Að á undanhaldi

Fjöldi íslenskra sagna tekur með sér nafnháttarsamband, en með því er átt við „sögn í nafnhætti og þá setningarliði sem tengjast henni náið, svo sem andlög hennar og aðra fylliliði“ segir Höskuldur Þráinsson í bókinni Setningar. Á eftir sumum þessara sagna hefst nafnháttarsambandið á nafnháttarmerkinu , en á eftir öðrum getur ekki staðið.

Hér eru taldar helstu sagnir í hvorum hópi fyrir sig – seinni hópnum fylgja þrjár sagnir sem taka með sér nafnháttarsamband þegar þær eru í þolmynd:

  • reyna að (gera eitthvað), lofa að (gera eitthvað), eiga að (gera eitthvað), hljóta að (gera eitthvað), kunna að (gera eitthvað), verða að (gera eitthvað), þurfa að (gera eitthvað), ætla að (gera eitthvað)
  • mega (gera eitthvað), munu (gera eitthvað), skulu (gera eitthvað), vilja (gera eitthvað), hyggjast (gera eitthvað), reynast (gera eitthvað), sýnast (gera eitthvað), virðast (gera eitthvað); (vera) álitinn (gera eitthvað), (vera) talinn (gera eitthvað), (vera) sagður (gera eitthvað)

Þessum samböndum má skipta í nokkra flokka á setningafræðilegum og merkingarlegum forsendum en það er of flókið til að fara út í hér. Nóg er að nefna að sú flokkun stjórnar því ekki hvort sögnin tekur með sér eða ekki; t.d. tekur reyna með sér en hyggjast ekki þótt þær séu í sama flokki, og eiga tekur með sér en mega ekki þótt þær séu í sama flokki.

Ég veit ekki til að sagnir séu mikið að flakka milli þessara hópa í nútímamáli, en það er samt ekki langt síðan margar þessara sagna breyttu um hegðun. Fram yfir miðja 20. öld gátu allar sagnirnar í seinni hópnum, að undanteknum núþálegu sögunum mega, munu, skulu og vilja, tekið með sér nafnháttarsamband sem byrjaði á .

  • Skipshöfnin fór þá í bátana og hugðist að draga skipið áfram (Norðurland 1905)
  • Meðalvigtin á þessum 111 kúm reyndist að vera 720 pd. (Fjallkonan 1903)
  • Þetta virðist að vera reglulegur stjarfi (Vísir 1915)
  • Ef tungl sýnist að vera myrkt og dimmt og hornalítið (Veðrið 1963)
  • Hann er sagður að vera vel mentaður maður (Heimskringla 1898)
  • Hann var álitinn að vera með lærðustu mönnum (Norðanfari 1879)
  • Veðurhraðinn er talinn að hafa verið 60 til 70 mílur á kl.tíma (Heimskringla 1903)

Sumar þessara sagna, a.m.k. sýnast, virðast, hyggjast, koma fyrir með þegar í fornu máli en elstu dæmi um með þolmyndarsögnunum sagður, álitinn, talinn eru frá miðri 19. öld. Blómatími sambanda með virðist vera síðustu áratugir 19. aldar fyrir sýnast að og virðast að, fyrsti þriðjungur 20. aldar fyrir sagður að, álitinn að og talinn að, og þriðji til fimmti áratugur 20. aldar fyrir reynast að og hyggjast að.

Síðustu leifar allra sambandanna eru svo að fjara út um og upp úr 1960 ef marka má tímarit.is. Eftir það má finna fáein dæmi um þolmyndarsagnirnar talinn að og álitinn að, en nær eingöngu að finna í textum tveggja manna sem skrifuðu mikið í blöð og voru fæddir kringum aldamótin 1900.

Það er athyglisvert að á síðustu áratugum 19. aldar og fram á miðja 20. öld er hlutfall dæma með margfalt hærra í vesturíslensku blöðunum Lögbergi og Heimskringlu en í blöðum sem gefin voru út á Íslandi. Þessi setningagerð virðist því hafa verið mun meira áberandi og varðveist betur í vesturíslensku en í málinu sem talað var hér heima. Óvíst er hvernig megi skýra það.

Vitað er að hátt hlutfall vesturfara kom af Norðausturlandi – hugsanlegt er að þessi setningagerð hafi verið algengari þar og það endurspeglist í vesturíslenskunni. En svo má benda á að samsvarandi sagnir í ensku taka með sér nafnháttarmerkið to (intends to be, seems to be, appears to be, proves to be, is considered to be, is said to be, is believed to be). Það gæti hafa stuðlað að því að halda þessari setningagerð við.

Hvað sem þessu líður svarar það ekki þeirri spurningu hvers vegna þessar sagnir hafi misst . Þó er rétt að hafa í huga að var aldrei einrátt, eins og það er og hefur verið með sögnunum í fyrri flokknum hér að framan (reyna að o.s.frv.) – alltaf voru líka til myndir án . Hugsanlegt er að amast hafi verið við -myndunum í kennslu, en ég hef þó ekki fundið nein dæmi um það. Þetta verður því að vera óráðin gáta enn um sinn.