrir stundakennslu í eðlisfræði við Háskólann og hins vegar fyrir árlegan kostnað við mælingar á geislavirkum efnum, sem veittar höfðu verið á fjárlögum í desember 1956.
Í apríl 1957 var því lagt fram stjórnarfrumvarp til laga um stofnun prófessorsembættis í eðlisfræði við verkfræðideild Háskóla Íslands og starfrækslu rannsóknarstofu til geislamælinga.
- Tíminn, 28. okt 1956: Brýn nauðsyn, að Íslendingar leggi meiri rækt við náttúruvísindi. Sjá einnig ræðu Þorkels Jóhannessonar í Árbók Háskóla Íslands 1956-57 (einkum bls. 6)
- Tíminn, 6. apríl 1957: Starfrækt verði rannsóknarstofa við Háskóla Íslands til geislarannsókna.
- Vísir, 8. apríl 1957: Nýtt prófessorsembætti verði stofnað við Háskólann. Rannsóknarstofa til geislamælinga verði starfrækt.
- Þjóðv, 9. apríl 1957: Prófessorsembætti í eðlisfræði og rannsóknarstofa til geislamælinga.
- Alþbl, 9. apríl 1957: Rannsóknarstofa til geislarannsókna.
Frumvarpið varð að lögum og staðan síðan auglýst. Þorbjörn Sigurgeirsson var eini umsækjandinn og var hann skipaður prófessor í eðlisfræði við Háskóla Íslands frá og með 1. september 1957. Þá voru liðin um tíu ár frá því hann kom alkominn til starfa hér á landi. Með skipun hans má segja, að framtíð rannsókna í eðlisfræði við Háskólann hafi loksins verið tryggð. Af framansögðu má og ráða, hversu mikið og samstillt átak þurfti til að slíkt yrði að veruleika, svo ekki sé talað um hagstæðan tíðaranda og erlend áhrif.
Geislamælingastofan tók formlega til starfa 1. janúar 1958 undir stjórn Þorbjörns. Skömmu síðar var eðlisfræðingurinn, Páll Theodórsson, ráðinn að stofunni sem sérfræðingur í geislamælingum.
Eftir að hafa ráðfært sig við Pál, ákvað Þorbjörn fljótlega að gefa rannsóknastofunni nafnið Eðlisfræðistofnun Háskólans og lét útbúa fyrir hana viðeigandi bréfsefni og umslög því til staðfestingar:
Opinberar fjárveitingar til hinnar nýju rannsóknarstofu voru mjög takmarkaðar í fyrstu og reksturinn því þungur. Það hjálpaði þó til, að Vísindasjóður hafði tekið til starfa árið 1958, og gat stutt helstu verkefni árin 1958 og 1959, en síðan ekki aftur fyrr en 1963. Þar kann að hafa ráðið nokkru, að framlagið til stofnunarinnar var tvöfaldað á fjálögum ársins 1959. Hækkunin gerði það að verkum, að hægt var að ráða rafmagnsverkfræðinginn Örn Garðarsson að stofnuninni og einnig sérstakan aðstoðarmann, Eirík Kristinsson rafvirkja (1941-1983). Jafnframt kom fyrsti sumarstúdentinn, Þorstein J. Halldórsson menntaskólanemi, fljótlega til starfa.
Frekari stuðningur kom frá Alþjóða-kjarnorkumálastofnuninni (IAEA), sem veitti Eðlisfræðistofnuninni veglegan styrk til að kaupa massagreini árið 1960 og kosta uppsetningu hans.
- Vísir, 13. júlí 1963: Merkilegt rannsóknartæki.
Eðlisfræðistofnunin átti sér ekki fastan samastað fyrstu átta árin og það var ekki fyrr en með tilkomu Raunvísindastofnunar Háskólans árið 1966, sem húsnæðismálin komust í viðunandi horf.
Hér er einnig rétt að geta þess, að strax á frumbýlisárum Eðlisfræðistofnunarinnar hóf Vestur-Íslendingurinn Eggert V. Briem að styðja rannsóknarstarfsemina. Fyrst færði hann stofnuninni sveiflusjá og bifreið að gjöf, en síðan áttu margar aðrar gjafir eftir að fylgja í kjölfarið, bæði tæki og styrkir.
***
Eftirmáli A: Risö og NORDITA, tvær mikilvægar rannsóknarstofnanir í eðlisfræði
Áður en Páll Theodórsson hóf störf við geislarannsóknarstofuna sumarið 1958, hafði hann unnið fyrir dönsku Kjarnorkumálanefndina (Atomenergikommisionen) á Risö, allt frá því hann lauk magisterprófi við Kaupmannahafnarháskóla árið 1955. Aðalkennari hans við skólann og framkvæmdastjóri nefndarinnar, J.C. Jacobsen (sjá kafla IVa) hafði ráðið hann til rannsókna á umhverfisgeislavirkni á staðnum. Að auki hafði Páll unnið þar að tækjasmíði, sem kom að góðum notum, þegar heim kom.
- Tíminn, , 9. jan 1957: Hann rannsakar geislavirkni regns.
- Heydorn, K., J. Lippert & P. Theodorsson, 1957: Radioaktiviteten i Risø området: Målinger indtil 1. april 1957.
