Bláklædda konan og fornar gersemar. Málstofa um málefni fornminja Austurlands
Staður og stund: Hótel Hérað á Egilsstöðum, laugardagur 23. apríl 2016 frá 14:00 til 17:00.
Viðburðurinn er samstarfsverkefni Stofnunar rannsóknasetra Háskóla Íslands á Austurlandi (starfsemi á Austurlandi) og Söguslóða Austurlands.
Málstofan er öllum opin og enginn aðgangseyrir.
Markmiðið er að efna til samræðu milli sérfræðinga og almennings um málefni fornminja Austurlands.
Dagskrá:
Gestafyrirlesari verður dr. Steinunn Kristjánsdóttir fornleifafræðingur sem mun flytja erindi undir yfirskriftinni „Landnámskona frá Litlu-Ketilsstöðum á Héraði“ þar sem hún fjallar um "bláklæddu konuna" svonefndu, sem fannst í Hjaltastaðaþinghá 1938 en ný tækni hefur gert sérfræðingum kleyft að rýna í þennan fund með nýstárlegum hætti.
Aðrir sem taka til máls um málefni fornleifa og fornmuna Austurlands eru:
Ármann Guðmundsson, fornleifafræðingur Þjóðminjasafni Íslands
Baldur Pálsson, formaður félagsins Söguslóða Austurlands.
Elsa Guðný Björgvinsdóttir, safnstjóri Minjasafns Austurlands.
Skúli Björn Gunnarsson, forstöðumaður Gunnarsstofnunar.
Þuríður Elísa Harðardóttir, minjavörður Austurlands, Minjastofnun Íslands.
Að loknum erindum verða pallborðsumræður.
Heimamenn eru eindregið hvattir til að mæta og taka þátt í líflegum samræðum um þetta áhugaverða málefni frá ýmsum hliðum.
Kaffi og te eins og hver vill.