Nóvember 2016

Kom víða við í október og hugsaði margt upp á nýtt. Sé hvað ég var kominn stutt og miðar hægt. Var ánægður að grein um tregðu til breytinga í skólastarfi kom út. Hún er almenns eðlis og fjallar ekki um íslenska kerfið neitt frekar en önnur. Heitir Educational change, inertia and potential futuresEuropean Journal of Futures Research, 4(1), 1-14

DOI
10.1007/s40309-016-0087-z

and is distributed with Open Access under the Creative Commons Attribution Noncommercial License.  The article is available electronically and is freely accessible to everyone:  http://link.springer.com/article/10.1007/s40309-016-0087-z

 

Posted in Óflokkað

Október 2016

Leitast nú við ljúka tveimur greinum, annarri um íhaldsemi í menntun og hinni um gæðamál háskóla, sem ég skrifa með Önnu Ólafsdóttur. Stefni einnig að því að virkja Rannsóknarstofu um háskóla enn á ný. Á nýafstaðinni Menntakviku voru fjölmörg erindi sem snerust um rannsóknir á þessu sviði, sjá http://menntavisindastofnun.hi.is/rannsoknarstofa_um_haskola/forsida

Posted in Óflokkað

Nýtt skólaár 2016-2017

Vinn nú í grein með Önnu Ólafsdóttur um háskólamál. Eftir sumarfrí vonast ég til að hreyfa aftur við Rannsóknarstofnun um háskóla. Verð með erindi á ECER í Dyflini um ýmis atriði sem þarf að hyggja að þegar stefna eða starf byggist á gögnum eða rannsóknum, ég kalla það "Development of a Critical Analysis of the “What Works” Discourse". Guðrún Ragnarsdóttir verður með erindi úr framhaldsskólarannsókn okkar. Tek svo þátt í norska rannsóknarháskólanum NAFOL, sem er fyrir kennara í doktorsnámi, en þau verða með sumarskóla hér í ágúst í samstarfi við doktorsnám MVS. Undirbý einnig erindi um lestur og læsi vegna ráðstefnu hér 8. september.

Posted in Óflokkað

(English) March 2016 - new page

Posted in Óflokkað