Category: Erindi og greinar

Language Technology News – Iceland

Even though language technology work in Iceland started around the turn of the century, I think it is fair to say that Iceland’s participation in META-NET was a landmark in Icelandic language technology. The White Paper on Icelandic highlighted the alarming status of Icelandic language technology. Icelandic was one of only four languages receiving the lowest score in all four categories that were evaluated. At that time, the prospects of Icelandic LT were not good.

Following the publication of the White Paper, we started extensive lobbying and propaganda for Icelandic LT. In recent years, the prospective future of the Icelandic language has become the subject of much discussion in Iceland and even internationally. A number of influential newspapers have recently published articles on Icelandic in the digital age. These articles emphasize the threats that the digital revolution poses for Icelandic and other small languages.

We have made efforts to establish contacts with the big international IT companies in order to try to persuade them to include Icelandic in their products. Last year, the President of Iceland visited Microsoft headquarters in Seattle, accompanied by representatives from Language technology, both from academia and the private sector. On that occasion, Microsoft announced that Icelandic had been added to Microsoft Translator, which the President is testing here.

However, the campaign has of course mainly been fought within Iceland. The alarming results of the White Paper were discussed in the Icelandic Parliament in 2012 as you see on this picture. In 2014, the Parliament unanimously adopted a resolution on the necessity of making Icelandic usable in the digital domain. In 2016, three language technology experts were commissioned to develop a detailed five-year Project Plan for Icelandic language technology.

The Project Plan which was delivered in June 2017 proposes that emphasis be laid on five core tasks. Other proposals include the establishment of a competitive research and development fund, CLARIN ERIC membership, and strengthening of LT education. In the policy statement of the current Government, it is explicitly stated that the Project Plan will be implemented and financed. The estimated total cost of the project is around 20.2 million Euros.

In August 2018, the Ministry of Education, Science and Culture commissioned the self-owned foundation Almannarómur to conduct the five above-mentioned core tasks. A month ago, on September 4, a contract was signed between Almannarómur and the SÍM Consortium that will carry out the research and development work necessary for this project. The deliverables of the project will be stored and distributed by the CLARIN-IS Centre.

The LT Project Plan execution emphasizes getting industry involved as early as possible in the process. This is reflected in the SÍM consortium which consists of three academic institutions, the National Broadcasting Service, the Association of the Visually Impaired, and four private IT companies. Thus, the consortium comprises practically all institutions, companies, and people that have been working on language technology in Iceland for the past two decades.

Following the proposal in the Project Plan, Iceland has now joined CLARIN ERIC – only as an observer, but Icelandic law has now been changed so Iceland can apply for full membership. In 2007, the University of Iceland and Reykjavík University established a joint master’s program in Language Technology. This program has now been resurrected and strengthened and a number of students are enrolled. Furthermore, three LT PhD-students have started their studies.

The Research and Development Fund has already given out a few relatively small grants, and some project supported by the fund are well underway. It is expected that larger three-year grants will be advertised in the course of the next few months. The SÍM Consortium has been firmly established and work on all the core tasks has started already or will start in the near future. The consortium members are busy planning the project and recruiting and training staff.

The Icelandic Language Technology Project Plan is very ambitious and in order for it to go through, we will need all the advice and assistance we can get. International cooperation is of utmost importance, and we are confident that participation in the European Language Grid will be very valuable for our work in the next few years. So at the moment, the future of Icelandic Language Technology looks promising!

 

Um upphaf Beygingarlýsingar íslensks nútímamáls

Það er sérlega ánægjulegt að fá að segja nokkur orð um forsögu og upphaf Beygingarlýsingar íslensks nútímamáls sem hér er verið að opna í nýrri og endurbættri gerð. Ég stend nefnilega í þeirri meiningu að ég beri einhvern hluta ábyrgðarinnar á upphafi þessa verks. Kristín Bjarna­dóttir var nemandi minn í fyrsta námskeiðinu sem ég kenndi í íslensku, veturinn 1982-1983. Á vormisseri var viðfangsefnið einkum beygingar- og orðmyndunarfræði – ég var þá að skrifa kennslubókina Íslenska orðhlutafræði sem ég tíndi í nemendur jafnóðum. Ég er ekki frá því að áhuga Kristínar á orðum, gerð þeirra og hegðun, megi að einhverju leyti rekja til þessa nám­skeiðs. Beygingarlýsingin er náttúrulega barn Krist­ínar og sé þessi skilningur minn réttur má ég því kannski með vissum hætti kallast afi Beyg­ingar­lýsingar­innar.

Þetta var vorið 1983 og nú verð ég að hlaupa yfir 18 ár þótt ýmislegt hafi gerst á þeim árum sem segja mætti frá ef tími væri til. En í lok ágúst 2001 kom tilkynning á póstlista sem ég var á um að sænski máltækni­háskólinn, Swedish Graduate School of Language Technology, sem tók til starfa þetta haust, byði tvö námskeið sem unnt væri að taka í fjarnámi með staðlotum. Nemendur utan Svíþjóðar gátu sótt um að sækja þessi námskeið, og það sem skipti öllu máli – það var hugsanlegt að fá styrk til ferða og uppihalds úr norrænu máltækniáætluninni sem þá var í gangi. Við Kristín höfð­um oft rætt sameiginlegan áhuga okkar á máltækni – sem var nefnd tungutækni í þá daga – og ég hafði því samband við hana til að segja henni frá þessu.

Um sama leyti fékk ég póst frá Sigrúnu Helgadóttur, sem þá var nýhætt störfum á Hagstofu Íslands, og vildi spyrjast fyrir um máltæknikennslu sem til stóð að hæfist við Háskóla Íslands. Ég sagði henni frá sænska skólanum og þrem vikum síðar vorum við fjórir Íslendingar – Kristín, Sigrún, Auður Þórunn Rögnvaldsdóttir og ég – komin til Gautaborgar á staðlotu í námskeiði sem hét „Natural Language Processing“. Við sátum svo sveitt við verkefnavinnu allt haustið en námskeiðinu lauk með ráðstefnu í Växjö í janúar 2002. Þetta námskeið varð afdrifa­ríkt og markaði í raun upphaf reglulegs akademísks máltæknistarfs á Íslandi því að við héldum öll áfram að vinna á þessu sviði sem við hefðum varla gert án námskeiðsins, a.m.k. ekki Sigrún sem var einn helsti burðarás íslensks máltæknistarfs næstu 15 ár. Auk þess komumst við þar í kynni við ýmislegt fólk sem hjálpaði okkur af stað og við höfum síðan verið í meira og minna sambandi við.

Þetta sama haust, 2001, var svo auglýst í fyrsta skipti eftir umsóknum um styrki úr tungutækni­verkefni menntamálaráðuneytisins. Við fjögur, sem kölluðum okkur Málgreiningarhópinn eftir heimkomuna frá Gautaborg og verkefnavinnu í námskeiðinu, vorum svo uppveðruð og áhuga­söm að við áttum frumkvæði að þremur umsóknum sem sendar voru inn um miðjan desember. Við fengum Orðabók Háskólans í lið með okkur sem lá beint við – gögnin sem við ætluðum að byggja á voru þar, Kristín vann þar, og ég var stjórnarformaður Orðabókarinnar um þær mundir. Vorið 2002 ákvað svo menntamálaráðherra að styrkja tvær þessara umsókna.

Önnur þeirra umsókna sem fengu styrk var um gerð þjálfunarlíkans fyrir íslenskan markara og byggðist á því að í iðrum tölvukerfis Orðabókarinnar leyndust grunnskrár sem gerðar höfðu verið fyrir Íslenska orðtíðnibók áratug áður. Það var hrein heppni að þessar skrár höfðu varð­veist því að enginn sá gagnsemi þeirra fyrir, en þær urðu í raun undirstaða allrar vélrænnar mál­fræðigreiningar á íslensku næstu 15 árin – og að nokkru leyti enn. Þessi umsókn var send í nafni Orðabókar Háskólans og Málgreiningarhópsins. Umsóknin sem ekki fékk brautargengi í þetta skipti var um gerð íslenskrar málheildar – það verkefni fékk ekki styrk fyrr en þremur árum síðar og varð á endanum að Markaðri íslenskri málheild. Þess má geta að orðin mark, mark­ari, mörkun og málheild urðu öll til við samningu þessara umsókna um miðjan desember 2001.

Hin umsóknin sem fékk styrk var send í nafni Orðabókar Háskólans og Eddu útgáfa, en rík áhersla var lögð á að fyrirtæki tækju þátt í verkefnunum til að tryggja að þau nýttust við gerð mál­tækni­búnaðar. Sú umsókn var hugarsmíð Kristínar sem hafði lengi haft áhuga á að vinna slíkt verk en þarna komu loks forsendur til þess. Kristín var vitanlega búin að vinna að beyg­ingar­legri greiningu og lýsingu árum saman, einkum í tengslum við hið svokallaða norræna verkefni hjá Orðabókinni sem var undanfari ISLEX og svo við endurskoðun Íslenskrar orða­bókar á vegum Máls og menningar. Hún samdi því þessa umsókn að mestu, í ein­hverju samráði við Mörð Árnason sem þá var ritstjóri Íslenskrar orðabókar. Kristín hafði þá þegar lagt drög að beygingarlýsingunni, komið upp miklu hráefni í hana og hafði nokkuð mótaðar hugmyndir um hvað hún vildi gera. Í umsókninni frá því í desember 2001 koma megin­einkenni verksins fram en þar segir í byrjun:

Sótt er um styrk til gerðar beygingarlýsingar íslensks nútímamáls. Markmið er að koma upp beygingarlýsingu á tölvutæku formi sem birt verður í tölvuútgáfu Íslenskrar orðabókar […] frá Eddu hf. og á vefsíðu Orðabókar Háskólans […]. Aðgangur að beygingarupplýsingunum í formi beygingardæma yrði öllum frjáls án endurgjalds á heimasíðu Orðabókarinnar. Jafnframt yrði til tölvutæk beygingarlýsing sem yrði föl til nota í verkefni af ýmsu tagi.

Þarna var sem sé þegar í upphafi lögð áhersla á hið tvíþætta gildi Beygingarlýsingarinnar – annars vegar sem uppflettigagn fyrir almenning og hins vegar sem gagnasafn til nota í mál­tækni­verkefnum.

Þetta var haustið 2001 og nú eru aftur liðin 18 ár. Á þeim tíma hefur margt gerst sem ég ætla ekki að rekja en læt nægja að nefna að Kristín hefur verið óþreytandi í að byggja Beygingar­lýsinguna upp, auka og bæta. Það hefur skilað sér í því að Beygingarlýsingin hefur fullkomlega staðið undir þeim vonum sem við gerðum okkur í upphafi og þeim fyrirheitum sem gefin voru, enda er hún annars vegar eitt mikilvægasta og mest notaða stuðningsgagn íslenskra málnot­enda, og hins vegar ein meginundirstaða þróunar í íslenskri máltækni. Sú staða mun enn styrkj­ast með þessari nýju gerð.

Málbreytingar, málvillur og málstaðall

Góðir áheyrendur.

Ég þakka fyrir boð um að tala hér á þessu málþingi. Tungumálatöfrar eru mjög merkilegt framtak og ég óska gömlum nemanda mínum, Önnu Hildi, og öðrum aðstandendum til hamingju með það. Í byrjun ætla ég að ræða svolítið um hverjir þessir töfrar tungumálsins séu.

Í hverju tungumáli felast menningarverðmæti. Sérhvert tungumál er einstakt á einhvern hátt – orðaforði þess, setningagerð og hljóðkerfi eru frábrugðin öllum öðrum tungumálum, merk­ingar­blæbrigðin sem það getur tjáð geyma reynslu kynslóðanna og eru önnur en í öðrum málum. Tungumál sem deyr er að eilífu glatað – þótt við höfum um það miklar ritheimildir og upptökur, sem sjaldnast er, verður það aldrei endurvakið í sömu mynd því að tungumál lærist ekki til hlítar nema berast frá manni til manns – frá foreldrum til barna.

Sérhvert tungumál er líka merkilegt og einstakt frá fræðilegu sjónarmiði vegna þess að það getur hjálpað okkur að komast að einhverju um eðli mannlegs máls. Íslenska er t.d. viðfangsefni fræðimanna víða um heim og dæmi úr íslensku eru notuð í kennslu í miklum fjölda erlendra háskóla. Ástæðan er ekki síst sú að íslenskan er náskyld ensku og lík henni á margan hátt, þannig að auðvelt er að bera málin saman og láta sérkenni íslenskunnar í beygingum og setn­inga­­gerð varpa ljósi á eðli mismunar málanna og ýmissa fyrirbæra í þeim.

Á Íslandi er tungumálið er líka beintenging okkar við sögu og menningu þjóðarinnar fyrr á tímum. Íslendingar njóta þeirra forréttinda umfram flestar aðrar þjóðir að geta tiltölulega auð­veld­lega lesið texta allar götur frá upphafi ritaldar fyrir 900 árum, án þess að þeir séu þýddir á nútímamál. Ef íslenskan tekur róttækum breytingum, eða hættir að vera lifandi tungumál, missum við ekki bara bein tengsl við Hávamál og Njálu, heldur líka við Íslenskan aðal og Íslandsklukkuna, Engla alheimsins og Kalda­ljós, og meira að segja Ungfrú Ísland og Sextíu kíló af sólskini.

Vitanlega er tungumálið ekki síður félagslegt fyrirbæri – langsamlega mikil­vægasta sam­skipta­tæki okkar við annað fólk. Þess vegna má það ekki staðna, heldur þarf að vera lifandi og laga sig að þörfum samfélagsins á hverjum tíma. Hún verður að þola tilbrigði í fram­burði, beyg­ingum og setningagerð, og að ný orð komi inn í málið og gömul orð fái nýja merkingu. Hún má ekki verða einkaeign ákveðinna hópa, og það má ekki nota hana og tilbrigði í beitingu hennar til að mismuna fólki eða skipa því í andstæðar fylkingar. Við þurfum að styðja þau sem vilja lifa og starfa í íslensku samfélagi til að ná góðu valdi á þessu mikilvæga samskiptatæki en megum ekki láta takmarkaða íslenskukunnáttu fólks bitna á því á nokkurn hátt.

En síðast en ekki síst er tungumálið útrás fyrir tilfinningar okkar – ást og gleði, hatur og reiði, sorg og hryggð, vonir og þrár – en líka tæki okkar til sköpunar, miðlunar og frjórrar hugsunar. Tungumál sem við tileinkum okkur á máltökuskeiði, móður­mál okkar, er hluti af okkur sjálfum, einkaeign okkar jafnframt því að vera sam­eign alls málsamfélagsins og í vissum skilningi alls mannkyns. Þetta hljómar eins og þversögn – og er þversögn. Það er ekki einfalt að umgangast málið þannig að öll hlutverk þess séu höfð í heiðri.

Það er samt það sem við þurfum að reyna að gera – með umburðar­lyndi, virðingu og tillitssemi að leiðarljósi. En því miður skortir oft á það í umræðum um tungumálið. Fjöldi fólks stundar það að hnýta í málfar annarra sem tala ekki eins og þessum sjálfskipuðu verndurum tungunnar þykir rétt – fólks sem fylgir ekki hinum óopinbera íslenska málstaðli.  Þessi málstaðall, viðmið um rétt mál og rangt, varð til á 19. öld þótt rætur hans séu vissulega í fornmáli, og komst í endanlegt form á fyrri hluta 20. aldar. Hann miðast því við það sem þótti vandað ritmál fyrir 80–100 árum. Síðan þá hefur eiginlega allt breyst í íslensku þjóðfélagi og það væri mjög undarlegt ef sama málsnið þjónaði þörfum okkar núna og fyrir einni öld. Enda er það auðvitað ekki svo. Íslenskan – daglegt mál – hefur breyst talsvert undanfarna öld. Ýmsar málbreytingar hafa komið upp og breiðst út, og jafnvel náð til verulegs hluta landsmanna, án þess að verða hluti af staðlinum.

