Rúnar Helgi Vignisson hefur sent frá sér skáldsögur og smásagnasöfn sem hlotið hafa afbragðs viðtökur og viðurkenningar. Fyrir síðustu bók sína, Ást í meinum, hlaut hann Menningarverðlaun DV. Hann er einnig afkastamikill og verðlaunaður þýðandi, auk þess að hafa um árabil haft veg og vanda af ritlistarnámi við Háskóla Íslands.