- Páll Theodórsson, 1987: „Bernskuskeið eðlisfræðirannsókna við Háskóla Íslands.“ Í bókinni Í hlutarins eðli: Afmælisrit til heiðurs Þorbirni Sigurgeirssyni prófessor, bls. 45-75.
- Páll Theodórsson, 2006: „Frá atvinnubótavinnu til vísindastarfa.“ Í bókinni Vísindin heilla: Afmælisrit til heiðurs Sigmundi Guðbjarnasyni 75 ára.
Annar íslenskur eðlisfræðingur, Ari Brynjólfsson, sem lokið hafði magisterprófi frá Kaupmannahafnarháskóla ári á undan Páli, starfaði einnig á Risö við góðan orðstír á árunum 1957 til 1965. Þar vann hann aðallega við rannsóknir á geislun matvæla. Hann fluttist alfarinn til Bandaríkjanna árið 1965, þar sem hann hélt áfram að stunda svipaðar athuganir. Á árunum 1954-55 vann hann hins vegar að segulmælingum á Íslandi í samvinnu við Þorbjörn Sigurgeirsson, eins og síðar verður komið að.
- Tíminn, 11. júní 1958: Ungur íslenzkur vísindamaður starfar við danska kjarnorkurannsóknarstöð.
- Vísir, 9. okt. 1959: Íslenzkar kartöflur geislaðar í tilraunaskyni.
- Tíminn, 5. nóv. 1960: Íslendingur stjórnar rafeindatæki í Risö.
- Tíminn, 11. sept. 1963: Íslenzkur vísindamaður vinnur mikið stórvirki.
- Tíminn, 28. sept. 1963: Heima!
- Tíminn, 4. okt. 1964: Geislun fisks léttir dreifinguna og tryggir gæðin.
- Mbl, okt. 1964: Er hættulaust og tiltölulega ódýrt.
Að minnsta kosti einn Íslendingur til viðbótar hlaut þjálfun á Risö á þessum árum. Það var Bragi Árnason efnafræðingur, sem á árinu 1962 lærði þar að vinna með geislavirkar samsætur. Að dvöl lokinni sneri hann aftur heim, þar sem hann hóf ítarlegar grunnvatnsrannsóknir við Eðlisfræðistofnun Háskólans í samvinnu við Þorbjörn, Pál og fleiri.
- Bragi Árnason, 1987: „Rannsóknir á íslenskum orkulindum.“ Í bókinni Í hlutarins eðli: Afmælisrit til heiðurs Þorbirni Sigurgeirssyni prófessor, bls. 167-189.
- Bragi Árnason, 2005: Erindi við starfslok.
Nokkur orð um kjarnorkurannsóknarstöðina á Risö
Fljótlega eftir ræðu Eisenhowers á allsherþingi Sameinuðu þjóðanna í desember 1953, tóku Danir að undirbúa eigin rannsóknir á friðsamlegri nýtingu kjarnorkunnar.
- Þjóðv, 14. okt. 1954: Kjarnorka í kola stað.
Fram komu hugmyndir um stofnun danskrar kjarnorkunefndar og danskrar kjarnorkurannsóknarstöðvar og ekki leið á löngu þar til þær urðu að veruleika.
- Mbl, 9. mars 1955: Niels Bohr formaður atomnefndar.
- Ingeniøren, 12. mars 1955: Atomkerneenergien og Danmark.
Til gamans má nefna það hér, að Magnús Magnússon getur þess í minningargrein um Þorbjörn Sigurgeirsson (miðdálkur, bls. 64), að á Genfarráðstefnunni í ágúst 1955 hafi danska sendinefndin boðið Þorbirni út að borða. Tilgangurinn var sá, að fá hann til starfa við hina fyrirhuguðu kjarnorkurannsóknarstöð Dana. Ljóst er af þróun mála hér á landi, að Þorbjörn þáði ekki boðið.
Danska Kjarnorkunefndin (Atomenergikommissionen) var formlega sett á laggirnar í desember 1955. Jafnframt ákvað danska ríkisstjórnin að reist skyldi sérstök kjarnorkurannsóknarstöð (Atomenergikommisionens Forsøgsanlæg Risø) við Risö.
- Mbl, 27. sept 1957: Kjarnorkustöð Dana við Hrísey.
- Koch, H.H., 1958: Atomenergikommissionen – Baggrund og arbejde.
- Wikipedia: Kernekraft i Danmark
- Nielsen, H. & fl., 1999: Risø and the Attempts to Introduce Nuclear Power into Denmark.
- Nielsen, H. & H. Knudsen, 2010: The troublesome life of peaceful atoms in Denmark.
- Kjems, J.K., 2013: Niels Bohr og Risø.
- Jensen, V.O., 2013: 50 år i Risøs forskningsmiljø.
Í Danmörku var einnig önnur stofnun, sem átti eftir að hafa veruleg áhrif á þróun eðlisfræðirannsókna við háskóla á Norðurlöndum, þar á meðal Íslandi. Það var Norræna stofnunin í kennilegri atómeðlisfræði (NORDITA).
