Smásögur heimsins – Norður-Ameríka

Smasogur heimsins N-AmerikaÍ SMÁSÖGUM HEIMSINS er safnað saman góðum smásögum úr öllum heimsins hornum. Fyrst kemur Norður-Ameríka, síðan sögur frá Rómönsku-Ameríku og svo álfurnar hver af annarri. Þarna verður til ný leið til að skoða innviði mannheima.

Með mér í ritstjórn eru þau Jón Karl Helgason og Kristín Guðrún Jónsdóttir. Þýðendur þessa bindis eru, auk okkar Jóns Karls, þau Ágúst Borgþór Sverrisson, Árni Óskarsson, Ástráður Eysteinsson, Guðrún Inga Ragnarsdóttir og Silja Aðalsteinsdóttir.

Í bókinni er að finna sögur eftir þrettán höfunda, sú elsta er eftir Sherwood Anderson, sú yngsta eftir Alice Munro. Þarna eru líka sögur eftir William Faulkner, Ernest Hemingway, Joyce Carol Oates, Raymond Carver, Flannery O'Connor, Susan Sontag, Amy Tan, Jhumpa Lahiri, Sherman Alexie, Ralph Ellison og Philip Roth. Sögurnar eru allar í nýjum eða nýyfirförnum þýðingum. Bjartur gefur út.

UMFJÖLLUN

Einar Falur Ingólfsson: Vandað og hrífandi sagnasafn

Magnús Halldórsson: Heilindin á bak við hvíta fíla