Samkvæmt þessum staðli á ekki að segja „mér langar“ heldur „mig langar“, ekki „ég vill“ heldur „ég vil“, ekki „við hvorn annan“ heldur „hvor við annan“ ekki „hjá sitthvorri“ heldur „sinn hjá hvorri“, ekki „ef hann sé heima“ heldur „ef hann er heima“, ekki „eins og mamma sín“ heldur „eins og mamma hennar“, ekki „vegna lagningu“ heldur „vegna lagningar“, ekki „það var hrint mér“ heldur „mér var hrint“, ekki „rétta upp hendi“ heldur „rétta upp hönd“, ekki „ég er ekki að skilja þetta“ heldur „ég skil þetta ekki“, ekki „báðir tónleikarnir“ heldur – ja, hvað? „Hvorir tveggja tónleikarnir“? „Hvorirtveggju tónleikarnir“? Hver segir það eiginlega?

Það sem ekki á að segja, þau afbrigði sem samræmast ekki staðlinum, eru kölluð málvillur, þrátt fyrir að talsverður hluti þeirra sem eiga íslensku að móðurmáli – í sumum tilvikum meirihluti – noti þau. En hugum aðeins að því hvað við erum að segja með þessu. Erum við að segja að fólk sem elst upp í íslensku málumhverfi og tileinkar sér íslensku á máltökuskeiði kunni ekki íslensku? Getur málbreyting sem hefur náð til umtalsverðs hluta málnotenda verið villa? Hvaða vit er í því? Athugið að málstaðallinn sem notaður er til að skilgreina villurnar er mannanna verk, og það er á margan hátt tilviljanakennt hvað rataði inn í hann. Margar breytingar sem orðið hafa frá fornmáli komust inn í staðalinn og eru viðurkenndar og ekki taldar villur.

Þetta táknar ekki að rétt sé að viðurkenna öll afbrigði frá staðlinum, eða vísa hugtakinu málvilla út í hafsauga. Mér finnst alltaf best að nota skilgreiningu nefndar um „málvöndun og framburðarkennslu í grunnskólum“ frá 1986: „rétt mál er það sem er í samræmi við málvenju, rangt er það sem brýtur í bága við málvenju“. Í samræmi við þetta er alveg eðlilegt að kalla tilviljanakennd og einstaklingsbundin frávik frá staðlinum málvillur, en ef frávikin eru farin að ná til hóps af fólki og börn farin að tileinka sér þau á máltökuskeiði er eðlilegt að tala um málbreytingu en ekki villu. Það er að mínu mati mjög brýnt að breyta málstaðlinum sem hefur gilt undanfarna öld, viðurkenna staðreyndir og taka inn í staðalinn ýmsar breytingar sem hafa verið í gangi og verða ekki stöðvaðar.

Það má nefnilega ekki vera þannig að einhverjum hópum eða einstaklingum í samfélaginu finnist ís­lensk­an ekki gera ráð fyrir sér, og það má ekki heldur vera þannig að einhverjum finnist gert lítið úr því máli og þeirri málnotkun sem þau eru alin upp við eða hafa vanist. Þótt sumir tali svolítið öðruvísi íslensku en þá sem ég ólst upp við í norðlenskri sveit fyrir 50-60 árum gefur það mér engan rétt til að fordæma íslensku annarra eða líta niður á hana. Íslenskan er nefnilega alls konar. App er líka íslenska. Mér langar er líka íslenska. Hán er líka íslenska. Og síðast en ekki síst: Íslenska með hreim og beygingarvillum er líka íslenska.

Fyrir viku, laugardaginn 1. júní, birtist í Fréttablaðinu frábær pistill eftir Sif Sigmarsdóttur, rithöfund í London og annan gamlan nemanda minn. Þar segir meðal annars:

Eins og margir íslenskir foreldrar sem búa erlendis hélt ég í einfeldni minni að börnin yrðu fyrirhafnarlaust jafnvíg á íslensku og ensku. En þvert á það sem ég hafði heyrt verða börn ekki sjálfkrafa tvítyngd. Þótt báðir foreldrar á heimilinu séu íslenskir, tali alltaf íslensku, lesi fyrir börnin á íslensku og hrifsi daglega af þeim Netflix-fjarstýringuna og neyði þau til að horfa á rispaðan DVD-disk með Skoppu og Skrítlu er enskan þeim tamari.

Tungumál í lífi tvítyngdra barna eiga í stöðugri samkeppni. Tungumálið sem er ríkjandi í umhverfi þeirra – tungumálið sem er talað í skólanum, sem vinirnir tala og þau heyra í sjónvarpinu – nær oft yfirhöndinni.

Hér á Íslandi er þetta enn flóknara fyrir börn af erlendum uppruna og samkeppnin enn meiri. Þau hafa tungumál foreldranna á heimilinu, íslenskuna í skólanum, en enskuna í sjónvarpinu og á netinu. Þau þurfa í raun að vera þrítyngd. Rannsóknir sýna að í fjöltyngdu umhverfi, eins og þessi börn búa í, skiptir viðhorf til tungumálanna miklu máli. Ef börnin tengja íslenskuna fyrst og fremst við skólann, þar sem þau standa oft höllum fæti, en enskuna við skemmtun og afþreyingu er veruleg hætta á að þau leggi ekki rækt við íslenskuna og hún verði undir. Þess vegna skiptir gífurlegu máli að sinna þessum börnum vel og sjá til þess að íslenskan í umhverfi þeirra verði skemmtileg.

Fyrir ári hafði blaðið Grapevine, sem gefið er út á ensku í Reykjavík, samband við mig og bað mig að svara spurningunni „Why is Icelandic such a difficult language to learn?“ eða „Hvers vegna er íslenska svona erfið?“. Þetta er goðsögn sem margir þekkja, að íslenska sé með erfiðustu málum. Vissulega er ýmislegt í íslensku sem getur verið snúið, en það fer þó að talsverðu leyti eftir móðurmáli málnemans og þeim tungumálum sem hann hefur haft kynni af. Íslenska hefur ríkulegar beygingar miðað við ensku t.d., en slíkt ætti ekki að koma fólki af slavneskum uppruna á óvart. Það eru ákveðin sérkenni í íslensku hljóðkerfi og setningagerð sem geta vafist fyrir útlendingum, en þegar á heildina er litið er varla hægt að segja að íslenska sé erfiðari en gengur og gerist um tungumál.

En hitt er vissulega rétt að mörgum útlendingum finnst íslenska erfið og hika við að tala hana við Íslendinga. Ég held að ein ástæðan fyrir því sé sú að Íslendingar eru ekki – eða hafa ekki verið – sérlega umburðarlyndir gagnvart beygingarvillum, erlendum hreim, og öðrum merkjum um ófullkomna íslensku. Ísland var til skamms tíma eintyngt samfélag og við vorum því ekki vön því að heyra útlendinga reyna að tala málið og hætti til að gagnrýna tilraunir þeirra til þess harkalega. En málfærni fæst ekki nema með æfingu, og til að ná valdi á tungumáli þurfum við að fá tækifæri til að nota það við mismunandi aðstæður. Því miður eru Íslendingar mjög gjarnir á að skipta yfir í ensku um leið og þeir átta sig á því að viðmælandinn talar íslensku ekki reiprennandi. Þetta þarf að breytast – við þurfum að vera þolinmóðari og umburðarlyndari gagnvart ófullkominni íslensku.

Það er hreint ekki sjálfgefið að 350 þúsund manna þjóð eigi sér sjálfstætt tungumál sem sé notað á öllum sviðum þjóðlífsins, og ýmislegt bendir til þess að samfélags- og tækni­breytingar síðustu 10 ára eða svo valdi því að íslenskan gæti átt undir högg að sækja á næstu árum og áratugum. Eins og áður segir ræður viðhorf málnotenda til móðurmáls síns, ekki síst við­horf ungu kynslóðarinnar, miklu um framtíðarhorfur málsins. Það eru ýmsar vísbendingar um að ungir Íslendingar líti ekki á tungumálið sem jafnmikilvægan þátt í sjálfs­mynd sinni og þau sem eldri eru og hafi ekki jafnjákvætt viðhorf til málsins. Ungt fólk nú á dögum sér allan heiminn sem leiksvið sitt – það vill geta lært, starfað og búið erlendis og veit að íslenskan gagnast því lítið utan Íslands. Ef ekki verður heldur hægt að nota málið alls staðar á Íslandi, og jafnvel ekki inni á heimilinu í samskiptum við stafræna aðstoðarmenn og önnur tölvustýrð tæki, er hætt við að unga kyn­slóðin missi trú á íslenskuna og gagnsemi hennar.

Grundvöllur að framtíð íslenskunnar er lagður á máltökuskeiði. Ekkert er jafnmikilvægt og samtal við fullorðið fólk til að byggja upp auðugt málkerfi og styrka málkennd barna. Þess vegna er stytting vinnutímans eitt af því mikilvægasta sem við getum gert til að styrkja íslenskuna – að því tilskildu að foreldrar verji auknum frítíma ekki í eigin snjalltækjum heldur til samveru og samtals með börnum sínum. Þannig stuðlum við að því að börnin okkar geti áfram notað íslensku á öllum sviðum – og vilji gera það.

Takk fyrir áheyrnina – áfram íslenska!

Um framtíð íslenskunnar

Fyrir rúmum mánuði minntumst við þess að öld var liðin síðan Íslendingar öðluðust fullveldi. En til er annars konar og engu ómerkara fullveldi en það stjórnarfarslega fullveldi sem við fengum 1918. Það er menningarlegt fullveldi þar sem tungumálið er grunnþáttur og meginforsenda. Tungumál smáþjóðar skapar sérstakan menningarheim sem bægir frá áhrifum annarra menningar­heima og torveldar jafnframt aðgang okkar að þeim.

Á síðustu árum hafa þó orðið gífurlegar samfélags- og tæknibreytingar sem valda því að Íslendingar komast nú í nánari og víðtækari snertingu en áður við aðra menningu og menningarheima. Það er gott, því það eykur okkur víðsýni og auðgar okkar eigin menningu. En stærsta áskorunin sem við stöndum nú frammi fyrir á sviði íslenskrar menningar er að tryggja að leiðir milli íslensks menningarheims og annarra menningarheima haldist greiðar – í báðar áttir – án þess að það verði á kostnað íslenskunnar.

En það er ekki nýtt að rætt sé um að íslenskan sé í hættu. Margir kannast við spádóm danska málfræðingsins Rasmusar Kristjáns Rasks sem dvaldi um hríð á Íslandi snemma á 19. öld. Í bréfi til vinar síns árið 1813 sagði hann:

Annars þjer einlæglega að segja held jeg, að íslenskan bráðum muni útaf deyja; reikna jeg, að varla muni nokkur skilja hana í Reykjavík að 100 árum liðnum, en varla nokk­ur í landinu að öðrum 200 árum þar upp frá, ef allt fer eins og hingað til og ekki verða rammar skorður við reistar.

Eins og alkunna er voru einmitt „rammar skorður við reistar“ upp úr þessu. Með róman­tísku stefnunni kom aukin þjóðerniskennd og henni fylgdi hreinsun málsins af dönskum áhrifum. Í þeirri endurreisn íslenskunnar var mikið leitað til fornmálsins og leitast við að útrýma ýmsum breytingum sem höfðu orðið á málinu frá ritunartíma Íslendingasagna. Það má segja að á seinni hluta 19. aldar og í upphafi þeirrar 20. hafi mótast sá óopinberi málstaðall sem í stórum dráttum er fylgt enn í dag – hugmyndir um hvað sé rétt og rangt í máli, hvernig orð eigi að beygjast, hvernig orðaröð eigi að vera, o.s.frv. Og alla tíð síðan á 19. öld hefur sú skoðun verið áberandi að málinu fari hrakandi, að unga kynslóðin sé að fara með það norður og niður.

Allir þekkja dæmi um málbreytingar sem hafa verið fordæmdar, margar áratugum saman. Þar ber líklega hæst „þágufallssýkina“ svokölluðu, þar sem fólk segir mér langarmér vantarmér hlakkar og annað svipað í stað mig langarmig vantarég hlakka sem er talið rétt. Þetta er málbreyting sem á rætur á 19. öld en hefur verið áberandi a.m.k. síðan á fyrsta þriðjungi 20. aldar og virðist smám saman sækja í sig veðrið. Önnur breyting sem er nýrri og enn sem kom­ið er helst áberandi í máli barna og unglinga er hin svokallaða „nýja þolmynd“ þar sem sagt er það var barið mig í stað ég var barin(n) og það var hrint mér í stað mér var hrint. Þessi breyt­ing virðist eiga rætur um miðja síðustu öld en hefur breiðst mikið út undanfarinn aldarfjórð­ung.

Það væri auðvitað hægt að nefna miklu fleiri atriði sem eru að breytast í málinu en ég hef satt að segja engar áhyggjur af breyt­ingum af þessu tagi. Í allri málsögunni hefur fallstjórn sagna og beyging nafnorða verið að breytast – sumt af því sem nú er talið rétt í málinu hefur breyst frá fornu máli, og oft virðist vera tilvilj­ana­kennt hvaða breytingar hafa verið viðurkenndar og hverjar ekki. Það er samt ekki þar með sagt að allar málbreytingar séu óskaðlegar málinu, eða allt sé í lagi að það breytist hvernig sem er. En svo framarlega sem ekki er hróflað við kerf­inu sé ég enga ástæðu til svartsýni.

Meðan við höldum áfram að beygja orð skiptir ekki öllu máli hvaða fall er notað eða hvaða beygingarmynd. En ef við hættum að beygja orð, og beygingakerfið lætur verulega á sjá eins og það hefur gert í öðrum Norðurlandamálum, þá er ástæða til að bregðast við. Slík breyting hefði mikil áhrif á setningagerð og fæli í sér grundvallarbreytingu á öllu yfir­bragði málsins. Líklegt er að hún myndi leiða til þess að rof yrði í málinu, þannig að allir textar frá því fyrir slíka breytingu, allt frá 12. til 21. aldar, yrðu óskiljanlegir þeim sem á eftir kæmu.

En það er ekkert sem bendir til þess að slíkt hrun sé yfirvofandi. Fólk sem segir mér langartil drottningu eða til föðurs er ekkert hætt að beygja orðin. Einu vís­bend­ingarnar sem ég kann­ast við um veiklun beygingakerfisins eru ensk lýsingarorð eins og töffnæskúl og einhver fleiri, sem venjulega eru notuð óbeygð í íslensku. Sama gerist oft með nýjar slettur í málinu; en ef þær fá einhverja útbreiðslu falla þær venju­lega að meira eða minna leyti inn í beyginga­kerfið. Nafnorðin fá a.m.k. kyn og greini, og iðulega fallendingar; sagnirnar fá þátíðarend­ing­ar og endingar persónu og tölu.

Af heiti forrits­ins Instagram er komin sögnin (insta)gramma. Hún gengur fullkomlega inn í íslenska sagn­beygingu – við segjum ég (insta)gramma þettavið (insta)-grömmuðum þetta o.s.frv. Af heiti forritsins Snapchat er komin sögnin snappa, og einnig nafn­orð­ið snapp. Það fær íslenskan framburð, rímar við happ; það fær hvorugkyn og greini, við tölum um snappið; og það breytir a í ö í fleirtölu eins og hvorugkynsorð gera, við tölum um mörg snöpp. Sögnin gúgla er einnig alþekkt og mikið notuð.