Nokkur orð um NORDITA
Eins og sag var frá í kafla IVb, var kennilegur starfshópur CERN til húsa við Eðlisfræðistofnun Kaupmannahafnarháskóla árin 1952 til 1957. Árið 1955 var ákveðið að hópurinn skyldi fluttur til Genfar innan tveggja ára og var starfsemi CERN í Kaupmannahöfn endanlega lögð niður í septemberlok 1957. Viðbrögðin létu ekki á sér standa, því strax í ársbyrjun 1956 stóð Niels Bohr fyrir því, að kallaður var saman hópur norrænna eðlisfræðinga og ráðamanna á fund í Kaupmannahöfn til að ræða möguleika á norrænni stofnun í kennilegri atómeðlisfræði. Þorbjörn Sigurgeirsson sat fundinn fyrir hönd Íslands. Til að gera langa sögu stutta varð árangur fundarins sá að Norðurlandaráð samþykkti í febrúar 1957, að slík stofnun skyldi sett á fót og að aðsetur hennar yrði í Kaupmannahöfn. NORDITA tók svo til starfa 1. október 1957.
- Magnús Magnússon, 1983: NORDITA.
- Einar H. Guðmundsson, H. Kiilerich, B. Mottelsson & C. Pethick. 2021: Nordita - The Copenhagen Years: A Scrapbook.
- Einar H. Guðmundsson, 2021: NORDITA: Saga Norrænu stofnunarinar í kennilegri eðlisfræði fyrstu 50 árin.
Fyrsti framkvæmdastjóri stofnunarinnar var Christian Møller og fyrsti stjórnarformaður-inn Niels Bohr, enda sveif andi hans enn yfir vötnunum í Kaupmannahöfn. Bohr varð reyndar sjötíu og tveggja ára viku eftir að stofnunin tók til starfa og átti þá aðeins fimm ár efir ólifað.
Sérstakur starfshópur samdi reglugerð fyrir stofnunina og var og var hún samþykkt á stjórnarfundi í júní 1958. Sáttmáli um stofnunina var og samþykktur á þjóðþingum allra Norðurlandanna.
- Þjóðv, 23. apríl 1958: Sáttmáli um stofnun Atómvísindastofnunar Norðurlanda.
- Tíminn, 15. nóv 1958: Ísland og atómvísindin.
- Alþbl, 5. feb 1959: Þátttaka í atómvísindastofnun Norðurlanda mikils virði.
Þorbjörn Sigurgeirsson var fullrúi Íslands í stjórn NORDITA frá upphafi til 1972, þegar Magnús Magnússon tók við. Magnús hafði reyndar verið styrkþegi NORDITA á árunum 1958 til 1960 og unnið þar að rannsóknarverkefni í almennu afstæðiskenningunni í samvinnu vð Christian Møller. Næsti íslenski styrkþeginn kom ekki til NORDITA fyrr en 1965, en síðan þá er fjöldi þeirra kominn vel á annan tuginn. Fullyrða, má að í gegnum árin hafi þessi norræna stofnun veitt kennilegum eðlisfræðingum á Íslandi ómetanlegan stuðning.
Árið 2007 var NORDITA flutt til Stokkhólms og eðli stofnunarinnar breytt í samræmi við þróunina á alþjóðavettvangi. Allar Norðurlandaþjóðirnar eru enn fullgildir aðilar.
- Einar H. Guðmundsson, 2017: Í tilefni af sextíu ára afmæli NORDITA.
***
Eftirmáli B: Örstutt yfirlit um segulsviðsrannsóknir Þorbjörns Sigurgeirssonar og samstarfsmanna hans 1953 – 1958
Í kafla IVb var á það minnst, að áhugi Þorbjörns á segulmælingum mun fyrst hafa vaknað á árunum 1950 til 1951, þegar hann sem forstöðumaður Rannsóknarráðs ríkisins, fylgdist með athugunum Jan Hospers á stefnu segulsviðs í misjafnlega gömlum bergsýnum hér á landi. Mælingar Hospers bentu sterklega til þess, að segulsvið jarðar hefði oft snúist við á þeim tíma, sem Ísland var að myndast.
- Þjóðviljinn, 11. maí 1952: Íslenzk hraun sanna segulsviðsnúning.
- Frankel, H., 1987: Jan Hospers and the Rise of Paleomagnetism.
- Irving, T., 2008: Jan Hospers’s Key Contributions to Geomagnetism.
Þessi áhugi Þorbjörns gerði það að verkum, að samhliða hraðlarannsóknum við kennilegu deildina hjá CERN í Kaupmannahöfn, skólaárið 1952 til 1953 (sjá kafla IVb), lagði hann fyrstu drög að hinum þekktu segulsviðsrannsóknunum sínum hér á landi. Eflaust hefur það aukið áhuga hans enn frekar, að haustið 1952 var ákveðið að halda 18 mánaða langt alþjóðlegt jarðeðlisfræðiár á árunum 1957-58. Undirbúningur hófst fljótlega um heim allan, meðal annars hjá dönsku veðurstofunni, þar sem rannsóknir á jarðsegulsviðinu og norðurljósum höfðu lengi verið stundaðar. Stofnunin hafði jafnframt lengi staðið að smíði nákvæmra segulmælingatækja, sem notuð voru víða um heim. Meðal verkefna, sem veðurstofan tók að sér á jarðeðlisfræðiárinu, var að halda utan um segulmælingagögn fyrir alþjóðasamfélagið.
