Þann 30. júní fór ég á eftirlaun úr prófessorsstarfi mínu við HÍ. Ég hafði starfað við HÍ frá haustinu 1977 þegar varð stundakennari og hafði að hálfu leiðsögn með verklegri kennslu í eðlisfræði og að hálfu kenndi ég hugfræði og námssálarfræði. Eftir að ég fékk fast starf við uppeldisfræði við HÍ helgaði ég mig sífellt betur ýmsum sviðum menntamála.
Sumarskóli Pestalozzi verkefnis Evrópuráðsins er metnaðarfullt á hugavert verkefni. Þar koma saman starfandi kennarar víða að frá Evrópu og ræða brýn viðfangsefni innan menntageirans. Hér fylgja nokkrir punktar sem ég studdist við í inngangserindi mínu í Bad Wildbad í Svartaskógi, 25. júní. 06 24 JTJ Pestalozzi summer school June 2017