Vissulega eru erlendar slettur af þessu tagi oft hafðar til marks um það að málið sé að fara í hundana. En ég held að það sé ástæðulaust. Það eru alltaf að koma nýjar og nýjar enskuslettur, en aðrar hverfa í staðinn. Þegar ég var að alast upp var talsvert af dönskuslettum í daglegu máli en þær eru nú flestar horfnar. Slettur koma helst inn í máli unglinga og margar þeirra úreldast mjög fljótt, þótt vissulega lifi sumar áfram. Ef þær sem lifa laga sig að beygingakerf­inu, eins og snapp(insta)grammagúgla og ótal­margar aðrar, þá sé ég ekki að þær valdi miklum skaða.

Ég vil samt leggja áherslu á að með þessu er ég ekki endilega að leggja blessun mína yfir ýmsar málbreytingar. Ég er ekki að segja mönnum að hætta að amast við þágufallssýki eða enskuslettum – það verður hver að gera upp við sig. Ég er bara að segja að þessar breyt­ing­ar skapa enga stórhættu fyrir íslenskuna. En reyndar held ég að áköf barátta gegn þeim geti verið skaðleg því að hún dregur athyglina frá alvarlegri ógnunum.

Við erum nefnilega smátt og smátt að átta okkur á því að annars konar hætta steðjar að málinu. Hún varðar það sem stundum er kallað umdæmi málsins. Það er sem sé hættan á því að ís­lenska missi beinlínis ákveðin notkunarsvið til enskunnar – annað­hvort vegna þess að mál­not­endur kjósi fremur að nota ensku á ákveðnum sviðum, eða þá vegna þess að þeir séu beinlínis neydd­ir til þess vegna þess að íslenska sé ekki í boði. Í fljótu bragði sér maður kannski ekki ástæðu til að hafa áhyggjur af þessu, og því er oft haldið fram að íslenskan standi vel um þess­ar mundir, og hafi jafnvel aldrei staðið sterkar. Það má t.d. nefna að UNESCO hefur útbúið mælikvarða um lífvænleik tungumála, og samkvæmt honum stendur íslenska mjög sterkt því að hún er notuð á öllum sviðum þjóð­lífins; í stjórnkerfinu, í menntakerfinu, í verslun og við­skiptum, í fjölmiðlum, í menn­ingarlífinu, og í öllum daglegum samskiptum fólks.

En þótt staðan virðist þannig góð á yfirborðinu er hún brothætt – það þarf ekki mikið til að fari að molna úr undirstöðunum. Álag á íslenskuna hefur nefnilega vaxið mjög mikið á undan­förn­um 10 árum eða svo og mun fyrirsjáanlega aukast enn á næst­unni. Því valda víðtækar breytingar sem orðið hafa á íslensku þjóðfélagi – sumar samfélagslegs eðlis en aðrar tæknilegs. Þær helstu eru:

  • Ferðamannastraumurinn. Fjölgun ferðamanna hefur haft mikil áhrif bæði í við­skipta­lífinu og menningarlífinu. Verslanir leggja sífellt meiri áherslu á að höfða til út­lend­inga með auglýsingum og vörumerkingum á ensku, og sleppa jafn­vel íslenskunni. Menn­ingarviðburðir af ýmsu tagi, s.s. tónleikar og leik­sýningar, fara einnig í auknum mæli fram á ensku til að ná til ferða­manna.
  • Fjölgun innflytjenda. Búast má við að fólki með annað móðurmál en íslensku fjölgi verulega á næstu árum. Þar er aðallega um að ræða erlent vinnuafl, en einn­ig hælisleitendur og flóttamenn. Nýlega kom fram í fréttum að þörf væri á stór­felldum innflutningi vinnuafls á næstu árum, þannig að búast mætti við því að 15% íbúa lands­ins yrði af erlendum uppruna árið 2030.
  • Háskólastarf á ensku. Skiptinemum og öðr­um erlendum stúdentum við ís­lenska háskóla fer fjölg­andi og einnig erlendum kennurum. Vaxandi hluti há­skóla­kennslu fer því fram á ensku. Jafnframt er sífellt meiri áhersla lögð á virka þátt­töku í alþjóðlegu háskóla­starfi þar sem enska er aðaltungumálið. Þjálfun stúdenta í að fjalla um við­fangs­efni sín á íslensku fer því minnkandi.
  • Alþjóðavæðingin. Breytt heimsmynd hefur leitt til þess að fólk er hreyfanlegra en áður og íslenskir unglingar sjá ekki framtíð sína endilega á Íslandi. Í nýlegri könn­un kom fram að helmingur 15-16 ára unglinga á Íslandi vill búa erlendis í fram­tíðinni – var þriðjungur fyrir hrun. Ekki er ótrúlegt að þetta hafi áhrif á við­horf unglinga til íslenskunnar sem þeir vita að gagnast þeim lítið erlendis.
  • Snjalltækjabyltingin. Flestir Íslendingar, a.m.k. yngra fólk, eiga snjallsíma eða spjald­tölvur nema hvorttveggja sé. Í gegnum þau tæki er fólk sítengt við alþjóð­legan menn­ingarheim sem er að verulegu leyti á ensku, þar er fólk að spila leiki á ensku, horfa á myndefni á ensku o.s.frv. Notendur þessara tækja eru sífellt með þau á lofti og þannig hefur dregið úr venjulegum samskiptum á íslensku.
  • Gagnvirkir tölvuleikir. Margir, einkum yngra fólk, spila mikið af tölvuleikjum sem eru undantekningarlaust á ensku. Margir þessara leikja eru spilaðir á netinu þannig að þátttakendur geta verið víða um heim. Leikirnir eru iðulega gagn­virkir – krefjast mállegra samskipta á ensku. Sú málkunnátta sem þannig byggist upp er því virk og gerir meiri kröfur til notenda en óvirk kunnátta.
  • YouTube- og Netflix-væðingin. Nær allir Íslendingar eru nettengdir og hafa þannig aðgang að ótakmörkuðu myndefni á YouTube, Netflix og öðrum efnis­veitum. Notendum Netflix hefur fjölgað verulega eftir að það varð opin­berlega í boði á Ís­landi. Líklegt er að börn og unglingar séu stór hluti neytenda þessa efnis sem vita­skuld er mestallt á ensku og ótextað.
  • Talstýring tækja. Flest tæki eru nú tölvustýrð að mestu leyti og þessum tækj­um verður á næstunni stjórnað með tungumálinu að miklu leyti – við munum tala við tæk­in. Margir þekkja nú þegar leiðsögutæki í bílum, eða Siri í iPhone, eða stafræna aðstoðarmenn sem talað er við. Framfarir í talgreiningu eru stórstígar og búast má við að ýmsum algengum heim­ilistækjum verði stjórnað með því að tala við þau.

Allt er þetta mjög jákvætt, út af fyrir sig. Það er gott að fólk eigi kost á fjölbreyttri af­þrey­ingu og samskiptum, ferðamannastraumurinn er kærkomin innspýting í efna­hags­lífið, fjölgun inn­flytj­enda vinnur gegn lækkandi fæðingartíðni og eykur fjölbreytni þjóð­lífins, það er þægilegt að geta stjórnað tækjum með því að tala við þau, og vitan­lega er frá­bært að æska landsins skuli eiga kost á því að taka þátt í alþjóðlegu rann­sóknar- og þróunarstarfi, sækja sér menntun og atvinnu hvert sem hana lystir og búa erlendis um skemmri tíma eða til lang­frama. Það er heldur ekki nema gott um það að segja að Íslendingar læri ensku sem yngstir og sem best því að hún er vitanlega lykill að svo mörgu.

En þetta skapar mikið álag og þrýsting á íslenskuna. Til að verða ör­ugg­ir málnotendur þurfa börn og ung­lingar að hafa mikla íslensku í öllu málumhverfi sínu. Sá tími sem varið er í af­þrey­ingu, sam­skipti og störf á ensku er að mestu leyti tekinn frá íslensk­unni. Við það bætist að bóklestur á íslensku, sem er ein mikilvægasta aðferðin til að efla kunnáttu í málinu og til­finningu fyrir því, hefur minnkað verulega á undanförnum árum, a.m.k. meðal ungs fólks.

Eins og sagt var í upphafi spáði Rasmus Rask því árið 1813 að íslenskan yrði liðin undir lok í Reykjavík að 100 árum liðnum, og á öllu landinu eftir 200 ár þar frá – „ef ekki verða rammar skorð­ur við reistar“, sagði hann. Það var einmitt það sem hann og aðrir gerðu næstu árin, reistu rammar skorður, þannig að íslenskan er enn notuð í Reykja­vík eins og annars staðar á land­inu. Enn er þó ekki útséð um að seinni hluti spá­dómsins rætist, þ.e. að ís­lenska verði horfin af landinu öllu árið 2113.

Það er nefnilega hreint ekki sjálfgefið að 350 þúsund manna þjóð eigi sér sjálfstætt tungumál sem sé notað á öllum sviðum þjóðlífsins, og ýmislegt bendir til þess að framangreindar þjóðfélags­breytingar síðustu 10 ára eða svo valdi því að íslenskan gæti átt undir högg að sækja á næstu árum og áratugum. Við því þarf að bregðast, því þrátt fyrir alþjóðavæðingu og tækniframfarir er íslenskan enn óendanlega mikilvæg fyrir íslenskt samfélag, og fyrir okkur sem eigum hana að móður­máli. Fyrir því eru fleiri ástæður en við leiðum kannski hugann að í fljótu bragði.

Í hverju tungumáli felast menningarverðmæti. Sérhvert tungumál er einstakt á einhvern hátt – orðaforði þess, setningagerð og hljóðkerfi eru frábrugðin öllum öðrum tungumálum, merk­ingar­blæbrigðin sem það getur tjáð geyma reynslu kynslóðanna og eru önnur en í öðrum málum. Tungumál sem deyr er að eilífu glatað – þótt við höfum um það miklar ritheimildir og upptökur, sem sjaldnast er, verður það aldrei endurvakið í sömu mynd því að tungumál lærist ekki til hlítar nema berast frá manni til manns – frá foreldrum til barna.

Sérhvert tungumál er líka merkilegt og einstakt frá fræðilegu sjónarmiði vegna þess að það getur hjálpað okkur að komast að einhverju um eðli mannlegs máls. Íslenska er t.d. viðfangsefni fræðimanna víða um heim og dæmi úr íslensku eru notuð í kennslu í miklum fjölda erlendra háskóla. Ástæðan er ekki síst sú að íslenskan er náskyld ensku og lík henni á margan hátt, þannig að auðvelt er að bera málin saman og láta sérkenni íslenskunnar í beygingum og setn­inga­­gerð varpa ljósi á eðli mismunar málanna og ýmissa fyrirbæra í þeim.

Íslenskan er líka beintenging okkar við sögu og menningu þjóðarinnar fyrr á tímum. Eins og áður er nefnt njótum við þeirra forréttinda umfram flestar aðrar þjóðir að geta tiltölulega auð­veld­lega lesið texta allar götur frá upphafi ritaldar fyrir 900 árum, án þess að þeir séu þýddir á nútímamál. Ef íslenskan tekur róttækum breytingum, eða hættir að vera lifandi tungumál, missum við ekki bara bein tengsl við Hávamál og Njálu, heldur líka við Íslenskan aðal og ÍslandsklukkunaEngla alheimsins og Kalda­ljós, og meira að segja Ungfrú Ísland og Sextíu kíló af sólskini. Þar með væri hið margrómaða samhengi í ís­lensk­um bókmenntum og menningu fokið út í veður og vind.

Vitanlega er íslenskan ekki síður félagslegt fyrirbæri – langsamlega mikil­vægasta sam­skipta­tæki okkar við annað fólk. Þess vegna má hún ekki staðna, heldur þarf að vera lifandi og laga sig að þörfum samfélagsins á hverjum tíma. Hún verður að þola tilbrigði í fram­burði, beyg­ingum og setningagerð, og að ný orð komi inn í málið og gömul orð fái nýja merkingu. Hún má ekki verða einkaeign ákveðinna hópa, og það má ekki nota hana og tilbrigði í beitingu hennar til að mismuna fólki eða skipa því í andstæðar fylkingar.

En síðast en ekki síst er íslenskan útrás fyrir tilfinningar okkar – ást og gleði, hatur og reiði, sorg og hryggð, vonir og þrár – en líka tæki okkar til sköpunar, miðlunar og frjórrar hugsunar. Tungumál sem við tileinkum okkur á máltökuskeiði, móður­mál okkar, er hluti af okkur sjálfum, einkaeign okkar jafnframt því að vera sam­eign alls málsamfélagsins og í vissum skilningi alls mannkyns. Þetta hljómar eins og þversögn – og er þversögn. Það er ekki einfalt að umgangast málið þannig að öll hlutverk þess séu höfð í heiðri.

Það er samt það sem við þurfum að reyna að gera – með umburðar­lyndi, virðingu og tillitssemi að leiðarljósi. Það má ekki vera þannig að einhverjum hópum eða einstaklingum í samfélaginu finnist ís­lensk­an ekki gera ráð fyrir sér, og það má ekki heldur vera þannig að einhverjum finnist gert lítið úr því máli og þeirri málnotkun sem þau eru alin upp við eða hafa vanist. Íslenskan er nefnilega alls konar. Íslenska með hreim er líka íslenska. App er líka íslenska. Mér langar er líka íslenska. Hán er líka íslenska. Vissulega ekki nákvæmlega sú íslenska sem ég ólst upp við í norðlenskri sveit fyrir 50-60 árum, en það gefur mér engan rétt til að fordæma íslensku annarra eða líta niður á hana.

Viðhorf málnotenda til móðurmáls síns, ekki síst við­horf ungu kynslóðarinnar, ræður miklu um framtíðarhorfur málsins. Það eru ýmsar vísbendingar um að ungir Íslendingar líti ekki á tungumálið sem jafnmikilvægan þátt í sjálfs­mynd sinni og þau sem eldri eru og hafi ekki jafnjákvætt viðhorf til málsins. Ungt fólk nú á dögum sér allan heiminn sem leiksvið sitt – það vill geta lært, starfað og búið erlendis og veit að íslenskan gagnast því lítið utan Íslands. Ef ekki verður heldur hægt að nota málið alls staðar á Íslandi, og jafnvel ekki inni á heimilinu í samskiptum við stafræna aðstoðarmenn og önnur tölvustýrð tæki, er hætt við að unga kyn­slóðin missi trú á íslenskuna og gagnsemi hennar.

Fyrir rúmri viku birtist á mbl.is viðtal við upplýsingafulltrúa Símans sem kynntur var sem „áhugamaður um tækni og nýjungar“. Hann telur að 2019 verði „árið sem fjarstýringin deyr og að raddstýringin taki alveg yfir“, árið „þar sem venjuleg heimili byrja að horfa til tækninnar“. Hann heldur áfram: „Það sem stendur uppbyggingunni helst fyrir þrifum byrjar og endar á raddstýringu og við þurfum alltaf að tala ensku. Ég er með lása, perur og fjarstýringar hjá mér og þarf alltaf að tala ensku“ segir Guðmundur sem „játar að það geti verið þreytandi“.

Eitt það mikilvægasta og gagn­legasta sem við getum gert til að styrkja stöðu íslenskunnar er því að gera átak á sviði íslenskrar máltækni.  Með máltækni er átt við margs konar tengsl tungumáls og tölvutækni – máltækni gerir okkur kleift að hafa sam­skipti við tölvurnar, og nýta þær á ýmsan hátt til að liðsinna okkur við tungumálið. Með nýsamþykktri aðgerðaáætlun í máltækni er stigið stórt skref til að tryggja að við getum notað íslenskuna áfram – ekki bara í þeim mikilvægu hlut­verkum sem ég nefndi áðan, heldur einnig í nýju hlutverki í sam­skipt­um okkar við tölvur og hvers kyns tölvustýrð tæki í þeim stafræna heimi gervigreindar sem við erum á hraðri leið inn í.