- Stauning, P.: Ørsted - to - Ørsted: Geomagnetic and Auroral Research In Denmark.
- DMI, 1972: Meteorologisk Institut gennem hundrede år 1872-1972.
Eftir að hafa ráðfært sig við vísindamenn hjá dönsku veðurstofunni sendi Þorbjörn bréf til Rannsóknarráðs ríkisins í apríl 1953, þar sem hann setti fram nokkrar tillögur um segulmælingar á Íslandi:
Að auki fékk Þorbjörn að láni hjá dönsku veðurstofunni ýmis tæki og tól, þar á meðal næman segulmæli til að finna heppilegan stað fyrir segulmælingastöð í nágrenni Reykjavíkur. Þá fékk hann því til leiðar komið, að ungur íslenskur eðlisfræðinemi við Kaupmannahafnarháskóla, áðurnefndur Ari Brynjólfsson, fékk það sem lokaverkefni til meistaraprófs 1954, að smíða sérstakan spunasegulmæli byggðan á hugmyndum Þorbjörns, sem einnig mun hafa leiðbeint Ara við verkefnið.
- Mbl, 13. okt 1954: Vinnur námsafrek erlendis.
Fljótlega eftir að heim var komið, haustið 1953, hóf Þorbjörn að leita leiða til að fjármagna smíði og rekstur „sjálfritandi“ segulmælingastöðvar. Það tókst og var stöðinni síðar valinn staður í Leirvogstungu. Meira um það hér á eftir.
Haustið 1953 hóf Þorbjörn jafnframt viðamiklar bergsegulmælingar í samvinnu við fyrrum kennara sinn, stjörnufræðinginn og jarðeðlisfræðinginn Trausta Einarsson. Til að ákvarða segulstefnu í hraunlögum, var þeirra helsta mælitæki einfaldur áttaviti.
- Vísir, 26. ágúst 1953: Hitastig Heklu er nú 450 stig.
- Vísir, 9. sept 1953: Leiðangur vísindamanna fer í dag inn á hálendið.
- Vísir, 17. sept 1953: Hálendisleiðangur vísindamanna gekk að óskum.
- Alþbl, 19. feb 1954: Víðtækar segulmælingar gerðar í sumar af rannsóknarráði: Segulstefnan virðist hafa verið öfug áður fyrr við það, sem nú er.
- Alþbl, 20. maí 1954: Horfur á óvenjumiklum náttúruvísindarannsóknum hér á landi í sumar.
- Vísir, 18. ágúst 1954: Víðtækar athuganir rannsóknarráðs ríkisins í sumar.
Ari Brynjólfsson kom heim, strax að loknu magisterprófi haustið 1954 og vann undir stjórn Þorbjörns hjá Rannsóknarráði ríkisins um tíma, meðal annars að rannsóknum á segulstefnu í nútímahraunum. Árið 1955 fór hann til Göttingen á styrk frá Alexander von Humboldt stofnuninni og vann þar úr segulmælingagögnum sínum. Eftir Þýskalandsdvölina, hóf hann svo störf við kjarnorkurannsóknarstöðina á Risö árið 1957, eins og áður var minnst á.
- Lögberg, 4. okt 1956: Merkilegar rannsóknir.
- Trausti Einarsson (viðtal), Mbl, 25. nóv 1956: Með jarðfræðilegri kortlagningu landsins, leggjum við fram skerf til almennra vísinda.
- Trausti Einarsson & Þorbjörn Sigurgeirsson, 1955: Rock magnetism in Iceland. Nature 175, bls. 892.
- Ari Brynjólfsson, 1956: Ergebnisse bei partieller Entmagnetisierung des natürlichen Magnetismus isländischer Basalt.
- Trausti Einarsson, 1957: Magneto-geological mapping in Iceland with the use of a compass. Advances in Physics (Phil. Mag. Suppl.) 6, 22, bls. 232-239.
- Þorbjörn Sigurgeirsson, 1957: Direction of magnetization in Icelandic basalts. Advances in Physics (Phil. Mag. Suppl.) 6, 22, bls. 240-246.
- Ari Brynjólfsson, 1957: Studies of remanent magnetism and viscous magnetism in the basalts of Iceland. Advances in Physics (Phil. Mag. Suppl.) 6, 23, bls. 247-254.
- Trausti Einarsson, 1958: Segulmagn jarðar og annarra himinhnatta.
Athuganir þeirra Þorbjörns, Trausta og Ara á umpólun jarðsegulsviðsins vöktu talsverða athygli á sínum tíma, og eru þær nú taldar eitt merkasta framlagið til slíkra rannsókna á sjötta áratugi tuttugustu aldar.
- Leó Kristjánsson, 1982: Paleomagnetic Research on Icelandic Rocks - A Bibliographical Review 1951-1981.
- Leó Kristjánsson, 1987: „Bergsegulmælingar á Íslandi.“ Í bókinni Í hlutarins eðli: Afmælisrit til heiðurs Þorbirni Sigurgeirssyni prófessor, bls. 151-166.
