Er nafnháttarmerkið á útleið?

Sagnir sem standa í nafnhætti hafa iðulega á undan sér smáorðið sem þá nefnist nafnháttarmerki, í setningum eins og ég ætla fara og það er gaman lesa. Í gær fékk ég fyrirspurn um það hvort nafnháttarmerkið væri að hverfa úr máli ungs fólks – fyrirspyrjandi hafði m.a. heyrt „Mig langar rosalega fara til útlanda“ hjá unglingi. Ég hef ekki tekið eftir þessu sjálfur en hef stundum séð svipaðar athugasemdir í Málvöndunarþættinum og víðar. Þar hafa verið tilfærðar setningar eins og „Á ekki vera tilraunastofa þjóðfélagsspekúlanta“, „Ég ætla byrja á að hrósa báðum liðum fyrir að reyna gera þetta að fótboltaleik“, „þarf vera alltaf hlýðin“, o.fl. Þessi dæmi þurfa þó ekki öll að benda til undanhalds nafnháttarmerkisins.

Í eðlilegum framburði hverfur ð venjulega að mestu eða öllu leyti úr , hvort sem orðið er nafnháttarmerki, samtenging eða forsetning, og sama gildir um f (v) í forsetningunni af. Bæði orðin eru iðulega borin fram a, sem er skýringin á því að í ýmsum samböndum þar sem hefð er fyrir er nú oft notað af, og öfugt. Þetta heyrist sem sé ekki í framburði en kemur fram í riti. Við þetta bætist að í íslensku eru tvö áherslulaus sérhljóð úr hópnum a, i, u aldrei borin fram hvort á eftir öðru – þar sem þau ættu að koma saman fellur það fyrra alltaf brottt. Þótt skrifað sé þau eru að lesa og ég ætla að lesa er borið fram þau era lesa og ég ætla lesa. Nafnháttarmerkið hverfur sem sagt alveg í framburði.

Framburður eins og þau era lesa og ég ætla lesa bendir því ekki sérstaklega til þess að nafnháttarmerkið sé á útleið. Öðru máli gegnir vitaskuld ef slík dæmi sjást í riti – sem þau gera stundum. Þar gæti samt verið um að ræða ritun eftir framburði sem ekki þarf heldur að sýna undanhald nafnháttarmerkisins. Það sem skæri úr um þetta væru dæmi þar sem orðið á undan endar ekki á -a heldur einhverju öðru hljóði. Ef undanfarandi orð endar t.d. á -i ætti það að falla brott á undan nafnháttarmerkinu í samræmi við reglu sem áður er nefnd – ég reyni að lesa verður þá ég reyna lesa í eðlilegum framburði. En ef nafnháttarmerkinu er alveg sleppt ætti -i-ið að halda sér og framburðurinn að verða ég reyni lesa.

Í flestum þeim dæmum sem ég hef séð vísað til um meint brottfall nafnháttarmerkis endar undanfarandi orð á -a og því gæti verið um framburðarstafsetningu að ræða. En þetta gildir þó ekki í öllum tilvikum – það virðast líka vera dæmi um að nafnháttarmerkið falli brott á eftir öðrum hljóðum. Það væri þá málbreyting í uppsiglingu sem væntanlega ætti rætur í máltöku barna. Vegna þess að svo algengt er að nafnháttarmerkið falli alveg brott í eðlilegum framburði án þess að skilja eftir sig nokkur spor má hugsa sér að börn á máltökuskeiði átti sig ekki á því að neitt eigi að vera – og sé í málkerfi foreldra þeirra – í dæmum eins og ég ætla fara. Þessi skilningur sé síðan alhæfður á annað umhverfi þar sem hefur ekki fallið brott.

Það er rétt að hafa í huga að mjög oft er nafnháttur sagna notaður án þess að nafnháttarmerki fylgi. Á eftir sögnum eins og reyna að (gera eitthvað), eiga að (gera eitthvað), þurfa að (gera eitthvað), ætla að (gera eitthvað) o.fl. fer nafnháttur með nafnháttarmerki, en á eftir mega (gera eitthvað), munu (gera eitthvað), skulu (gera eitthvað), vilja (gera eitthvað) o.fl. fer nafnháttur án nafnháttarmerkis. En þessi flokkun hefur breyst; fram yfir miðja 20. öld gátu sagnir eins og hyggjast, reynast, virðast, sýnast o.fl. tekið með sér nafnháttarsögn með nafnháttarmerki: „Skipshöfnin fór þá í bátana og hugðist draga skipið áfram“ í Norðurlandi 1905; „Þetta virðist vera reglulegur stjarfi“ í Vísi 1915; o.s.frv.

Börn á máltökuskeiði heyra því ótal mismunandi setningar þar sem nafnháttarmerki fylgir ekki með nafnhætti – bæði setningar þar sem nafnháttarmerkið hefur aldrei verið, eins og með ýmsum sögnum sem nefndar eru hér að framan, og setningar þar sem nafnháttarmerkið hefur verið en hverfur í framburði. Það er þess vegna ekkert óhugsandi að þau dragi (ómeðvitað) þá ályktun að nafnháttarmerkið sé óþarft – komi sér upp málkerfi þar sem nafnháttur er notaður án þess að nafnháttarmerki fylgi. Dæmin sem nefnd eru hér að framan sýna að notkun nafnháttarmerkisins breyttist á síðustu öld og það hefur verið á undanhaldi. Vel má vera að við séum nú að verða vitni að framhaldi þeirrar þróunar.