En við þurfum líka að sjá til þess að þjóðin eigi greiðan aðgang að margs kyns afþreyingu, fræðslu og list á íslensku, bæði á bók og í stafrænu formi. Nú hefur mennta- og menningarmálaráðherra lagt fram þingsályktunartillögu um að efla íslensku sem opinbert mál á Íslandi. Þar er lögð áhersla á „nauðsyn þess að tryggja að tungumálið verði áfram notað á öllum sviðum íslensks samfélags“, „vitundarvakningu um mikilvægi íslenskrar tungu, gildi hennar og sérstöðu“, og „mikilvægi þess að íslenska sé lifandi tungumál í stöðugri þróun og helsta samskiptamál samfélagsins“. Tillagan skiptist í 22 liði sem fjalla um ýmsa þætti í menntun og skólastarfi, menningu, tækniþróun, stjórnsýslu o.fl. Vonandi verður þessi tillaga samþykkt en það er þó til lítils ef henni verður ekki fylgt eftir með verulegu fjármagni.

Eitt það mikilvægasta í þessari tillögu er sú áhersla sem þar er lögð á mikilvægi kennslu í íslensku sem öðru máli. Við verðum að styðja þau sem vilja lifa og starfa í íslensku samfélagi til að ná góðu valdi á þessu mikilvæga samskiptatæki en megum ekki láta takmarkaða íslenskukunnáttu fólks bitna á því á nokkurn hátt. Í gær var í Silfrinu stórmerkilegt viðtal við Elínu Þöll Þórðardóttur talmeinafræðing sem starfar í Kanada en hefur undanfarið unnið að rannsóknum á málkunnáttu barna á Íslandi sem eiga erlenda foreldra. Hún sagði að mörg þessara barna næðu ekki nógu góðu valdi á íslensku – þau töluðu hana vissulega án hreims og með réttum beygingum og setningagerð að mestu leyti, en þau byggju ekki yfir fjölbreyttum orðaforða og réðu ekki við flóknar setningar. Þau lærðu ekki heldur tungumál foreldranna til hlítar og hefðu því í raun ekki móðurmálshæfni í neinu tungumáli. Það er mjög alvarlegt.

Fjöldi rannsókna sýnir að móðurmálshæfni í einu tungumáli er forsenda fyrir því að ná góðu valdi á öðrum tungumálum. Fólk sem ekki lærir íslensku til hlítar kemst ekki áfram í skólakerfinu, það situr fast í láglaunastörfum og tekur ekki fullan þátt í lýðræðislegu þjóðfélagi. Grundvöllur að framtíð íslenskunnar er nefnilega lagður á máltökuskeiði. Ekkert er jafnmikilvægt og samtal við fullorðið fólk til að byggja upp auðugt málkerfi og styrka málkennd barna. Þess vegna er stytting vinnutímans eitt af því mikilvægasta sem við getum gert til að styrkja íslenskuna – að því tilskildu að foreldrar verji auknum frítíma ekki í eigin snjalltækjum heldur til samveru og samtals með börnum sínum. Þannig stuðlum við að því að börnin okkar geti áfram notað íslensku á öllum sviðum – og vilji gera það. Þá hefur hún góða möguleika á að standast þann þrýsting sem hún verður nú fyrir og lifa fram til 2113, þegar hún ætti að vera útdauð samkvæmt spá Rasks frá 1813 – og vonandi miklu lengur.

Þakkarávarp - Dagur íslenskrar tungu 2018

Mennta- og menningarmálaráðherra, kæru Hornfirðingar og aðrir gestir.

Ég gleðst innilega yfir þeim heiðri sem mér er sýndur með því að veita mér verðlaun Jónasar Hallgrímssonar, og þakka fyrir það af alhug. Ég lít svo á, eins og raunar kom fram í rökstuðningi fyrir valinu, að í þessu felist viðurkenning á því viðhorfi til tungumáls og málræktar sem ég hef reynt að halda á lofti – að mikilvægt sé að berjast fyrir íslenskunni með jákvæðni og umburðarlyndi að vopni en forðast neikvæðar og einstrengingslegar predikanir.

Við minnumst þess um þessar mundir að öld er liðin síðan Íslendingar öðluðust fullveldi. En það er til annars konar og engu ómerkara fullveldi en það stjórnarfarslega fullveldi sem við fengum 1918. Það er menningarlegt fullveldi þar sem tungumálið er grunnþáttur og meginforsenda. Tungumál smáþjóðar skapar sérstakan menningarheim sem bægir frá áhrifum annarra menningar­heima og torveldar jafnframt aðgang okkar að þeim.

En á síðustu árum hafa orðið gífurlegar samfélags- og tæknibreytingar sem valda því að Íslendingar komast nú í nánari og víðtækari snertingu en áður við aðra menningu og menningarheima. Það er gott, því það eykur okkur víðsýni og auðgar okkar eigin menningu. En stærsta áskorunin sem við stöndum nú frammi fyrir á sviði íslenskrar menningar er að tryggja að leiðir milli íslensks menningarheims og annarra menningarheima haldist greiðar – í báðar áttir – án þess að það verði á kostnað íslenskunnar.

Það er nefnilega hreint ekki sjálfgefið að 350 þúsund manna þjóð eigi sér sjálfstætt tungumál sem sé notað á öllum sviðum þjóðlífsins, og ýmislegt bendir til þess að þjóðfélags­breytingar síðustu 10 ára eða svo valdi því að íslenskan gæti átt undir högg að sækja á næstu árum og áratugum. Við því þarf að bregðast, því þrátt fyrir alþjóðavæðingu og tækniframfarir er íslenskan enn óendanlega mikilvæg fyrir íslenskt samfélag, og fyrir okkur sem eigum hana að móður­máli.

Íslenskan er beintenging okkar við sögu og menningu þjóðarinnar fyrr á tímum. Við njótum þeirra forréttinda umfram flestar aðrar þjóðir að geta tiltölulega auð­veld­lega lesið texta allar götur frá upphafi ritaldar fyrir 900 árum, án þess að þeir séu þýddir á nútímamál. Ef íslenskan tekur róttækum breytingum, eða hættir að vera lifandi tungumál, missum við ekki bara bein tengsl við Hávamál og Njálu, heldur líka við Íslenskan aðal og Íslandsklukkuna, Engla alheimsins og Kalda­ljós, og meira að segja Ungfrú Ísland og Sextíu kíló af sólskini. Þar með væri hið margrómaða samhengi í ís­lensk­um bókmenntum og menningu fokið út í veður og vind.

Vitanlega er íslenskan ekki síður félagslegt fyrirbæri – langsamlega mikil­vægasta sam­skipta­tæki okkar við annað fólk. Þess vegna má hún ekki staðna, heldur þarf að vera lifandi og laga sig að þörfum samfélagsins á hverjum tíma. Hún verður að þola tilbrigði í fram­burði, beyg­ingum og setningagerð, og að ný orð komi inn í málið og gömul orð fái nýja merkingu. Hún má ekki verða einkaeign ákveðinna hópa, og það má ekki nota hana og tilbrigði í beitingu hennar til að mismuna fólki eða skipa því í andstæðar fylkingar. Við þurfum að styðja þau sem vilja lifa og starfa í íslensku samfélagi til að ná góðu valdi á þessu mikilvæga samskiptatæki en megum ekki láta takmarkaða íslenskukunnáttu fólks bitna á því á nokkurn hátt.

En íslenskan er líka útrás fyrir tilfinningar okkar – ást og gleði, hatur og reiði, sorg og hryggð, vonir og þrár – en líka tæki okkar til sköpunar, miðlunar og frjórrar hugsunar. Tungumál sem við tileinkum okkur á máltökuskeiði, móður­mál okkar, er hluti af okkur sjálfum, einkaeign okkar jafnframt því að vera sam­eign alls málsamfélagsins og í vissum skilningi alls mannkyns. Þetta hljómar eins og þversögn – og er þversögn. Það er ekki einfalt að umgangast málið þannig að öll hlutverk þess séu höfð í heiðri.

Það er samt það sem við þurfum að reyna að gera – með umburðar­lyndi, virðingu og tillitssemi að leiðarljósi. Það má ekki vera þannig að einhverjum hópum eða einstaklingum í samfélaginu finnist ís­lensk­an ekki gera ráð fyrir sér, og það má ekki heldur vera þannig að einhverjum finnist gert lítið úr því máli og þeirri málnotkun sem þau eru alin upp við eða hafa vanist. Íslenskan er nefnilega alls konar. Íslenska með hreim er líka íslenska. App er líka íslenska. Mér langar er líka íslenska. Hán er líka íslenska. Vissulega ekki nákvæmlega sú íslenska sem ég ólst upp við í norðlenskri sveit fyrir 50-60 árum, en það gefur mér engan rétt til að fordæma íslensku annarra eða líta niður á hana.

Viðhorf málnotenda til móðurmáls síns, ekki síst við­horf ungu kynslóðarinnar, ræður miklu um framtíðarhorfur málsins. Það eru ýmsar vísbendingar um að ungir Íslendingar líti ekki á tungumálið sem jafnmikilvægan þátt í sjálfs­mynd sinni og þau sem eldri eru og hafi ekki jafnjákvætt viðhorf til málsins. Ungt fólk nú á dögum sér allan heiminn sem leiksvið sitt – það vill geta lært, starfað og búið erlendis og veit að íslenskan gagnast því lítið utan Íslands. Ef ekki verður heldur hægt að nota málið alls staðar á Íslandi, og jafnvel ekki inni á heimilinu í samskiptum við stafræna aðstoðarmenn og önnur tölvustýrð tæki, er hætt við að unga kyn­slóðin missi trú á íslenskuna og gagnsemi hennar.

Með nýsamþykktri aðgerðaáætlun í máltækni er því stigið stórt skref til að tryggja að við getum notað íslenskuna áfram – ekki bara í þeim mikilvægu hlut­verkum sem ég nefndi áðan, heldur einnig í nýju hlutverki í sam­skipt­um okkar við tölvur og hvers kyns tölvustýrð tæki í þeim stafræna heimi gervigreindar sem við erum á hraðri leið inn í. En fleira þarf að koma til. Við þurfum líka að sjá til þess að þjóðin eigi greiðan aðgang að margs kyns afþreyingu, fræðslu og list á íslensku, bæði á bók og í stafrænu formi.

Grundvöllur að framtíð íslenskunnar er lagður á máltökuskeiði. Ekkert er jafnmikilvægt og samtal við fullorðið fólk til að byggja upp auðugt málkerfi og styrka málkennd barna. Þess vegna er stytting vinnutímans eitt af því mikilvægasta sem við getum gert til að styrkja íslenskuna – að því tilskildu að foreldrar verji auknum frítíma ekki í eigin snjalltækjum heldur til samveru og samtals með börnum sínum. Þannig stuðlum við að því að börnin okkar geti áfram notað íslensku á öllum sviðum – og vilji gera það. Það er mikilvægasta fullveldismálið.

(How) Can Small Languages Survive?

I’m going to talk to you about language. Your language.

Imagine speaking a mother tongue that you cannot use anywhere outside your own country – that’s not so hard to imagine, is it? Icelanders are quite used to this, as are the Finns, and the Latvians – and in fact, a great majority of the Earth’s 7.6 billion inhabitants. Then imagine speaking a mother tongue that you cannot use everywhere within your own country – that shouldn’t be so hard either. This is for instance the everyday experience of speakers of minority languages, such as those who have Irish or Welsh or Breton or Basque as their first language. But finally, try to imagine speaking a mother tongue that you cannot even use in all communication within your own walls. That could be at bit distressing and confusing, don’t you think?

This might, however, soon be the reality for speakers of many languages – not only small languages like Icelandic, but also languages with millions of speakers. The main reason is the imminent explosion in the use of voice control. Most of you have probably tried to use Siri in iPhones or some of the new digital assistants – Amazon Alexa, Google Home, or Microsoft Cortana. Did it work out for you? Could you talk with them in your mother tongue? I couldn’t.

YouTube has many videos showing people trying to use voice control – unsuccessfully, because they have Scottish accent, because they have just come from the dentist and their pronunciation is slurred, and so on. This is often rather funny at first, but it ceases to be funny when you realize that tomorrow, this will be your reality – everything around you will be voice controlled. Your cell phone, your computer, your car, your household appliances – you name it. What will that entail for speakers of small languages which are currently unusable within this new technology?

It has recently been claimed that at least 95% of the world’s six or seven thousand languages are awaiting so-called “digital death”. This means that these languages don’t keep up with the rapid developments in language and speech technology and will gradually disappear from the digital realm – or fail to enter that realm altogether. They will not be used on the Internet or in video games, and language technology tools and applications such as speech recognizers, translation systems and so on will not be developed for them.

Of course, this is only a prediction, not a fact, and things might turn out differently if the necessary measures are taken. Therefore, it is important to make efforts to ensure that Icelandic and other small and vulnerable languages escape digital death and enter the digital realm.

It is well known that speakers’ attitudes are among the key factors in determining the vitality of a language. If speakers generally foster negative attitude towards their language, it is doomed. The attitudes of young speakers are particularly important in this respect. Young people in Iceland, and probably in most Western countries at least, think more globally than their parents did. They see the whole world as their home, their stage, their playground, their market – they want to travel abroad, study abroad, work abroad, and live abroad.

These young people know from the outset that Icelandic is useless outside Iceland, and I think they can live with that. But if it turns out that they cannot use their language at home either – if Icelandic will be excluded from the digital world of the future, where these people want to find new and exciting job opportunities and entertainment, the effects on their attitudes towards Icelandic might be very negative and pave the way to the death of the language.

But there is more at stake here. We know that children in the language acquisition period – say up to six to nine years of age – need a certain amount of language input to acquire the language of the community and build their own solid internal grammar. With English dominating their digital world – on the Internet, in smartphones, in video games, on YouTube, and so on – chances are that the children’s exposure to spoken Icelandic will be considerably lessened, perhaps below the necessary threshold for complete language acquisition. Furthermore, their parents might be preoccupied with their smartphones instead of spending time talking with their children.

This might result in groups of children growing up without mother tongue competence in their native language. Nor in English for that matter, despite their great exposure to that language. Receptive input, like for instance watching TV, does not provide enough stimulus for successful first language acquisition. What is needed is interactive communication – conversation. We need to talk to our children, listen to them, and respond to them.

Now, you may ask: Why bother? Wouldn’t we be better off if we switched to English? Wouldn’t that make life easier for us and our children? What’s the point in clutching to a language with a limited usability and spending great amounts of time and money in keeping it alive and functioning? It is my firm belief that despite technical advances and globalization, our mother tongue – any mother tongue – is still invaluable to all of us. For a number of reasons.

Every language is a cultural treasure because it is unique in some way – its vocabulary, syntax, and sound system is unlike any other language, and the semantic nuances that it can express preserve the experience of generations which is different from that of other cultures and societies. A language that dies is lost forever. Even though we have extensive written texts and sound recordings, which is usually not the case, it is impossible to revitalize a dead language because complete acquisition is only possible by direct transmission from one speaker to another – from parents to children.

Every language is also important and unique from a scientific point of view because it can help us learn something about the nature of human language in general. Icelandic is for instance studied by a number of scholars all over the world and examples from Icelandic are used in teaching in many universities outside Iceland. Not because Icelandic is so special, but because its characteristics can contribute to the model of our language capacity that linguists are building.

Our language is also our link to the nation’s history and culture in the past. This is especially evident for Icelanders who enjoy the privilege of being able to read without great difficulties texts from the beginning of writing in Iceland 900 years ago. If Icelandic undergoes radical changes, or ceases to exist as a living language, we lose this direct connection with our past – not only the connection with our celebrated medieval literature, but also with modern texts from the 20th and 21st centuries.

Language is of course also a social phenomenon – by far our most important tool of communication with other people. Therefore, it must not stagnate, but has to be vivid and adapt to the needs of the society at any given time. It must tolerate variation in pronunciation, inflections and syntax, and that new words enter the language and old words acquire new meaning. It must not become the private property of certain groups of people, and language, and variation in its use, must not be used to discriminate people or categorize them in any way.