- Leó Kristjánsson, 1993: Investigations of geomagnetic reversals in Icelandic lavas, 1953-78.
Alþjóða-jarðeðlisfræðiárið 1957-58
Alþjóða-jarðeðlisfræðiárið 1957-58 hófst formlega 1. júlí 1957 og því lauk á gamlársdag 1958. Íslendingar voru meðal þátttakenda eins og lesa má um í ágætu yfirliti Eysteins Tryggvasonar frá 1959.
- Mbl, 2. júlí 1957: Jarðeðlisfræðiárið hófst í fyrrakvöld.
- Tíminn, 3. júlí 1957: Íslendingar framkvæma fjölbreyttar rannsóknir á jarðeðlisfræðiárinu.
- Tíminn, 26. júlí 1957: Um 5 þús. vísindamenn frá 57 löndum taka þátt í geysivíðtækum alþjóðlegum vísindarannsóknum.
- Eysteinn Tryggvason, 1959: Alþjóðlega jarðeðlisfræðiárið 1957-1958.
- Buedeler, W., 1957: The International Geophysical Year.
- Wendt, G., 1957: International Geophysical Year.
- Corsmo, F.L., 2007: The Genesis of the International Geophysical Year.
- Marks, S., 2022: The International Geophysical Year: The Greatest Science Fair of All Time.
Sögulega séð, var áhrifamesti atburður jarðeðlisfræðiársins án efa geimskot Sovétmanna hinn 4. október 1957. Færsluhöfundur, sem þá var tíu ára gamall, man vel eftir merkjasendingunum frá Spútnik, sem Útvarp Reykjavík sendi út með fyrstu fréttum af geimskotinu. Geimöld var þar með hafin, með tilheyrandi geimferðakapphlaupi, eins anga hins alltumlykjandi kalda stríðs.
- Þjóðv, 5. okt 1957: Fyrsti gervihnötturinn kominn á loft.
- Mbl, 6. okt 1957: Rússar senda fyrsta gervihnöttinn upp með eldflaug.
- Tíminn, 6. okt 1957: Rússneskir vísindamenn skjóta fyrsta gervihnettinum á loft.
- Alþbl, 6. okt 1957: Gervitungl sent upp frá Sovétríkjunum.
Segulmælingastöðin í Leirvogi
Á sínum lagði Þorbjörn Sigurgeirsson mikla áherslu á það, að hin „sjálfritandi“ segulmælingastöð Rannsóknarráðs kæmist í gagnið fyrir yfirvofandi jarðeðlisfræðiár. Það tókst, því byrjað var að reisa fyrsta stöðvarhúsið 1956, og fyrstu mælingarnar munu hafa farið fram um mánaðamótin júlí-ágúst 1957.
- Þjóðv, 11. sept 1956: Segulmælingastöð byggð í Leirvogstungu.
- Þorbjörn Sigurgeirsson (viðtal), Mbl, 25. ágúst 1957: Sérstakar rannsóknir hér á landi á jarðeðlisfræðiárinu vegna legu Íslands í norðurljósabeltinu.
Eins og þegar hefur komið fram, var Þorbjörn skipaður prófessor í eðlisfræði við Háskóla Íslands, 1. september 1957. Þegar Eðlisfræðistofnun Háskólans tók til starfa í ársbyrjun 1958, fluttist segulmælingastöðin þangað frá Rannsóknarráði ríkisins. Þorbjörn hafði umsjón með stöðinni til 1963, þegar Þorsteinn Sæmundsson stjörnufræðingur tók við. Árið 1966 varð Eðlisfræðistofnunin svo hluti af Raunvísindastofnun Háskólans og segulmælingastöðin fylgdi með. Hún starfar enn, og því má með rétti segja, að hún sé elsti hluti Raunvísindastofnunar.
- Þorsteinn Sæmundsson, 1969: Leirvogur Magnetic Observatory 1957-1968.
- Þorsteinn Sæmundsson, 2022: Leirvogsannáll.
Frekari upplýsingar um segulmælingastöðina í Leirvogi og sögu hennar má finna í eftirfarandi heimildum:
- Þorbjörn Sigurgeirsson (viðtal), Tímarit Máls og menningar, 1965: Íslenzk vísindastarfsemi.
- Þorbjörn Sigurgeirsson, 1969: Eðlisfræðirannsóknir við Háskóla Íslands.
- Páll Theodórsson, 1986: Frá áttavita til tölvustýrðra segulmælinga.
- Páll Theodórsson, 1987: „Bernskuskeið eðlisfræðirannsókna við Háskóla Íslands.“ Í bókinni Í hlutarins eðli: Afmælisrit til heiðurs Þorbirni Sigurgeirssyni prófessor, bls. 45-75.
- Páll Theodórsson, 2006: „Frá atvinnubótavinnu til vísindastarfa.“ Í bókinni Vísindin heilla: Afmælisrit til heiðurs Sigmundi Guðbjarnasyni 75 ára, (Guðmundur G. Haraldsson ritstj.), bls. 280-295.
- Þorsteinn Sæmundsson, 2022: Minningar.
