Þar sem Sigmundur og Artúr mætast

Greppaminni: rit til heiðurs Vésteini Ólasyni sjötugum. Hið íslenska bókmenntafélag, Reykjavík 2009, 3–17.

Hetjukvæði Eddu eru varðveitt í Konungsbók, GKS 2365 4to, sem var skrifuð eftir einu eða fleiri nú glötuðum forritum í kringum 1270. Kvæðin snúast mikið til um hetjur einnar fornaldarsögu, Völsunga sögu, sem reyndar er að miklu leyti afurð þessa kveðskapar. Um er að ræða átján kvæði; hin elstu eru að jafnaði talin ort á 9. öld, en þau yngstu virðast vera mjög ung, jafnvel frá 13. öld. Lesa meira: Greppaminni

The Werewolf in Medieval Icelandic Literature

JEGP (106/3) 2007, 277–303.

People throughout the world have long been fascinated by the idea of shape-shifting. In all corners of the world there are stories about people who have the ability to transform themselves into animals. The ability is generally viewed negatively, and those with such powers are often sorcerers or witches. Read more: Werewolf

How Icelandic Legends Reflect the Prohibition on Dancing

 

ARV – Nordic Yearbook of Folklore (61) 2005, 25–52.

The following article is about repression, and how repressed culture can find expression in legends. As a discussion of culture in the broader sense would probably demand extensive research and a lot of space, I have chosen to narrow the focus and concentrate on one manifestation: dancing. I will begin by describing the opposition of the Icelandic authorities to dancing, which resulted in its apparent disappearance in the eighteenth century. Read more: ARV.

 

DFS 67

Opuscula XI. Bibliotheca Arnamagnæana, Vol. XLII. Ejnar Munksgaard. København, 2003.

DFS 67 er safn kvæðauppskrifta og fróðleiks af ýmsu tagi, að mestu leyti frá 19. öld. Alls er safnið 552 blöð sem flest eru laus, en einnig er nokkuð um lítil kver. Stærð blaða er breytileg og pappírsgerð með ýmsu móti. Samtíningi þessum, sem er í mörgu tilliti nokkuð sundurlaus, hefur verið skipt niður í sjö hluta og blöð 1–531 tölusett með bláum lit, en 21 ótölumerkt blað rekur lestina. Lesa meira: DFS 67

Barnshugur við bók – um uppeldishugmyndir Jóns Ólafssonar

Vefnir 2003.

Í riti sínu Hagþenkir ber Jón Ólafsson (1705–1779) á borð hugmyndir um úrbætur varðandi uppfræðslu og uppeldi barna. Ritið er ekki einungis stórfróðleg og merkileg samtímaheimild um stöðu menntunar á Íslandi, áherslur í fræðastörfum og lærðar bókmenntir á 18. öld, heldur veitir það einnig skemmtilega og oft á tíðum ljóslifandi innsýn í íslenskan veruleika þess tíma. Lesa meira: Barnshugur vid bok


Um berserki, berserksgang og amanita muscaria

Skírnir (175/2) 2001, 317–353.

 

Í þessari grein verður endurvakin umræða sem hófst fyrir rúmum tveimur öldum og segja má að hafi einkennst af þverfaglegum skoðanaskiptum fornsagnafræðinga, náttúrufræðinga og mannfræðinga. Árið 1784 vakti Samuel L. Ødman, prófessor við Uppsalaháskóla, máls á þeirri tilgátu sinni hvort berserksgangurinn til forna, svo sem honum er lýst í norrænum miðaldabókmenntum, hafi hugsanlega getað orsakast af neyslu svonefndra flugusveppa (lat. amanita muscaria). Lesa meira: hér.

(Ó)traustar heimildir. Um söfnun og útgáfu þjóðkvæða

Skálskaparmál (4) 1997, 210-226.

Með þessari grein er ætlunin að varpa nokkru ljósi á Fornfræðafélagið svokallaða og það söfnunarátak sem félagsmenn stóðu fyrir um miðja 19. öld. Sérstaklega verður fjallað um þjóðkvæðauppskriftir sem félaginu bárust og afdrif þeirra. Þá verður litið á útgáfu þessara kvæða, einkum í Íslenzkum þulum og þjóðkvæðum, þar sem Ólafur Davíðsson prentaði eða studdist við stóran hluta uppskriftanna. Ein þula verður athuguð sérstaklega í þeim tilgangi að sýna heimildanotkun og meðferð hans á uppskriftunum. Með þessum hætti velti ég fyrir mér raunverulegri stöðu kvæðanna í útgáfu. Lesa meira: Skáldskaparmál.