DFS 67
Opuscula XI. Bibliotheca Arnamagnæana, Vol. XLII. Ejnar Munksgaard. København, 2003.
DFS 67 er safn kvæðauppskrifta og fróðleiks af ýmsu tagi, að mestu leyti frá 19. öld. Alls er safnið 552 blöð sem flest eru laus, en einnig er nokkuð um lítil kver. Stærð blaða er breytileg og pappírsgerð með ýmsu móti. Samtíningi þessum, sem er í mörgu tilliti nokkuð sundurlaus, hefur verið skipt niður í sjö hluta og blöð 1–531 tölusett með bláum lit, en 21 ótölumerkt blað rekur lestina. Lesa meira: DFS 67