Að og af

Forsetningarnar og af eru oft notaðar í sömu samböndum þótt önnur þyki venjulega réttari en hin. Í Málfarsbankanum er löng upptalning á samböndum þar sem talið er rétt að nota , og önnur samsvarandi fyrir af. Þessi dæmafjöldi sýnir glöggt að tilfinning málnotenda fyrir því hvora forsetninguna „eigi“ að nota er iðulega á reiki. Þótt ég sé í flestum tilvikum vanur að nota þá forsetningu sem er talin „rétt“ átta ég mig ekki á því hvort ég er alltaf alinn upp við þá notkun eða hef tileinkað mér hana í skóla.

Framburðarmunur og af er sáralítill og oft enginn í eðlilegu tali. Önghljóðin ð og f eru venjulega frekar veik í enda orða – sérstaklega áherslulítilla orða eins og forsetninga. Það er því mjög algengt að báðar forsetningarnar verði bara sérhljóðið a í framburði og þess vegna tökum við örugglega sjaldnast eftir því þótt einhver segi þar sem við ættum von á af og öfugt. En í rituðu máli kemur munurinn vitanlega fram. Þegar framburðarmunurinn er svona lítill verður að reiða sig á merkingu til að velja milli forsetninganna – eða hreinlega læra í hvaða samböndum hvor á að vera.

Grunnmerking er 'í áttina til' en grunnmerking af  er 'frá, burt'. Þar sem þessi grunnmerking er skýr verður þess ekki vart að forsetningunum sé blandað saman, svo að ég viti. Enginn segir *Ég gekk í átt af húsinu eða *Ég tók bókina að honum svo að ég viti. En þegar ekki liggur í augum uppi að þessi grunnmerking eigi við má búast við víxlum, þannig að af sé iðulega notað þar sem hefð er fyrir , og öfugt. Þetta sést greinilega ef maður skoðar dæmin í Málfarsbankanum sem hér var vísað til.

Ef þessum dæmum er flett upp á tímarit.is sést að víxlin má í mörgum tilvikum rekja aftur til 19. aldar. Í sumum tilvikum er „ranga“ notkunin eldri og/eða algengari en sú „rétta“. Þannig eru hátt í helmingi fleiri dæmi um ríkur af en ríkur að, og elsta dæmið um af er þremur áratugum eldra en elsta dæmið um . Heldur fleiri dæmi eru um auðugur af en auðugur að, og einnig heldur fleiri dæmi um snauður af en snauður að. Ýmis fleiri dæmi mætti nefna.

Eitt af því sem ýtir undir þessi víxl er það að stundum „á“ að nota mismunandi forsetningu með sama nafnlið eftir því hver sögnin er. Þannig er talið „rétt“ að segja hafa ánægju af, hafa gagn af, hafa gaman af o.fl., en hins vegar „á“ að segja það er ánægja að þessu, það er gagn að þessu, það er gaman að þessu o.s.frv. Svipað er með forsetningu með nafnorðinu tilefni – það „á“ að segja að gefnu tilefni, en hins vegar af þessu tilefni. Það er svo sem ekkert undarlegt að málnotendur blandi þessu saman.

Hvað á svo að segja um þessi víxl? Mér finnst mikilvægt að halda í merkingarmuninn milli og af, sem vísað er til hér að framan. En þar sem grunnmerkingin er óskýr eða alls ekki fyrir hendi finnst mér satt að segja ekki skipta miklu máli hvor forsetningin er notuð. Ef fólk hefur vanist notkun annarrar forsetningarinnar þótt hin sé talin „rétt“ sé ég enga ástæðu til að breyta því. Ég er t.d. vanur að tala um að gera mikið af einhverju og töluvert fleiri dæmi eru um það á tímarit.is en gera mikið sem er talið rétt. Ég held bara mínu striki.