Með öræfin í bakgarðinum. Ráðstefna um tengsl samfélags og hálendis á Austurlandi

Staður og stund: Hótel Hérað á Egilsstöðum 24. maí 2018 klukkan 09:30 - 25. maí 2018 klukkan 18:00.

Dagana 24. – 25. maí 2018 verður haldin ráðstefna á Fljótsdalshéraði undir yfirskriftinni "Með öræfin í bakgarðinum. Um tengsl hálendis og samfélags á Austurlandi."

Gestir geta komið og hlýtt á hluta eða alla fyrirlestradagskrá án þátttöku í skoðunarferð í Fljótsdal 25. maí.

Sjá um um fyrirlesara og efni fyrirlestra í ráðstefnubæklingi:
http://rannsoknasetur.hi.is/sites/rannsoknasetur.hi.is/files/Austurland/radstefnubaeklingur_oraefathing_2018.pdf

Dagskrá:

Fimmtudagur 24. maí

Hótel Hérað - fundarsalur á jarðhæð.

9:15: Mæting, og afhending ráðstefnugagna.
9:30-9:40: Setning: Björn Ingimarsson bæjarstjóri.
9:40-10:20: Unnur Birna Karlsdóttir: Hreppsveiðar og sportveiðar á hreindýrum 1954-1972.
10:20-11:00: Skarphéðinn G. Þórisson: Heiðagæsir og hreindýr á hásléttu Austurlands.
11:00-11:40: Guðrún Óskarsdóttir: Gróður á hásléttu Austurlands.
11:40-13:00: Hádegishlé.
13:00-13:40: Esther Ruth Guðmundsdóttir: Hvaða upplýsingar geymir Lögurinn um eldvirkni á Íslandi?
13:40-14:20: Elsa Guðný Björgvinsdóttir: „Allt dauðlegt hlítur að deyja“ - Upplifun fólks af öskufallinu 1875.
14:20-15:00: Snorri Baldursson: Vatnajökulsþjóðgarður á heimsminjaskrá UNESCO.
15:00-15:20: Kaffihlé.
15:20-15:50: Baldur Pálsson: Lesnir valdir kaflar úr endurminningum heiðarbúa.
15:50-16.20: Hjördís Hilmarsdóttir í samstarfi við HS Tókatækni o.fl.: Heiðarbýlin - 100 ára byggðasaga. Einnig kynntur bæklingur um heiðarbýlin, vegvísar í heiðinni og hvernig hægt er að nálgast upplýsingar um heiðarbýlin og ábúendur þeirra á heimasíðu Ferðafélags Fljótsdalshéraðs.
16:20-16:30: Umræður
Hlé.
17:00:-18:30: Móttaka í Minjasafni Austurlands í Safnahúsinu á Egilsstöðum. Ráðstefnugestum stendur til boða að skoða sýninguna „Hreindýrin á Austurlandi“ og aðrar sýningar í húsinu, í boði léttar veitingar.

Föstudagur 25. maí

Hótel Hérað - fundarsalur á jarðhæð.

9:20-10:00: Ívar Örn Benediktsson: Er nútíðin lykillinn að fortíðinni? Um landmótun jökla á öræfum og forna ísstrauma Norðaustur- og Austurlands.
10:00-10:40: Hreggviður Norðdahl: Myndun og saga Lagarins í kjölfar hörfunar jökla af Úthéraði og úr Fljótsdal fyrir um 12.000 árum síðan.
10:40-11:20: Steinunn Kristjánsdóttir: Úr Fljótsdal og suður á land.

11:30-18:00: Boðið í söguferð. Fararstjórn og leiðsögumaður Baldur Pálsson frá Aðalbóli í Hrafnkelsdal.

11:30: Lagt af stað í rútu frá Hótel Héraði og keyrt inn í Fljótsdal.
12:10-13:00: Hádegisverður í Klausturkaffi. - *Verð per mann greiðir hver fyrir sig á staðnum; 1800 kr. súpa og kaffi, en hægt að panta annað af matseðli.
13:15-14:00: Heimsókn í Snæfellsstofu. Móttaka þjóðgarðsvarðar og kynning á starfsemi Vatnajökulsþjóðgarðs og sýning um þjóðgarðinn skoðuð.
14:15-15:45: Heimsókn í Óbyggðasafn Íslands. Móttaka staðarhaldara og kynning á starfsemi safnsins og sýningin skoðuð.
15:45: Skyggnst upp á heiði eftir gangnamönnum, hreindýraþjófum og Hrafnkeli Freysgoða, heiðagæsum og hreindýrum, þ.e. horft yfir söguslóðir og náttúru á Fljótsdalsheiði og á öræfum eins og útsýni gefst. (Varaáætlun ef veður krefst.)
17:30-18:00: Komið aftur í Egilsstaði. Ferðar- og ráðstefnulok.

Fyrir ráðstefnunni stendur Stofnun rannsóknasetra Háskóla Íslands á Austurlandi í samvinnu við Söguslóðir Austurlands, Náttúrustofu Austurlands, Minjasafn Austurlands, Vatnajökulsþjóðgarð/Snæfellsstofu og Óbyggðasetur Íslands.

Ráðstefnan hefur hlotið styrki frá Uppbyggingarsjóði Austurlands, Samfélagssjóði ALCOA Fjarðaráls og Samfélagssjóði Landsvirkjunar.

 

Þessi færsla var birt í Viðburðir og merkt sem , . Bókamerkja beinan tengil.