***
Heimildaskrár
I. Ýmsar ritsmíðar um sögu Eðlisfræðistofnunar og Raunvísindastofnunar
- Aðalheimild - Margir höfundar, 1987: Í hlutarins eðli: Afmælisrit til heiðurs Þorbirni Sigurgeirssyni prófessor. (Þorsteinn I. Sigfússon ritstj.) Með fjölda mynda.
- Valdar minningargreinar um Þorbjörn Sigurgeirsson: Morgunblaðið, Þjóðviljinn, Tíminn, Náttúrufræðingurinn. (Sjá einnig upplýsingar um Þorbjörn (með mynd) hjá Héraðsskjalasafni Austur-Húnavatnssýslu.)
- Bragi Árnason, 2005: Erindi við starfslok.
- Einar H. Guðmundsson, 2021: Íslenskir stærðfræðingar, eðlisfræðingar og stjörnufræðingar til 1960: Skrá með inngangi og eftirmála.
- Einar H. Guðmundsson, 2021: Thorbjörn Sigurgeirsson (1917-1988): a brief overview of his life and scientific work. Með myndum.
- Einar H. Guðmundsson, 2021: Þorbjörn Sigurgeirsson: Nokkur aðgengileg ritverk og viðtöl á íslensku.
- Einar H. Guðmundsson, 2023: Niels Bohr og Íslendingar I, II, III, IVa, IVb, IVc, V & VI. Með myndum.
- Leó Kristjánsson, 1987+: Þorbjörn Sigurgeirsson prófessor (1917-1988): ritskrá um vísindaleg efni, og nokkrar fleiri heimildir.
- Leó Kristjánsson, 1989+: Þorbjörn Sigurgeirsson (1917-1988): stutt yfirlit um vísindastörf. Með myndum.
- Leó Kristjánsson, 2013: Atriði úr sögu Raunvísindastofnunar og raungreinakennslu til 1999.
- Leó Kristjánsson, 2017: Ritaskrá Braga Árnasonar.
- Leó Kristjánsson, 2018: Ritaskrá Páls Theodórssonar.
- Magnús Magnússon, 1968: Raunvísindastofnun Háskólans.
- Magnús Magnússon, 2006: „Aðdragandinn að stofnun Raunvísindastofnunar Háskólans.“ Í bókinni Vísindin heilla: Afmælisrit til heiðurs Sigmundi Guðbjarnasyni 75 ára, (Guðmundur G. Haraldsson ritstj.), bls. 280-295.
- Páll Sigurðsson, 1991: „Hús Raunvísindastofnunar.“ Í bók Páls: Um húsnæðis- og byggingarsögu Háskóla Íslands II, bls. 275-290. Með myndum.
- Páll Theodórsson, 1986: Frá áttavita til tölvustýrðra segulmælinga. Með myndum.
- Páll Theodórsson, 1989: Þorbjörn Sigurgeirsson.
- Páll Theodórsson, 2003: Upphaf rannsókna í eðlisfræði við HÍ og sumarvinna námsmanna. Með myndum.
- Páll Theodórsson, 2006: „Frá atvinnubótavinnu til vísindastarfa.“ Í bókinni Vísindin heilla: Afmælisrit til heiðurs Sigmundi Guðbjarnasyni 75 ára, (Guðmundur G. Haraldsson ritstj.), bls. 280-295. Með myndum.
- Steindór J. Erlingsson, 2006: Raunvísindi og kalda stríðið.
- Steindór J. Erlingsson, 2016:Veirur, kjarnorka og eðlisvísindi á Íslandi. Með myndum.
- Þorbjörn Karlsson,1987: Verkfræðikennsla í Háskóla Íslands. Með myndum.
- Þorbjörn Sigurgeirsson (viðtal), Mbl, 1957: Sérstakar rannsóknir hér á landi á jarðeðlisfræðiárinu vegna legu Íslands í Norðurljósabeltinu. Með myndum.
- Þorbjörn Sigurgeirsson, 1958: Eðlisfræði.
- Þorbjörn Sigurgeirsson, 1961: Um eðlisfræði.
- Þorbjörn Sigurgeirsson (viðtal), Vísir, 26. sept 1961: Yfir 2000 elektrónur. Með myndum.
- Þorbjörn Sigurgeirsson, 1965: Jarðeðlisfræðirannsóknir í sambandi við Surtseyjargosið.
- Þorbjörn Sigurgeirsson, Mbl, 1965: Mælingar Eðlisfræðistofnunarinnar: Geislavirknin fer minnkandi - misvísun áttavita breytist hægt.
- Þorbjörn Sigurgeirsson (viðtal), Tímarit Máls og menningar, 1965: Íslenzk vísindastarfsemi.
- Þorbjörn Sigurgeirsson & Elín Pálmadóttir, Mbl, 20. des 1968: Eðlisfræðirannsóknir á Íslandi.
- Þorbjörn Sigurgeirsson, 1969: Eðlisfræðirannsóknir við Háskóla Íslands. Með myndum.
- Þorsteinn Sæmundsson, 2022: Minningar.
- Þorsteinn Sæmundsson, 2023+: Ritskrá.
- Þorsteinn Vilhjálmsson, 1987: Verkfræði og raunvísindi við Háskóla Íslands: Fyrstu skrefin. Með myndum.