Last but not least, language is the most important outlet for our feelings – love and joy, hatred and anger, sorrow and sadness, hopes and desires – but also our tool for creative and innovative thinking. A language that we acquire in childhood, our mother tongue, is an integral part of ourselves, our private property but at the same time public property belonging to the whole language community, and in a sense even to the whole mankind. Therefore, preserving our language – any language – is a matter of utmost importance.

In the light of what I’ve been saying in this talk, it may seem a bit ironic and paradoxical that I’m speaking English to you instead of my native Icelandic. You might ask whether I’ve joined forces with the enemy. But English is not the enemy. English is at present our most useful tool for transnational communication and outreach – although that may change in the future due to developments in speech technology and automatic translation. By giving this talk in English, I’m merely selecting the tool that best serves my needs to deliver my message. The battlefield where we fight for our languages lies within their respective language communities, not in international communication.

Our languages are not doomed to die – they can be saved, but we need a joint effort. The Icelandic government is for instance investing considerably in language technology, as many countries are doing, in order to make Icelandic digitally viable within the next five years and thus to spur positive attitudes towards the language among its speakers.

Now it’s up to all of us to raise awareness among parents and other adults about the importance of verbal communication for the survival of our languages. We must ensure that our children receive enough relevant input in their mother tongue in order for them to become proficient and confident language users. The future of our languages depends on our children’s possibilities to use them in all domains – and on their willingness to do so.

Icelandic in social and digital upheaval: Is there reason to worry?

1. The current status of Icelandic

Iceland is one of the smallest independent language communities in the Western world. Icelandic, which is the only official language of Iceland apart from Icelandic Sign Language, is only spoken by around 340,000 people. However, Icelandic has until very recently been the first language of virtually all inhabitants. The language community is very homogeneous, and regional dialectal variation is negligible. Icelandic has changed less than related languages, although the changes are much more extensive than we often pretend, and than most Icelanders think, and Icelanders are known for their language purism.

A few years ago, we could maintain that Icelandic was used – and was in fact the only language used – in all spheres of society; in government and administration; in education; in business and commerce; in the mass media; in cultural life; on the Internet; and in general face-to-face communication. But does this mean that the language is safe?

Several attempts have been made at estimating the vitality of the world’s languages, and a number of vitality scales have been proposed. Among the best known are UNESCO’s Language Vitality Scale which was first published in 2003, and the EGIDS, or Expanded Graded Intergenerational Disruption Scale, which was put forward in 2010 as a revision of Fishman’s GIDS Scale from 1991. In the UNESCO scale, Icelandic fulfils the criteria for reaching the highest level in all the six major evaluative factors that the scale is based on. In the EGIDS scale, Icelandic is on the next highest level. Thus, Icelandic should be on the safe side, according to both of these scales.

However, there may be some dark clouds on the horizon. Icelandic has gone through dramatic ecological changes in the last decade or so. These changes, which are both sociological and technological, have greatly increased the external pressure on the language. Let me give a short overview of the main changes that are causing this pressure.

First the sociological changes. We have had an explosion in tourism. The number of foreign tourists has increased by around 30% per year in the last five years or so. This has greatly affected our language environment. In downtown Reykjavík, for instance, everything is directed towards tourists. Menus outside restaurants are often only in English, and the same goes for all kinds of advertisements and signs. A number of cultural events, such as concerts and theatre performances, are also introduced and performed in English to attract tourists.

The number of foreign workers has grown considerably and it has recently been predicted that people of foreign origin will amount to 15% of the population in 2030. A high proportion of these people work in restaurants or as shop assistants, where they have to communicate with customers, and natives often complain that they cannot use the country’s official language in shops or restaurants because none of the staff understands it.

English is also increasingly being used in higher education – more and more university courses are taught in English. Up to now, the main reason has been the desire or need to accommodate foreign students and their number is constantly growing. Now, the number of foreigners among university professors is expanding rapidly and most of them cannot teach their courses in Icelandic. The pressure of writing academic papers in English is also increasing.

An important factor in this respect is the ongoing globalization and increasingly globalized attitudes. Young people in Iceland, and probably in most Western countries at least, think more globally than their parents did. They see the whole world as their home, their stage, their playground, their market – they want to travel abroad, study abroad, work abroad, live abroad, and then eventually return to their native country – or not.

Now to the technology. It's only a decade since the advent of smartphones, but smartphones and tablets have revolutionized the daily lives of people, especially children and teenagers who are now online 24/7, so to speak. They are directly connected to the digital world which is for the most part in English. This is perhaps the greatest cause of changes in the language environment in the history of Icelandic, and hence a potential indirect cause of changes to the language.

Research has shown that the majority of children and young people no longer watch old-fashioned linear TV but watch material from service and content providers like Netflix and YouTube instead. This is important since all programs on Icelandic TV are in Icelandic – either dubbed, as all programs intended for young children, or with Icelandic subtitles. Netflix and YouTube, on the other hand, offer very limited material in Icelandic. It is a common sight in shops and restaurants to see young children, even in carts, holding smartphones which have been handed to them in order for them to keep quiet and watch some stuff on YouTube – almost certainly in English – while their parents are shopping or enjoying a meal.

Computer games which are especially played by young people have also changed. They are now more and more interactive, which means that players are not only reacting to actions in the game, as used to be the case, but communicating – either with the game program itself, or with other players. Since these players may be spread around the globe, the language of communication is often English.

The technological change that might have the most far-reaching consequences for Icelandic is the imminent explosion in the use of voice control. Most of us have heard of and even tried to use Siri in iPhone or some of the new digital assistants – Amazon AlexaGoogle Home, or Microsoft Cortana. YouTube is full of funny videos which show people trying to use voice control – unsuccessfully, because they have Scottish accent, because they have just come from the dentist and their pronunciation is slurred, and so on. However, this ceases to be funny when we realize that tomorrow, this will be our reality – everything around us will be voice controlled. Our cell phone, our computer, our car, our household appliances – you name it. What will that entail for speakers of a language like Icelandic, which is currently unusable in this new technology?

2. Possible consequences of external pressure

It remains to be seen how or whether these radical sociological and technological changes will affect the Icelandic language. However, we can imagine at least four different types of effects these changes might have.

It is likely that direct influence from English will increase, and we are already witnessing some of this. I’m talking about changes in vocabulary – more and more English loanwords, some of them adapted to Icelandic phonological and morphological rules, but others not. The inflectional system might also be affected in different ways – weakened by loss of some inflections, and changed by the introduction of English inflections such as plural –s-ending. The syntax might also be affected, especially word order and fixed expressions; and the phonology might be affected, for instance by relaxation of some phonotactic constraints, by weakening of the Icelandic stress rules, etc.

Icelandic might also lose domains of language use. I have already mentioned that Icelandic cannot be used for voice control. Ten years ago, English was becoming the working language in many Icelandic companies. This development had a backlash in the financial crash in 2008, but I think it’s returning. English is also the main language used in the tourist industry which has become the most important industry in Iceland in the past decade. Furthermore, English is becoming more and more dominant in higher education, as I mentioned previously.

Other effects might be even more serious. We know that children in the language acquisition period – say up to six to nine years of age – need a certain amount of language input to acquire the language of the community and build their own solid internal grammar. With English dominating their digital world – on the Internet, in smartphones, in computer games, on YouTube, etc. – chances are that the children’s exposure to spoken Icelandic will be considerably lessened, perhaps below the necessary threshold for successful first language acquisition. In addition, their parents might be preoccupied with their smartphones instead of talking and responding to their children. Theoretically at least, this might result in a group of children – in the worst case, a whole generation – growing up without mother tongue competence in Icelandic. This might lead to greater variation in the language and eventually to degradation of the grammar system.

Finally, Icelandic might lose prestige, especially among young people who know from the outset that Icelandic is useless abroad. I think they can live with that but what if it turns out that they cannot use Icelandic at home either? If Icelandic will be excluded from the digital world of the future, where these people want to find new and exciting job opportunities and entertainment, the effects on their attitudes towards Icelandic could be very negative. They might find the language old-fashioned and incomplete, and this might pave the way to the death of the language. It is well known that speakers’ attitudes are one of the key factors in determining the vitality of the language. If speakers generally foster negative attitude towards their language, it is doomed. The attitudes of young speakers are particularly important in this respect.

So, is there reason to worry? It is often pointed out that Icelandic has been in close contact with other languages in the past without suffering severe damage. Let me just mention two examples.

When the famous Danish linguist Rasmus Christian Rask came to Iceland in 1813 he came to the conclusion that contact with Danish had already had great effects on Icelandic. He predicted that no one in Reykjavík would be speaking Icelandic in one hundred years’ time, in the early 20th century, and no one at all in the whole country after three hundred years, that is, about one hundred years from now. It remains to be seen whether the second part of Rask’s prediction comes true, but the first part certainly didn’t – Icelandic is still spoken in Reykjavík, more than hundred years after it ought to have vanished from the city according to Rask.

In the 1960s, the American naval base in Keflavík had its own TV station which was the only TV station in Iceland for a few years – the State Television was only founded in 1966. People in the neighbourhood, including Reykjavík, could watch its broadcast, which was of course in English. Many people were worried that watching this station would seriously affect our culture and especially harm the Icelandic language – but it didn’t. However, it must be kept in mind that the effects of this station only lasted for a few years, and after the Icelandic TV started broadcasting, the broadcast domain of the American station was limited to the naval base.

Even though Icelandic has survived close contact with Danish and English in the past, that doesn’t mean that we shouldn’t be concerned now. There are at least three reasons for that. The first reason is the sheer quantity of the English input we receive. English is all around us, both in the digital world and in the material world, all the time. Thus, the pressure from English is more voluminous and more comprehensive than anytime before in our history.

The second reason is that the recipients are younger than before through smartphones, tablets, video games, etc. The influence from Danish in the 19th century, for instance, only affected a limited group of adult speakers. Effects of close language contact on children in the language acquisition period might be much more serious.

The third reason is the nature of the contact. The use of English is becoming more and more interactive instead of the passive reception of the old days. Research has shown that receptive input, like watching TV, does not provide enough stimulus for successful first language acquisition. When children start conversing in English, either directly or through computer games, for instance, the effects of the language contact on their mother tongue might be more deeply rooted.

So there may, in fact, be reasons to worry, and in the past few years, the prospective future of the Icelandic language has become the subject of much discussion in Icelandic media. Three years ago, a speech pathologist working with children, Linda Björk Markúsardóttir, wrote an article in the newspaper Fréttablaðið, where she said:

“One of my tasks in my job as a speech pathologist is assessing the vocabulary and language skills of children and teenagers. I increasingly meet Icelandic children who only have a rather superficial knowledge of Icelandic. When I show them pictures of common things and ask them to tell me what these things are called, I often get answers like: “I know what this is, see, I just don‘t know the Icelandic word.” If they are offered the option to give the English word instead, they answer spontaneously. How can this be? How is it possible that children and teenagers who have Icelandic parents, are born and raised here and have attended Icelandic schools from the beginning have not acquired basic Icelandic vocabulary? [T]he answer is simple: Computers and technology. [C]hildren and teenagers live in the world of digital communication which almost entirely occurs in English.”

Last year, another leading newspaper, Morgunblaðið, published a news article on children’s use of English in their conversations.

“A primary school teacher in Hafnarfjörður says that many pupils have started using English for communication at school. This applies both to teenagers and younger pupils. The teacher is not sure that Icelandic will survive current threats. He says that this started to emerge two or three years ago. He believes that the Internet is to blame. The youngsters are spending a lot of time on the Internet.”

3. The MoLiCoDiLaCo project

We hear a lot of such stories but we don‘t know how typical this situation is. Of course, people tend to notice something they find unusual and generalize from it, but for two Icelandic children speaking English among themselves, there may be two thousand, or twenty thousand, who never do such things. In order to map the current status of Icelandic and English in the Icelandic language community, we have initiated a large research project entitled “Modeling the Linguistic Consequences of Digital Language Contact”, or “MoLiCoDiLaCo” for short.

As the title indicates, we believe that the digital pressure from English that Icelandic is exposed to might have serious effects on the language. This project received a large three year Grant of Excellence, around 900,000 Euros, from the Icelandic Research Fund in 2016. Professor Sigríður Sigurjónsdóttir is the main leader of this project and I am the co-leader, but we collaborate with a number of researchers, both in Iceland, the US, the UK and Ireland, and we have a number of graduate students working on the project.

The project started officially on July 1st, 2016. The first year was mainly used for preparatory work, such as designing questionnaires, but since July last year, we have been busy collecting data. We collaborate with the Social Science Research Institute at the University of Iceland, which provided us with a randomly selected stratified sample from the National Registry – 5,000 people divided into 11 age groups, from three years of age upwards – the oldest participant was 98 years old. These people were sent a letter asking them to participate in an online survey which took about 25-30 minutes to answer. Participants from 13 years old and upwards took the same survey, but we had to develop four different surveys for different age groups of children. Of course, the parents of the youngest children had to answer for them, but we requested that they ask the children themselves where appropriate.

In this survey, we are focusing on a number of different variables. First, we ask about speakers’ background – their age and gender, their education, their place of living, their occupation, and also whether they own a smartphone or a tablet, how old they were when they started using the Internet, etc. We also try to uncover their attitudes towards Icelandic and English – how important they think it is to speak good Icelandic and English, whether they want to have the user interface of their smartphones and computers in Icelandic or in English, whether they can envision using English for voice control, whether they want to live in Iceland in the future, etc.

Then we try to estimate the amount of language input they receive, both in Icelandic and English – how often they listen to each language, how often they speak each language, how often they read text in each language, how often they write text in each language, whether they speak English to somebody on a regular basis, how old they were when they started learning English at school, whether they knew any English before they started learning it at school, etc.

The main part of the survey is devoted to a number of linguistic variables. We try to estimate speakers’ vocabulary by giving them lists of Icelandic and English words of different frequency and ask them to check the words they understand and can use. Finally, participants are asked to judge a number of Icelandic sentences on a five point Likert scale and say whether they find them completely natural, rather natural, neither natural nor unnatural, rather unnatural, or completely unnatural.

These sentences are of different types. We tried to select sentence types where we suspect there might be some influence from English. We also have sentences where we know there is variation, in order to see whether English input might increase the variation. Furthermore, we have sentences with well-known “grammatical errors” which have been frowned upon in schools for a long time, such as the well-known “dative sickness” and the “new impersonal construction” or “new passive”. We also have a few English sentences of types where Icelanders often make errors by transferring Icelandic syntax to English. We wanted to see whether the frequency of such errors would be correlated with the amount of English input speakers receive.

The online survey has now been closed, with a turnout of around 41% for adults and 50% for children, and we are working on the next phase in data collection – interviews. We have selected a group of 400 people from the participants in the online survey, according to certain criteria. We are conducting deep interviews with these people – two times two hours interviews with the adults, and 3 times one hour interviews with the children. In these interviews, we are mainly investigating the same variables as in the online survey, but in much more detail, and using different questions and methods. The interviews with the adults are almost finished, and the interviews with the children are underway and we hope to finish them by the end of this year.

In addition to the online survey and the deep interviews, we use focus groups and interviews with primary school teachers and pupils. We also plan to open our online survey to anyone interested and use social media to distribute it. We hope to get up to 30,000 people to participate in the survey. This group will of course be kept separate from the original participants in the survey which were selected from the National Registry according to certain criteria, as I mentioned.

We have only just started processing and interpreting the data from our online survey but I can briefly mention a few of our first results. Almost 20% of three to five year old children use smartphones or computers more than one hour per day. The number increases with age, so almost 40% of six to seven year old children use smartphones or computers more than one hour per day, and more than 60% of eight to nine year old children. 10-12% of teenagers, the groups 13-15 and 16-20 years old, use smartphones or computers more than eight hours per day.

