Samtengingar með og án að

Smáorðið er hluti ýmissa íslenskra samtenginga, en það er þó misvel séð. Í Málfarsbankanum segir: „Mælt er með eftirfarandi samtengingum, a.m.k. í rituðu máli (og formlegu tali): ef, hvort, sem. Síður: „ef að“, „hvort að“, „sem að“. Aftur á móti eiga tengingarnar: því að, þó að, svo að ávallt vel við og hafa verið taldar vandaðra mál en „því“, „þó“, „svo“.“ En á hverju byggist það að líta með velþóknun á í sumum tengingum en hafa horn í síðu þess í öðrum? Þær myndir tenginganna sem taldar eru óæskilegri eru sannarlega ekki nýjar.

Lítum fyrst á dæmi þar sem er sleppt. Í Fjölni 1835 segir: „Hundurinn bar sig illa og íldi, af því hann var óvanur þessari meðferð.“ Í Skírni 1830 segir: Nikulás Rússakeisari lét ekki lengi frýa sér hugar, því hann þóktist hafa nóg efni til stríðs fyrir laungu.“ Í Skírni 1832 segir: „Konúngr er jafnan lítt við heilsu, þó hann sé úngr að aldri.“ Í Skírni 1837 segir: Forseti Þjóðveldanna, Jakkson, er nú orðinn gamall, og hefir verið lengi veikur af blóðspýu, svo hann hefir stundum naumast getað sinnt stjórnarefnum.“

Sama er að segja um tengingar þar sem er bætt við. Í Fjölni 1830 segir: „Honum fannst, eínsog sér mundi verða glatt og létt í huga, ef að þessi eíni maður væri frá.“ Í Fjölni 1835 segir: „Það eru eptirleífar mikillar dýraættar, sem að er áþekk skorkvikindum og miklu fremri að sköpulagi enn lindýrin.“ Í Fjölni 1847 segir: „jeg ... veit ekki, að kalla má, enn sem komið er, hvort að jeg fyrir nokkurn hlut megi teljast dugandi bónda-efni.“ Í Þjóðólfi 1850 segir: „Ef menn spyrja nú að því, hvernig kjósendurnir eigi að fá vissu sína um það, hvort að þeir menn, sem þeim leikur helzt hugur á að kjósa …“

En er oft bætt við fleiri tengingar en þær sem eru taldar í upphafi. Í Skírni 1868 segir: „Ráðherrann ... kvaðst eigi vilja standa fyrir hermálunum, nema að hann ljeti prússneska manninn fara úr þeirri þjónustu.“ Í Fjölni 1835 segir: „Jafnvel þótt að margar góðar og nytsamar bækur séu til á íslenzku, þá er samt hitt miklu fleira, sem enn er óskrifað um.“ Í Þjóðólfi 1853 segir: „Fyrst að hann nú játar sjálfur, að hann hlaupi yfir á því vaðinu, sem kennt er við hunda …“ Í Ísafold 1898 segir: „Sissener var ekki heima, þegar að ég kom, en hann kom heim nokkru áður en ég fór.“ Sjálfsagt mætti bæta einhverjum tengingum við þessa upptalningu.

Það er því ljóst að a.m.k. 200 ára hefð er fyrir flestum þeim afbrigðum sem þykja síðri en hin. Ég verð að játa að ég átta mig ekki á því hvers vegna á stundum að vera hluti samtengingar en stundum ekki. Mér þykir líklegt að æskilegri afbrigðin séu talin eldri, en í fornu máli standa þó því, þó og svo stundum án – hitt er mjög sjaldgæft að sé bætt við. En það er ljóst að mjög langt er síðan þetta fór að riðlast, eins og sést á dæmunum hér að framan sem öll eru síðan á 19. öld og mörg hver úr Fjölni sem venjulega hefur fremur þótt til fyrirmyndar um málfar en hitt.

Ég veit ekki hvort áðurnefndar reglur eru enn kenndar í skólum, en sé svo finnst mér það ástæðulaust – þær eiga sér enga stoð í málkerfinu. Að því marki sem nútíma málnotendur hafa tilfinningu fyrir því hvenær á að vera með og hvenær ekki held ég að sú tilfinning sé tillærð en ekki komin til á máltökuskeiði – a.m.k. er það þannig hjá mér. Ég lærði reglurnar í skóla á sínum tíma og þær festust svo í mér að ég skrifa alltaf sjálfkrafa á eftir því, þó og svo, en aldrei á eftir ef, hvort og sem – en í töluðu máli sleppi ég -inu hins vegar oftast á eftir fyrrnefndu tengingunum, en nota það iðulega á eftir þeim síðarnefndu, einkum sem.