- Þorsteinn Vilhjálmsson, 2011: Þorbjörn Sigurgeirsson.
II.Nokkrar blaðagreinar tengdar starfsemi Eðlisfræðistofnunarinnar 1958-1966
- Alþbl, 11. júní 1958: Tækin í geislamælingastöðina eru væntanleg í lok júní: Verið að smíða tækin í Kaupm.höfn.
- Vísir, 26. júní 1958: Mæling geislavirkra efna hafin hér eftir mánuð: Íslendingur vinnur að smíði fullkominna tækja á vegum Háskóla Íslands.
- Þjóðv, 6. júlí 1958: Mælingar á strontíum 90 hefjast hér á landi í sumar.
- Vísir, 6. nóv 1958: Geislavirkni hefur tífaldazt hér frá 18. september.
- Mbl, 7. nóv 1958: Geislun ryks í andrúmsloftinu hefir aukizt mjög hér á landi eftir kjarnorkutilraunir Rússa fyrir norðan heimskautsbaug.
- Þjóðv, 7. nóv 1958: Geislavirkni yfir Íslandi hefur um það bil tífaldazt frá októberbyrjun: Mælingar ekki hafnar á strontíum 90.
- Alþbl, 7. nóv 1958: Geislavirkni tífaldast í loftint hér.
- Tíminn, 8. nóv 1958: Geislavirkni í lofti hefur margfaldazt en þó langt frá hættumarki: Stafa augljóslega af kjarnorkusprengingum Rússa í námunda við Hvítahaf.
- Vísir, 23. feb 1959: Fjárveitingu skortir til rannsókna á strontium. Mynd á forsíðu: Páll og Þorbjörn.
- Mbl, 18. feb 1960: Geislavirkni hér hraðminnkaði á síðastliðnu ári. Með myndum.
- Þjóðviljinn, 13. mars 1960: Í þjónustu vísindanna. Með myndum.
- Magnús Magnússon, 15. sept 1961: Geislavirkni frá kjarnorkusprengjum.
- Magnus Magnússon, 25. sept 1961: Geislun og áhrif hennar.
- Mbl, 26. okt 1961: Geislavirkni í mjólk í fyrsta lagi næsta sumar. Með myndum.
- Þorbjörn Sigurgeirsson (viðtal), Vísir, 26. sept 1961: Yfir 2000 elektrónur. Með myndum.
- Þorbjörn Sigurgeirsson (viðtal), Alþbl, 14. okt 1961: Atómstöðin - Andrúmsloftið ekki hættulegt.
- Mbl, 3. nóv 1961: Þorbjörn mælir geislavirkni á flugvélum.
- Þorbjörn Sigurgeirsson, 1962: Dreifing geislavirkra efna frá kjarnorkusprengingum.
- Tíminn, 12. apríl 1962: Geislavirkni. Um erindi Þorbjörns Sigurgeirssonar í hátíðarsal HÍ.
- Tíminn, 21. okt 1962: Eðlisfræðistofnunin í Loftskeytastöðina.
- Þorsteinn Sæmundsson (viðtal), Mbl, 11. jan 1963: Norðurljósaathuganir mikilvægar á Íslandi.
- Þorsteinn Sæmundsson (viðtal), Tíminn, 24. nóv 1963: Hvað eru norðurljós?
- Þjóðv, 27. júní 1963: Ísótópagreiningu beitt við rannsókn jarðhita.
- Vísir, 13. júlí 1963: Merkilegt rannsóknartæki. Með mynd.
- Vísir, 7. okt 1963: Neðanjarðar vatnsrennsli rannsakað með ísótópum.
- Árbók HÍ 1963-64: Gjafir til Eðlisfræðistofnunar (sjá bls. 11-12).
- Þorsteinn Sæmundsson (viðtal), Tíminn, 14. mars 1964: Eldflaugum skotið frá Mýrdalssandi.
- Bragi Árnason (viðtal), Tíminn,15. mars 1964: Mælir þyngd vetnisatóma. Með myndum.
- Þorsteinn Sæmundsson, Vísir, 17. mars 1964: Geislabelti í geimnum rannsökuð frá Íslandi.
- Þorsteinn Sæmundsson, Mbl, 2. ágúst 1964: Háloftarannsóknirnar á Mýrdalssandi.
- Tíminn, 26. ágúst 1964: Ferð, er ekki verður metin til fjár. Með mynd.
- Vísir, 2. des 1964: Íslenskar norðurljósarannsóknir vegna geimferða.
- Vísir, 8. des 1964: Stórauknar norðuljósaathuganir: 19-20 rannsóknamenn víða um land og ný handbók. Hér er handbókin.
- Þorsteinn Sæmundsson, TVFÍ, 1964: Rafeindareiknirinn og segulmælingar.
- Þorsteinn Sæmundsson (viðtal), Þjóðv, 24. des 1964: Norðurljósarannsóknir. Með myndum.
- Þorsteinn Sæmundsson (viðtal), Tíminn, 19. mars 1965: Bretar láta hlusta á geimför hér í Reykjavík. Með mynd.
- Vísir, 20. mars 1965: Gervitunglarannsóknir eru hafnar hér á landi. Með mynd.