Let’s turn to speakers’ attitudes. Almost 70% of 13-15 year old speakers either agree or strongly agree that they could envision using English for voice control. On the other hand, almost 80% of speakers 60 years old or more either disagree or strongly disagree with this assertion. We get a similar pattern for the user interface. Almost 50% of 13-15 year old speakers either agree or strongly agree that they prefer an English interface on their computers and smartphones. Conversely, more than 70% of speakers 60 years old or more either disagree or strongly disagree with this assertion.

Finally, let me mention a sentence type where we have had some syntactic variation for a long time, but where we think that an increase in English input, accompanied by less Icelandic input, might speed up an ongoing change. This is the use of the indicative in subordinate clauses where the subjunctive has traditionally been used. Younger speakers accept the indicative in such sentences to a much greater extent than older speakers. The reverse tendency, that is, to use the subjunctive where indicative is the norm, also exists and is more prominent among younger speakers.

One of our graduate students, Elín Þórsdóttir, looked closer at this in her master’s thesis and she found out that for speakers from 16-20 years old, there is correlation between their exposure to English and their “untraditional” use of moods. Those speakers who report most exposure to English also show greatest variation in the use of moods.

4. Icelandic language technology

I don’t have time to mention more examples from our research, but we will of course be publishing our results in journals and books in the near future. Let’s turn again to the status and future of Icelandic in the digital world, because I believe that it is a matter of utmost importance to make sure that Icelandic enters the digital realm.

In April 2017, Associated Press distributed an article entitled “Icelandic language at risk; robots, computers can’t grasp it”. This article was published under different titles in the media in at least 30 countries, among them both The New York Times and The Washington Post. Last February, The Guardian published an article entitled “Icelandic language battles threat of 'digital extinction'”. Both articles emphasize the threats that the digital revolution poses for a small language like Icelandic.

It has recently been claimed that at least 95% of the world’s seven thousand languages or so are awaiting so-called “digital death”. This means that these languages don’t keep up with the rapid developments in language and speech technology and will slowly disappear from the digital realm – or fail to enter that realm altogether. They will not be used on the Internet or in computer games, and language technology tools and applications such as speech recognizers, translation systems and so on will not be developed for them.

Of course, this claim is only a prediction, even though it is supported by empirical evidence, and things might turn out differently if the necessary measures are taken. It must also be emphasized that it is not clear what digital death entails – does it necessarily lead eventually to death in the real world?

Iceland was an active participant in the European META-NET project from 2011-2013. One of the main deliveries of META-NET were the so-called Language White Papers describing the situation of 30 European languages with respect to available language technology support. The main conclusion of the White Papers was that most European languages are unlikely to survive in the digital age – at least 21 official European languages are in danger of digital extinction.

The paper on Icelandic highlighted the alarming status of Icelandic language technology. Icelandic was among four languages which received the lowest score, “support is weak or non-existent” in all four areas that were assessed – automatic translation, speech interaction, text analysis and the availability of language resources.

The White Paper received considerable attention in Icelandic media and its results were discussed in the Icelandic Parliament. Two years ago, the Minister of Education, Science and Culture appointed a special language technology steering group. The group commissioned three language technology experts to work out a detailed five-year Project Plan for Icelandic language technology. This plan proposes that emphasis is laid on five core tasks: Speech recognition, speech synthesis, machine translation, language and style checking, and language resources. In addition, it is proposed that a competitive research and development fund will be established.

In the policy statement of the new government that came to power last November, it is explicitly stated that this plan will be implemented and financed. The total cost of the Language Technology Project Plan is estimated to be approximately 18 million Euros. On the budget law for 2018, one fifth of that sum, approximately 3.6 million Euros, is allocated to language technology, and a similar amount on the budget proposal for 2019.

The Project Plan proposes that the self-owned foundation Almannarómur will be commissioned to implement the Language Technology Project. The members of Almannarómur are universities and research institutions, IT companies, financial institutions, insurance companies, energy companies, companies in the travel industry, and organizations of disabled people.

An agreement between the Ministry of Education, Science and Culture and Almannarómur was signed on August 20th. The role of Almannarómur will be to conduct the five above-mentioned core tasks. The Research and Development Fund, on the other hand, will be under the auspices of the Icelandic Centre for Research. We hope that the first calls can be announced later this fall.

5. Conclusion – the survival of Icelandic

I have now come to the end of my talk but let me finish by emphasizing that Icelandic, like any other language, is not only a scientific and cultural treasure which needs preserving. It is essentially a social phenomenon – by far our most important tool of communication with other people. Therefore, the Icelandic language norm, which was defined in the late 19th and early 20th centuries, needs to be relaxed somehow. The language must not stagnate, but has to be vivid and adapt to the needs of the society at any given time. It must tolerate variation in pronunciation, inflections and syntax, and that new words enter the language and old words acquire new meaning. It must not become the private property of certain groups of people, and the language and variation in its use must not be used to discriminate people or categorize them in any way.

Last but not least, language is the most important outlet for our feelings – love and joy, hatred and anger, sorrow and sadness, hopes and desires – but also our tool for creative and innovative thinking. A language that we acquire in childhood, our mother tongue, is an integral part of ourselves, our private property but at the same time public property belonging to the whole language community, and in a sense even to the whole mankind. This sounds like a paradox – and it is a paradox. It is by no means a simple matter to treat the language in such a way that all its different roles are respected. That is, however, what we must strive to do. Despite technical advances and globalization, our mother tongue – any mother tongue – is still invaluable for us all.

I believe there are two main prerequisites for the survival of Icelandic, and the same is probably valid for many other small languages. First, we must ensure that our language is usable in the digital world in order to spur positive attitudes towards it among its speakers. Second, we must ensure that our children receive enough relevant input in our language by talking to them and urging them to use the language productively.

Icelandic is not dying – it can and must be saved, but we need a joint effort. As I have mentioned, the government has decided to invest considerably in Icelandic language technology, in order to make Icelandic digitally viable within the next five years. Now it’s up to us all to raise awareness among parents and other adults about the importance of the conversation for language acquisition. The future of Icelandic depends on our children’s possibilities to use the language in all domains – and on their willingness to do so.

Háskólinn, fullveldið og tungan

Það fer vel á því að rætt sé um íslenskuna og stöðu hennar þegar aldarafmælis fullveldisins er minnst. Allt frá upphafi frelsis­baráttu Íslend­inga á 19. öld var áhersla lögð á tungumálið og mikil­vægi þess fyrir íslenskt þjóð­erni og þjóðarvitund – land, þjóð og tunga hefur lengi verið órjúfanleg þrenning í huga margra Íslend­inga. Sérstakt tungumál var frum­forsenda þess að Íslend­ingar litu á sig sem sérstaka þjóð og fóru að krefjast sjálfstæðis á 19. öld­inni. Víða í Evrópu voru þjóðríki í nútíma­skilningi að verða til á 19. öld og þá lentu iðu­lega inn­an sama ríkis hópar og þjóðar­brot sem töluðu mismunandi tungumál. Til að tryggja einingu rík­isins lögðu stjórnvöld oft áherslu á eitt ríkismál og bönn­uðu jafnvel notkun annarra tungumála.

En afstaða danskra stjórnvalda var gerólík – þau virðast aldrei hafa gert miklar tilraunir til að þröngva dönsku upp á Íslendinga. Öfugt við marga aðra minnihluta­hópa innan ríkja þurftu Ís­lend­­ingar ekki að berjast sérstaklega fyrir því að fá að nota móðurmál sitt á flestum sviðum. Íslenskan var hins vegar sameiningar­tákn, rétt­læt­ing Íslend­inga fyrir sérstöðu sinni og ekki síst notuð til að leiða þeim sjálfum fyrir sjónir hver sú sérstaða væri.  Víða í Evrópu var tungan víg­­völlur bar­átt­unnar – á Íslandi var hún vopnið.

Þegar farið var að ræða um fullveldi og sjálfstæði Íslands í upphafi 20. aldar var tungan enn mikilvæg röksemd. Það má t.d. sjá í greinargerð íslensku fulltrúanna í sambandslaganefndinni 1918 þar sem segir:

Íslenzka þjóðin hefur ein allra germanskra þjóða varðveitt hina fornu tungu, er um öll Norðurlönd gekk fyrir 900-1000  árum, svo lítið breytta, að hver íslenzkur maður skil­ur enn í dag og getur hagnýtt sér til hlítar bókmenntafjársjóði hinnar fornu menningar vorrar og annarra Norðurlandaþjóða. Með tungunni hefur sérstakt þjóðerni, sérstakir siðir og sérstök menning varðveitzt. Og með tungunni hefur einnig meðvitundin um sérstöðu landsins gagnvart frændþjóðum vorum ávallt lifað með þjóðinni. Þessi atriði, sérstök tunga og sérstök menning, teljum vér skapa oss sögulegan og eðlilegan rétt til fullkomins sjálfstæðis.

Þegar Ísland fékk full­veldi fyrir hundrað árum má segja að hlutverki íslensk­unnar í sjálfstæðis­baráttunni hafi lokið – og þó. Það er nefnilega til annars konar fullveldi en það stjórnarfarslega fullveldi sem við öðluðumst fyrir einni öld. Það er menningarlegt fullveldi, sem virðist fyrst nefnt á prenti í grein sem birtist í fréttablaðinu Skildi í Vest­mannaeyjum á fimm ára afmæli fullveldisins, 1. desember 1923, en þar segir:

Mörg þjóð hefir orðið að fórna blóði sinna bestu sona til þess að öðlast stjórnarfarslegt fullveldi. Svo mikils virði hefir það verið þeim. Þó er andlegt menningarlegt fullveldi engu minna virði.

Menningarlegt fullveldi er vandmeðfarið hugtak vegna þess að skilgreining þess er ekki skýr – enn óskýrari en skilgreining stjórnarfarslegs fullveldis sem er þó nógu óljós. Það er þó ljóst að flestir sem nota hugtakið telja tungumálið grunnþátt og forsendu menningarlegs fullveldis eins og kom m.a. skýrt fram í umræðum um Kanasjónvarpið svokallaða á fyrri hluta sjöunda áratugar síðustu aldar.

Í bæklingnum Íslenzk menningarhelgi sem Þórhallur Vilmundarson prófessor samdi 1964 leggur hann áherslu á nauðsyn þess „að standa trúan vörð um tungu okkar og önnur arftekin þjóðar­verðmæti, sem greina okkur frá öðrum þjóðum og ein veita okkur sjálfstætt, jákvætt gildi í samfélagi þjóðanna“ og gæta þannig íslenskrar menningarhelgi. „[…] íslenzk tunga og þjóðleg menningarverðmæti eru einangrunarfyrirbæri í þeim skiln­ingi, að þau væru ekki til, ef þjóðin hefði ekki fengið að lifa lífi sínu í þessu landi án þess að verða fyrir of stríðum erlendum áhrifum“, segir Þórhallur.

Tungumálið skapar sérstakan menningarheim sem bæði bægir frá áhrifum annarra menningar­heima og torveldar aðgang okkar að öðrum menn­ingar­heimum. En á síðustu árum hafa vissu­lega orðið gífurlegar þjóðfélagsbreytingar sem gætu stuðlað að því að rýra menningarlegt fullveldi landsins. Þau áhrif koma í gegnum þá menningu og menningarheima sem fólk kemst nú í nánari snertingu við en áður, en áhrifin á tungumálið gætu þó reynst afdrifarík­ust.

Eins og áður segir er skilgreiningin á menningarlegu fullveldi ekki á hreinu og því er erfitt að segja hvenær og hvernig það glatast. Þótt svo færi að Íslendingar legðu íslensku af, eða hún yrði ekki nothæf nema á afmörkuðum sviðum, þarf það ekki að leiða sjálfkrafa til þess að menn­ingar­legt fullveldi glatist. Ég geri t.d. ráð fyrir að Írar telji sig menningarlega fullvalda þjóð þótt flestir þeirra noti ensku í öllu daglegu lífi. Vitanlega felst menningarlegt fullveldi ekki í ein­angrunarstefnu og það er út af fyrir sig ekki sjálfgefið að það drægi úr menningar­starfsemi og nýsköpun á sviði menningar þótt hér væri töluð enska í stað íslensku.

En íslensk menning á ensku yrði síður aðgreind frá menningu annarra þjóða, og vegna þess hve samfélagið er fámennt hætta á að það yrði aðallega þiggjandi á sviði menningar, ef þeirri vörn sem tungumálið veitir yrði kippt brott. Það er nefnilega hreint ekki sjálfgefið að 340 þúsund manna þjóð eigi sér sjálfstætt tungumál sem sé notað á öllum sviðum þjóðlífsins, og ýmislegt bendir til þess að ýmsar samfélags- og tækni­breytingar síðustu 5-10 ára valdi því að íslenskan gæti átt undir högg að sækja á næstu árum og áratugum. Við því þarf að bregðast, ekki síst af hálfu Háskólans, því að þrátt fyrir alþjóðavæðingu og tækniframfarir er íslenskan enn óendanlega mikilvæg fyrir íslenskt samfélag, og fyrir einstaklingana sem eiga hana að móður­máli. Fyrir því eru fleiri ástæður en við áttum okkur kannski á í fljótu bragði.

Í sérhverju tungumáli felast menningarverðmæti. Sérhvert tungumál er einstakt á einhvern hátt – orðaforði þess, setningagerð og hljóðkerfi eru frábrugðin öllum öðrum tungumálum, merk­ingar­blæbrigðin sem það getur tjáð geyma reynslu kynslóðanna og eru önnur en í öðrum málum. Tungumál sem deyr er að eilífu glatað – þótt við höfum um það miklar ritheimildir og upptökur, sem sjaldnast er (og slík gögn eru forgengileg eins og sannaðist átakanlega í Brasilíu fyrir fáum dögum), verður það aldrei endurvakið í sömu mynd því að tungumál lærist ekki til hlítar nema berast frá manni til manns – frá foreldrum til barna.

Sérhvert tungumál er líka merkilegt og einstakt frá fræðilegu sjónarmiði vegna þess að það getur hjálpað okkur að komast að einhverju um eðli mannlegs máls. Íslenska er t.d. viðfangsefni fræðimanna víða um heim og dæmi úr íslensku eru notuð í kennslu í miklum fjölda erlendra háskóla. Ástæðan er ekki síst sú að íslenskan er náskyld ensku og lík henni á margan hátt, þannig að auðvelt er að bera málin saman og láta sérkenni íslenskunnar í beygingum og setn­inga­­gerð varpa ljósi á eðli mismunar málanna og ýmissa fyrirbæra í þeim.

Íslenskan er líka tenging okkar við sögu og menningu þjóðarinnar fyrr á tímum. Við njótum þeirra forréttinda umfram flestar aðrar þjóðir að geta tiltölulega auð­veld­lega lesið texta allar götur frá upphafi ritaldar fyrir 900 árum, án þess að þeir séu þýddir á nútímamál. Ef íslenskan breytist mjög mikið, eða hættir að vera lifandi tungumál, missum við ekki bara bein tengsl við Völuspá og Njálu, heldur líka við Íslenskan aðal og Íslandsklukkuna, Engla alheimsins og Kalda­ljós, og meira að segja Arnald og Yrsu. Þar með væri hið margrómaða samhengi í ís­lensk­um bókmenntum og menningu fokið út í veður og vind.

