Smásögur heimsins – Evrópa

Þetta er fimmta og síðasta bindið í ritröðinni Smásögur heimsins og er helgað smásögum frá Evrópu. Bindið hefur að geyma 20 smásögur eftir jafnmarga evrópska höfunda. Sú elsta, „Dómurinn“ eftir Franz Kafka, er frá árinu 1913 en sú yngsta, „Þegar ég var Pila gamla, dauð en í blóma lífsins“ eftir Króatann Zoran Malkoč, er frá 2008.

Þýðendur í þessu bindi eru: Ana Stanićević, Arndís Þórarinsdóttir, Ásdís Ingólfsdóttir, Áslaug Agnarsdóttir, Ástráður Eysteinsson, Eysteinn Þorvaldsson, Bjarni Jónsson, Brynja Cortes Andrésdóttir, Jón Hallur Stefánsson, Jón Karl Helgason, Kristinn R. Ólafsson, Pétur Gunnarsson, Rúnar Helgi Vignisson, Sigrún Ástríður Eiríksdóttir, Sigurður A. Magnússon, Soffía Auður Birgisdóttir, Tinna Ásgeirsdóttir, Veska A. Jónsdóttir og Zophonías O. Jónsson.

Ritstjórar voru sem fyrr Jón Karl Helgason, Kristín Guðrún Jónsdóttir og Rúnar Helgi Vignisson. Við erum öll kennarar við Háskóla Íslands. Bjartur gaf út.

Með Smásögum heimsins: Evrópu lýkur viðamikilli kortlagningu á heimi smásögunnar undanfarna öld. Sögurnar eru orðnar 94 talsins og hafa vonandi víkkað sjóndeildarhring lesenda enda hafa í ritröðinni verið kynntir margir áður óþýddir höfundar og birtar sögur frá löndum sem sjaldan eru uppi á pallborðinu hérlendis.

 

 

 

UMSAGNIR