- Mbl, 1. okt 1965: Geimferðasýning í Eðlisfræðistofnun Háskólans. Með myndum.
- Vísir, 18. mars 1966: Sjógangur hefur brotið úr Surtsey. Með myndum.
- Vísir, 12. sept 1966: Heita vatnið er regnvatn frá miðhálendinu. Með myndum.
III. Nokkrar blaðagreinar um aðdragandann að Raunvísindastofnun Háskólans 1961-1966
- Tíminn, 25. ágúst 1961: Stofnun til undirstöðurannsókna á sviði raunvísinda.
- Alþbl, 29. ágúst 1961: Mót um raunvísindarannsóknir.
- Alþbl, 29. ágúst 1961: Raunvísindaráðstefna (ritstjórnargrein).
- Tíminn, 29. ágúst 1961: 200 þátttakendur á raunvísindaþingi.
- Mbl, 29. ágúst 1961: Ísl. raunvísindamenn ræða framtíðarskipulag rannsóknarstarfsemi hér á landi.
- Vísir, 29. ágúst 1961: Starfssvið Rannsóknarráðs verði aukið.
- Mbl, 7. okt 1961: Bandaríkjamenn gefa H.Í. 5 millj. til raunvísinda.
- Alþbl, 8. okt 1961: Gjafir til Háskólans (ritstjórnargrein)
- Þjóðv, 16. nóv 1961: Stærðfræðileg raunvísindastofnun við HÍ.
- Mbl, 6. des 1961: Háskólinn byggir raunvísindastofnun í áföngum.
- Mbl, 7. des 1961: Háskólinn byggir raunvísindastofnun (ritstjórnargrein).
- Árbók HÍ 1961-1962: Raunvísindastofnun Háskólans. Fjallað er um stofnunina víðar í bókinni.
- Ásgeir Þorsteinsson, Mbl, 5. apríl 1962: Háskóli Íslands og bókmenntunin.
- Mbl, 28. okt 1962: Háskólanum heimilað að koma á fót raunvísindastofnun.
- Árbók HÍ 1962-1963: Raunvísindastofnun Háskólans. Fjallað er um stofnunina víðar í bókinni.
- Vísir, 27. mars 1963: Raunvísindastofnunin rís við hlið Háskólabíós.
- Vísir, 13. nóv 1963: Raunvísindastofnun: 500 fermetra hús á þremur hæðum. Með mynd.
- Vísir, 28. des 1963: Byrjað að byggja rannsóknamiðstöð í raunvísindum næsta vor.
- Árbók HÍ 1963-1964: Raunvísindastofnun Háskólans. Fjallað er um stofnunina víðar í bókinni.
- Þorbjörn Sigurgeirsson (viðtal), Tíminn, 7. Apríl 1964: Atómstöð í Vesturbænum. Með myndum.
- Vísir, 15. apríl 1964: Verktakasamningur um byggingu Raunvísindastofnunar Háskólans undirritaður í dag.
- Vísir, 16. apríl 1964: Verktakasamningurinn undirritaður. Með mynd.
- Alþbl, 13. nóv 1964: Hús Raunvísindastofnunar. Með mynd.
- Mbl, 18. nóv 1964: Bókagjöf Johnsons til Háskóla Íslands. Með mynd.
- Vísir, 20. nóv 1964: Raunvísindastofnunin tilbúin næsta sumar.
- Þjóðv, 28. nóv 1964: Bygging Raunvísindastofnunar. Með mynd.
- Mbl, 17. jan 1965: Hvað er hægt að gera til að efla íslenzk raunvísindi?
- Mbl, 19. jan 1965: Hvað er hægt að gera til að efla íslenzk raunvísindi? Framhald frá 17. jan.
- Mbl, 21. jan 1965: Hvað er hægt að gera til að efla íslenzk raunvísindi? Framhald frá 19. jan.
- Árbók HÍ 1964-1965: Raunvísindastofnun Háskólans. Fjallað er um stofnunina víðar í bókinni.
- Tíminn, 9. jan 1966: 8 milli. af happdrættisfé til Raunvísindastofnunar.
- Örn Helgason (viðtal), Tíminn, 30. jan 1966: Það, sem eðlisfræðingarnir hafast að. Með myndum.
- Árbók HÍ 1965-1966: Raunvísindastofnun Háskólans. Fjallað er um stofnunina víðar í bókinni.
- Vísir, 12. sept 1966: Heita vatnið er regnvatn frá miðhálendinu.
- Mbl, 21. sept 1966: Próf. Magnús forstjóri Raunvísindastofnunar.
- Alþbl, 22. sept 1966: Forstöðumenn Raunvísindastofnunar.
- Mbl, 15. okt 1966: Raunvísindastofnun Háskóla Íslands formlega tekin í notkun. Með myndum.
- Vísir, 15. okt 1966: Raunvísindastofnun Háskólans opnuð formlega í gær. Með mynd.
- Tíminn, 15. okt 1966: Raunvísindastofnunin formlega tekin í notkun í gær.
- Tíminn, 20. okt 1966: Segulsvið jarðar mælt á staur vestur á Melum.
- Vísir, 31. okt 1966: Raunvísindastofnun háskólans heimsótt. Með myndum.