Vitanlega er íslenskan ekki síður félagslegt fyrirbæri – langsamlega mikil­vægasta sam­skipta­tæki okkar við annað fólk. Þess vegna má hún ekki staðna heldur þarf að vera lifandi og laga sig að þörfum samfélagsins á hverjum tíma. Hún verður að þola tilbrigði í fram­burði, beyg­ingum og setningagerð, og að ný orð komi inn í málið og gömul orð fái nýja merkingu. Hún má ekki verða einkaeign ákveðinna hópa, og það má ekki nota hana og tilbrigði í beitingu hennar til að mismuna fólki eða flokka það á nokkurn hátt. „Sannmentaður maður elskar þjóðerni sitt og tungu, enn hann miklast ekki af þjóðerni sínu, fyrirlítur ekki aðrar þjóðir nje þykist upp yfir þær hafinn,“ sagði Björn M. Ólsen rektor í fyrstu setningarræðu Háskóla Íslands 1911.

En síðast en ekki síst er íslenskan útrás fyrir tilfinningar okkar – ást og gleði, hatur og reiði, sorg og hryggð, vonir og þrár – en líka tæki okkar til sköpunar, miðlunar og frjórrar hugsunar. Tungumál sem við tileinkum okkur á máltökuskeiði, móður­mál okkar, er hluti af okkur sjálfum, einkaeign okkar jafnframt því að vera sam­eign alls málsamfélagsins og í vissum skilningi alls mannkyns. Þetta hljómar eins og þversögn – og er þversögn. Það er ekki einfalt að umgangast málið þannig að öll þessi hlutverk þess séu höfð í heiðri.

Það er samt það sem við þurfum að reyna að gera og það byggist á umburðar­lyndi, virðingu og tillitssemi. Við þurfum að nota tungumálið þannig að það mis­bjóði engum. Það má ekki vera þannig að einhverjum hópum í samfélaginu finnist ís­lensk­an ekki gera ráð fyrir sér, og það má ekki heldur vera þannig að einhverjum finnist gert lítið úr því máli og þeirri málnotkun sem þau eru alin upp við.

Það er því ekki að ástæðulausu að Háskóli Íslands, helsta vísinda- og menntastofnun landsins, hefur sett sér málstefnu þar sem lögð er áhersla á að íslenska sé sjálfgefið talmál og ritmál skólans, í kennslu, rannsóknum og stjórnsýslu, og sérstaka ástæðu þurfi til að bregða út af því. Og fullyrða má að Háskólinn hafi allt frá upphafi gegnt lykilhlutverki í því að viðhalda menn­ingar­legu fullveldi Íslands. Eina nýja deildin sem varð til um leið og Háskólinn var Heimspeki­deild, eina deildin sem hafði ekki það hlutverk að mennta embættismenn heldur áttu íslensk fræði, rannsóknir á íslenskri tungu, bókmenntum og sögu, að vera í öndvegi. Háskólinn er eina menntastofnun landsins þar sem íslenska er kennd sem sérstök grein, allt til æðstu prófgráðu.

Ein meginbreytingin við það að æðri menntun fluttist inn í landið var sú að kennslan fór fram á íslensku, þótt vissulega hafi meginhluti lesefnis í mörgum deildum skólans lengi verið á er­lendum málum. Þetta hefur skipt miklu máli fyrir íslenskuna því að margir kennarar skólans hafa verið brautryðjendur í því að rita um fræði sín á íslensku. Ef þeir hefðu ekki átt kost á akademísku starfi á Íslandi er óvíst, og raunar ólíklegt, að margir þeirra hefðu lagt slík skrif fyrir sig. Það hefði getað haft þau áhrif að ýmis fræðasvið lægju óbætt hjá garði og ekki væru til vísindarit, fræðsluefni fyrir almenning eða kennsluefni á íslensku á þeim sviðum.

Staða íslenskunnar innan Háskólans hefur óneitanlega breyst talsvert á síðustu árum og nám­skeið­um sem eru kennd á ensku hefur smátt og smátt farið fjölgandi. Það er óhjákvæmilegur fylgifiskur eðlilegrar og nauðsynlegrar þátttöku skólans í alþjóðlegu háskóla­starfi. Erlendum stúdent­um hefur fjölgað mikið, bæði skiptinemum og þeim sem stefna á gráðu frá skólanum, og á síðustu árum hefur erlendum kennurum einnig fjölgað. Það er líka þáttur í akademískri þjálfun stúdenta að gera þeim kleift að fjalla um viðfangsefni sín á alþjóðlegu fræðimáli, sem er enska en ekki íslenska hvort sem okkur líkar betur eða verr.

Þessi þróun má hins vegar ekki leiða til þess að heilu greinarnar verði eingöngu kenndar á ensku. Eitt meginhlutverk Háskólans er að þjóna íslensku samfélagi – stuðla að „miðlun þekk­ingar og færni til nemenda og samfélagsins alls“ eins og segir í lögum um háskóla. Raunar held ég að færa megi rök að því skólinn leiki stærra hlutverk í samfélagi sínu en nokkur annar háskóli í heiminum. Í fyrstu setningarræðu skólans tók Björn M. Ólsen fram að auk þeirra megin­hlut­verka að vera vísindaleg rannsóknarstofnun og vísindaleg fræðslustofnun þyrfti skólinn „að veita mönnum þá undirbúningsmentun, sem þeim er nauðsynleg, til þess að þeir geti tekist á hendur ýms embætti eða sýslanir í þjóðfjelaginu“ – úti um allt land, á öllum sviðum þjóð­lífsins. Það er grund­vallar­atriði að þetta fólk geti talað um fræði sín og viðfangsefni við almenn­ing – á máli sem fólk skilur. Það getur reynst þrautin þyngri ef fólkið hefur ekki fengið neina æfingu í því í námi sínu vegna þess að allt lesefni og öll kennsla hafi verið á ensku.

Jarðvísindafólk við Háskólann og Veðurstofuna er tíðir gestir í fjölmiðlum til að tala um hugsan­leg eldgos í Öræfajökli, Kötlu og víðar, og þetta fólk fer einnig austur í Ör­æfasveit og undir Eyjafjöll til að ræða við heima­fólk og útskýra stöðuna. Ég veit alveg hvað sig­ketill er, og kvikuhólf, og sprengigos, og jökul­hlaup, og ég er ekki í vafa um að Öræfingar og Eyfellingar vita það líka. En ég hef ekki hugmynd um hvað neitt af þessu er á ensku, þannig að það er eins gott að Magnús Tumi og Páll Einarsson og Krist­ín á Veðurstofunni og öll hin eru ekki í neinum vandræðum með að útskýra stöð­una með hjálp þessara orða og margra fleiri íslenskra íðorða sem við þekkjum öll.

En ef öll jarðvísindakennsla við skólann færi fram á ensku er ekkert víst að þau hefðu þessi orð á valdi sínu – og það er ekki einu sinni víst að sum orðin væru til, vegna þess að fjöldi kennara við Háskólann hefur unnið mikið starf við að íslenska orðaforða fræðigreina sinna. Þannig gera þau fræðifólki á sínu sviði kleift að tala um fræði sín á íslensku – ekki bara þeim sem hafa lært við skólann, heldur líka þeim sem hafa numið sín fræði erlendis. Þetta er gott dæmi um mikil­vægi þess að Háskólinn leggi rækt við íslenskuna – leggi sitt af mörkum til þess að hún sé nothæf, og notuð, á öllum sviðum, svo vitnað sé í íslenska málstefnu og málstefnu Háskólans.

En til að íslenskan lifi og geti þjónað margslungnu hlutverki sínu um ókomin ár er nauðsynlegt að efla hana og styrkja, og þá er aftur komið að fullveldisafmælinu og hlutverki Háskólans í varð­veislu menningarlegs fullveldis. Fyrir tveimur árum sam­þykkti Alþingi þings­ályktun um hvernig minnast skuli aldar­afmælis sjálfstæðis og full­veldis Íslands. Þar er ríkisstjórninni m.a. falið að „undirbúa álykt­unar­til­lögu um uppbyggingu innviða fyrir máltækni fyrir íslenska tungu og fimm ára áætlun um það efni“. Í sáttmála nú­ver­andi ríkis­stjórnar segir: „Fjármögnuð verður aðgerðaáætlun um máltækni þannig að íslensk tunga verði gjaldgeng í stafrænum heimi.“

Fyrir tæpum mánuði undirritaði mennta- og menn­ingar­mála­ráðherra samning við sjálfs­eignar­stofnun­ina Almanna­róm um að verða miðstöð íslenskrar máltækni og sjá um framkvæmd að­gerða­­áætlunar í máltækni næstu fimm ár. Að Almannarómi stendur breiðfylking rann­sóknar­stofn­ana og hagsmunaaðila – Háskóli Íslands og Háskólinn í Reykjavík, Árnastofn­un, Sam­tök atvinnu­lífsins og ýmis fyrirtæki í upplýsingatækni og fleiri greinum, Öryrkjabanda­lagið og Blindra­félag­ið, og fleiri.

Það er viðurkennt meðal fræðimanna að viðhorf málnotenda til móðurmáls síns, ekki síst við­horf ungu kynslóðarinnar, sé það sem skiptir mestu um framtíðarhorfur málsins. Það eru ýmsar vísbendingar um að ungir Íslendingar líti ekki á tungumálið sem jafnmikilvægan þátt í sjálfs­mynd sinni og þau sem eldri eru og hafi ekki jafnjákvætt viðhorf til málsins. Ungt fólk nú á dögum vill geta lært, búið og starfað erlendis og veit að íslenskan gagnast því lítið utan Íslands. Ef ekki verður heldur hægt að nota málið alls staðar á Íslandi, og jafnvel ekki inni á heimilinu í samskiptum við stafræna aðstoðarmenn og önnur tölvustýrð tæki, er hætt við að unga kyn­slóðin missi trú á íslenskuna og gagnsemi hennar.

Með aðgerðaáætlun í máltækni er stigið stórt skref til að tryggja við getum notað íslenskuna áfram – ekki bara í öllum þeim mikilvægu hlut­verkum sem ég taldi upp áðan, heldur einnig í sam­skipt­um okkar við tölvur og hvers kyns tölvustýrð tæki í þeim stafræna heimi gervigreindar sem við erum á hraðri leið inn í. Það er ein helsta forsendan fyrir því að börnin okkar og barnabörnin geti og vilji nota íslensku áfram. Þetta má ekki vera einkamál greina eins og íslensku og tölvunarfræði, heldur verður að vera samvinnuverkefni allra fræðasviða, því að tungumálið varðar okkur öll og er hluti af okkur öllum. Það er mikilvægasta fullveldismálið að við getum áfram notað íslensku á öllum sviðum og þar verður Háskóli Íslands að vera í forystu.

Fullveldisávarp 1. desember 2017

Kæru stúdentar.

Til hamingju með daginn! Það er mikill heiður að vera boðið að tala hér á þessum hátíðisdegi stúdenta, og ég þakka fyrir það. Sannarlega fer vel á því að rætt sé um íslenskuna og stöðu hennar á fullveldisdaginn. Allt frá upphafi frelsis­baráttu Íslend­inga á 19. öld var áhersla lögð á tungumálið og mikilvægi þess fyrir íslenskt þjóð­erni og þjóðarvitund. Víða í Evrópu voru þjóðríki í nútímaskilningi að verða til á 19. öldinni og þá lentu iðulega innan sama ríkis hópar og þjóðar­brot sem töluðu mismunandi tungumál. Til að tryggja einingu ríkisins lögðu stjórnvöld oft áherslu á eitt ríkismál, og bönn­uðu jafnvel notkun annarra tungumála.

En afstaða danskra stjórnvalda var gerólík – þau virðast aldrei hafa gert miklar tilraunir til að þröngva dönsku upp á Íslendinga. Öfugt við marga aðra minnihluta­hópa innan ríkja þurftu Íslend­ingar ekki að berjast sérstaklega fyrir því að fá að nota móðurmál sitt á flestum sviðum. Íslenskan var hins vegar sameiningar­tákn, rétt­læt­ing Íslend­inga fyrir sérstöðu sinni og ekki síst notuð til að leiða þeim sjálfum fyrir sjónir hver sú sérstaða væri.  Víða í Evrópu var tungan víg­völlur barátt­unnar – á Íslandi var hún vopnið.

Þetta er sögulegur fróðleikur sem ágætt er að hafa í huga og rifja upp á hátíðis­dögum eins og þessum. Þegar Ísland fékk full­veldi fyrir réttum 99 árum má segja að hlutverki íslensk­unnar í sjálfstæðisbaráttunni hafi lokið – en hefur hún þá minna gildi fyrir okkur nú? Hvaða máli skiptir íslenskan fyrir ykkur, háskóla­stúdenta á 21. öldinni? Hafið þið einhverja sér­staka ástæðu til að vilja halda í íslenskuna og hlúa að henni? Eða er hún kannski eins og gömul flík sem hefur gert sitt gagn, hélt á manni hita í hráslaga og frosti en er orðin slitin og snjáð og hætt að gera nokkurt gagn – auk þess sem hún er löngu komin úr tísku?

 

Staða íslenskunnar innan Háskólans hefur óneitanlega breyst talsvert síðan um aldamót. Vissulega hefur meginhluti lesefnis í mörgum deildum skólans lengi verið á erlendum málum, einkum ensku, en námskeiðum sem eru kennd á ensku hefur smátt og smátt farið fjölgandi. Það er óhjákvæmilegur fylgifiskur eðlilegrar og nauðsynlegrar þátttöku skólans í alþjóðlegu háskóla­starfi. Erlendum stúdent­um hefur fjölgað mikið, bæði skiptinemum og þeim sem stefna á gráðu frá skólanum, og á síðustu árum hefur erlendum kennurum einnig fjölgað. Það er líka þáttur í akademískri þjálfun stúdenta að gera þeim kleift að fjalla um viðfangsefni sín á alþjóðlegu fræðimáli, sem er enska en ekki íslenska hvort sem okkur líkar betur eða verr.

Þessi þróun má hins vegar ekki leiða til þess að heilu greinarnar verði eingöngu kenndar á ensku. Eitt meginhlutverk Háskólans er að þjóna íslensku samfélagi – ég held reyndar að skólinn leiki stærra hlutverk í samfélagi sínu en nokkur annar háskóli í heiminum. Þetta hlutverk felst m.a. í því að mennta fólk til að sinna marg­vís­legum störfum úti um allt land, á öllum sviðum þjóðlífsins. Það er grund­vallar­atriði að þetta fólk geti talað um fræði sín og viðfangsefni við almenning – á máli sem fólk skilur. Það getur reynst þrautin þyngri ef fólkið hefur ekki fengið neina æfingu í því í námi sínu vegna þess að allt lesefni og öll kennsla hafi verið á ensku.

Í síðustu viku var jarðvísindafólk við Háskólann og Veðurstofuna daglegir gestir í fjölmiðlum til að tala um hugsanlegt gos í Öræfajökli, og fór einnig austur í Ör­æfasveit til að ræða við heima­fólk og útskýra stöðuna. Ég veit alveg hvað sig­ketill er, og kvikuhólf, og sprengigos, og jökul­hlaup, og ég er ekki í vafa um að Öræfingar vita það líka. En ég hef ekki hugmynd um hvað neitt af þessu er á ensku, þannig að það er eins gott að Magnús Tumi og Krist­ín á Veðurstofunni og öll hin eru ekki í neinum vandræðum með að útskýra stöð­una með hjálp þessara orða og margra fleiri íslenskra íðorða sem við þekkjum öll.

En ef öll jarðvísindakennsla við skólann færi fram á ensku er ekkert víst að þau hefðu þessi orð á valdi sínu – og það er ekki einu sinni víst að sum orðin væru til, vegna þess að fjöldi kennara við Háskólann hefur unnið mikið starf við að íslenska orðaforða fræðigreina sinna. Þannig gera þau fræðifólki á sínu sviði kleift að tala um fræði sín á íslensku – ekki bara þeim sem hafa lært við skólann, heldur líka þeim sem hafa numið sín fræði erlendis. Þetta er gott dæmi um mikil­vægi þess að Háskólinn leggi rækt við íslenskuna – leggi sitt af mörkum til þess að hún sé nothæf, og notuð, á öllum sviðum, svo að vitnað sé í íslenska málstefnu.

