Ný samtenging: þannig

Í fyrstu útgáfu bókarinnar Íslenzk málfræði, sem kom út 1937, telur Björn Guðfinnsson upp „allar helztu samtengingarnar“ í málinu. Þeim er skipt í tvo meginflokka, aðaltengingar og aukatengingar, og síðarnefndi flokkurinn skiptist svo aftur í tíu undirflokka. Einn þeirra er afleiðingartengingar sem eru einungis taldar tvær – svo að, eins og ég hljóp hratt svo að ég hrasaði og datt, og , en þá er svo í aðalsetningunni á undan – ég hljóp svo hratt ég hrasaði og datt. Þessi upptalning tenginga er svo nær óbreytt í seinni útgáfum bókarinnar, sem var námsefni íslenskra grunnskólanema mestallan seinni helming 20. aldar. Hana er einnig að finna í ýmsum yngri ritum og stundum virðist talið að þetta sé endanlegur og óbreytanlegur listi.

Sambandið þannig að hefur þó mikið verið notað sem afleiðingartenging undanfarna áratugi. Í flestum eldri dæmum þar sem þannig að stendur saman er þannig hins vegar atviksorð sem tilheyrir aðalsetningunni en er ekki hluti tengingar, eins og „Gáfnalag hans var þannig, að hann var ekki sérlega fljótskarpur“ í Andvara 1890. Einstöku gömul dæmi má þó finna um notkun sambandsins í hlutverki tengingar, svo sem „Tóttin smá mjókkar í eystri endann, þannig að hann er sem hálf kringlóttr fyrir“ í Árbók Hins íslenzka fornleifafélags 1883. En þessi notkun hefur sennilega ekki tíðkast að nokkru marki fyrr en talsvert var liðið á 20. öld, úr því að sambandið komst ekki í áðurnefnda upptalningu Björns Guðfinnssonar á tengingum.

Ef marka má tímarit.is virðist notkun þannig að sem samtengingar hafa farið að aukast um miðja 20. öld, en þó einkum upp úr 1980. Upp úr 1990 virðist þannig að verða algengasta afleiðingartengingin og er nú mun meira notuð en svo (með og án ) bæði samkvæmt tímarit.is og Risamálheildinni. Sambandið er tilfært sem samtenging í Íslenskri nútímamálsorðabók en er sjaldnast nefnt í umfjöllun um samtengingar – „Hvers vegna er svo að afleiðingartenging en ekki þannig að?“ spyr Halldór Ármann Sigurðsson í grein um „Fleiryrtar aukatengingar“ 1981. Í bók Bruno Kress frá 1982, Isländische Grammatik, er þannig að nefnt sem afleiðingartenging en er t.d. ekki nefnt í Handbók um málfræði eftir Höskuld Þráinsson frá 2021.

En ekki nóg með það. Í gær var bent hér á að þannig væri oft notað eitt og sér sem tenging, án . Ég hafði ekki tekið eftir þessu en fór að athuga það og komst að því að þetta er orðið mjög algengt. Einstöku dæmi um þetta má finna frá síðasta fjórðungi 20. aldar, t.d. „Þannig hann var alltaf að fara út í kirkju til að gera þar bæn sína“ í Tímanum 1978 og „Ég valt hérna í fyrra líka þannig ég er vanur að velta á Akureyri“ í Morgunblaðinu 1986. Eitthvað af slíku kann þó að vera prentvillur. En undir aldamót fer dæmum á prenti að fjölga smátt og smátt og þetta er mjög algengt á samfélagsmiðlum alveg frá upphafi þeirra í byrjun aldarinnar – en ekki á prenti fyrr en á allra síðustu árum. Dæmin í Risamálheildinni frá síðustu 20 árum skipta tugum þúsunda.

Brottfall er í sjálfu sér mjög eðlileg þróun. Það er alkunna að mjög algengt er – og gamalt í málinu – að falli brott úr tengingunum því að, þó að og svo að sem verða þá því, þó og svo. Þótt samtengingar séu venjulega taldar lokaður orðflokkur eru þess dæmi að í hann bætist, og sambandið þannig að er orðið fast í sessi sem tenging. Það er því farið að haga sér eins og aðrar fleiryrtar tengingar og einn þáttur í þeirri hegðun er að það sleppir og verður bara þannig. Vissulega þykir ýmsum vandaðra mál að hafa með í því að, þó að og svo að eins og Málfarsbankinn bendir á og væntanlega gildir þá sama um þannig að. En enginn vafi er á því að samtengingin þannig er orðin kyrfilega föst í málinu og dæmum um hana mun fjölga áfram.