Posted on Færðu inn athugasemd

Misnotkun á íslenskunni

Íslenska er opinbert mál á Íslandi og fólk á að geta notað hana alls staðar, við allar aðstæður. Það er mikilvægt að auðvelda fólki sem býr og starfar hér en á ekki íslensku að móðurmáli að læra málið, og hvetja það til að nota íslensku þótt það hafi hana ekki fullkomlega á valdi sínu. En það nær vitanlega engri átt að skortur á íslenskukunnáttu bitni á fólki í samskiptum við stjórnvöld. Það er misnotkun á íslenskunni – sem hún á ekki skilið.

Í þessu sambandi er rétt að minna á að í tillögum Stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá er svohljóðandi ákvæði: „Öll erum við jöfn fyrir lögum og skulum njóta mannréttinda án mismununar, svo sem vegna […] tungumáls […].“ Í skýringum við þetta segir: „Þessu ákvæði er ætlað að útiloka mismunun gagnvart fólki sem talar annað mál en íslensku eða aðra mállýsku en þá sem ráðandi er í samfélaginu hverju sinni.“

Því miður hafa þessar tillögur ekki verið samþykktar eins og kunnugt er, en samþykkt þeirra myndi útiloka þessa óhæfu.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.