Það er nefnilega hreint ekki sjálfgefið að 340 þúsund manna þjóð eigi sér sjálfstætt tungumál sem sé notað á öllum sviðum þjóðlífsins, og ýmislegt bendir til þess að ýmsar samfélags- og tækni­breytingar síðustu 5-10 ára valdi því að lífsskilyrði íslenskunnar séu nú verri og framtíðarhorfur hennar dekkri en áður. Við því þarf að bregðast, því að íslenskan er enn óendanlega mikilvæg fyrir íslenskt samfélag, og fyrir okkur sem eigum hana að móðurmáli.

Í sérhverju tungumáli felast menningarverðmæti. Sérhvert tungumál er einstakt á einhvern hátt – orðaforði þess, setningagerð og hljóðkerfi eru frábrugðin öllum öðrum tungumálum, merk­ingar­blæbrigðin sem það getur tjáð geyma reynslu kynslóðanna og eru önnur en í öðrum málum. Tungumál sem deyr er að eilífu glatað – þótt við höfum um það miklar ritheimildir og upptökur, sem sjaldnast er, verður það aldrei endurvakið í sömu mynd því að tungumál lærist ekki til hlítar nema berast frá manni til manns – frá foreldrum til barna.

Sérhvert tungumál er líka merkilegt og einstakt frá fræðilegu sjónarmiði vegna þess að það getur hjálpað okkur að komast að einhverju um eðli mannlegs máls. Íslenska er t.d. viðfangsefni fræðimanna víða um heim og dæmi úr íslensku eru notuð í kennslu í miklum fjölda erlendra háskóla. Ástæðan er ekki síst sú að íslenskan er náskyld ensku og lík henni á margan hátt, þannig að auðvelt er að bera málin saman og láta sérkenni íslenskunnar í beygingum og setninga­gerð varpa ljósi á eðli mismunar málanna og ýmissa fyrirbæra í þeim.

Íslenskan er líka tenging okkar við sögu og menningu þjóðarinnar fyrr á tímum. Við njótum þeirra forréttinda umfram flestar aðrar þjóðir að geta tiltölulega auð­veld­lega lesið texta allar götur frá upphafi ritaldar fyrir 900 árum, án þess að þeir séu þýddir á nútímamál. Ef íslenskan breytist mjög mikið, eða hættir að vera lifandi tungumál, missum við ekki bara bein tengsl við Völuspá og Njálu, heldur líka við Íslenskan aðal og Íslandsklukkuna, Engla alheimsins og Kalda­ljós, og meira að segja Arnald og Yrsu. Þar með væri hið margrómaða samhengi í íslensk­um bókmenntum og menningu fokið út í veður og vind.

Vitanlega er íslenskan ekki síður félagslegt fyrirbæri – langsamlega mikil­vægasta sam­skipta­tæki okkar við annað fólk. Þess vegna má hún ekki staðna heldur þarf að vera lifandi og laga sig að þörfum samfélagsins á hverjum tíma. Hún verður að þola tilbrigði í fram­burði, beygingum og setningagerð, og að ný orð komi inn í málið og gömul orð fái nýja merkingu. Hún má ekki verða einkaeign ákveðinna hópa, og það má ekki nota hana og tilbrigði í beitingu hennar til að mismuna fólki eða flokka það á nokkurn hátt.

En síðast en ekki síst er íslenskan útrás fyrir tilfinningar okkar – ást og gleði, hatur og reiði, sorg og hryggð, vonir og þrár – en líka tæki okkar til sköpunar, miðlunar og frjórrar hugsunar. Tungumál sem við tileinkum okkur á máltökuskeiði, móður­mál okkar, er hluti af okkur sjálfum, einkaeign okkar jafnframt því að vera sam­eign alls málsamfélagsins og í vissum skilningi alls mannkyns. Þetta hljómar eins og þversögn – og er þversögn. Það er ekki einfalt að umgangast málið þannig að öll þessi hlutverk þess séu höfð í heiðri.

Það er samt það sem við þurfum að reyna að gera og það byggist á umburðar­lyndi, virðingu og tillitssemi. Við þurfum að nota tungumálið þannig að það mis­bjóði engum. Það má ekki vera þannig að einhverjum hópum í samfélaginu finnist ís­lensk­an ekki gera ráð fyrir sér, og það má ekki heldur vera þannig að einhverjum finnist gert lítið úr því máli og þeirri málnotkun sem hán er alið upp við.

En til að íslenskan lifi og geti þjónað margslungnu hlutverki sínu um ókomin ár er nauðsynlegt að efla hana og styrkja, og þá er aftur komið að fullveldisdeginum og tengslum íslenskrar tungu við hann. Í fyrra samþykkti Alþingi þings­ályktun um hvernig minnast skuli aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands eftir rétt ár, 1. desember 2018. Þar er ríkisstjórninni m.a. falið að „undirbúa álykt­unar­til­lögu um uppbyggingu innviða fyrir máltækni fyrir íslenska tungu og fimm ára áætlun um það efni“.

Í sáttmála nýrrar ríkisstjórnar sem tók við völdum í gær segir: „Fjármögnuð verður aðgerðaáætlun um máltækni þannig að íslensk tunga verði gjaldgeng í stafrænum heimi.“ Ég treysti því að við þetta verði staðið, og þar með stigið stórt skref til að tryggja við getum notað íslenskuna áfram – ekki bara í öllum þeim mikilvægu hlut­verkum sem ég taldi upp áðan, heldur einnig í sam­skipt­um okkar við tölvur og hvers kyns tölvustýrð tæki í þeim stafræna heimi gervigreindar sem við erum á hraðri leið inn í. Það er að mínu mati eitt það mikilvægasta sem við getum gert íslenskunni til góða, og ein helsta forsendan fyrir því að börnin okkar og barnabörnin geti og vilji nota hana áfram.

Gleðilega hátíð!

Tungan og fullveldið

Í þessu stutta erindi ætla ég að ræða dálítið um þýðingu ís­lenskr­ar tungu fyrir fullveldið fyrr og síðar – stjórnarfarslegt en einnig ekki síður menn­ingarlegt fullveldi.

Það hefur lengi verið viðtekin skoðun að íslenskan sé helsta réttlæting og forsenda fullveldis Íslands. Alkunna er að tungan lék eitt aðalhlutverkið í sjálfstæðisbaráttu Íslendinga. Allt frá upphafi baráttunnar á 19. öld var áhersla lögð á tungumálið og mikilvægi þess fyrir íslenskt þjóðerni og þjóðarvitund. Iðulega var sett samasemmerki milli hnign­unar tungumálsins og dvínandi þjóðerniskenndar. Hnignun tungumálsins var einnig tengd við afturför á öðrum sviðum.

Á seinni hluta 19. aldar var verið að draga skarpari landamæri en áður víða um Evrópu og þjóð­ríki í nútímaskilningi voru að verða til. Víða lentu þá innan sama ríkis hópar og þjóðar­brot sem töluðu mismunandi tungumál. Til að tryggja einingu ríkisins lögðu stjórnvöld iðu­lega áherslu á eitt ríkismál, og bönnuðu jafnvel notkun annarra tungumála innan ríkisins. Það gerðu Danir hins vegar ekki á Íslandi.

Því var það að þótt áhersla væri lögð á endurreisn tungunnar og hreinsun af dönskum áhrifum í tengslum við eflingu þjóðerniskenndar og baráttu fyrir auknum réttindum Íslend­inga á 19. öld var sú bar­átta fyrst og fremst háð innanlands en ekki við dönsk stjórn­völd. Öfugt við marga aðra minnihlutahópa innan ríkja þurftu Íslendingar ekki að berjast sérstaklega fyrir því að fá að nota móðurmál sitt á flestum sviðum. Tungan var hins vegar sameiningartákn, réttlæting Íslend­inga fyrir sérstöðu sinni og ekki síst notuð til að leiða Íslendingum sjálfum fyrir sjónir hver sú sérstaða væri. Víða í Evrópu var tungan vígvöllur baráttunnar – á Íslandi var hún vopnið.

Þrátt fyrir þetta var aldrei minnst á fullveldi Íslands í þessu sambandi enda var orðið fullveldi ekki einu sinni til í málinu í nútímamerkingu. Elsta dæmið sem ég hef fundið um orðið er úr auglýsingu Kristjáns kon­ungs níunda um setningu stjórnar­skrárinnar 1874, þar sem segir:

Það er von Vor, að Vorir trúu Íslendíngar taki á móti gjöf þeirri, sem Vèr þannig af frjálsu fullveldi höfum veitt Íslandi […].

Flest elstu dæmin um orðið eru svipuð þessu – verið að tala um fullveldi konungs. Það er ekki fyrr en kemur fram undir aldamótin 1900 að farið er að tala um full­veldi þjóða. Í Eimreiðinni 1896 kemur fram að orðið er notað sem þýðing á „Suverænitet“. En orðið nær þó ekki veru­legu flugi fyrr en 1908, í umræðu um „uppkastið“ svokallaða, og breiðist svo enn út kringum 1918.

Stjórnarskrá Íslands kveður ekki á um opinbera stöðu íslensku, þótt hugmyndir um slíkt hafi nokkrum sinnum komið fram, t.d. í skýrslu stjórnlaganefndar frá 2011. Með lögum um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls frá 2011 fékk íslensk tunga þó stöðu sem opinbert tungumál á Íslandi.

Í tillögum stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá fyrir Ísland sumarið 2011 er ekkert ákvæði um þjóðtungu en nefnt í skýringum að sterkar raddir hafa verið á lofti um að setja íslenska tungu inn sem eitt af grunngildum stjórnarskrárinnar. E.t.v. má ætla að ráðið hafi talið að slíkt ákvæði gæti orðið grundvöllur einhvers konar mis­mununar, nú á tímum alþjóðavæðingar og fjölmenningarlegra samfélags en áður.

En það er til annars konar fullveldi en fullveldi í lagalegum og þjóðréttarlegum skilningi. Hugtakið menningarlegt fullveldi virðist fyrst koma fyrir á prenti í grein sem birtist á fimm ára afmæli fullveldisins, 1. desember 1923, en þar segir:

Mörg þjóð hefir orðið að fórna blóði sinna bestu sona til þess að öðlast stjórnarfarslegt fullveldi. Svo mikils virði hefir það verið þeim. Þó er andlegt menningarlegt fullveldi engu minna virði.

Á fyrri hluta sjöunda áratugar 20. aldar var oft talað um menningarlegt fullveldi, ekki síst í tengslum við Kanasjónvarpið svokallaða. Því var haldið fram að út­sendingar þess út fyrir herstöðina væru brot á íslenskri menningarhelgi og ógnuðu menningarlegu fullveldi Íslands.

En menningarlegt fullveldi er vandmeðfarið hugtak vegna þess að skilgreining þess er ekki skýr – enn óskýrari en skilgreining stjórnarfarslegs fullveldis. Það er þó ljóst að flestir sem nota hugtakið telja tungumálið eitt það helsta sem þar þurfi að huga að. Á síðustu árum hefur umræðan um menningarlegt fullveldi risið aftur og nú í tengslum við stjórnarfarslegt fullveldi, ekki síst umræðuna um hugsanlega aðild Íslands að Evrópusam­band­inu.

Undanfarinn aldarfjórðung hefur verið talsverð umræða um fullveldi Íslands í tengslum við þátttöku landsins í Evrópska efnahagssvæðinu og hugsanlega aðild að Evrópusambandinu. Lítill vafi er á því að aðild að ESB hefði í för með sér nokkurt framsal fullveldis, en spurn­ingin er hvort og þá að hvaða marki slík full­veldis­skerðing hefði áhrif á íslenska tungu og stöðu hennar – bæði réttar­stöðu og stöðu í samfélaginu og gagnvart öðrum tungum.

Frá stofnun árið 1957 hefur Evrópusambandið lagt áherslu á að virða þjóðtungur sam­bands­ríkj­anna. Þegar ný ríki hafa verið tekin inn í sambandið hafa opinber mál þeirra jafnframt orðið opin­ber mál sambandsins. Þótt Íslendingar tækju á sig einhverja skerðingu á stjórnarfarslegu fullveldi við inngöngu í Evrópusambandið yrði það síst til þess að veikja stöðu íslenskunnar – þvert á móti má færa að því rök að staða tungunnar myndi styrkjast við aðild. Slíkt hefur t.d. gerst með írsku, sem fékk stöðu opinbers tungumáls innan ESB árið 2007.

Um þessar mundir virðast ekki miklar líkur á að Ísland afsali sér stjórnarfarslegu fullveldi í hendur Evrópusambandsins á næstunni, en framtíð menningarlegs full­veldis landsins er meira vafamál. Þar er tungumálið lykilatriði. Tungumálið skapar sérstakan menningarheim sem bæði bægir frá áhrifum annarra menningar­heima og torveldar aðgang okkar að öðrum menn­ingar­heimum. En á síðustu árum hafa vissulega orðið gífurlegar þjóðfélagsbreytingar sem gætu stuðlað að því að rýra menningarlegt fullveldi landsins. Þau áhrif koma í gegnum þá menningu og menningarheima sem fólk kemst nú í nánari snertingu við en áður, en áhrifin á tungumálið gætu þó reynst afdrifarík­ust.

Land, þjóð og tunga hefur lengi verið órjúfanleg þrenning í huga margra Íslend­inga. Það er lítill vafi á því að sérstakt tungumál var frumforsenda þess að Íslend­ingar litu á sig sem sérstaka þjóð og kröfðust sjálfstæðis á 19. öldinni. Spurn­ingin er hins vegar hvort þetta hafi breyst eða sé að breytast. Er tungumálið orðið veigaminni þáttur en áður í sjálfsmynd Íslendinga? Guðmundur Hálf­danarson hefur t.d. haldið því fram að

náttúran sé að taka við af tungumálinu og menningunni sem helsta viðmið íslenskrar þjóðernisstefnu – eða mikilvægasta tákn þess sem gerir okkur að Íslendingum og greinir okkur frá öðrum þjóðum.

Um þetta er vissulega ágreiningur, en hvað sem því líður virðist unga kynslóðin ekki líta á tungumálið sem jafnmikilvægan þátt í sjálfsmynd sinni og þeir sem eldri eru.

Eins og áður segir er skilgreiningin á menningarlegu fullveldi ekki á hreinu og því er erfitt að segja hvenær og hvernig það glatast. Þótt svo færi að Íslendingar legðu íslensku af, eða hún yrði ekki nothæf nema á afmörkuðum sviðum, þarf það ekki að leiða sjálfkrafa til þess að menn­ingarlegt fullveldi glatist. Ég geri t.d. ráð fyrir að Írar telji sig menningarlega fullvalda þjóð þótt flestir þeirra noti ensku í öllu daglegu lífi. Vitanlega felst menningarlegt fullveldi ekki í ein­angrunarstefnu og það er út af fyrir sig ekki sjálfgefið að það drægi úr menningar­starfsemi og nýsköpun á sviði menningar þótt hér væri töluð enska í stað íslensku. Þannig segir Kristján Árnason prófessor, í andsvari við hugmyndum Guðmundar Hálfdanar­sonar sem nefndar voru hér áður:

Íslensk menning hefur notað íslensku en það væri vel hugsanlegt – þó ég sé ekki að mæla með því – að íslensk menning notaði annað tungumál en menningin yrði þá að sjálfsögðu eitthvað öðruvísi en sú sem við höfum haft.

En íslensk menning á ensku yrði síður aðgreind frá menningu annarra þjóða, og vegna þess hve samfélagið er fámennt eru líkur á að það yrði aðallega þiggjandi á sviði menningar, ef þeirri vörn sem tungumálið veitir yrði kippt brott. Um leið er ekki ótrúlegt að áhugi þjóðar­innar á því að halda stjórnarfarslegu fullveldi myndi dofna.